Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.01.1976, Blaðsíða 24
Eitt stœrsta fíkniefnamál til þessa nú í rannsókn — bandarískir hermenn og fjöldi íslendinga flœktir í málið Eitt umfangsmesta, ef ekki það umfangsmesta fikniefna- mál, sem upp hefur komið hér- lendis til þessa, er nú i mjög við- tækri rannsókn i Keflavik. Lög- reglan i Keflavik, tollgæzlan á Keflavikurflugvelli, lögreglan á Keflavikurflugvelli og rann- sóknadeild hersins vinna saman að rannsókn málsins. Þrátt fyr- ir að rannsóknsé skammt á veg komin, er þegar ljóst að um gifurlegt magn fikniefna er að ræða, en rannsóknaraðilar vilja engar tölur nefna á þessu stigi. Tveir bandariskir hermenn hafa setið i gæzluvaröhaldi sið- an fyrir jól og munu að likindum sitja eina ,viku enn.Fleiri her- menn hafa verið i gæzluvarð- haldi i skemmri tima og fjöldi Islendinga er flæktur i málið og hafa nokkrir þegar verið i gæzluvarðhaldi. Málið á langa forsögu og nær innflutningurinn yfir langan tima. Samkvæmt þvi sem blað- iö kemst næst hefur talsverðu af fikniefnunum verið dreift meðal bandariskra hermanna á Kefla- vikurflugvelli, meðal fslendinga þar og einnig utan vallár. Um margháttuð fikniefni er að ræða en á þessu stigi eru hlutföll efn- anna óljós, enda heildarmagnið ekki fyrirliggjandi enn. Stöðugt bætast nýjar upplýsingar við, sem flækja fleiri og fleiri i málið og er búizt við að rannsókn þess verði mjög timafrek. GS. Togara- menn fá skammir Brezki flotinn hefur skamm- að togaraskipstjóra fyrir að veiða fyrir utan fyrirskipuð vemdarsvæði. „Við getum ekki slegið stdl- hring um svona stórt svæði,” sagði Robert Gerken, skip- stjóri á freigátunni Andro- medu i tilkynningu til skip- stjóra. Um 14 togarar eru sagðir að veiðum um 22 milur fyrir sunnan verndarsvæði og um 15 mflum frá Seyðisfirði, samkvæmt skeyti frá Reuter-fréttastofunni, i trássi við fyrirmæli flotans. Þarna hefur veiðztvel. —HH Fréttir í BBC um ferðir varðskipa: Líklega var ég anzi nálœgt mörkunum — segir fréttamaður BBC, Mik Magnússon 1 fréttatimum BBC útvarpsins i gærdag var sagt frá þvi að bú- izt væri við að tvö varðskipanna mundu leggja úr höfn þann dag. Talsvert margir á Islandi leggja eyrunvið fréttatima BBC og vakti einn þessara manna at- hygli blaðsins á þessu og taldi jafnframt að hér væri um brot á öllum reglum að ræða, bannað væri að flytja fréttir af ferðum varðskipanna. 1 frétt BBC sagði Mik Magnússon, fréttamaður stofn- unarinnar hér i Reykjavik m.a. að búizt væri við að tvö varð- skipanna legðu úr höfn i dag og það þriðja, þ.e. skuttogarinn Baldur, legði upp i þessari viku. Yrðu þá fimm varðskip um næstu helgi að störfum á veiði- svæðum Bretanna. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra staðfesti i gær- kvöldi að allar fréttir af ferðum varðskipanna væru bannaðar. ,,Það er skýrt tekið fram i lög- um um þetta, það er algjörlega ólöglegt að gefa nokkrar upp- lýsingar um ferðir skipanna,” sagði ráðherrann og benti á að brezkum starfsmanni sendi- ráðsins hefði verið visað úr landi i siðasta þorskastriði fyrir það að gefa slikar uppiýsingar. Mik Magnússon er eini frétta- maður BBC i London sem talar Mik Magnússon islenzku. Hann er þekktur fyrir velvilja i okkar garð i landhelg- ismálum sem og öðrum málum. