Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 24
Verðlagsstjóri reynir að hindro kauphœkkun lög- frœðinga hœkkuðu grunntölur taxta sinna um 50 prósent Verðlagsstjóri reynir að hindra að 50 prósenta hækkun á töxtum lög- fræðinga nái fram að ganga. Lög- fræðingar hafa til þessa haft sjálf- dæmi um kjör sín og sjálfir ákveðið taxtana. Nú segir verðlagsstjóri að þar sem sérstaklega ströng verð- stöðvun sé í gildi megi lögfræðingar ekki hækka taxtana. Guðjón Steingrímsson, gjaldkeri Lögmannafélagsins, sagði í viðtali við Dagblaðið að lögfræðingar hefðu frá upphafi sett taxta sína og aldrei, fyrr en nú, verið við því amazt. Taxtarnir hefðu ekki hækkað síðan í apríl 1974, en á aukafundi Lög- mannafélagsins í janúarlok hefði verið ákveðið að hækka þá. Lög- fræðingar hefðu orðið fyrir því að ríkið hefði tífaldað dómsmálagjöld nú um áramótin. Þá hefðu orðið gífurlegar hækkanir á kostnaði lög- fræðingaskrifstofa síðan í apríl 1974. Hækkunin sem lögfrasðingar hafi ákveðið, sé eingöngu á lágmarks- grunntölum, það er að segja sá hluti tekna þeirra sem ákveðinn er sem prósenta af fjárhæðum, sem um ræðir, hækkar ekki enda er hann verðtryggður, hækkar þegar fjár- hæðirnar hækka. Hækkunin á grunntölunum er 50 prósent en Guðjón sagðist telja að um 20 prósenta hækkun væri að ræða þegar allt sé tekið með vegna þess að prósentutölurnar hækka ekki. Stjórn Lögmarinafélagsins hefur enn ekki tekið formlega afstöðu til afstöðu verðlagsstjóra.. -HH Varðskip í höfn og Bretarnir Góð veiði hefur verið hjá brezku togurunum á miðunum fyrir Austurlandi undanfarna daga. Tvö herskip eru sem kunnugt er komin á miðin til þess að halda skut- togaranum Baldri í hæfilegri fjarlægð svo að togararnir fái athafnað sig í friði. Þegar þessi mynd var tekin í gær- morgun lágu þrjú varðskip Þór, Ægir, og Albert við festar í Reykja- víkurhöfn og Óðinn var nýlagður af stað. Ekki vissu menn gjörla hvert ferðum varðskipsins var heitið en sumir hafa haldið því fram að það hafi átt að fara á miðin austur af landinu. DB-mynd BB. frjálst, úháð dagblað Laugardagur 7, febrúar 1976. Ríkissak- sóknari fyrirskipar sókn i móli Sigfinns Ríkissaksóknari hefur fyrirskipað dómsrannsókn í bæjarstjóramálinu í Vestmannaeyjum. Eins og fram hefur komið í fréttum sendu fjórir bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum ríkissaksóknara bréf 14. desembersl. þar sem farið var fram á opinbera rannsókn á meðferð Sigfinns Sigurðssonar, þáverandi bæjar- stjóra, á fjármunum kaupstaðarins. ; Þórður Björnsson ríkissaksóknari sagði í samtali við DB í gær að hann hefði afgreitt málið frá sér sl. föstu- dag og þá sent bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, Kristjáni Torfa- syni, bréf þar um. Fógeti mun sjálfur víkja úr dómarasætinu vegna fyrri afskipta sinna af málinu. Setudómari verður skipaður í málið á næstu dögum. —ÓV. Norglobal leggst inn ó Reyðar- fjörð í nótt ,,Okkur er að bætast stór verksmiðja þar sem bræðsluskipið Nor.global leggst inn á Reyðarfjörð í nótt,” sagði Jafet Ólafsson hjá loðnunefnd í viðtali við Dagblaðið. „Allt er nú orðið fullt á löndunarhöfnum á Austfjörðum en við búumst við að það losni pláss á