Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. HVAÐ NU SJALFSTÆÐISMENN? ÞRÍR FÉLAGAR skrifa: „Eftir það, sem nýlega hefur gerzt á Alþingi og eftir að dómsmálaráð- herra, Ólafur Jóhannesson, lýsti því yfir í útvarpsþætti, að setu hans í ríkisstjórn mætti líkja við það, þegar „þingmaður væri að kyssa kjósendur með tóbakslöginn í skegginu” (oft yrði að gera annað en gott þætti), að ekki sé minnzt á þá forkastanlegu framkomu og ummæli, sem hann viðhafði um menn og málefni, — þá hlýtur það að vera krafa kjósenda, bæði hans og annarra, að hann segi Raddir lesenda HALLUR HALLSSON af sér, ekki núna, heldur NÚ ÞEGAR. Eða ætlar forsætisráðherra að sitja undir þeim ásökunum sem að framan greinir, það er að ekki sé sitjandi í ríkisstjórn vegna einhvers konar ógeðs á sjálfstæðismönnum? Öll framkoma Ólafs og ummæli eru vanvirða ef ekki svívirða, og ætti hann ekki að hugsa til áframhald- andi setu í stjórn með neinum flokki. Dómsmálaráðherra, sem ver opin- berlega gerðir glæpamanna (raun- verulegra), svarar: „Æ, nei, ekki fleiri fangelsi hér”, og finnst sjö ár meira en nóg refsing fyrir kaldrifjaða morðingja, ja, þá er almenningur búinn að fá nóg. Hversu fegnir skyldu þeir ekki verða, sem bíða dóms nú, svo ekki sé minnzt á alla væntanlega! Þeir munu nú allir fær- ast í aukana og glæpum fjölga í- skyggilega. Ef sjálfstæðismenn eru ekki búnir að fá nóg af setu í ríkisstjórn með Framsókn yfirleitt, ætti forsætisráð- herra þó að sjá sóma sinn í því, sjálfs sín vegna, að leysa Ólaf frá embætti hið fyrsta. Það var reyndar frá upp- hafi hreint glappaskot að mynda stjórn með Framsókn, þeim tvískinn- ungsflokki, sém ávallt hleypur frá stjórn á miðju kjörtímabili — og sem á vafalaust eftir að koma í ljós, einnig nú. Sterk ríkisstjórn á íslandi er, eins og nú er komið (og þó einnig áður), Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, — og nú undir forsæti Gunnars Thoroddsen. Stjórnin gæti verið skipuð eitthvað á þessa leið: Forsætis- og dómsmála- ráðherra, Gunnar Thoroddsen. Menntamála- og utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal. Félagsmála- og iðnaðarráðherra, Ragnar Arnalds- Samgöngu- og landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson. Banka- og viðskiptaráðherra, Albert Guð- mundsson. Fjármálaráðherra, Jónas Haralz. Sjávarútvegsráðherra, Gils Guðmundsson. Ef til vill gæti Gils gegnt mennta- málaráðherraembættinu líka, þar sem varla er ætlandi að hafa annað embætti með utanríkismálum svo mikilvæg sem þau eru alltaf hér á landi. Eftir þessu bíðum nö kjósendur (ekki sízt þeir til hægri). Með þeirri stjórn sem hér er stungið upp á ætti vinnufriður að geta haldizt, varnar- málin nokkuð örugg, og slík stjórn gæti setið næstu tvö kjörtímabil að minnsta kosti.” Sorpritmennska Vísis: TIL ÞESS EINS ÆTLUÐ AÐ GRAFA UNDAN LÝÐRÆÐINU! BJÖRGVIN SKRIFAR: BJÖRGVINSSON „Sorpritmennska og sóðaskápur er réttnefni yfir þær svívirðilegu árásir, er gerðar hafa verið á hendur ólafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra í dagblaðinu Vísi. Það sem blaðið hefur verið að veifa í garð dóms- málaráðherra er að mínu viti hrein rökleysa og til þess að sverta ráð- herra og ráðuneyti í augum almenn- ings. Það hefur líka komið á daginn að meirihluti þeirra er maður hittir að máli trúir þessari sorpritmennsku. Ég hef lengi vitað að almenningur er vís til þess að trúa öllu á Alþingi, framkvæmdavald og dómsvald sem fram kemur til þess eins að grafa undan trú manna á þessum stofnun- um. Ég tek undir orð Ólafs, er hann mælti utan dagskrár á Alþingi, þar sem hann segir að þessi sóðaritmennska Vísis sé til þess eins ætluð að grafa undan lýðræðinu í landinu, sem og þess að vera svívirði- legar árásir á hann sjálfan. ólafur tekur fram, að slík skrif hafi I cngi viðgengizt hjá framangrcindu blaði. Eftir að hafa hlustað á Olaf flytja máli sínu rök gegn skrifunum í Vísi, hef ég sannfærzt enn betur um það, hvílík rökleysa og sori þessi skrif eru. vona að svo sé einnig um fleiri Ég tek undir þau orð Ólafs, að mafíunafn