Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 7
Dagbla&iö. Mi&vikudagur 21. janúar 1976. 7 Erlendar fréttir CIA FALSAR TÖLUR UM KOSTNAÐ VIÐ AÐSTOÐ SÍNA í ANGÓLA -STRÍÐINU Otelo Saraiva de Carvalho major, leiötogi byltingarinnar i Portúgal 1974, sem steypti hægri einræöisstjórninni af stóli, situr nú i fangelsi eftir aö sérstök rannsóknarnefnd hersins ákæröi hann fyrir aö hafa tekiö þátt i misheppnaöri byltingartilraun 25. nóvember sl. Aö sögn talsmanns hersins I Lissabon er Carvalho i fang- elsi i Santarme, 80 km noröur af höfuðborginni. Hann veröur siöar leiddur fyrir herrétt vegna þátttöku hans i upp- reisninni. Kommúnistaflokkur Portú- gal hefur viðurkennt, að hafa veriö i tengslum viö leiötoga uppreisnarinnar. SPÁNN: Lögreglan barði mótmœlafundinn niður með hörku Nokkur þúsund spænskir lög- reglumenn stöövuöu i gærkvöld mótmælafund spænsku stjórn- arandstööunnar, sem háldinn var til stuðnings vinnustöövun verkamanna i Madrid og kröfum um aukiö lýöræði i land- inu. Lögreglubilar, kraftmiklar vatnsdælur og vopnaöir lög- reglumenn voru á öllum götu- hornum i miöborginni.Umhverf- is skrifstofu Ariasar forsætis- ráðherra var þétt net lögreglu- manna og öryggissveita, en fundinn átti aö halda utan viö skrifstofu forsætisráöherrans. Smærri hópar mótmælenda, sem söfnuðust friösamlega saman á gangstéttum, voru leystir upp af kylfuvopnuöum lögreglumönnum með stál- hjálma. Lögreglan beitti einnig reyksprengjum og táragasi til aö dreifa hópum fólks. 1 einu tilfelli tókst um þrjú þúsund manns að læsa saman örmum á Castellana-stræti. Mannfjöldinn hrópaöi „Niður meö launastöövunina” og „Sakaruppgjöf” áöur en lög- reglan- dreiföi hópnum með táragasi. Engum hópi mótmæl- enda tókst aö ná til skrifstofu forsætisráöherrans. Þaö voru samtök kommúnista og sósialista, sem boöuöu til fundarins, þrátt fyrir aö lög- regluyfirvöld heföu lýst þvi yfir, aö fundahöldin væru ólögleg og aö öllum mögulegum ráöum yröi beitt til aö koma i veg fyrir þau. Fundinum var ætlaö aö sýna styrk stjórnarandstööunnar, en fór á annan veg: stjórnin baröi fundinn miskunnarlaust niöur og sannaði, aö hún mun hvergi undan láta. Bandariska leyniþjónustan CIA hefur falsaö tölur um verð á bandariskum vopnum, sem send hafa verið til Angola, greinilega i þeim tilgangi aö losna viö gagnrýni þingsins. Frá þessu greinir i skýrsluuppkasti, sem rannsóknarnefndir þings- ins hafa lagt fram. Bókhaldsaöferöir CIA hafa gert leyniþjónustunni kleift aö sýna fram á mun minni kostnað viö vopnasendingarnar en hann raunverulega var. Bandariska rikisstjórnin hefur skýrt frá þvi opinberlega að 25 milljón doll- urum (rúmlega fjórum mill- jöröum Isl. kr.) hafi verið variö til stuðnings and-sové2kum öfl- um i Angola til þessa, en talan mun i rauninni vera hærri. Heimildarmenn Reuters i þingnefndunum hafa ekki viljað láta uppi hversu háa upphæð um er aö ræöa, en hafa engu að siö- ur staöfest, aö upphæöin sé tölu- vert hærri. Samkvæmt gildandi lögum þarf CIA aö hafa samráö viö sex þingnefndir um leynilega starf- semi utanlands, en þingiö hefur ekki vald til aö stööva fjár- streymi til þeirra. Rannsóknarnefnd fulltrúa- deildar þingsins, sem lagöi skýrsluna fram, mun á næstu dögum halda fundi fyrir lokuö- um dyrum til aö ræöa máliö. Carvalho situr inni Georg Leber, varnarmálaráðherro V-Þýzkalands: „Kjamorkuvopn nauðsynleg" - til að viðhalda valdajafnvœginu Varnarmálaráöherra Vestur- Þýzkalands, Georg Leber, sagði i Bonn I gærkvöld, aö eina leiðin fyrir Vesturlönd til aö halda i við árásarmátt Sovétrlkjanna, væri meö kjarnorkuvopnum. Leber sagöi þetta á sama tima og Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra Bandarikjanna, flaug til Moskvu til framhaldsviöræöna um takmörkun gjöreyöingar- vopna (SALT). Kissinger gerir sér vonir um aö komast aö nýju samkomulagi viö sovézku stjórnina. Vestur-þýzki varnarmála- ráöherrann á sæti I kjarnorku- áætlunarnefnd NATO, sem kemur saman til fundar i Ham- borg I dag til aö endurskoöa áætlanir bandalagsins um notkun kjarnorkuvopna i hugsanlegu striöi. t gær lagöi Leber árlega stefnu- skýrslu stjórnarinnar fyrir þingiö. Þar var lögö á þaö rik áherzla, að varnir Vesturlanda væru aöeins tryggöar meö sterkum og stööugum herafla. Aö öðru leyti var skýrslan aöeins itrekun á fyrri stefnu stjórnar- innar I Bonn. Kertið betra en kakan Órangútanapinn Mer’ah hélt upp á fyrsta afmælisdag sinn I dýra- gar&inum i St. Louis I Bandarikjunum á sunnudaginn. Mer'ah er einn örfárra órangútana, sem fæ&zt hafa i dýragör&um. Hún fékk hatt og leikföng I afmælisgjöf, auk kökunnar — en hún byrjaöi á aö eta kertiö, sem að visu var ætt. Kosningar sameinaðs Vfetnam 25. apríl Almennar þingkosningar veröa haldnar ibáðum hlutum Vietnam 25. april, að þvi er skýrt var frá af opinberri hálfu i Saigon i gær- kvöld. Búizt er viö, aö i kjölfar kosn- inganna fylgi sameining lands- hlutanna. Þingiö mun koma sam- an i sumar. Tilkynningin um þetta var birt i nafni fastanefndar þingsins I Hanoi og ráðgjafanefndar stjórn- ar bráðabirgðabyltingarstjórnar- innar I Suður-Vietnam. Þingdeildirnar tvær munu siö- an koma sér saman um skipun sameiginlegrar rikisstjórnar. Bráðabirgða byltingarstjórnin i Suður-VIetnam mun á næstu dög- um beita sér fyrir manntali i landinu. Er það hluti af undirbún- ingi kosninganna. Siðasta manntal I Norður-Viet- nam sýndi, að íbúar landshlutans eru um tuttugu og fjórar milljón- ir. REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.