Dagblaðið - 24.01.1976, Side 15

Dagblaðið - 24.01.1976, Side 15
Pagblaöið. Laugardagur 24. janúar 1976. FALDI ELSKHUGANN I 40 AR 15 Ekkjan Lizzie Edwards i Welsh vildi ekki verða kjafta- sögunum að bráð. Hún faldi þvi elskhuga sinn i fjörutiu ár og hefur nú komizt i fréttir blaða um allt Bretland. Ekkjan hafði falið elskhugann i húsi si'nu allan þennan tima og upp um hann komst þegar hann dó fyrir stuttu. En á sama tima kom i ljós að allur feluleikurinn hafði verið til einskis, nágrann- arnir vissu allir um huldumann- inn. Málið byrjaði dag einn árið 1936 þegar sporvagnsstjórinn Tom Boyd hjólaði af stað með nesti á bögglaberanum og sagðist ætla að leita að nýju húsnæði handa sér og móður sinni. Hann hvarf gjörsamlega og fjölskylda hans taldi hann af. Raunar var það frú Edwards sem Tom Boyd var á höttunum eftir. Hann hafði hitt þessa ný- orðnu ekkju skömmu áður. Ekkjan bjó með þrem dætrum sinum sem nú eru allar komnar vel yfir fimmtugt. Ein þeirra sagði svo, þegar loks fréttistum huldumanninn: — Skömmu eftir dauða föður mins minnist ég þess að þessi maður tók að heimsækja móður mina. Hann flutti stuttu siðar inn til okkar. Móðir min gaf enga skýringu en varaði okkur ætið við að minnast á hann við kunningjana. Allt frá þvi Tom Boyd fluttist til þeirra árið 1936 var systrun- um meinað að bjóða til sin vin- um og þegar gestir komu i heimsókn faldi elskhuginn sig uppi á lofti. 1 gegnum árin vann hann ekki handtak og fór aðeins út úr húsi einstöku sinnum og þá aðeins á nóttunni. Ekkjan og dæturnar, sem allar fluttu að heiman nema sú yngsta, sáu um að bera mat og sigarettur i huldumann- Það var þessi feluleikur sem að lokum leiddi til dauða áttræðs mannsins. Hann féll og slasaðist en ekkjan, sem einnig er nú orðin áttræð, neitaði að kalla til lækni. Það tók dóttur ekkjunnar marga klukkutima að koma slösuðu gamalmenninu upp á loft. Hún gat ekki komið honum upp i rúm og þvi bjó hún um hann á gólfinu. Þar lá hann i 10 daga þar til hann dó. Læknar sögðu að hann hefði látizt af hjartabilun, vegna lungnabóigu sem gamli maður- inn fékk þarna á köldu gólfinu. Likskoðun leiddi einnig f i ljós að mótstaða gamlingjáns hefði verið minni en ella sökum slæmrar umönnunar. Stóra tó í stað þumalfingurs! ná hendinni reynist hin bezta hjálp. önnur stóratáin á Englendingn- um Patrick Gill er ekki á sín um hefðbundna stað við hliðina á öllum hinum tánum. Nei, stóra táin hans Patricks er á vinstri hendinni þar sem aðrir menn hafa þumalfingur sinn. Fyrir um ári varð Patrick fyrir vélsög i vinnunni og hún skar af honum þumalfingurinn, meirihlutann af baugfingrinum og litlafingrinum lika. Eins og skiljanlegt er var höndin honum gagnslaus eftir þetta hroðalega slys. En nýlega vöktu læknar á Queen Victoria sjúkrahúsinu i Sussex nýja von hjá Patrick. Sjúkrahús þetta er heimsþekkt fyrir liffæraflutning og læknarnir sögðust geta grætt stóru tána á höndina i stað þumalfingursins. Aðgerðin tók tiu klukkustundir, tenging állra smáu háræðanna og sinanna var mikið nákvæmnisverk. Nú er Patrick kominn af spítalanum og farinn að æfa sig með tánni. — Ég var heldur vantrúaður i fyrstu en nú er ég stóránægður með árangurinn. Ég get haldið á simtóli og jafnvel borðað með gaffli á ný, sagði Patrick Gill. FLUGFERÐ A ÞRIÐJA ÁRA- TUGNUM Meðan þróunin i fluginu eykst dag frá degi getur verið gaman að rifja upp bernsku þessarar samgöngutækni. Ég rakst um daginn á eintak af leiðbeiningúm sém farþegar belgiska flugfélagsins KLM fengu i hendurnar á þriðja áratugnum. Brýnt er þar fyrir farþegun- um að stinga hvorki handleggj- unum né höfðinu út um glugg- ann, annars sé hætta á að þeir tapi höfuðfatinu. Þá er þeim lika bent á að veifa ekki höttum né treflum við flug- tak þvi hætta sé á að þeir flækist i hliðarstýrinu. Mest áherzla i leiðbeiningun- um er þó lögð á að farþegarnir geri allar sinar þarfir áður en haldið er i loftið og þeim