Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 1
2. árg. — Laugardagur 7. febrúar 1976 — 32. tbl. Ritstjórn' Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. ríkústjórnarfund Engin ákvörðun um stjórn- 5L málaslit „vegna áhuga NATO" „Það var ekki tekin nein ákvörðun um stjórnmálaslit,” sagði Einar Ágústsson utanríkisráðheria í viðtali við Dagblaðið er hann kom af ríkis- stjórnarfundi í gær. „Á fundinum var fjallað um landhelgismálið í ljósi síðustu atburða og telur ríkisstjórnin engan grundvöll fyrir frekari viðræð- um við Breta um málið að svo stöddu.” Sagði Einar að ákvörðun um stjórnmálaslit hefði ekki verið tekin nú þar eð fastanefnd NATO fjallaði um siglingu brezkra herskipa inn í íslenzka landhelgi og vitað er að mikill áhugi er hjá aðildarþjóðum bandalagsins á að leysa þessa deilu á sem friðsamlegastan hátt. „Ég tek það fram að við vissum ekki um atburðinn í lofti — er nærri hafði orðið árekstur milli flugvél- anna,” sagði Emar ennfremur. Á fundinum var honum falið að bera brezku ijkisstjórninni harðorð mót- mæli vegna atburðanna á miðunum að undanförnu. Ríkisstjórnarfundurinn í gær stóð i rúma tvo klukkutíma, sem er óvenju- lega langur fundartími. Það hefur og komið fram að Norð- menn hafa lýst því yfir að þeir muni reyna að beita áhrifum sínum til þess að fá Breta til að kalla herskip sín heim frá íslandsmiðum. —HH/HP. / Sunna vann málið gegn ríkinu — svipting á flugrekstrarleyfi dœmd ólögmœt. Skaðabœtur, vextir, máls- og matskostnaður rúmlega 10 milljónir króna Afturköllum á flugrekstrarleyfi Sunnu hf. var dæmd ólögmæt í undirrétti. Voru ferðaskrifstofunni dæmdar skaðabætur að fjárhæð kr. 7.374.261.00 úr hendi ríkissjóðs, auk vaxta og mats- og málskostnaðar. Munnlegur málflutningur fór frám í borgardómi Reykjavíkur hinn 19. febrúar sl. en dómur var kveðinn upp í gær hinn 6. febrúar. Niðurstaða dómsins varðandi fébætur byggjast á B.-kosti yfirmats sem lokið var hinn 1. september sl. Hinar dæmdu bætur eru þannig sundurliðaðar. Vextir af bótafjárhæðinni eru 9% frá 1. ágúst 1973 til 15. ágúst 1974, og 13% frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber ríkissjóði að greiða talsmanni Sunnu hf. kr. 570.000.00 og kostnað við undirmatsgerð kr. 378.984.00, samtals kr. 948.984.00 í máls- og matskostnað. Ríkið ber einnig allan kostnað af yfirmatsgerð, sem gerð var að beiðni þess, sem og málsvarnar- launum lögmanns síns. Hinn 1. sept. 1969 fékk Ferðaskrif- stofan Sunna hf. leyfi til flugrekstrar. Óafskrifaður undirbúnings og þjálfunarkostnaður Fyrirgerður hagnaður í desember 1970 og 1971 Vaxtatap Bætur fyrir annað óbeint fjárhagslegt tjón Ferðaskrifstofunnar Sunnu hf. vegna svipting- ar fiugrekstrarleyfis........................ kr. 670.058.00 3.934.865.00 769.338.00 Samtals kr. 5.374.261.00 .....kr. 2.000.000.00 Alls. kr. 7.374.261.00 Með bréfi samgönguráðuneytisins dags. 30. sept. 1970 var ferðaskrif- stofan svipt þessu leyfi.Þar segir m.a. „enda hefur Flugfélag íslands gefið fyrirheit um að það muni hafa yfir að ráða nægum fiugvélakosti í vetur og næsta sumar til farþegafiutninga eins og þeirra sem verið hafa með leigufiugvél yðar.” Þrátt fyrir að leyfi Sunnu hf. til fiugrekstrar hafi verið skilyrt, var þó ekki talið heimilt að meina henni að reka flugstarfsemi á öðrum leiðum en þeim sem íslenzku flugfélögin starf- ræktu áætlunar- og leigufiug á. Mál þetta er umfangsmikið og mikinn tíma hefur þurft til bæði undir- og yfirmats. Málið var höfðað 19. okt. 1971 á hendur fjármála- og samgöngu- ráðherra. Lögmaður þeirra var Gylfi Thorlacius hdl. en lögmaður Sunnu hf. var Jón Finnsson hrl. Dómendur í málinu voru Magnús Thoroddsen borgardómari, Karl Eirlksson framkv stj. og Árni Vilhjálmsson prófessor, meödómend- ur. —BS Skemmdarverk unglinga og barna fara sífellt í vöxt, eins og kemur fram í fréttum við og við. Ein .„sérgreinin” er skemmdarverk á vinnuvélum sem skild- ar eru eftir á fáförnum stöðum og hefur margoft verið sagt frá slíku. Fyrir skömmu var sagt frá skemmd- um sem unnar voru á vinnuvélum borg- arinnar í Breiðholtinu og aðfaranótt sunnudagsins féll allt í sama farið á ný. Þrjár vinnuvélar í eigu Aðalbrautar hf. voru stórskemmdar með grjótkasti og að því er virðist með harmi. Nemur tjónið af völdum þessara skemmda hundruðum þúsunda. Allar rúður, luktir og allir mælar í þrem stórum vélskófium voru brotnar og hefur viðgerðarkostnaðurinn nú komizt í um 500 þúsund. Enginn veit hver er valdur að þessu athæfi en starfsmenn Aðalbrautar bentu á að skóli er þarna í nágrenninu og erubörn og unglingar því oft á ferli í nágrenni vinnuvélanna. Bentu þeir einnig á að þegar skemmdarverkin voru unnin á vélum borgarinnar hefði komið í ljós að hópur 11 ára krakka hafði þar svalað skemmdarfýsn sinni. —HP. Heldur óhrjálegt var um að litast vinnu hjá Aðalbraut h.f. Allar vinnuvélarnar voru ónothæf- ar vegna skemmdarverka. öllum mælum í vinnuvélunum höfðu verið brotin, svo og ljóskastarar. Ljósm.: Björn. Snarrœði flugstjórans bjargaði mðnnum Gœzlunnar Sjá baksíðu Loftleiðir eiga meirihluta í Flugleiðum Sjá baksíðu Verðlagsstjóri berst nú við Iðg- frœðingana Sjá baksíðu Nú verður Ragnar á beinni línu Sjá útvarp á bls. 23 SKEMMDU VINNUVÉLAR FYRIR HÁLFA MILLJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.