Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 4
4 Dagblaðið. Miðvikudagur 21. janúar 1976. félagið ca. 2/4 millj- ónir ó klukkustund Billinn mokaður út að morgni. — Það getur kostað þjóðarbúið ærinn skilding i töpuðum vinnu- stundum þegar stór hluti lands- manna þarf þess arna. (DB-mynd BP) Það þarf eflaustekki að segja neinum frá þeirri slæmu færð sem hefur verið á götum borgarinnar undanfarna daga. Fólk hefur orðið hennar óþyrmilega vart þvi það hefur ekki komizt fcrða sinna. Færðin á götum borgarinnar hefur m.a. valdið þvi, að fólk hefurekki komizttil vinnu sinn- ar á réttum tima. En hvað kostar þetta vinnutap þjóðfélag- ið? Ef tekið er litið dæmi, þá liturþettaút á eftirfarandi hátt: í Breiðholtshverfi búa nú um það bil 15000 manns. Ef við hugsum okkur að 6000 manns fari i vinnu úr þessu hverfi á hverjum morgni og reiknum með þvi að meðaltimakaupið sé 400 kr., þá verður vinnutapið 2,4 millj. á klukkust. Ef reikn- að er með þvi að einn ófærðar- daginn missi fólk úr þessu hverfi vinnutima sinn fram að hádegi, þá verða þar 9,6 milljónir. Það ber að athuga vel að þetta á við um ibúa úr einu af mörgum hverfum borgarinnar. Hjá gatnamálastjóra fengum við þær upplýsingar, að kostn- aður á árinu 1975 yrði um 22 millj. við hreinsun gatna vegna ófærðar, t.d. snjómokstur og þess háttar. Ibúar Breiðholtshverfis þyrftu að missa úr vinnu sinni um það bil 10 klukkustundir til að ná þeirri upphæð sem kostn- aðurinn varð alls við hreinsun. K.P. „LAUN ANZI HÁ" VIÐ KRÖFLU ,,Ég veit ekki til þess að vinnutimi manna hafi breytzt við Kröflu,” sagði Sigurður Sigfússon, verkfræðingur hjá verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, þegar við spurð- um hann um þetta vegna jarð- hræringanna á þessu svæði. Leifur Hannesson fram- kvæmdastjóri hjá Miðfelli sagði að vinnutimi væri heldur styttri núna en fyrir jól en það væri aðeinsvegna skammdeg- isins. Það eru milli 45-50 manns sem vinna við Kröflu, heldur fleiri en fyrr i mánuðinum. Vinnutiminn er frá 8 á morgn- ana til 7.30 á kvöldin. Unnið er i ellefu daga og siðan er þriggja daga fri, þannig að mennirnir eru i frii aðra hverja helgi, hætta á föstu- dagskvöldum og koma aftur á þriðjudagsmorgnum. Menn vinna á töxtum við- komandi féiaga en Leifur sagði að óhætt væri að segja að laun væru um helmingi hærri en kostur væri á i byggð. „Laun eru anzi há,” sagði Leifur, ,,en þeim fylgir engin áhættuþóknun.” —EVI— Þeir byggja — og snjórinn er auðvitað nœrtœkasta byggingarefnið Þetta fallega snjóhús var reist við Hrafnhóla i Breiðholti i gær. Strákarnir voru að ljúka við bygginguna er ljósmyndarann bar að garði og voru fljótir að stilla sér upp en þeir heita frá v. Ólafur Hreinsson, Bjarni B. Bjarnason, Kristinn Jónsson og Páll Þórðarson. Nokkrir af byggingamönnum voru að visu enn i skólanum. Ljósm.: Björgvin. j/ FLUGLBÐIR HF Farþegatekjur 1975 BANDARlKJADAUR MARKADSHANNSÓKNADEILD 5/1 1D76 ÞAÐ FER LÍTIÐ FYRIR INNAN- LANDSFLUGINU í HEILDAR- REKSTRI FLUGLEIÐA Norður-Atlantshafsflugið aflar meira en helmings teknanna af flugrekstrinum Velta Flugleiða varð árið 1974 83 milljónir dollara eða 1870 Þannig er skipting tekna af flugi Flugleiða. Innanlandsflugið er neðsta röndin i hverjum „mánaðarstólpa”. milljónir islenzkra króna. í 'þeirri töiu er reiknað með ölium tekjum og gjöldum allra fyrir- tækja Flugleiða. Megin- tekjurnar koma inn i flugfar- gjöldum. Þættir flugstarfsemi Flug- leiða eru i megindráttum fjórir. Hæst ber Norðuratlantshafs- flugið sem skapar meiri tekjur en allir hinir þrir þættir flug- starfseminnar samanlagðir. Flug til og frá Islandi kemur næst en er i heild litlu umfangs- meira en flug Air Bahama þegar yfir árið er litið. Lang- minnst umfang hefur innan- landsflug á.íslandi í starfi Flug- leiða svo að i heildarveltunni er það örlitið brot. Fróðlegt er að sjá hvaðan Flugleiðir fá sinar farþegatekjur á meðfylgjandi linuriti. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.