Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 21.01.1976, Blaðsíða 16
16 Dagblaöiö. Miövikudagur 21. janúar 1976. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 22. janú- ar. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Takist þér að hafa hugann algjörlega við við- skiptin, þá munt þú vekja aðdáun þeirra er máli skipta. Heimilislifið verður nú ánægjulegt að nýju er rikjandi spenna lið- ur hjá. Fiskarnir ' (20. feb,—20. marz): Þekk- ing þin á ákveðnu atriði getur nú komið að góðum notum. í dag er vel til fallið að safna að sér ástsælu fólki. Þú munt þurfa að horfast i augu við óvænt útgjöld á næst- unni. Hrúturinn (21. marz—20. aprfl): Timi þinn fer allur i dagleg störf. Félagslifið hefur verið mjög rólegt en nú hleypur i þaö fjörkippur og kemur þú til með að geta valiö úr heimboðum og öðru þvi um liku. Nautið (21. april—21. mai): Góðar likur eru á að þú hittir nú einhvern er þú hefur dáð lengi. Atorka þin gerir þér fært aö koma mikilli vinnu frá. Fjármálahorfurn- ar hjá þér eru mjög góðar um þessar mundir. Tviburarnir (22. mai—21. júni: Ekki taka þátt i söguburði. Það gæti komið til vand- ræða varðandi sögur þær sem sagðar eru ■ umhverfis þig en þú getur komizt hjá þeim með þvi að hugsa aðeins um eigin hag. Spáð er stuttu ferðalagi að óvörum. Krabbinn (22. júní—23. júli): Þú virðist nú vera um það bil að fara út á ný svið og ert þar að auki sigurstranglegur i þeim efn- um. Vertu ekki að nöldra yfir smámunum en reyndu að taka lifinu eins og það er. Þú ert dálitið yfirspenntur vegna ofþreytu. Ljóniö (24. júli—23. ágúst): Fréttir berast af trúlofun eða þess háttar innan fjöl- skyldunnar. Vinargreiði verður vel met- inn af manneskju er þarf hans við. Reyndu að leiða hjá þér óvenju aðfinnslu- saman mann svo sem þú getur. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Orvar Amors fljúga um loftin i dag og likur á rómantiskum fundum I kvöld. Vogin (24. sept.—23. okt.): Þessi dagur er upplagður til að fara af stað með nýjar áætlanir, Spáð er hinu ánægjulegasta kvöldi. Hápunktur kvöldsins verður er gamall vinur þinn sýnir af sér alls óvenju- lega framkomu. Sporödrekinn (24. okt.—22. nóv.): Mikið gaman mun fylgja nýjum kunningja þin- um inn á heimilið. Ákveðið málefni varð- andi atvinnu þina krefst af þér mjög skýrrar hugsunar. Nú mun einhver stað- festa eitthvað sem þig hefur grunað lengi. Bogmaöurinn (23. nóv.—20. des.): Haitu þig utan við allar deilur i dag. Stjörnu- staðan er þér ekki sem hagstæðust og þér ráðlegast að halda þig sem mest að göml- um vinum og venjum. Allt fer þó að snú- ast þér i haginn þegar i kvöld. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Spáð er mjög freistandi boði I kvöld. Mjög gáfað- ur, nýr vinur þinn mun hafa mikil áhrif á þig með nýjum hugmyndum. Litið virðist um peninga en það er ekki neitt sem góð skipulagning getur ekki bjargaö. Afmælisbarn dagsins: Félagslifið mun hafa mikla þýðingu fyrir þig I ár. Liklegt er að þú blandir nú geði við mjög uppörv- andi hóp fólks og að það vikki sjóndeild- arhring þinn. Heimilismál valda þér vandræðum um mitt timabilið. Þú mátt eiga von á að lenda i mjög ánægjulegu ástarævintýri undir lok árs. „Sagði ég ekki. Það má bera hvað sem er á borð en það er ekki þar með sagt að það sé til manneldis.” bqwlimg „Ég skil þetta ekki. Þegar ég er á bil felli ég jafnvel fleira en ég kæri mig um.” Apótek Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 16.—22. janúar er I Apóteki Austurbæjar og Lyfjabúö Breiöholts. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. H af na rfj öröu r-G a röa h re pp ur Nætur- og helgidaga varzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja búðaþjónustu eru gefnar simsvara 18888. Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Bilanir Rafmagn: t Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. t Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Simabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynriingum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Sjúkrahús Borgarspitalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30— 19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30—19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30—16.30. ' Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild : Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Ilvítabandið: Mánud. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og kl. 15—16. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur Hafnarfiröi: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingar- deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16 alla daga. Sjúkrabifrciö: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter i Heilsuvernd- 'arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga' kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánud,—föstud., ef ekki næst í heimilislækni, sfmi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. f0 Bridge Það varmikiðfjöri eftirfarandi spili I leik ítaliu og Norður-Ameriku i heims- meistarakeppninni 1957. ♦ K652 Tekkert K875 *A8763 ♦,7 V D5432 ♦ : G32 G952 ♦ AD10983 G A1064 ♦ K10 ♦ G4 ♦ AK109876 ♦ D9 ♦ D4 Þegar Kehela og Murray voru með spil suðurs-norðurs gegn Belladonna I austur og Avarellu gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 1 tigl. 3 hj. 4 h/ 6hj. 6sp. pass pass pass Kanadamennirnir reyndu að gera Itölunum erfitt fyrir en þeir komust samt i slemmuna — og að vissu leyti voru þeir „reknir” i hana. Suður spilaði út hjartaás sem Belladonna trompaði i blind- um. Hann tók tvivegis tromp — spilaði siðan kóng og ás i laufi og trompaði lauf. Þá spilaði hann spaðaþristinum, sem hann hafði geymt sér, á sexið i blindum og trompaði lauf. Gaf slag á tigul i lokin en hafði áður kastað einum tigli heima á frilauf blinds. Bandarikjamennirnir Kay og Kaplan náðu einnig sex spöðum á hinu borðinu. Isexlanda keppninni 1960 kom þessistaða upp I skák Pakowskis sem hafði hvitt og átti leik, og’ Karis: & 15. d4! — Bxf3 16. Bh6! — Bg4 17. dxc5 — De6 18. Bxg7 — Kxg7 19. Bxg4— Dxe5 20. Hf4! — Kh8 21. Bf3 - Dxc5 22. Dh4 og svartur gafst upp. Hvernig var þetta nú aftur? ,,Ber er hver að baki nema sér bróður eigi”!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.