Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 10
10 MMBUUUB frjálst, úháð dagblað Ctgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónás Kristjánsson Fréttastjóri: JÓn Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason íþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Ciissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Ojaldkeri: Þráinn Porlcifsson DreiFingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Askriftargjald 800 kr. á mánuði inrtanlands. f lausasölu 40 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Ekki sem verst Ötti við atvinnuleysi hefur gripið um sig. Atvinnuleysi í Reykjavík hefur tvö- faldazt á einum mánuði. Langvinnt atvinnuleysi hefur verið í nokkrum greinum. Við nánari athugun á síðustu tölum um atvinnuleysi á landinu kemur þó í ljós, að ástandið er ekki, svo að heitið geti, verra en það var fyrir ári. Það er lítið eitt verra en var fyrir tveimur og þremur árum. Utan Reykjavíkur fækkaði atvinnulausum verulega í síðasta mánuði, þegar á heildina er litið. Jafnvel þótt tvöföldun atvinnuleysis í Reykjavík sé meðtalin, hefur atvinnulausum í rauninni ekki fjölgað. Sú aukning, sem opinberar tölur sýna, byggist á því, að nú eru teknir með í skýrslur þrír hreppar í Rangárvallasýslu, sem ekki voru í skýrslum áður. Það atvinnuleysi, sem er, byggist yfirleitt á sérstökum aðstæðum, sem munu breytast til batnaðar innan skamms. Byggingariðnaðurinn hefur að kalla lagzt niður í borginni. Þetta er ekki nýlunda um háveturinn, enda hefur veður verið óvenju illt. Þá hefur vinna við Sigöldu lagzt niður nú í vetur. Þetta hefur valdið því, að talsverður hópur byggingaverkamanna og iðnaðar- manna er kominn á atvinnuleysisskrá. Hins vegar segir þetta ekkert um, hvernig horfur eru í þessum greinum. Þarna á ekki að verða um langvar- andi atvinnuleysi að ræða. Byggingariðnaðurinn mun taka við sér og vinna hefjast við Sigöldu. Reiknað hefur verið með því og byggt á reynslu, að ekki sé um raunverulegt atvinnuleysi að ræða, þegar á heildina er litið, þótt nokkur hundruð manna komi á atvinnuleysisskrá á landinu. Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. r ..... Viðgerðin ó Rembrandt: „EIGN ALLRA LISTUNNENDA HEIMSINS" -- 037 Sú mynd sem flestir vilja sjá í listasafninu Rijksmuscum í Amster- dam, sýnir stóran hvítgulan flöt og, neðst til hægri, fallega lagaðan fót í svörtu stígvéli. Þótt ekki sé meira að sjá leggja þúsundir manna í hverri viku nef sitt á gluggarúðuna, sem skilur á milli áhorfenda og málverks- ins. Flestir koma aftur til að sjá meira. Þessi risastóri léreftsdúkur, sem að mestu er hulinn með hríspappír. geymir dýrasta dóm Rijksmuseum — sem var byggt í júní 1885 til að geyma dýrgripinn — og er aðdráttar- afl milljóna listunnenda sem kom? til Amsterdam á ári hverju. Áhættuspil Sú er ástæðan fyrir því að Rem- brandt-málverkið ,,Næturvrörðurinn” hefur aldrei farið út fyrir dyr Rijks museum. Þegar geðbilaður kennari réðst að myndinni 14. september í fyrra og skemmdi hana með hníf ákváðu stjórnendur safnsins að í fyrsta skipti í sögunni yrði viðgerðin gerð í augsýn almennings. Það var töluvert áhættuspil en eins og Willcm Hymans, blaðafull- Rembrandt — sjálfsmynd. trúi safnsins segir, „í fyrsta lagi var í janúarmánuði í fyrra voru alls 936 atvinnuleysingj- ar á landinu. I ljós kom, að strax í febrúar var talan komin niður í 628 og í 522 í marz. Svo kom togaraverk- fallið til og olli nokkru atvinnuleysi í landi. Fjöldi atvinnuleysingja komst upp í tæp 1300 í maí, en í júlí og ágúst. voru