Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. 9 ■\ aðgerðin er að fasta algjörlega kynlífið tckur stakkaskiptum. Hið mikla þvngdartap strax á fvrsta degi föstunnar gefur fólki bvr undir báða vængi og hjálpar því til þess að halda henni áfram. Skoðanir hafa verið stóptar um hvort fastan eigi að vera algjör eða hvort fólk eigi að borða einhvern mat, en einungis minna. Margir ábyrgir aðilar hafa komizt að þeirri niðurstöðu að fæða í litlu magni ,,æsi aðeins upp sultinn” í fólki, sem e.t.v. er lystugt fyrir, þannig að lang- heppilegast sé að sleppa matnum alveg. Margir spyrja hve hratt þeir geti grennzt. Það fer allt eftir því hve þungur viðkomandi er. Flestir þeirra sem eru of feitir og fasta í eina viku geta gert ráð fyrir að missa allt að 10 kg , sumir allt að 12—13 kg. Maður nokkur sem var 125 kg léttist um 15—20 kg eftir viku föstu. Unglegra útlit. Þegar þú grennist verðurðu unglegri og meira aðlaðandi. Engin aðferð er fljótvirkari en sú að fasta algjörlega. Það er staðreynd að of mikill líkams- þ.ungi gerir fólk fullorðinslegra í útliti og talað er um að ,,einhver sé tíu árum of þungur”! Andlega líður fólki betur þegar það veit að það lítur ekki út fyrir að vera eldra eri það er, fyrir utan að þeir sem eru ekki of þimgir eru miklu léttari á sér en hinir. Það gefur auga leið að mikill léttir hlýtur að vera að losna við að bera með sér hálfan eða heilan kartöflupoka við hverja minnstu hreyfingu. Þá hefur enn eitt atriði verið talið til ágætis föstunnar og það er hve örvandi áhrif hún hefur á kynlíf. Einnig hefur komið í ljós að fólk scm álitið hafði verið ófrjótt varð skyndilega frjótt við föstu. Þetta virðist cinnig eiga við hjá ýms- um dýrategundum, þar sem sumar dý.rategundir fæða á því tímabili sem þau neyta engrar fæðu, — þ.e. fasta. Drekktu bara vatn. Þegar þú ert tilbúinn til þess að hefja föstuna skaltu byrja á því að fara í almenna læknisskoðun. Ef eitthvað er bogið við heilsuna gctur ströng fasta kannski haft slæm áhrif. í öllu falli er sjálfsagt að fasta aðeins í samráði við lækni sinn. En þú skalt ekki hlusta á fólk sem heldur því fram að ,,enginn geti lifað á vatni einu saman”. Það er hindurvitni. Það er vel hæe:t. Andlegt jafnvægi þarf að vera í góðu lagi þegar á að fasta. Það þýðir ekkert að ætla sér að fasta ef tilfinningalífið er á einhvern hátt úr skorðum. Byrjaðu á drckka eins mikið og þig lystir. Auðvitað innihalda kaffi og te engar hitaeiningar (án mjólkur), en það eru örvandi vökvar sem hafa áhrif á tauga- kerfið, og því ekki að gefa taugakerfinu frí á meðan á föstunni stendur? Margir hafa spurt hvort öll þessi vatnsdrykkja auki ekki bara á þyngd- ina, en það gerir hún alls ekki. Líkam- inn Iosar sig við vatnið á eðlilegan hátt, (ef allt er með felldu). Gæta verður þess að halda líkamanum vel hreinum á meðan á föstunni stendur, eins og reyndar er alltaf bæði æskilegt og nauð- synlegt. Svitaholurnar sjá um að losa líkamann við ótrúlega mikið magn af „vatninu”. Stundaðu einnig œfingar. Því hefur verið haldið fram að lík- amsæfingar auki matarlystina — en það er ekki alls kostar rétt. Klukkutíma daglegar æfingar minnka matarlystina. Eins og allir vita brennir líkaminn hitaeiningunum hraðar við áreynslu. En margir vita ekki að hann heldur áfram að brenna þeim allt að 24 stund- um eftir að æfingunni lýkur. Ef þú fastar til þess að léttast nærðu skjótari árangri- með því að stunda líkamsæfingar samtímis. Rösk göngu- ferð, — jafnvcl allt að þrem tímum er prýðileg, en þá skal ráðlagt að leggja leið sína ekki framhjá brauðsöluhúsum eða veitingastöðum! Að sjálfsögðu er ekki ráðlegt að láta líkamsæfingarnar fara út í öfgar eins og t.d. að taka þátt í víðavangshlaupi eða einhverju álíka. Ef þú ert búinn að fasta í eina viku eða lengur er trúlegt að þig langi heldur ekki til þess að taka þátt í miklu líkamlegu erfiði. Helgar-fasta. Ef þú treystir þér ekki til þess að fasta og stunda vinnu þína samtímis hefur vcrið fundinn upp matarkúr sem