bcri með réttu,sem að blaði þessu standa. Að mínu mati kemur það vel fram, auk framan- greinds, í vinnubrögðum þeim, sem Vísir beitir til þess að bola Dagblað- inu út úr Blaðaprenti, þar sem blaðið beitir mútum og allra handa sóða skap. Hvað er það annað en mafíu- starfsemi? Ég vona eindregið, að almenn- ingur vakni upp og hætti að trúa auvirðilegumn lygaskrifum, sorprit- mennsku og slorhætti í garð ríkis- valdsins og líti þess í stað með virð- ingu upp til lýðræðisins í landinu.” Ólafur, dœmdu ei þó dœmdur sért! Lesandi hringdi og vildi koma á framfæri eftirfarandi vísu: Vísir einn skal ákærður og dæmdur, án þess sök hans sannist fyrst séu Ólafs boðorð eigi virt. Við Ólaf vild’ég aðeins þetta Dæmdu ei þó dæmdur sért, drengur, það er mikilsvert. segja, Ómennska kerfisins: , r „FYRIRGREIÐSLA" IÞROTTAFULL- TRÚA TIL LÍTILS SVEITARFÉLAGS HLUSTANDI ÍÞRÓTTAÞÁTTAR SKRIFAR: Síðastliðið þriðjudagskvöld áttu þeir Ómar Ragnarsson og Kristinn Snædal, sveitarstjóri Flateyringa, stórfróðlegt samtal í íþróttaþætti sjónvarpsins. í þessum viðtalsþætti var tvennt einkum eftirminnilegt. Hið fyrra gefur vísbendingu um, að fullvissu byggingasérfrasðinga okkar um eigin verðleika séu bókstaflega engin takmörk sett, en hið síðara kippir gersamlega stoðum undan gamalgrónum skoðunum á því hvaða efni séu eldfim og af þeim sökum varhugaverð þar sem eld getur að borið. Sveitarstjórinn skýrði frá, að þeir Flateyringar hefðu fyrir þrem árum talið sig geta varið um 4 milljónum króna til byggingar leikfimihúss og sundskýlis. Þá voru þeir búnir að fá' tvö tilboð í efni í stálgrindarhús, annað þar sem einungis var um stálgrind og ytra byrði að ræða, fyrir um 8 milljónir, en hitt, full- einangrað, fyrir um 15 milljónir. Leitað var til íþróttafulltrúa ríkisins um fyrirgreiðslu, en hann mun hafa talið mjög varhugavert að byggja úr stáli og trúlega þá varað við eld- hættu. Flateyringum kom þetta nokkuð spánskt í eyru og skírskotuðu þeir m.a. til þeirrar staðreyndar, að enn stæði Eiffellurninn óbrunninn, og raunar einnig nokkur önnur mannvirki úr stáli, brýr og byggingar, víðsvegar á jarð- skorpunni. En hér vissu íþrótta- fulltrúi og sérfræðingar hans miklu betur cn fákænir Flateyringar og hvaða útnesjafólk telur sig þess um- komið að deila við hina vísu dómara höfuðstaðarins, einkum þegar þeir bjóðast nú til þess að teikna hús, sem falli betur að þörfum sveitarfélaga en eldim og háskaleg stálhýsi? Enginn. Og þess vegna settust nú sérfræðing- ar íþróttafulltrúans á rökstóla reikn- uðu og teiknuðu fyrir Flateyringa, reiknuðu og reiknuðu, allt til þess, er þeir lögðu fram reikninga sína — og teikningar. Um teikningar þeirra sagði sveitarstjórinn, að þær væru hvort tveggja í senn, algerlega ónothæfar og gersamlega óseljanlegar ein- hverjum öðrum en Flateyringum, þar sem „siðareglur” sérfræðinganna tryggja, að teikningar þeirra megi einungis nota af þeim, sem þær eru upphaflega ætlaðar. Þess vegna verða Flateyringar nú að sitja uppi með sérfræði íþróttafulltrúans og snillinga hans, staðfesta á ónot- hæfum og einskis verðum teikningum. En hvað skyldi nú „fyrirgreiðsla íþróttafulltrúans og bygg- ingasérfræðinga hans kosta þetta litla sveitarfélag? Það upplýsti sveitarstjórinn. Heildarreikningurinn fyrir þessa „þjónustu” hins opinbera kostar Flateyringa, að hans sögn, samtals kr. 7 millj. og 135 þús. Af því er raunar ekki gjaldfallið enn nema 4 milljónir — eða nákvæmlega sú fjár- hæð serp handbær var til fram- kvæmdanna árið 1973. En hitt mun áreiðanlega gjaldfalla síðar. Það er alveg öruggt að fyrr mun Eiffelturninn verða að öskuhrúgu en elurstöóvar þessa reiknings, kr. 3 milljónir og 135 þúsund, verði ekki kreistar út úr léttum sveitarsjóði þessa fámenna samfélags við Önundarfjörð. Þar mun trúlega sú miskunnarlausa og stálharða inn- heimtumennska, sem stenzt allan eld engum þyrma — enda óhæfa, að ótíndur almúginn skuli ekki hixta- laus greiða keisurum sérfræðinnar allt það sem þeim ber að réttum töxtum. Flateyringarnir reiknuðu það út, að hin fyrirhugaða