Vopna- firði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyðar- firði, HornaFirði og Breiðdalsvík, alls fyrir um 6000 tonn, í dag og á morg- Sagði Jafet að heildaraflinn væri nú um 90 þúsund tonn og sigling hjá mörgum bátanna væri orðin æði löng. Þannig eru menn farnir að sigla með aflann vestur með Norður- og Suður- landi, t.d. lil Vestmannaeyja. „Með komu Norglobals breytist aðstaðan eitthvað, þar eð afkastageta skipsins er um 1500 tonn á sólarhring,” sagði Jafet ennfremur. „En það verður reynt að deila löndunum niður á hafnirnar með flutningsstyrkjum.” Samningar við útgerðarfélag Nor- globals hafa staðið í nokkrar vikur en ekki tókst að ná sambandi við bræðurna Jón og Vilhjálm Ingvarssyni sem cru erlendis. SNARRÆÐI FLUGSTJÓRANS K0M í VEG FYRIR ÁREKSTUR Nimrodþota flaug beint að leiguf lugvél Gœzlunnar „Þetta var bannsettur glannaskap- ur hjá Bretunum,” sagði Bjarni, Helgason skipherra í Fokker-flugvél Landhelgisgæzlunnar. „Aðeins sjö sekúndur skildu á milli okkar.” „Nimrodþotan var nýbúin að tilkynna sig í 1000 feta hæð en sjálfir vorum við í 400 fetum,” sagði Bjarni. Nimrodþotan kom skyndilega út úr skýjaþykkni og stefndi beint á ís- lenzku vélina. „Svo vissum við ekki fyrr til en þotan kom á móti okkur. Ég tel að það hafi aðeins verið snar- ræði flugstjórans, Guðjóns Ólafs- sonar, að þakka að ekki fór verr,”, sagði Bjarni. Þetta gerðist um eitt leytið í gær út af Gerpi. Samband var milli flugvélanna tveggja og er atferli Bretanna hið furðulegasta. Landhelgisgæzlan kveðst telja þetta mjög alvarlegan atburð, sem sýni að hættan sé ekki aðeins á hafinu heldur einnig í loftinu. Verður ekkert til sparað að láta þetta fréttast erlendis. Á ríkisstjórnarfundinum í gær var ekki vitað um þennan atburð. íslenzka flugvélin er Fokkerflugvél Flugfélagsins, sem Landhelgisgæzlan hefur nú tekið á leigu. -ÁT/HH Hinn snjalli ungi flugmaður, Guðjón Ólafsson, hjá Flugfélagi fslands og skipherrann í förinni, Bjarni Helgason,á flugvellinum eftir atburðinn. Loftleiðir eiga meirihluta í Flugleiðum — óvíst með stjórnarmeirihluta, segir Alfreð Elíasson Gengið hefur verið frá eignarhlut- föllum Flugfélags íslands og Loft- leiða í Flugleiðum hf. -Loftleiðamenn eiga meirihluta í félaginu, 53.5298% á móti 46.4702%. Á fyrsta aðalfundi félagsins, sem haldinn verður innan skamms, verður kosin stjórn fyrir félagið en frá aðalfundum félaganna 1973 hefur sextán manna stjórn, skipuð jafn- mörgum frá hvoru félagi, farið með stjórn Flugleiða hf. „Það er ómögulegt að segja hvernig stjórri þessa nýja félags kemur til með að verða skipuð’/sagði Alfreð Elíasson, einn þriggja forstjóra Flugleiða, í samtali við fréttamann blaðsins í gær. „Hún verður kannski skipuð níu mönnum, kannski sjö... já, líklega sjö. Svo er aldrei að vita hver kýs hvern. Flugfélagsmenn gætu kosið Loftleiðamenn í stjórn og öfugt þannig að ekkert liggur ljóst fyrir um hver meirihlutinn verður.” í matsnefndinni, sem ákvarðaði eignarhlutföll félaganna, voru þeir Ragnar Ólafsson hæstaréttarlög- maður sem var formaður nefndarinn- ar, Guðlaugur Þorvaldsson háskóla- rektor og Guðmundur Björnsson verkfræðingur. —ÓV. —HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.