Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 6
6 Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. ig~. ~Tfc SEATTLE: Doug Poth er aðeins þrettán ára gamall, en hann hefur samt fengið útgefið skírteini sem sannar að hann er leynilögreglumaður. Hann gerði það eitt að fylla út umsókn og borga fimm dollara. Allt var að undirlagi pabba sem vildi sýna fram á slæmt eftirlit. LONDON: Leikarinn Omar Sharif er í þungum þönkum á alþjóðlegu bridge-móti í brezku höfuðborginni um síðustu helgi. Omar Sharif er í hópi betri bridge-spilara heims. ANGOLA: Toppfundur nokkurra afrískra forseta um borgarastyrjöldina hefst í Mósambík í dag. Machel forscti Mósambík býður til fundarins. Myndin var tekin í vikunni af Jonasi Savir.ibi, leiðtoga angólsku frelsishreyfing- arinnar UNITA. BOSTON: Framhlið sex hæða byggingar hrundi, niður á götuna í miklum eldsvoða sem upp kom í vikunni. Fjögur hundruð slökkviliðsmenn börðust við eldinn. Engin slys urðu og þykir lygileg heppni. SAN FRANCISCO: Miklir þurrkar geisa í Kaliforníu og er ástandið þar orðið mjög alvarlegt, einkum fyrir nautgripabændur sem tapa stórfé daglega vegna þess að þeir þurfa að selja horaða gripi sína á niðursettu verði. í grennd við King City, þar sem þessi mynd er tekin, hafa nautgripir hrunið niður úr þorsta og hungri. ERLEND MYNDSJÁ WASHINGTON: Vel fór á með bandarísku forsetafrúnni, Betty Ford, og Leu Rabin, eiginkonu forsætisráðherra ísraels, 'þegar þau voru í bandarísku höfuðborginni fyrir síðustu helgi. Myndin var tekin í opinberri móttöku bandansku lórsetahjonanna í Hvíta húsinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.