Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. 13 augu hans bar,’ fór að ráði hans.’ segir Mason. ,,Ég í fyrstu kveðst Mason hafa teiknað eftir „lifandi” fyrirmyndum, — í hléum í kvikmyndaverinu, — milli rétta í veitingahúsum. „Fólk gerir bara svo mikið veður út af slíku,’’ segir hann. „Það kemur og vill fá að sjá hvað maður er að teikna og Gerald Ford forseti séður beint framan á og á hlið. eyðileggur þar með allt. Nú fæ ég flestar mínar fyrirmyndir í sjón- varpinu.” Mason hefur aðallega gert riss- myndir af þekktum stjórnmálamönn- um en samt falla þeir honum ekki allir í geð sem fyrirmyndir. „Alltof margar skopmyndir voru teiknaðar af Nixon,” segir hann. „Mig langar ekki til þess að endur- taka það sem aðrir hafa gert.” Um utanríkisráðherrann Henry Kissinger segir hann: „Kissinger hefur í raun- inni ekki nema þrjú svipbrigði — uppgerðarbrosið, — sjálfsánægju- smettið og svo er það hinn „frægi stútur,” sem hann setur á sig þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis.” Ford forseti gefur hins vegar Mason „byr undir báða vængi.” „Ford getur verið takmarkaður,” egir hann, „en -andlitsdrættir hans *ru það svo sannarlega ekki. Þótt Mason þyki hafa ótvíræða hæfileika, — og nokkrar mynda hans hafa verið seldar í góðgerðarskyni — neitar hann sjálfur að taka „list” sína alvarlega. Þetta er bara skemmtileg tómstundaiðja, hvorki meira né minna,” segir hann. Mason er orðinn 66 ára gamall og býr nú með þriðju eiginkonu sinni, Clarissu, sem er áströlsk að ætterni. Þau búa skammt frá Lausanne í Sviss. Fjórir forsetar Bandaríkjanna: Truman, Eisenhower, John Kennedy og Richard Nixon.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.