Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 8
— hefur nú heimsótt Kína og útbreiðir kínverska menningu ó íslandi „Fyrir hreina tilviljun keypti ég kinverska hljómplötu árið 1967. Á henni var m.a. kallmerki kinversku útvarpsstöðvarinnar „RadioPeking”. Ég rakst svo á kallmerkið á útvarpsviðtæki minu. Eftir það hef ég hlustað reglulega á stöðina. Þessi hlust- un min og bréfaskipti sem ég hóf við útvarpsstöðina hafa leitt til mikilla kynna milli min og fólks við útvarþsstöðina og auk annars til kynnisferðar minnar og þriggja félaga minna til Kina”. Þannig fórust Arnþóri Helga- syni orð er við ræddum við hann um nýstárleg skipti hans við Kinverja. „Eftir að áhugi minn vaknaði á kinverskum málefnum, tók ég að hlusta reglulega. Sendingar stöðvarinnar til Evrópu heyrast hér vel kl. 20.30 og 21.30 á 30 og 42 metrum. Náist þær ekki má hlusta á sömu sendingar til Bandarikjanna á miðnætti á 25, 30 og 42 metrum. Sendingarnar eru klukkustund i senn . Efni sendinganna er margvislegt, fréttir, alþjóðamálefni, sérkin- versk málefni, menningarmál, kinversk stjórnmál, listadag- skrár og tónlist. Islands hefur oft verið getið i þessum sendingum og ætið á mjög vinsamlegan hátt. Frá þvi var m.a. skýrt er utanrikisráð- herrar Norðurlanda þinguðu i Osló i ágúst að ályktun hefði verið gerð um stuðning við út- færslu islenzku landhelginnar i 200 mílur. Sýnt var fram á hve Islendingum bæri brýn nauðsyn til útvikkaðrar landhelgi vegna varðveizlu og nýtingar fisk- stofnanna við landið Arnþór hóf bréfaskipti við Radio Peking stuttu eftir að hann tók að hlusta reglulega á útsendingar stöðvarinnar. Bréf- in hafa orðið 5—6 á hverju ári. Bréfaskiptin leiddu til þess að 1972 var útvarpað I RadioPeking þætti er bar heitið „Arnþór Helgason, vinátta hans og samskipti við útvarpið i Pek- ing”. Þátturinn tók 20 minútur og hlustaði Arnþór á hann hér heima á íslandi. Arnþór segir að sendingarnar náist á öll venju- leg útvarpstæki sem tengd eru útiloftneti. Bréfaviðskipti Arnþórs við Radio Peking hafa leitt til margvislegra menningar- samskipta við Kinaveldi. Hann hefur annazt áskrifendasöfnun fyrir kínversk timarit, dreift Hér eru þeir Arnþór Helgason (fyrir miðju I fremri röð) og félagar hans á ferð sinni um Klna ásamt ungu kinversku fólki. plötum og kinverskum bók- menntum hér eftir þvi sem hon- um hefur gefizt timi til. Hann segir „Það er óverjandi, að sú menning ,sem fjórðungur mannkyns nýtur, fari fram hjá Islendingum” Samskipti Arnþórs við Kina sem hófust er hann af tilviljun keypti kinverska hljómplötu 1967 hafa leitt til þess að honum var ásamt 3 félögum hans boðið til Kina. Férðuðust þeir þangað með járnbrautarlest frá Kaup- mannahöfn og tók það ferðalag 9daga. 1 Kina nutu þeir ókeypis uppihalds. Ferðuðust þeir viða um landið og kynntust landi og þjóð. Sagði Arnþór að ferðin hefði mjög vikkað skilning þeirra félaga á Kina. Með hon- um i ferðinni voru bróðir hans Páll og auk þess Lárus Grétar Ólafsson úr Eyjum og Magnús Karel Hannesson frá Eyrar- bakka. Leander í vanda Brezka freigátan Leander lenti i erfiöleikum á heim- siglingu i gærkvöldi. Hún var stjórnlaus og hafði misst hálft vélarafl eftir að ellefu vindstiga stormur hafði rifið burtu þrjá björgunarbáta og valdið miklu tjóni á skipinu. Menn frá herskipinu Bacc- hante ætluðu að reyna að gera við Leander, en ella draga hann til hafnar I Bret- landi. _ hh Japansmarkaður fyrir loðnu opnast aftur Sala á allri þeirri loðnu, sem Sambandsfrystihúsin framleiða á loðnuvertiðinni, sem nú er hafin, var tryggð með samningum við japanska fyrirtækið Mitsui & Co. Ltd. Voru samningar um þessi viðskipti undirritaðir i Tokýo 16. janúar sl„ en fyrir hönd Sjávaraf- urðadeildar Sambands Islenzkra samvinnufélaga undirrituðu þá þeir Sigurður Markússon, fram- Atli Heimir Sveinsson hlýtur tónlistarverðlaun Norður- landaróðs fyrstur íslendinga Atli Heimir Sveinsson tón- skáld hlaut fyrstur tslendinga tónlistarverölaun Norðurlanda- ráðs, sem úthlutað var i gær á fundi úthlutunarnefndar, sem haldinn var I Kaupmannahöfn. Verðlaunin fékk Atli Heimir fyrir tónverk, sem er konsert fyrir flautu og hljómsveit. Nema þau 50.000 dönskum krón- um eða um 1.350 þúsundum is- lenzkra króna. 