hlotið hefur nafnið „Megrunarkúr hins vinn- andi manns”. Sá kúr er fólginn í því að fastað er frá föstudagskvöldi, þegar vinnuvikunni lýkur og fram á mánudagsmorgun. Þá tekur við 700 hitaeininga matarkúr. Hefur þetta einn- ig gefið mjög góða raun. Loks er rétt að minna aftur á að hafa samráð við heimilislækni sinn. Það hefur áhrif á blóðþrýstinginn ef fólk léttist hratt. Snöggar hreyfingar geta orsakað svima, sem ekki þarf út af fyrir sig að vera svo hættulegt, ef aðeins er beitt heilbrigðri skynsemi. Þegar föstunni lýkur verður að at- huga að fara varlega í að borða á ný. Það er einnig bezt að gera það í samráði við lækni. föstunni með einlægum ásetningi, — getur jafnvel kevpt þér forkunnarfagurt glas til þess að drekka vatnið þitt úr. Þú skalt ekki láta neitt inn fyrir þínar varir nema vatn. Hreint og klárt krana- vatn, — helzt ekki of kalt. Af því ináttu Þótt þessi dama á myndinni virðist ekki hafa þörf fyrir að fasta sýnir hún okkur fagurt glas sem hentugt er til þess að drekka „vatnið sitt” úr á meðan á íostunni stendur. Friðrik komst aldrei í taphœttu f § i• ji _ flestar endað með jafntefli.Hér er þó — a motmu i wnk aan Zee ein skák úr 3. umferð sem ekki varð I jafntefiisdauðanum að bráð. mjög líklegt að Friðrik þekkist þetta boð. Okkur hafa því miður ekki borist viningsskákir Friðriks ennþá en aftur á móti tvær af jafntefiisskákum hans. í þriðju umferð samdi hann jafntefii við Dvorecki eftir 16 leiki í tilþrifa- lítilli skák. í fjórðu umferð hafði Friðrik hvítt' á móti Ljubojevic og þegar þeir semja jafntefii eftir 16 leiki er skákin alveg ótefid og báðir virðast hafa góð sóknarfæri. Þessi skák fer hér á eftir. Hv. Friðrik Ólafsson Sv. Ljubojevic (Júgóslavía) 1. d4 2. c4 3. Rc3 4. Bg5 5. e3 6. cxd5 7. Bd3 8. Dc2 9. Rf3 10. Rh4 Rf6 e6 d5 Rbd7 c6 exd5 Bd6 Rf8 Rg6 0-0 11.0-0-0 h6 12. Rxg6 fxg6 13. Bf4 g1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 14. Bxd6 Dxd6 15. 13 Bd7 16. Kbl Hae8 jafntefli ■ ip é r— n i mm, m A §1 m hp W>. i 'WB/. j§ B i ■ i . Pl ■ m. U Á ö A & m ■ Wm, & s mk ép * 2 L0KASTAÐAN. Því miður hafa mér ekki borist margar vinningsskákir frá Wijk aan Zee, þær scm ég hef fengið liafa Hv. Smejkal (Tékkóslóvakía) Sv. Ree (Holland) j.R13 d5 2, d4 Rf6 3. c4 c5 4. e3 cxd4 5. exdl g6 6. Rc3 Bg7 7. Be2 0-0 8. 0-0 Rc6 9. h3 b6 10. Re5 Bb7 11. Bf3 Ra5 12. cxd5 Rxd5 13. Bd2 Hc8 14. Dc2 e6 15. Hacl Rxc3 16. Bxc3 Bxl3 17. Dxf3 Dg5 18. Bd2 Df5 19. De2 Bxe5 20. dxe5 Rc6 21. Bh6 Hfdíi 22. f4 Rd4 23. De3 Rc2 24. D13 Rd4 25. De3 Rc2 26. DI2 De4 27. Bg5 Hd7 28. Hfel Dd4 29. He2 Hdc7 30. Hd2 Dxf2 + 31. Kxf2 fi 32. exf6 Kf7 33. Hcdl Ke8 34. a3 b5 35. Hd6 b4 36. a4 b3 37. Hd8 + Kf7 38. Hld7 + Hxd7 39. Hxd7 + 40. Hxh7 Ke8 Svartur gafst upp. Finnski stórmeistarinn Westerinen tefiir í meistarafiokki (Meestergrope) í Wijk aan Zee. Eftir 4 umferðir var hann efstur í fiokknum með 3 vinn. Hér á eftir fer skák hans við hollendinginn Ligterink, sem tefid var í 3. umferð. Hv. Westerinen (Finnland) Sv. Ligterink (Holland) 1. e4 c5 2. Rfl e6 3. b3 d5 4. exd5 exd5 5. Bb2 Rf6 6. Be2 Be7 7. 0-0 0-0 8. d4 Rc6 9. Rc3 Rc4 10. Ra4 Bf6 11. Hbl 12. Bb5 13. dxc5 14. Hxb2 15. Rd2 16. Rxe4 17. c4 18. Dh5 19. Dxc5 20. De7 21. a3 22. b4 23. Dxd8 24. Hd2 25. Hfdl 26. Hxd2 27. Hd7 28. Hxa7 29Kg2 30. Kfl 31. fxe3 32. cxd5 33 Ke2 Svartur gafst upp. Þegar þessi þáttur kemur fyrir augu lesenda mun skákþingi Reykja- víkur nú vera lokið. Þetta er hins vegar skrifað þegar ein umferð og biðskákir eru eftir. .Staða efstu manna er nú þannig: 1. Margeir Pétursson 7 1/2 v. 2. Helgi Ólafsson 7 v. og biðskák. 3. Björn Þorsteinsson 6 v. og biðskák. 4. Ómar Jónsson 5 1/2 v. og biðskák. Biðskák Helga cr við Ómar og stcndur Helgi aðeins betur í hcnni. Ef honum tekst að vinna skákina er hann þannig efstur fyrir síðustu um- ferð með 8 vinninga. b6 Bb7 Bxb2 bxc5 Da5 dxe4 Had8 Rb4 Hc8 Ba8 Rd3 Dd8 Hfxd8 Rf4 Hxd2 Rxg2 Rel Rf3 + Rd4 e3 Rxb5 Hcl +

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.