atvinnulausir færri en 400, sem þýddi, að ekkert atvinnuleysi var, þar sem fólk vantaði í fjölda greina. Miðað við reynslu annarra þjóða getum við ekki talað um, að atvinnuleysi ríki, þótt um eitt prósent af vinnuafli í landinu komi á atvinnuleysisskrá á þeim árstíma sem ástandið er verst. Utan Reykjavíkur er nú aðeins um tilfinnanlegt atvinnuleysi að ræða á þremur stöðum, Bíldudal, Þórshöfn og í Rangárvallasýslu. Þá eru 60—70 manns á atvinnuleysisskrá í nokkrum kaupstöðunum. Hér hafa verið leidd rök að því, að það atvinnuleysi, sem fyrirfinnst á landinu, er tíma- eða staðbundið. Ymsar skoðanir eru uppi um, hvernig atvinnu- ástandið muni verða næsta vor og sumar, en engin rök hafa enn komið fram, sem sýna fram á, að það verði verulega verra en var á síðasta ári. Þær tölur, sem til eru, renna ekki stoðum undir óttann við verulegt atvinnuleysi. Leiksýning ó 700 kr. Nei, nei, þetta er enginn áróður, engin pólitík, ekkert aðkast í vinstri öflin í landinu né heldur ríkisstjórn, er tekizt hefur að halda vel á flestum málum (nema efnahagsmálum), svo að hinir vammlausu sem gjarnan „æpa eftir nótum”-ættu að geta haldið áfram lestrinum — aðeins almennar hugleið- ingar um verðlag og verðmyndun á íslandi, og görótt verðskyn almennings sem lætur hafa sig að fíflum á flestum sviðum viðskipta og þjónustu. Tilefni þessara almennu hugleiðinga um verðlag í landinu er það, að sá, er þetta ritar ákvað að sjá eitt þeirra leikrita sem í gangi er þessa dagana, nánar tiltekið „Sporvagninn”, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. eina ágætustu sýningu, sem stóð hátt í þrjár klst. Af viðtökum áhorfenda mátti heyra og sjá, að allir hefðu haft hina mestu ánægju af, og áttu enda aðstandendur sýningarinnar allir þakklæti og lof skilið. En nú skal vikið að kjarna þessara hugleiðinga. Aðgöngumiði á svona sýn- ingu kostar 700 kr. Nú veit undirritaður ekki, hvort eða að hve miklu leyti þetta verð nægir til þess að standa undir sér, eins og það er kallað, eða hvort eða hve mikið ríkið kann að greiða með hverjum miða, enda skiptir það minnstu máli í þessu tilviki, það er hið útlagða gjald, sem neytandinn greiðir hverju sinni, sem máli skiptir. Og sama gildir um allar aðrar vörur, sem greiða þarf fyrir, hvort sem þær eru svo niðurgreiddar af sameiginlegum sjóði eða ekki. Hitt má fullyrða, að verð aðgöngumiða að sýningu í Þjóðleik- húsinu, 700 kr., er eitt það hagkvæm- asta, ef ekki al-lægsta, sem hér þekkisl fyrir skemmtun eða afþreyingu, sem varir hátt í þrjár klukkustundir. Ætla má að hvar sem niður væri borið um verðsamanburð á vörum, þjónustu, að ekki sé minnzt á skemmtanir eða annan mannfagnað, miðað við verð aðgöngu- miða að leiksýningum hér, þá yrði sá samanburður flestum greinum til van- sæmdar og ærið umhugsunarefni fyrir almenning. Svo er nú komið í verðlagsmálum hérlendis, að verð a vörurn eða þjónustu hverju nafni sem nefnist er svo langl yfir ofan alla sanngirni, hvað þá raungildi, að hvergi munu dæmi um önnur eins fáránlegheit. Hefur þessi afbrigðisstefna þróazt svo ört hérlendis og með óbeinni tilstuðlun almennings, að hún er nú orðin varanleg, Óbeit almennings og fyrirlitning á því ástandi sem ríkir í verðlags- og verðmyndunar- kerfi hér á landi nægir þó ekki til þess að lækna það, en sú óbeit og fyrirlitning ætti þó — ef allt væri með felldu — að nægja til þess að almenningur, fólkið sjálft taki af skarið og sniðgangi þá þjónustu og þær vörur, sem eru á boðstólum við því verði sem óeðlilegt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.