Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 3
Spurning dagsins Dagblaöiö. Miövikudagur 21. janúar 1976. Kœrar þakkir, —bœjarstarfs- menn! Kona úr „gleymda hverfinu” hringdi: „Mig langar til aö þakka bænum fyrir þá aöstoð sem þeir veittu okkur i þessu hverfi (Smáibúðahverfinu) i gær við að ryðja göturnar og vona að það verði áframhald á þessari hjálp.” blaðamannafundur seinkaði fréttinni Margrét Jónsdóttir, frétta- maður hjá útvarpinu, hringdi vegna lesendabréfs sem birtist i Dagblaðinu i gær og bað okkur að koma eftirfarandi á fram- færi: „Að sjálfsögðu átti Luns að vera fyrstur i fréttaaukanum, eins og hann var fyrstur i frétt- unum,en blaðamannafundurinn hjá honum hófst ekki fyrr en kl. 5. Fréttamaðurinn og tækni- maðurinn, sem fóru á fundinn, komu ekki fyrr en klukkan var að ganga sjö. Þeir voru með hálfrar klukkustundar efni sem þurfti að klippa niður, þýða og endursegja. Þess vegna var röðinni á efni i fréttaauka breytt þannig að þeir fengu fimmtán minútur til viðbótar til að vinna efnið. Ef blaðamannafundurinn hefði verið haldinn fyrr hefði Luns að sjálfsögðu verið fyrstur I frétta- aukanum eins og ráðgert hafði verið.” — segir Siggi Flug í „mér datt það(svona) í hug"-bréfi JAFNRETTISBARATTAN — hœgagangurinn konum sjólfum að kenna „Geodetiskar" byggingar: VIÐ REISTUM ÞÆR í GAMLA DAGA Finnst þér Háskóli íslands veita nemendum sinum nægilega starfsþjálfun? „Buckminster Fuller heitir bandariskur maðursem kom til Islands fyrir nokkru og var skrifuð viðtalsgrein við hann af Matt. Jóh. i Lesbók Morgun- blaðsins. Virtist hér hafa verið á ferðinni harla óvenjulegur mað- ur ef dæma má af öllu þvi sem hann annaðhvort hefur fundið upp eða haft sýslan um. Edvard Guðnason nemi i rai- magnsverkfræði: Já, hún er nokkur hjá okkur en gæti auð- vitað verið meiri. Við erum látnir vinna á verkstæðum vissan tima. Annars m ætti þetta verklega nám vera hnitmiðaðra. 1 Lesbók Morgunblaðsins er aftur grein um þennan mann, eða heldur um „Hvolfþökin hans Fullers”, sem mig langar til að gera hér að umræðuefni. Með þvi að ég hef ekki við höndina viðtalsgrein Matth Jóh. veit ég ekki hvenær Buckminst- er Fuller „fann upp” þessi hvolfþök en mér er ekki grun- laust um að hann hafi i raun og vcu. ekki fundið upp þessi þök, nema uppfinning hans sé meira en 50—60 ára gömul. Svo er mál með vexti að þá er Flugfélag Islands nr. 2 starfaði hér á árunum 1928/1931 kom að þvi árið 1930 að okkur vantaði flugskýli sem illu heilli fékkst ekki reist ánnars staðar en I Vatnagörðum. Var þvi i flýti „pantað” flug- skýli frá Junkers-verksmiðjun- um, flugvélar frá þeirri verk- smiðju voru notaðar um þær mundir á Islandi, en Junkers- verksmiðjan framleiddi einnig flugskýli. Flugskýli þetta var af Geodetiskri-gerð, liklega fundið upp af Hugo Junkersá árunum 1919—1926. Junkers-verksmiðjurnar framleiddu hinar frægu Ju F-13 og .lu \\-33 llugvélar og voru þossar gerðir notaðar um allan heim. Ju F-13 smiðuð árið 1919. fvrsta farþegal'lugvélin sem smiðuð var úr álblöndu i heim- inum. Ráðar þessar fyrrnefndu gerðir flugvéla voru notaðái' hér á