Dagblaðið - 23.01.1976, Page 17

Dagblaðið - 23.01.1976, Page 17
Pagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. 17 Veðrið Norðan kaldi og bjart •veður i dag. Frostið verður 10 stig. Einar Guðnason, fyrrv. prófastur i Reykholti, verður jarðsunginn frá Reykholti laugardaginn 24. janúar, en kveðjuathöfn fer fram i Dóm- kirkjunni i dag kl. 14. Einar var fæddur að Óspaksstöðum i Húna- vatnssýslu 19. júli 1903. Foreldrar hans voru hjónin Guðni bóndi Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Hann lauk embættisprófi i guð- fræði 1929. Ári siðar vigðist hann prestur að Reykholti i Borgarfirði og gegndi þvi embætti til 1973, er 'hann lét af störfum vegna aldurs. Þegar séra Einar hafði verið eitt ár i Reykholti tók héraðsskólinn þar til starfa. Varð hann þegar kennari við skólann og var það alla sina embættistið. Eftirlifandi kona séra Einars er Anna Bjarnadóttir, dóttir dr. Bjarna Sæmundssonar, fiskifræðings. Hún var kennari við skólann eins og maður hennar. Þau eignuðust 5 börn, tvö misstu þau kornung. Þóra Guðrún Kristjánsdóttir verður jarðsungin i dag kl. 2 frá Hafnarfjarðarkirkju. Þóra iæddist i Bygggarði á Seltjarnar- nesi 27. júli 1891. Hún var næstelzt niu barna hjónanna Kristjáns Guðnasonar og Pálinu Egils- dóttur. Þóra fór 13 ára gömul til Þorsteins Egilssonar móður- bróður sins, er þá bjó á Lauga- vegi 45 i Reykjavik. Arið 1912 fór Þóra vestur um haf til Kanada, þangað sem tveir bræður hennar, Eyþór og Guðni, voru farnir á undan henni, og dvaldist hún i Winnipeg um tveggja ára skeið. Hún sneri aftur til tslands 1914. Tveim árum siðar giftist hún Helga Ólafssyni trésmið og bjuggu þau alla tið i Hafnarfirði. Þau eignuðust fjórar dætur. Einar Vestmann lézt i sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 21. janúar. Þórdis ólafsdóttir Bólstaðarhlið . 32 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag kl. 1.30. Matthias Matthiasson frá Grimsey, fyrrv. deildarstjóri i Kron, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 24 janúar kl. 10.30. Sigurjón Jónsson, Borgarvegi 16, Ytri-Njarðvik, verður jarðsunginn frá Kefla- vikurkirkju, laugardaginn 24. janúar kl. 2. Gróa Margrét Jónsdóttir lézt að Elliheimilinu Grund, að kvöldi 20. þ.m. Guðjón Sigurðsson Jónshúsi, Garði lézt að Vifils- staðaspitala 20. þ.m. Fuglaverndarfélag íslands Fyrsti fræðslufundur Fugla- verndarfélags Islands 1976 verður haldinn i Norræna húsinu fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30. Sýndar verða tvær kvikmyndir teknar af Magnúsi Jóhannssyni, fyrst hin þekkta mynd um islenzka haförninn en siðan myndin Fuglarnir okkar. Eftir hlé verða sýndar tvær franskar náttúrumyndir, önnur frá Mada- gaskar. Öllum er heimill aðgangur. Skagfirðingafélagið i Reykjavik Ariðandi fundur að Siðumúla 35, þriðju hæð sunnudag 25. janúar kl. 15. Fundarefni: húsa- kaup félagsins. — Stjórnin. Fundur á vegum iþróttakennarafélags íslands verður haldinn á Ilótel Esju mánudaginn 26. janúar kl. 8.30. Umræðuefni: ,,Konur og iþrótt- ir”. Frummælendur: Haukur. Sveinsson og Hlin Torfadóttir. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki. Útivistarferðir Sunnudagur 25. janúar kl. 13. Um Alfsnes.Fararstjóri Einar Þ. Guðjohnsen. Verð 600 kr. Brottför frá BSÍ, vestanverðu. — Útivist. Kinversk-islenzka menningarfélagið efnir til kvikmyndasýningar á laugardaginn 24. janúar kl. 2 siðdegis i Stjörnubió. Sýnd verður kinverska kvikmyndin „Skinandi rauða stjarnan”, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu. Þar er sagt frá atburðum, sem gerðust i kringum árið 1940 þegar Kinverjar áttu hendur sinar að verja fyrir Japönum. Einnig fléttast inn i atburðarásina tog- streita milli Kuomingtang og kin- verska kommúnistaflokksins. Aðalsöguhetjan er litill drengur sem tekur virkan þátt i bar- áttunni ásamt ættingjum sinum. Mynd þessi er fyrsta sinnar teg- undar sem Kinverjar láta gera með ensku tali. Hún hefur notið gifurlegra vinsælda i Kina og algengt að fólk hafi