Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 2
2 /* Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. Veðrið fer í skapið á fólkinu — það bitnar á okkur, segir afgreiðslufólk Starfsfélagar í einni verzlun borgar- innar hringdu: „Það er nú alltaf verið að tala um veðrið'og er það engin furða. Við verðum svo óþyrmilega vör við það. Það er rigning og rok næstum upp á hvern einasta dag og fólk er blautt og í vondu skapi. Við sem erum við afgreiðslustörf verðum vör við þá breytingu sem verður á viðmóti fólks eftir því hvernig veðrið er hvern dag. Það er staðreynd að eftir því sem veðrið er leiðinlegra þeim mun erf- iðara er að gera fólki til hæfis. Það er engin furða þó fólk sé orðið lang- þreytt á þessu leiðindaveðri en það er óþarfi að láta það bitna á afgreiðslu- fólkinu í verzlunum borgarinnar.” » Það er komið nóg af vonda veðrinu hjá okkur, kannski það fari að stytta upp? Ég vil ekki sjá svona predikanir hér á landi eins og þær sem koma frá þessum manni. Þær eiga ekkert er- indi til okkar. Við höfum okkar presta og það er nægilegt. í þessum predikunum hjá Graham koma fram djöflahótanir og ég hefði nú haldið að þær hefðu misjöfn áhrif á fólk. Er trúin ekki til að byggja upp fólk? Graham brýtur það niður og hræðir með sínum predikunum. EIGA EKKERT ERINDITIL Við eigum okkar fallegu guðshús hér á landi sem við getum sótt að vild og þurfum enga innfiutta predikara eins og Billy Graham. DB-mynd RagnarTh. Hvað ætli hann geri við alla þá peningafúlgu sem hann fær fyrir að hrasða fólk? Þeir peningar renna ör- ugglega ekki í neina góðgerðarstarf- semi. Hvernig getur nokkur maður lýst annan guðleysingja, er það yfir- leitt á færi nokkurs manns?” Húsmóðir úr Breiðholtinu hringdi: „Ég ætla að gera nokkrar athuga- semdir við það sem Matthías Gunn- arsson lætur frá sér fara um Billy Graham. Við íslendingar erum skýrar hugsandi en svo að við látum þessa lognmollu hafa áhrif á okkur. ÍSLENDINGA PREDIKANIR BILLY GRAHAM Óánœgður með ítalska þáttinn Barrý hringdi til blaðsins: „Ég vildi þakka'Bogey fyrir það sem hún skrifaði ekki alls fyrir löngu í Dagblaðið um ítölsku skemmtiþætt- ina sem að undanfornu hafa verið f sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Það er alveg satt, þessir „skemmti- þættir” eru fyrir neðan allar hellur. Mína sú er mikið kemur þar fram er bæði með gervihár og gervidoppur svo segja má að hún sé úr gervi- efnum.” Minni íþróttir, betra sjónvarp „Ég vildi bara aðeins létta á óánægju minni með sjónvarpið, hvort það sé bara orðið einkafyrir- tæki Ómars Ragnarssonar? Allan laugardaginn er ekkert nema íþróttir og svo enn meira á þriðjudögum. Hvað er að frétta frá þessari LSD deild(lista- og skemmtideild), er hún bara svopna uppdópuð af LSD allan tímann?” Svavar Karlsson ENGLENDINGAR OG SAGAN HELGI SKRIFAR: Ef lágkúruháttur Englendinga kemur einhverjum íslendingum á óvart, eins og undrun manna á framferði þeirra í fiskveiðideilunni sýnir, er lærdómsríkt fyrir fólk að kynna sér sögu þeirra. Ég ætla ekki að rekja hana hér en minna aðeins fólk á fáein atriði scm reynt hefur verið að fáokkur til að gleyma. Nýlcndukúgun Englendinga mun alltaf verða þcim til skammar, menn skulu heldur gcra mun á þvi að hafa nýlendur og vera nvl'mdukúgarar, cn það eru Englendini ar. Þá á ég alveg sérstaklega við kúgun þriii.t á cv ópsku fólki sem seltist að í strjálbýlum löndum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Banda- ríkjunum Kanada og Suður-Afríku. Svo varð arðrán