Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. 11 Vika til stefnu inu. Hann vann sér alþjóðlega frægð 1971 þegar hann hafði yfirumsjón með viðgerðinni á málverkinu ,,Bréf’ eftir Vermeer, sem hafði verið skorið úr ramma sínum á sýningu í Biissel og síðan skilað gegn sex hundruð þúsund dala lausnargjaldi. sem rann til flóttamanna í Biafra. Kuiper er sannfærður um að „Næturvörður- inn” verður fallegri mynd eftir við gerðina. ,,Myndin þarfnaðist þess með að hún væri yfirfarin mjög vandlega,” segir hann, ,,því hún hefur verið skemmd og lagfærð sextíu og þrisvar sinnum síðan 1642. Við notum nýja tækni nú og auk þess verður borið alveg nýtt fernislag á hiyndina — sem skýrir hana til mikilla muna.” „Næturvörðurinn” verður aftur til sýnis um næstu helgi, eða fimmtánda febrúar að því að áætlað er. Mikil vinna hefur farið í viðgerðina. Fyrstu fjögur skrefm í því sambandi — neyðarráðstafanirnar í upphafi, brottnám líninganna, saumurinn á lérefti Rembrandts og nýju líning- arnar — voru líklega einföldust. Erfiðara var að ganga endanlega frá myndinni og bera á hana fernis- inn. Fernis er samsettur úr ýmsum efnum, og ekki einu sinni snjöllustu sérfræðingar vita nákvæmlega hvernig léreft — eða strigi — bregzt við. Kuipcr var einn við að fylla skurðina eftir hníf brjálaða kenn- arans. Hann sá einnig einn um það að mála á ný hina skemmdu hluta myndarinnar. Viðgerðin hefur að mestu verið unnin aftan frá en síðan var málað í sárin að framan. Málað upp á nýtt Cook höfuðsmaður ásamt mönnum sínum eftir hnffsstungurnar. starfslið safnsins hóf vinnu við við- gerðina. Færasti maður fenginn til verksins Heppnin var með strax frá upp- hafi, þegar Luitsen Kuiper var ráð- inn til að hafa vFirumsjón með verk- Slík vinna krefst mikillar þekk- ingar á þeim málningartegundum og penslum sem Rembrandt notaði. Hún er einnig mjög nútímaleg: endurbætur Kuipers verða lausar á. Komandi kynslóðir geta bætt um betur, þannig að nýja málningin má alls ekki renna saman við hina upprunalegu. Síðasta verkið verður að fernisbera málverkið. Það verður að gerast snar- lega og jafnt með stórum penslum, þar sem fernisinn þornar mjög fljótt og engin ummerki fá að sjást. Þegar því er lokið verður helzti höfuðverkur Hymans að hugsa upp nægilega frumleg hátíðahöld. Þessa dagana er verið að Ijúka við gerð heimildakvikmyndar um viðgerðina. Hún verður sýnd að kvöldi hins Fimmtánda, ef allt fer að óskum. í næsta herbergi við málverkið hafa Hollendingar sett upp sýningu um viðgerðina og sögu málverksins. Þar koma fram ýmsir froðleiksmolar, sem oft gleymast, eins og t.d. það að málverkið var málað af þjóð- varðliðum í björtu' sólskini, nætur- /arzla kemur málinu hreint ekkert vúð. Að því að bezt cr vitað hlaut málverkið nafnið „Næturvörðurinn” fyrst árið 1808. Óhreinindi höfðu valdið litabreytingum í fernislaginu, ekkert að fela og í öðru lagi hafði allur heimurinn áhuga á að fylgjast með. „Næturvörðurinn” er ekki aðeins þjóðareign Hollendinga held- ur alþjóðleg eign allra listunnenda heimsins.” Áður en vika var liðin var búið að breyta miðsalnum, þar sem myndin hékk til sýnis, í vinnustofu og allt Ekki fer á milli mála að viðgerð af þessu tagi er mikið vandaverk. myndin var orðin mjög dökk og einhvernveginn sýndist hún sýna menn að næturlagi. Óbreytt stefna Þrátt fyrir háværar kröfur um aukið öryggiseftirlit hefur stjórn safnsins ákvcðið, að engar nýjar ráð-' stafanir verði teknar upp. „Safni okkar er trúlega bezt varða safn á meginlandinu en stefna okkar verður óbreytt, með allri þeirri áhættu er því fylgir. Við erum ekki yfir okkur hrifnir af meðferðinni á Mónu Lísu, sem er geymd á bak við skothelt gler. Við viljum að almer. ingur geti verið í beinu sam- bandi við sjálft listaverkið. Ef maður getur ekki skoðað listaverk nema í gegnum gler, þá er maður alveg jafn, vel settur með að skoða endur- prentaða mynd í bók eða blaði.” Svo kaldhæðnislegt sem það er, þá verða Franz Bannig Cook og menn hans — þeir sem myndin er af — að dvelja enn um skeið á bak við glcr, enda þarf undirlag nýja fernislagsins að þorna í loftkældu umhverfi í að minnsta kosti sex mánuði. Þegar árið 1977 gengur í garð verður myndin komin aftur