Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 07.02.1976, Blaðsíða 22
Dagblaðið. Laugardagur 7. febrúar 1976. Sjónvarp 8 i Útvarp Útvarpið í kvöld kl. 19,35 og þriðjudag kl. 14.25: „Þriðjo þorskastríðið" Aðalefnið í þættinum ,,t>riðja þorskastríðið” er spjall um bókina ,,Below The Horizon” eftir John Wingate. Hún kom raunar út í Bret- landi í þann mund sem við íslend- ingar vorum að hefja okkar þriðja þorskastríð í fullri alvöru og það var góð auglýsing því svo vill nefnilega til að þessi saga fjallar um einmitt þriðja þorskastríðið. Það er Jón Björgvinsson, frétta- ritari útvarpsins í London sem sér um þennan þátt. Höfundur bókarinnar varði nokkrum tíma á brezkum togurum1 við íslandsstrendur í ’73 þorskastríð- inu og byggir reyfara einn á þeirri reynslu. Þetta er reyfarakennd saga í meira lagi og á að gerast í framtíð- inni, þegar matvæli eru orðin jafn mikið deiluefni og orkugjafar nú. Jón þýðir til gamans og les kafla úr bókinni, þar sem vikið er að fslandi og íslendingum. Þá mun Jón Björgvinsson rifja upp nokkrar afrekssögur Douglas Dakota vélarinnar eða „Þristsins” í tilefni af fertugsafmæli hans. Hinn makalausi ferill vélarinnar spannar nú orðið yfir hálfa flugsöguna. Einnig ræðir Jón í þættinum um sögu götu einnar í Lundúnum, sem nefnist — Iceland Road — og sennilega ekki margir íslendingar hafa heyrt minnzt á. Bent er á nokkr- jar kenningar um hvernig nafnið sé tilkomið en gata þessi og nafnið á henni verður rakið aftur í fyrra hluta 19. aldar. Að lokum er svo leikin tónlist úr myndinni „Barry Lyndon” og spjallað verður um þetta nýjasta verk leikstjórans Stanley Kubrick. Tónlist margra frægra tónskálda er leikin í myndinni svo af nógu. er að taka. Stanley Kubrick er einn frægasti nú- lifandi kvikmyndaleikstjórinn og þar eð það tekur hann minnst tvö ár að Ijúka við hverja mynd sína nú orðið er frumsýning nýrrar myndar ætíð viðburður. Myndin Barry Lyndon var frumsýnd um jólin og skoðanir gagnrýnenda hafa verið mjög skiptar allt frá því að segja — fallegasta mynd allra tíma — að — þrem Þetta eru leikarar úr myndinni Barry London, sem frumsýnd var í London fyrir jólin, en leikstjóri hennar er hinn víðfrægi Stanley Kubrick, sem meðal annars leikstýrði myndinni A Clockwork Orange. klukkutímum of löng —. Stanley Kubrick hefur áður gert garðinn frægan með myndum eins og 2001, A Space Odyssey, A Clockwork Orange og Doctor Strangelovæ. Vel má vera að Jón komi svo með annan þátt áður en mjög langt líður. — EVI. Jón Björgvinsson, fréttaritari út- varpsins í London, sér um þáttinn Þriðja þorskastríðið, sem raunar fjallar ekki aðeins um það heldur og um ýmislegt annað. Lesið verður upp úr þessari bók í kvöld. Sjónvarp kl. 20,40: 9 ERTU SLYNGUR I ORÐALEIK? Það getur verið að ég sé barí svona tornæm, en ég gafst upp á a( reyna að fylgjast með og svo var un fleiri sem ég veit um. En þetta er skemmtilegu. þáttur, engu að síður, og stjórn Eddu Þórarinsdóttur með ágætum. Hún er Edda Þórarinsdóttir er bæði skýrmælt og gleður augu okkar. KROSSGÁTA SJÓNVARPSINS Augsýnilegt var að mikil vinn; hefur verið lögð í gerð þáttarins e; mér fannst hann einhvern vcgini vera dálítið sundurlaus. Orðin scn mynda á hefðu mátt vera í röð, ei ekki sitt úr hverjum stað gátunnar Þá færi „ráðningin” fram á líkar hátt og maður ræður krossgátu vanalega. Eins fannst mér að fyrst ætti a< segja númerið og þá jafnframt hv^ margra stafa orð um væri að ræða heldur en að sýna, í sumun tilfellum, nokkuð langa mynd skýringu — og segja svo númerið ; eftir. Krossgátan er aftur á dagskrá í kvöld. Hún hóf göngu sína fyrir hálfum mánuði. Kynnir er Edd Þórarinsdóttir og umsjónarmaðu Andrés Indriðason. mjög skýrmælt og gleður einnig augað. -A. Bj. Sendandi Sjónvarp í kvöld kl. 20,35: Rokkmúsík: NÚ FÁ POPPUNNENDUR SMÁSKAMMT Dagskrármenn Sjónvarpsins hafa greinilega séð sig um hönd með að auglýsa ekki þætti með erlendum hljómsveitum, sem skotið er inn á milli dagskrárliða. í kvöld koma nefnilega fram tvær heimsþekktar hljómsveitir — Procol Harum og Jethro Tull og leika sitt lagið hvor. Að sögn Björns Baldurssonar dagskrárfulltrúa eru dálitlir erfið- leikar á að auglýsa þessa liði, þar sem þeir eru oft á tíðum notaðir fyrir- varalaust sem uppfyllingarefni. En þar sem svo margar kvartanir bárust vegna þess að síðustu smáþættir voru ekki auglýstir var ákveðið að láta vitast af næsta þætti. í þættinum í kvöld leikur Jethro og Procol Harum tekur l'andora’s Tull lagið Minstreal In The Gallerie Box. -ÁT- Sjónvarpið í kvöld kl. 22,05: „Fangelsið" Morð vegna afbrýðisemí? Kl. 21.10 í kvöld verður á dagskrá sjónvarpsins heimsókn í fjölleikahús Billy Smart, þar sem fer fram barnasýning. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Billv Smart fjölleikahúsið hefur jafnan verið á dagskrá sjónvarpsins á gamlárskvöld og enginn efi á að öllum krökkum finnst gaman að sjá fólk og dýr leika listir sínar. En hvort slíkur þáttur á rétt á sér klukkan að ganga tíu á laugardagskvöld er svo annað mál. A-.Bj. Sjónvarp kl. 21,10: Barnasýning hjó Billy Smart „Þetta er tiltölulega ný mynd og ég myndi segja að hún væri mjög spennandi,” sagði Dóra HaEsteins- dóttir þýðandi sjónvarpsleikritsins Fangelsið. Það fjallar um ritstjóra kynlífs- tímarits. Þegar hann kemur heim til sín bíða hans rannsóknarlögreglu- menn sem upplýsa hann um að kona hans hafi myrt systur sína. Hafði hún skotið hana með byssu sem hún tók úr náttborðsskúffu eiginmannsins. Ritstjórinn er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum og grunui leikur á að hann hafi átt vingott við systurina. Ef satt .reynist að eigin- konan hafi skotið systur sína í afbrýðisemi má hún eiga von á styttri fangelsisdóm en ella. Betra er að rekja ekki efnið mikið til þess að eyðileggja ekki spcnnuna, svo að við látum þetta nægja. Georges Simenon, höfundur leik- rits.ins, er mjög þekktur rithöfundur. Hann hefur skrifað yfir 200 sögur. Frægastur er hann fyrir sakamálasögur sínar. Snjallar um- hverfislýsingar gefa sögum Simenon aukið gildi. . i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.