Englendinga frekt í þessum löndum að fólk þurfti loks að fórna blóði sínu til þess að losa sig við þessa cnsku kúgara. Bandaríkja- mcnn eru nú að halda upp á þessi tímamót í sögu sinni í ár, sem þeirra merkasta viðburð. Framferði Englendinga í Suður-Afríku verður óafmáanlegur blettur í sögu þeirra. Þeir ginntu Evrópubúa árum saman til að setjast að í þessu strjálbýla og harðgerða landi, þræluðu síðan fólki þessu út kynslóð eftir kynslóð en vegna dugnaðar þessa fólks, eins og í I Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, gerðu Evrópubúar þennan hluta Afríku að gósenlandi svo að arður Englendinga varð meiri en nokkurs staðar annars staðar. Negrar alls staðar að úr Afríku fiykktust að þessu fólki til að freista gæfunnar hjá því og hafa negrar í Afríku hvergi haft það betra en cinmitt í Suður-Afríku, hvergi í Afríku hefur afkoma þeirra verið betri og hvcrgi hafa eins margir þeirra hlotið menntun. Nú kom svo að því að Suður-Afríkubúar fengu nóg af kúgun og arðráni Englendinga, svo þeir ráku þá af höndum sér gerðust sjálfstæðir. Þetta gerðist tiltölulega nýlega, eða eftir stríð þegar tugþúsundum af þessu fólki hafði verið fórnað af Englendingum í síðari heimsstyrjöldinni. Hvernig launuðu Englendingar þessu duglega fólki af evrópskum uppruna í Suður Afríku eftir að hafa arðrænt það kynslóð eftir kynslóð og fórnað því í stríði? Við vitum hvernig.Fyrst er þetta fólk tók sjálfstæði sitt reyndu Englendiugai aö |**ita valdi en fundu brátt að þcir voru ekki menn til þess svo þeir tóku upp þá iðju sem þeim var tömust og við íslendingar þekkjum svo vel. En það er undirferli og lágkúrulegur bleyðiskapur. Þeir beittu öllum klækjum til að koma óánægjunni inn hjá negrum í Suður-Afríku, þeir stóðu fyrir alþjóða viðskiptakúgun á Suður-Afríku og nú þegar þeim hefur tekizt að æsa nágrannanegraþjóðir til árása á Suður-Afríku, með hjálp úr hörðustu átt þá lýsa Englen^Iingar yfir eins og við gætum búizt við af slíkum bleyðum sem þeir eru að þeir muni ekki koma Evrópufólkinu til hjálpar þegar negraskarinn tekur til sinna ráða. Það skiptir engu máli þótt þeir bæru ábyrgð á öryggi þessa fólks sem fiest eru niðjar Englendinga. Margir gera sér ekki ljóst að Englendingar voru fyrstir til að segja stríð á hendur í seinni heims- styrjöldinni og notuðu til þess erjur Þjóðverja og Pólverja. Með því að segja Þjóðverjum stríð á hendur vegna rifrildis þeirra við Pólverja bera þeir manna mest ábyrgð á heimsstyrjöldinni síðari. Englendingar, og bandamenn þeirra frömdu meiri hörmungar í Evrópu, í Noregi t.d. með sprengjuæðum sínum og skemmdarverkum en Þjóðverjar gerðu nokkurn tíma með innrásum sínum. Englendingar hernámu ísland, sem var yfirlýst hlutlaust ríki, og hafa aldrei greitt skaðabætur fyrir. Glæpur glæpanna í síðari heims- styrjöldinni var framinn af Englendingum er þeir myrtu hundrað þúsund manns með brjálæðislegum sprengjuárásum sínum á Dresden. Dresden hafði verið menningarmiðstöð og kirkjustaður í aldaraðir og Þjóðverjar höfðu lýst yfir að þeir myndu ekki gera tilraun til að verja þá borg af ótta við að hún mundi eyðileggjast, svo mikil gersemi þótti þessi borg. Af þessum ástæðum var þessi merkilega og undurfagra borg óskemmd alveg undir stríðslok og eðlilega höfðu ótalin þúsund fióttamanna safnazt saman í henni sér til skjóls frá hörmungum stríðsins. En svo kom að því rétt úndir lok stríðsins eftir að varnir Þjóðverja voru orðnar svo gott

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.