Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 24
STÓRA BORHOLAN VIÐ KRÖFLU ER ÓNÝT: „VIÐ KRÖFLUM OKKUR FRAM ÚR ÞESSU" Stóra borholan viö Kröflu, hola númer fjögur er nú talin óhæf til virkjunar. Aö sögn Karls Ragnars hjá Orkustofn- uninni, er taliö ómögulegt að hemja holuna til slikra hluta og veröur lögö aðaláherzla á að minnka hávaðann frá holunni i anda umhverfisverndunar. „Hola númer þrjú er i lagi,” sagði Karl ennfremúr. „t henni hefur þó oröiö töluverð minnkun á þrýstingi, eða um 40% en það teljum við aö stafi frá eldgosinu við Leirhnjúk fremur en óbeizluðu gosinu i holu fjögur. Taka verður til athugunar að sameiginlegur kraftur gufu- gossins þar hefur sennilega verið hátt i þrýsting 100 borhola og það hefur tekið kraft sinn úr sömu jarölögum og borhola þrjú, eða á um 700 metra dýpi.” Þá sagði Karl að hola númer fimm hefði aðeins verið boruö til hálfs og verða nú hafnar framkvæmdir við hana. Áform- að er að setja niður túrbinu sem getur framleitt allt aö 30 mega- vött en Karl treysti sér ekki til þess að spá þvi hvort nægileg orka myndi fást úr borhoiunum til þess að knýja þá stöð til fulls. „En við verðum að gæta þess að hægt er að nota túrbinuna þó hún sé ekki keyrð á fullum krafti,” sagði Karl ennfremur. Gerð einnar borholu hefur verið metin á um 50 milljónir svo að ljóst er að Kröfluvirkjun hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. „Viö kröflum okkur út úr þessu,” sagði Jón Sólnes for- maður Kröflunefndar i viðtali við Dagblaðið. „En varðandi orkustofninn þarna er það mál algjörlega i höndum Orku- stofnunarinnar. Ef holan er ónýt, þá er bara að taka þvi.” Ekki taldi Jón tilkomu hita- veitu við Akureyri hafa nein teljandi áhrif á orkuverð frá virkjuninni „enda verðum við að notast við rafmagns- og gufu- hitun fyrst i stað”. Sagði Jón að enginn hefði getað sagt fyrir hversu margar borholur hefði þurft til þess að fullnægja orku- þörf virkjunarinnar, sumir hefðu talað um fimmtán i byrjun, en ef fleiri holur hefðu verið eins og þessi sem nú er ónýt, hefði dæmið verið allt öðru visi. „En við hjá Kröflunefnd stöndum við allt sem að okkur snýr. niöursetningu véla og byggingu stöðvarhússins,” sagði Jón. „Þó þarna sé einhver hristingur sef ég rólegur.” HP Andóf í varnarliðs- stöðinni ó Stokksnesi Hornfirðingar heitir í landhelgismálinu Til áframhaldandi andófs gegn NATO kom i varnarliðsstöðinni á Stokksnesi við Höfn i Hornafirði i Þjófnaðarmál á Akureyri upplýsast Um siðustu helgi var farið inn i tvö hús við Brekkugötu á Akureyri. Á báðum stöðum var leit gerð að peningum. Þjófarnir fundu um 30 þúsund krónur á öðrum staðnum.en að- eins nokkur hundruð á hinum. Einnig var brotizt inn i Sjálf- stæðishúsið vinsæla á Akur- eyri. Þaðan höfðuþjófarnir á braut með sér áfengi. Lögreglan hefur nú upplýst alla þessa þjófnaði. Reyndust sökudólgarnir vera þrir ungir piltar 14 og 15 ára gamlir. —ASt. Þetta er hvorki betra né verra veður en við getum búizt við hér á þessum árstima, sagði veður- fræðingurinn sem við ræddum við i morgun. — Það var hér suðvestan- lands sem snjóaði og mældist úrkoman 6 mm. Það sem aðal- lega gerði að verkum að fólk morgun. Fjórir menn, útgerðar- menn og sjómenn, komust inn á svæði, sem er bannsvæði vegna stöðvarinnar, undir þvi yfirskini að þeir væru að fara út i Stokk- nesvita. Þangað áttu þeir ekki er- indi og fóru þeir aðeins inn á var- arliðssvæðið og neituðu að fara fyrr en klukkustund siðar. Gerð- ist atburður þessi milli kl. 10 og 11. Sérstakur vörður var settur við Stokksnesveginn kl. 3 á laugar- dag og beiðni lögreglustjórans á Keflavikurvelli. Standa þar vörð Bandarikjamaður og isl. lög- reglumaður. Vaktin er allan sólarhringinn. Hefur þessi varzla vakið. athygli eystra og mun at- burðurinn i morgun ekki sizt hafa orðið _ vegna . þessarar vörzlu. Verðirnir standa um 2 km frá varnarliðsstöðinni. Inni á bann- svæðinu er m.a. bóndabær og vit- inn. Þeir sem inn komust