1 dómnefndinni eiga sæti tveir menn frá hverju Norðurland- anna, en fyrir Island þeir Arni Kristjánsson pianóleikari og Páll Pálsson organleikari. Sem fyrr segir, er þetta i fyrsta skipti, sem íslendingur hlýtur þessi verðlaun, en þau hafa verið veitt 6 sinnum áður, fyrst árið 1965. Karl — Birger Blomdahl frá Sviþjóð hlaut verðlaunin þá. Næst var þeim úthlutað árið 1968 og hlaut þau þá Finninn Joonas Kokkonen. Siðan hafa þau verið veitt á tveggja ára fresti. 1970 hlaut þau aftur sænskt tónskáld, Lars Johan Werle, 1972 Arne Nor- heim frá Noregi og 1974 danska tónskáldið Per Norgard. BS kvæmdastjóri deildarinnar, og Arni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Kirkjusands h.f. Nokkru hærra verð fékkst I þessum samningum en það, sem gilti fyrir loðnu af vertiðinni 1975. Þá fengust og breytingar á gæöa- kröfum og vörulýsingu, sem ætla má, að leitt geti til aukinnar framleiðslu. Sem kunnugt er, var litið fryst af loðnu fyrir Japans- markað á sl. ári, en ástæðan var meðal annars hinar ströngu gæðakröfur, sem kaupendur gerðu þá. Er áætlað, að framleiðslumagn Sambandsfrystihúsanna geti orð- iðað minnsta kosti 2 þúsund tonn, en sem fyrr segir, hafa kaupend- ur skuldbundið sig til að kaupa alla framleiðslu Sambandshús- anna _BS_ Sambands- frystihúsin hafa tryggt sölu ó allri framleiðslu þessarar loðnuvertíðar 38 BÁTAR KOMNIR Á LOÐNUMIÐIN - BRÆLA HAMLAR VEIÐUM A loðnumiðunum var ekki veiðiveður i gær og lágu skipin i höfn eða i vari fram á kvöldiö i gær. Norðan — norðaustan hvass- viðri var og talsverður sjór, en orðinn hægari undir nóttina. Fóru þá loðnubátarnir aö tinast út og voru velflestir komnir á miðin fyrir morguninn, sögðu þeir okk- ur hjá Húsavikurradiói I morgun. Eins og loðnugangan hefur hag- að sér til þessa, grynnir hún helzt á sér á nóttunni en stendur aftur dýpra á daginn. Ekki er þvi úti- lokað, að einhverjir hafi náð i glefsu fyrir birtingu i morgun, þótt ekki hafi frétzt af þvi enn, þegar blaðið fór i prentun. Andrés Finnbogason hjá loðnunefnd, sagði i viðtali við Dagblaðið, að i gær kl. 3 hefði verið vitað um 38 skip, sem farin voru til loðnuveiða. Nokkrir bátar fóru á veiðar i gærkvöldi.Þeim er þvi enn að fjölga, en af ýmsum á- stæðum voru einhverjir siðbúnir. Kom þar meðal annars til, að loðnuverðið var ekki komið fyrr en hinn 19. þessa mánaðar. —BS SKJÓT VIÐBRÖGÐ GÆZLUNNAR — og Grímseyingar komu Ijósavélinni sinni í gang Grimseyingar eiga við sam- gönguerfiðleika að striða eins og svo margt fólk á landsbyggð- inni. Landhelgisgæzlan er þessu fólki mjög hjálpleg og aðstoðar við ýmis verk. Um daginn bilaði skyndilega ljósavél rafstöðv- arinnar i Grlmsey. Engir vara- hlutir voru til i eyjunni og ekki heldur á Akureyri. Bjarni Magnússon rafveitust jóri hringdi af þessum sökum i Pét- ur Sigurðsson, forstjóra Land- helgisgæzlunnar, en það vill oft verða þrautalendingin þegar atvik sem þetta koma uþp. Gæzlan brást vel við að vanda og voru varahlútirnir settir um borð i flugvél og þeim svo varp- að niður yfir eyjunni. Ljósavélin var komin i gang eftir tæpan sólarhring frá þvi hún bilaði. —KP—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.