bygging íþróttafull- trúa og sérfræðinga hans myndi að ríkishluta kosta um 70 milljónir króna. Þeim hugkvæmdist í sinni einfeldni að bjóðast til að koma upp forsvaranlegri byggingu fyrir 50 milljónir og spara ríkinu þannig 20 milljónir. Af því verður auðvitað ekki, trúlega vegna eldhættunnar, þar sem við því má búast, að Flat- .eyringar vilji enn fá stálgrind- arhús, enda var það haft eftir íþróttafulltrúanum, sem nátt- úrlega taldi ástæðulaust að leggja slg svo lágt að koma til fundar í sjónvarpinu við einn vesælan sveitarstj. af Vestur- landi, að hann teldi „stálgrindarhús varhugaverð hvað snerti grundvallar- atriði brunavarnareftirlits.” Hér talar sá, sem hafinn er yfir allar útskýringar á því hvað hann á við með þessum „grundvallaratriðum” brunavarnareftirlits. Ætli það sé ekki bara Eiffelturninn, sem upp á því kann að taka, þegar allra verst stendur í bæli þeirra Parísarbúa, að fuðra upp ef einhver óvitinn skyldi asnast að honum með eldspýtu? Hinn eldfimi Eifffelturn er enn, og verður væntanlega lengi, mikil ráð- gáta Flateyringum og öðrum almúga hér á íslandi. En reikningar bygg- ingasérfræðinga íþróttafulltrúans verða Flateyringum áreiðanlega lengi ógleymanlegir a.m .k. á meðan brunasárin eru opin á brjóstum þeirra, sem þá eiga að borga. Auðvitað sagði sveitarstjórinn, að þeir Flateyringar yrðu um ófyrir- sjáanlegan tíma að halda áfram að senda börn sín til sundnáms á ísa- firði, trúlega unz allar skuldir við sérfræðingana eru að fullu greiddar og skýringar eru fengnar á því hvað íþróttafulltrúinn átti við með „grundvallaratriði brunavarnareftir- litsins,” sem ætla má að ógni nú hinum góða, gamla Eiffelturni og öðrum þeim mannvirkjum stáls, sem talin eru ógnvekjandi þeim, sem fara vilja í einu og öllu að þeim lögmál- um, er gilda um grundvallaratriði eldvarnaeftirlits og — svona til sam- ræmis við þá hugmyndafræði — væntanlega einnig þeim siðareglum, sem sérfræðingar íþróttabygginga hafa sett sér í samskiptum við þann sauðsvarta almúga, sem gert er að greiða reikninga þeirra. Trúlegt þykir þeim, er þetta ritar, að .í öllum þeim löndum, þar sem einhver dgn siðmenningar og sjálfs- virðingar er a.m.k. talin nauðsynleg til yfirskins skuggalegu innræti, myndu yfirvöld íþróttamála reyna að nota afturlappir til yfirklórs á ein- hverjum þeirra fullyrðinga sveitar- stjórans og frásagnar stjórnanda sjón- varpsþáttarins af viðbrögðum íþróttafulltrúans. Til þess mun hér væntanlega aldrei koma. Trúnaðar- menn opinberra stjórnvalda á íslandi svara oftast því einu, sem þeim sjálf- um sýnist að þeim muni hagkvæmt að skattyrðast um. Um hitt þegja þeir sem fastast, rétt eins og þeir væru grafnir undir þeirri öskuhrúgu, sem þeir virðast trúa að verða muni, þar sem Eiffelturninn, gamli og góði, enn stendur óbrunninn, — úti í borginni frægu á bökkum Signu. Reykjavík 4.2. HlustandL 3 Spurning dagsins Hvernig lízt þér á skamm- tímasamkomulag við Breta? KRISTFINNUR ÓLAFSSON, sjó- maður: Alls ekki illa. Við komumst ekki hjá þvi að gera einhverja samninga því greinilegt er að þeir veiða meira undir herskipavernd. ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, bif- reiðarstjóri: Mitt álit er það, að ekki sé hægt að semja við Breta um nokkurn skapaðan hlut, eins og þeir hafa komifi fram við okkur. ASDÍS ÁSBERGSDOTTIR afgreiðslustúlka: Agætlega. Ef þeir halda sig við ákveðið magn um ákveð- inn tíma. Mér finnst rétt að reyna þessa leið. GÍSLI BRYNJÓLFSSON, verzlunar- maður: Mér lízt ekki illa á þá hug- mynd. Við verðum að reyna allar leiðir en mér Finnst tilboð Breta alltof hátt. ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, verzlunar- maður: Við verðum að athuga þann möguleika. Það má svo alltaf deila um, hvort þetta sé tímabært og hve lengi þeir fá að veiða og hversu mikið. AUÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, hús- móðir og nemi: Ég vil endilega að þeir athugi, hvernig það kemur út, — hins vegar eiga þeir að flýta sér hægt í þessu máli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.