eru að meirihluta til ekki NATO and- stæðingar, en mótmæli þeirra standa i sambandi við landhelgis- málið. —A-St. veitti úrkomunni athygli var hvað snjóaði mikið á skömmum tima og þar sem vindur var hægur, féll snjórinn beint niður. Gera má ráð fyrir að næstu 2-3 daga verði norðan átt og kuldi, vindur fer vaxandi af norðvestri' með éljagangi. Það er éljagangur og kalt um allt land, I morgun mældist 16 stiga frost á Grimsstöðum og viða fór frostið niður i 10 stig. Myndina tók Björgvin Páls- son niðri við höfn. Þar er ærið kuldalegt um að litast, sann- kallað vetrarriki, eins og nú hef- ur rikt alllengi —A.Bj. frjálst, úháð daghlað Miðvikudagur 21. janúar 1976. Erfið umferð í morgun Umferðartafir voru miklar hvarvetna um Suðvesturland i morgun vegna snjókomu i gærkvöldi og nótt. Til bóta var að snjórinn féll i logni og mynduðust þvi ekki skaflar. Illa hefði verið komið, hefði vindur fylgt snjókomunni. Á Akranesi mundu lögreglu- menn ekki meiri jafnfallinn snjó en nú var. Voru lögreglu- menn þar i stöðugum hjálpar- leiðöngrum,aðallega i nýjustu ibúðarhverfunum. Umferð um Hafnarfjarðar- veg gekk mjög hægt. Á löng- um köflum var ekki hægt að tala um nema eina akrein og urðu ökumenn þvi að biða til skiptis til að komást leiðar sinnar. Sömu sögu var að segja öll Suðurnes, umferð -gekk hægt en mjakaðist þó. Ekki var vitað um nein teljandi höpp sem orðið hefðu. Á Norðurlandi var veður gott og færð tiltölulega Ágæt færðá Akureyri Litill Húsavik. Gert róð fyrir oð Geir þiggi boðið Gert var ráð fyrir þvi i morg- un, að Geir Hallgrimsson for- sætisráðherra mundi þiggja boð Wilsons, forsætisráðherra Breta, og fara til London eftir nokkra daga til viðræðna um landhelgismálið. Boðið barst Geir Hallgrimssyni formlega i gær. Þá biða menn spenntir eft- ir þvi, hvað gerist, ef klippingar verða. Brezku herskipin, sem farin eru út fyrir 200 milurnar, hafa fyrirmæli um að fara aftur inn fyrir, ef „átök” verða. tslenzk stjórnvöld hafa marg- tekið fram, að brezkum togur- um, sem veiða i landhelgi, verði engin grið gefin. Eftir sem áður muni verða reynt af fremsta megni að hindra landhelgisbrot þeirra. Brezk stjórnvöld munu hins vegar, samkvæmt frétta- stofufregnum, gera sér vonir um, að brezkir togarar i land- helgi verði látnir i friði, meðan reynt verður að leysa málið með diplómatiskum aðferðum. Brezku dráttarbátarnir munu áfram verða innan 200 miln- anna, samkvæmt fréttastofu- fréttum, enda var i tilkynningu islenzku stjórnarinnar tekið fram, að „herskip og Nimrod- þotur” skyldu verða á brott úr landhelginni. Freigátan Leander er á heim- leið til Bretlands. Freigáturnar Naiad og Falmouth, ásamt dráttarbátnum Rollicker og tankskipinu Olwen munu verða skammt utan við landhelgis- mörkin og biða átekta. Dráttar- bátarnir Statesman og Euroman verða innan við mörk- in, og dráttarbáturinn Loyds- man er væntanlegur þeim til að- stoðar þar. Brezku blöðin tala um upp- „Samningar mikilvœgari en stolt Breta," segir Daily Telegraph í morgun — Euroman tekur við stjórn gjöf. Stórblaðið Daily Telegraph sagði i morgun i leiðara, að samningar væru nú mikilvægari en stolt Breta og vangaveltur um, hvort Bretar hefðu sett ofan og stjórnmálamenn brugðizt brezkum sjómönnum. öllu skipti að finna varanlega lausn, svo að þorskur yrði „barna- börnum okkar” jafndýr og ostr- ur. Blaðið segir, að það hafi „aðeins verið heilbrigð skyn- semi” að kveðja herskipin út fyrir 200 milurnar. Jón Magnússon, talsmaður Landhelgisgæzlunnar sagði laust fyrir hádegið, að varð- skipsmenn hefðu heyrt tal skip- herra á freigátunni Falmoth og skipstjóra á dráttarbátnum Euroman. Þar hefði skipstjóraá Euroman verið falin stjórn skipa flotans, sem verða innan landhelgismarkanna. Jón sagði að allt benti til, að herskipin væru komin út fyrir mörkin. Landhelgisflug var farið i morgun, og stóð það yfir, þegar blaðið fór i prentun. —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.