einnig bent á að borða hvorki sveskjur, baunir né rúgbrauð fyrir brott- förina. MEÐ ROLLS ROYCE í ELDHÚSINU! Eins og aðra hefur frú Jeanette Tullett oft dreymt um að eignast Rolls Royce. Draum- ur hennar rættist svo sannar- lega. Frúin var að ryksuga i róleg- heitum inni i stofu hjá sér i Surrey i Englandi er hún heyrði griðarlegan hávaða inni i eld- húsi. Hún stökk fram og sá þá stóran bláan Rolls Royce bil standa á miðju eldhúsgólfinu. Það var viðskiptajöfur á eftir- launum og frúin hans sem reyndust hafa ekið bilnum inn i eldhúsið. Frúin sem ók þessu milljónafarartæki mun hafa misst stjórn á bilnum i beygju og þvi fór sem fór. Það má geta þess til gamans i lokin að talið er að viðgerðin á Rollsinum verði dýrari en endurbygging eldhússins. Og fyrst ég er á annað borð farinn að ræða um umferðar- slysin má geta þess að frú Frances Kauffman frá Oregon i Bandarikjunum er nú á bata- vegi. Þessi 57 ára gamla húsmóðir hafði slasazt illa ep hún lenti i hörðum árekstri á rúminu sinu. Stjórnlaus sportbill endasentist i gegnum garðinn hjá henni seint eitt kvöldið, ók i gegnum svefnherbergisvegginn ogbeintframan á rúm frúarinn- ar. Tryggingafélögin segja að hvorki svari kostnaði að gera við bilinn né rúmið, enda hvort tveggja óökufært eftir árekstur- Yfirleitt hafa menn eldavél og isskáp ieldhúsunum já, sumir koma jafnvel fyrir uppþvottavél, en i eldhúsinu hjá frú Tullett mátti finna þennan stóra Rolls Royce bil. Tímanna tókn! Við teljum okkur eiga við vandamál að striða, en hvað þá um þessa frétt frá Montgomery i Alabama i Bandarikjunum. Nokkrir strákar i kringum 15 ára gamlir króuðu gamla konu af á hjólunum sinum i fjölfar- inni verzlunargötu fyrir stuttu. Hún streittist á móti er þeir reyndu að hrifsa af henni vesk ið, sem leiddi til þess að piltarn- ir drógu fram byssu, skutu hana til bana og hjóluðu siðan i flýti i burtu frá likinu sem lá i blóði sinu i götunni. — Þetta er vist timanna tákn sagði lögreglustjórinn á staðn- um i viðtali við eitt bæjarblað- anna. — Sifellt yngri borgarar eru farnir að komast yfir skot- vopn. HÆTTURNAR í UMFERÐINNI Ný herferð umferöarraös New Yorkborgar fyrir um- ferðaröryggi er sögð hafa borið góðan árangur nú þegar. Um- ferðarráðið, sem koma vill öku mönnum i skilning um að þeir stofni lifi sinu i hættu i hvert sinn sem þeir stiga inn i bil sinn. er byrjað að senda öllum öku- mönnum borgarinnar fyrir- spurn um hvernig þeir vilji láta ráðstafa liki sinu þegar þar að kemur. VARIÐ YKKUR A LJONINU Bretar eru þekktir fyrir að hafa i fórum sinum öll möguleg og ómöguleg gæludýr. En þegar Arthur Thomson sá skilti sem sagði — VARIÐ YKKUR Á LJÓNINU —, á sakleysislegu garðshliði i Worcestershire i Englandi, brosti hann með sjálfum sér yfir kimnigáfu eigandans. Þar sem hann liggur nú á sjúkrahúsi á staðnum er ekki lengur að finna bros á vörum hans. Hann var lagður inn vegna taugaáfalls og skurðs á brjöstinu sem hann laut i návigi við 200 kilóa ljón i garðinum. Húseigandinn, sem ervarma- verkfræðingur, hafði fengið sig fullsaddan af innbrotsþjófum eftir að þeir höfðu tvisvar hreinsað til i húsi hans. Hann fékk þvi Ijón hjá vini sinum sem vinnur i enskum dýragarði. Ljónið, sem heitir Laddo, á sér búr með tommu þykkum rimlum i garðinum en fær þó yf- irleitt að hlaupa um i sterkum taumi sem hindrar að það hætti sér of langt. En fyrir stuttu náði dýrið þó að naga sig laust og hús- eigandinn varð að þjóta út með stól, svipu og langan hnif til að koma ljóninu inn i búrið. Þegar Arthur Thomson kom i heim- sókn um daginn var ljónið aftur á móti bundið i kaðalinn sinn. Lögregla staðarins segist ekki vera of hamingjusöm með ástandið i garðinum. — Við getum samt ekki kæft eigandann. hann var með dýrið bundið og ungi maðurinn var kominn inn á lóðina. Engu að siður teljum við það guðs mildi að hann skuli hafa sloppið lifandi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.