Islandi Junkers Geodetisku flugskýl- in voru sérstaklega byggð fyrir F-13 flugvélarnar og gat „standard” stærð rúmað tvær slikar. Flugskýlin voru þó aðal- lega ætluð fyrir landflugvélar. Flugskýlið I Vatnagörðum var rifið fyrir örfáum árum. Mynd sú sem fylgir grein þessari af af skýlinu skömmu eftir að það var reist en þá gerði ofsaveður og nokkrar járnplötur losnuðu, eins og oft skeður hér á landi enn. Mér datt þetta (svona) I hug. Siggi flug 7877-8083.” Sönn jafnréttiskona skrifar: „Það er engin furða, þótt hægt gangi i jafnréttisbaráttu kvenna á tslandi, ef margar konur hugsa eins og sú, sem skrifar i Dagblaðið 10. janúar. Hún telur sig vera jafnréttiskonu, en seg- ir: „Konur skulu athuga hvaða forréttindi þær hafa. Við getum leyft okkur það — án þess að vera með samvizkubit — að vera heima hjá börnum okkar og vinna á okkar eigin heimili. Hvaða karlmaður getur leyft sér slikt?” Ég spyr: Hvers vegna i ó- sköpunum geta karlmenn ekki veitt sér þennan munað? Fyrst þetta er svona skemmtilegt starf, hvernig stendur þá á þvi, en flestir ef ekki allir karlmenn vinna úti, en ekki á heimilum? Við vitum vel, hvert svarið er, fyrir utan það, að flestum karl- mönnum finnast heimilisstörf leiðinleg og jafnvel, að þeir séu yfir þau hafnir. Kvenmenn fá i mörgum til- fellum lægri laun en karlmenn fyrir það eitt að vera kvenkyns. Margar konur þora ekki að taka að sér ábyrgðarmikið starf, — vilja heldur vera i „friði” innan andlausar yfir bleiuþvotti og veggja heimilisins og verða kökubakstri.” Ekki hafa allar konur sannfærzt um, hvaö séu jöfn réttindi kynj- anna, þrátt fyrir einn stærsta útifund, sem haldinn hefur veriö hér á landi á Kvennafridaginn. Ingibjörg Sverrisdóttir nemi i bókasafnsfræðum: Nei, hún er örugglega ekki nægileg i öllum greinum hér. Hjá okkur er hún ágæt. Við vinnum á söfnunum og kynnumst þannig starfinu. Davlö Baldursson nemi i guð- fræði: Nei, hún er ekki nægjan- leg. Það væri hægt að leysa þetta á þann hátt að stúdentar réðu sig hjá einhverjum presti og fylgdust með honum i sinum störfum. Frumkvæði ætti að vera i þá átt hjá forráðamönnum að þessi tengsl mættu eflast. Jóhann rnmannsson viðskiptafræðinemi: Jú, ég held það. Við fáum að fara i heimsóknir i fyrirtæki og okkur er kynntur rekstur þeirra, önnur tengsl eru ekki hjá okkur. Kristin Arnadóttir nemi i' bók- menntafræði: Nei. Hjá okkur eru þessi tengsl engin. Við sitjum hér i timum og förum i próf að vori eða hausti. Þaðer búið að lengja námstimann i flestum deildum svo vinnan yfir sumartimann verður minni en hún hefur verið. Jón Þór ólafsson nemi i raf- magnsverkfræði: Nei, starfs- þjálfun hér i H .1. er ekki nægilega góð. Hingað þurfa nemendur ekki að koma með kunnáttu i t.d. iðn eins og hjá Tækniskólanum en nemendur þurfa helzt að vera með sveinspróf þegar þeir byrja bar. RADDIR LESENDA Vinsamlegast athugið að stutt bréf eru sérlega velkomin. — Munið að fullt nafn með bréfum gerir þau ólikt marktækari en bréf undir dulnefni. Raddir lesenda Luns átti aðvifað að vera fyrstur — en síðbúinn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.