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar 6 vikur á vegum BBC vegna landhelgismálsins.' Hann býr á Hótel Loftleiðum og þar hittum við hann i gærkvöldi við undirbúning útsendingar á viðtali við Helga Hallvarðsson skipherra: ,,Ég hef liklega verið anzi nálægt mörkunum”, sagði Mik, ,,en ég sagði aðeins að ,,búizt væri við” að tvö varðskip færu úr höfn i gær”. —JBP— Skyggnið var slœmt í Reykjavík: Sex ára drengur slasaðist Erfið akstursskilyrði ollu töf- um á umferð og slysum núna um helgina. Mikið var um smá- árekstra viða um land og hér i Reykjavik. Um sjö-leytið siðdegis á laug- ardag var strætisvagni ekið á kyrrstæða bifreið á Kringlu- mýrarbraut við gatnamót Sléttuvegar. 1 bifreiðinni var sex ára drengur og kastaðist hann i henni á aðra kyrrstæða bifreið. Litli drengurinn slasaðist töluvert og var fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild Borgar- spitalans. Kom hann til meðvit- undar siðar um nóttina. Allmiklar skemmdir urðu á bifreiðunum, sérstaklega þeirri sem strætisvagninn lenti á. HP. ... " ...# Brezkt stórblað segir: „HÆTTUM ÞORSKA- STRÍÐINU" Brezka stórblaðið Daily mun enginn hafa samúð með Mirror, sem styður Verka- Bretum,” segir blaðið. mannaflokkinn, sagði i morgun Blaðið segir ennfremur, að i leiðara, að Bretar ættu að það sé ekki „snjallt” af Bretum hætta við þorskástriðið. að bera brigður á kröfur Islend- „Timitilað ljúka þorskastrið- inga um 200 milna landhelgi. inu,” var fyrirsögn forystu- Það sé ósnjallt að verja stórum greinarinnar. fjárhæðum til að vernda veið- Þar sagði, að James Callag- arnar við ísland. Callaghan ætti han utanrikisráðherra hlyti nú að nota snilli sina til að finna að óska, að Bretar þefðu ekki lausn á þessum málum, og auð- flækzt i deiluna. „Ef einhver veldara sé að komast aö sam- verður drepinn i baráttu togara komulagi, áður en blóð renni, — varðskips — og herskips, segir Daily Miðror. —IIH frjálst, úháð dagblað Mánudagur 5. janúar 1976. Fólk átti góða dag- stund í Bláfjöllum í gœr í gær var ruddur vegurinn upp i skiðalöndin i Bláfjöllum. Stóð ekki á fólki að leita úti- verunnar á fjöllum uppi og var straumur bila iBláfjöll þegar i kjölfar snjóruðningstækjanna. Fólk átti svo ágætan dag i Bláfjöllum i gær, þó enn sé dagurinn stuttur. Siðdegis var svo straumur bila úr Bláfjöll- um til borgarjnnar, en að sögn Arbæjarlögreglunnar var ekki vitað til að til óhappa hefði komið. —ASt. Slydda vœntanleg suðvestanlands Hœtta áhvass- •X • viðri Um helgina var frost um allt land og sums staðar talsvert mik- ið. A laugardaginn komst það nið- ur i 15 stig á Þingvöllum, en var viðast hvar þetta 10-12 stig. Dá- litlar sviptingar voru i vindátt og snjóaði viðast hvar á landinu um helgina. Á laugardaginn var skaf- renningur og éljagangur fyrir norðan, og einnig skafrenningur hér syðra. Á sunnudagsnóttina gekk lægð- ardrag yfir mitt landið og hvessti með þvi og i gær var norðaustan átt og norðan átt viðast hvar á landinu með snjókomu og élja- gangi fyrir norðan og austan en létti til á Suðurlandi. 1 dag er vaxandi austan og suð- austan átt og er sennilegt að fari að snjóa upp úr hádeginu og likur til að veður fari haldur hlýnandi. Gæti orðið slydda eða rigning á suðvesturhorninu. Um austanvert landið verður á- framhaldandi kuldi, að minnsta kosti næsta sólarhring og má bú- ast við sæmilegu veðri norðaust- anlands i dag. Hætt er við að hvessi hér suð- vestanlands. 1 morgun voru 10 vindstig i Vestmannaeyjum og gæti farið upp i ein 7 vindstig hér i Reykjavik. -A.Bj. Bókaormur brýzt inn í bókabúð? Ekki er vitað hvort mikill bókaormur var á ferð og má telja það heldur óliklegt, en aðfaranótt sunnudags var brotizt inn i bókabúð Isafoldar i Austurstræti. Fengu rannsóknarlögreglu- menn ekki séð hvort þar hefðu verið teknar bækur en þjófur- inn hafði hirt 12—15 þúsund krónur i peningum og haft á brott með sér. HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.