farið 3—4 sinnum að sjá þessa mynd. öllum er heimill ókeypis aðgangur. Borðtennis Hin árlega keppni um Arnarbikarinn — Arnarmótið — fer fram i Laugardalshöllinni, laugardaginn 24. janúar kl. 15.30. Auk þess að vera keppni um hinn veglega Arnarbikar er mótið punktamót og verður keppt i einum opnum flokki. Þátttökutilkynningum sé komið til Arna Siemsen, Álftahólum 6, simi 73295 fyrir 21. janúar. Stjórnin. Badmintonfélag Hafnarfjarðar Æfingatimar eru á föstudögum kl. 18.00 — 19.40 og á fimmtu- dögum kl. 21.20 — 23.00 i iþrótta- húsinu við Strandgötu. Frá iþróttafélagi fatlaðra i Reykjavik. Æfingar á vegum félagsins verða aðeins á laugardögum kl. 14—17 á Háaleitisbraut 13. Sundið verður á fimmtudögum kl. 20—22 i Arbæjarsundlaug, þjálfari á báð- um stöðum. Stjórnin. Dagatal Jóhannesar í JG-músík Heiðursmaöurinn Jóhannes Guðmundsson i JG-músík leit inn á ritstjórnina hjá okkur ekki alls fyrir löngu og hafði meðferðis forláta dagatal sem hann hafði gert. Vakti dagatalið almenna at- hygli og aðdáun þeirra sem sáu. Jóhannes sagði alltaf nóg að gera I skemmtibransanum. Hann væri alltaf eitthvað að „grina” og umgengist æ meira fræga skemmtikrafta. _(SV— Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals er opin alla daga nema mánudaga klukk- an 16—22. Aðgangur og sýningar- skrá ókeypis. Kvennasögusafn islands að Hjarðarhaga 26, 4. hæð til hægri. Opið eftir umtali. Simi 12204. Bókasafn Norræna hússinser op- ið mánudaga—föstudaga kl. 14—19, laugardaga kl. 9—19. Ameriska bðkasafniðer opið alla virka daga kl. 13—19. Skemmtistaðir Röðull: Stuðlatrló. Klúbburinn: Kaktus og Hljóm- sveit Guðmundar Sigurjónssonar Diskótek. Ingólfs Café: Gömlu dansarnir. Tónabær: Haukar. Tjarnarbúð: Paradis. Glæsibær: Ásar. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Sigtún: Pónik og Einar. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Óðal: Diskótek. Sesar: Diskótek Ungó: Cabarett og Sheriff Hótel Akranes: Hljómsveit Kalla Bjarna. Þórscafé: Experiment. Hver er hvað? Þegar þú þarft aö finna rétta viðskiptaaðilann til þess að tala viö, þá er svarið að> finna í uppsláttarritinu "ÍSLENSK FYRIRTÆKI" Þar er að finna nöfn og stöður þúsunda stjórnenda og starfsmanna í islenskum fyrirtækjum, hjá stofnunum og félagasamtökum og auk þess starfsmenn stjórnar- ráðsins ög sveitarstjórnar- menn. Sláið upp í "ÍSLENSK FYRIRTÆKI” og finnið svarið. FÆST HJÁ ÚTGEFANDÆ j t Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302 SMUvölfustÍK 13* - Slml 19741 - Póitliólf Si - Rtyklnlk 5 tonna dekkbátur til sölu. Uppl. í sima 92-7587 á kvöldin. Prjónavél. Passap Duomatik með rafmagns- drifi til sölu. Uppl. i sima 32125 Nett hjónarúm með dýnum. verð aðeins frá kr 28.800. Svefnbekkir, 2ja manna svefnsófar fáanlegir með stólum eða kollum i stíl. Kynnið yður verð og gæði. Afgreiðslutimi frá kl. 1 til 7 mánudaga til föstudaga Sendum í póstkröfu um land allt Húsgagnaþjónustan Langholts- vegi 126, sími 34848. Til sölu sófasett. 7 mánaða gamalt. Selst með verulegum afslætti. Uppl. í sima 23747 eftir kl. 19. 4ra tonna trilla með stýrishúsi og hvalbak til sölu, skrúfuútbúnaður fylgir. Upplýsingar i sima 52279. Electrolux frystikista, 350 litra, til sölu, einnig hvitur brúðarkjóll, módel, litið númer. Uppl. i sima 51827. Ferðaritvél (full stærð) — sem ný og nær ónotuð til sölu. — Gerð: TRIUMPH/ADLER, „gabriele — 25”. Létta má á ásláttarvið- náminu. — Ritvélarstærð blaða- manna, rithöf., lögreglu, fyrir skattframtöl, tollskýrslur o.fl. — Nýverð kr. 43 þús. Söluverð (stað- greitt) kr. 30þúsund. — Ab. heftið fylgir. Póstleggið nafn og sima- númer i pósthólf 467, Rvik-1. Til sölu nýleg Ignis sjálfvirk þvottavél. litið eldhúsborð og 2 stólar, einnig Dual HS-38 plötuspilari ásamt ca 50 plötum, einnig Fidelity plötu- spilari með innbyggðu kassettu- tæki og útvarpi. Uppl. i sima 13227. Verzlanir: Til sölu stálbakkar og kassi fyrir handþurrkur. Uppl. i sima 74728.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.