á uppraunalegan stað sinn, ber fyrir augum fjöldans, og viðgerðarsýningin, sem staðið hefur yFir, hættir. steik ó 3000 kr.! verður að telja, þótt ckki sé miðað við nema skynsemismatið eitt og sér. Eitt dæmi um þann fjarstæðu- kennda heim verðmyndunar, sem við lifum í hér á landi og sem hefur verið afskræmdur á næsta skoplegan hátt. Hér áður fyrr, og ekki fyrir mörgum árum tíðkaðist að fólk notaði veitinga- hús hér nokkuð almennt til þeirrar afþreyingar sem slíkir staðir gegna m.a., að borða góða máltíð, afþreyingar og ánægju, sem menn gera sér gott af víða um veröld og þurfa þó ekki að eyða til hálfum mánaðarlaunum eða meir. Þetta var viðráðanlegt allflestu fólki hér á landi þá. Nú hefur þetta fær/.t í það horf, að almenningur veigrar sér við að sækja matsali þeirra fáu góðu veitingahúsa, sem hér eru við lýði, til þess að njóta góðrar máltíðar, vegna hinna stjarnháu verða, sem skrevta matseðla þessara veitingastaða svo eftirminnilega við hlið hvers réttar. — Brauðsneiðar með al- gengu áleggi, 300 kr., 600 kr. og allt uþp í 1000 kr. ef um er að ræða humar eða álíka skelfisk, algengir kjötréttir, sem hvarvetna í heiminum eru seldir við vægu verði kosta hér 1500 krónur (kjúklingur), kjötréttir úr nautakjöti um og yfir 2000 kr. — og dæmi um einstaka rétti úr nautakjöti um og yFir 3000 kr.! Þegar þessi verð eru höfð í huga, ásamt því að þrátl fyrir þcssi verð á algengum matarréttum geta farið upp í iömu upphæð og fjórir leikhúsmiðar fást fyrir (oft allt að þriggja stunda ikemmtun), þá fer ekki hjá því að það er meira en lítið brogað við verðskyn ilmennings. Þrjú þúsund krónur jafngilda um 18 Bandaríkjadollurum! í Bandaríkjunum, sem fólki hér á landi hefur verið talin trú um að væri eitt dýrasta land heims (en er sannleikan- um samkvæmt eitt hið ódýrasta), er hvergi að Fmna veitingastað eða hótel, sem býður upp á jafndýra steik eða annan rétt matar, ekki einu sinni dýrustu og beztu hótel New York- borgar. Hinsvegar gæti máltíð í New York <ostað eitthvað álíka, þegar um marg- réttaðan rétt er að ræða — en 3000 kr. fyrir eina steik úr nautakjöti, sem þó er alls ekki úrvalsflokkur, samanborið við það sem annars staðar þekkist, það verð er hrein fásinna. Það má vel vera, að fólk hér á landi sé nýlega farið að huga meir að þessum málum en áður var, bera saman magn og gæði við það verð, sem sett er upp, en alls ckki nógu almennt enn sem komið er. Og það er þá fyrst eftir að fleiri veitingastaðir hafa skotið upp kollinum, svokallaðir sjálfsafgreiðslu- staðir eða „cafeteriur”, sem selja rétti svipaða að magni og gæðum gegn vægu verði, — að fólki er ljóst, að hin Kjallarinn Geir R. Andersen ^eipiháu verð, sem það hefur greitt fyrir þá rélti annars staðar hafa átt sinn þátt í að rugla verðskyn þess og raunar lindrað samanburð á verði, þar sem hingað til hefur vart um annað verið að ræða en ganga að afarkostum þeirrar röneu verðmyndunar, sem hefur liðizt óheft. Nú væri fróðlegt fyrir almenning að fá upplýsingar um það, á hverju hin títtnefndu háu verð á matsölustöðum dýrari veitingastaðanna eru byggð, að réttir, sem eru að aðaluppistöðu úr íslenzku hráefni eru boðnir til sölu á* verði sem er mörg ljósár frá raunveru- leikanum. Ekki er hægt að bera því við að hér eigi hinir illræmdu tollar eða aðflutningsgjöld hlut að máli, ekki er um dýra skemmtikrafta að ræða í mat- sölum þessara staða, hverra kostnað væri réttlætanlegt að heimfæra á hækkað verð veitinga. Þá er sennilega aðeins um einn lið eftir að ræða, þ.e. launagreiðslur starfsfólks, en þcss ber lins vegar að gæta að aðeins hluti þess er faglært fólk, l.d. matrciðslumcnn og ekki eru laun þessa fólks sambærileg við þau er tíðkast erlendis, svo að dæmi sé tekið frá Bandaríkjunum, þar sem ófag- lært starfsfólk hefur allt upp í 7 dollara á tímann, eða um 1190 ísl. kr. Hinni stóru spurningu er því enn ósvarað. Hvernig má það vera að ísland, eitt landa á vesturhveli jarðar, er í sérflokki varðandi verðlag og verð- myndun, ásamt brengluðu verðskyni almennings? Eitt getur varla vafizt fyrir mönnum, og það er að betri kaup eru í leik- húsmiða á 700 kr. en einni steik á 3000.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.