Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. MEBimB frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason íþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Dreifíngarstjóri: MárE.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setníng og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Sykurver fyrir togaraverð Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður hefur flutt á þingi athyglisverða tillögu um, að ríkisstjórnin láti kanna, hvort hagkvæmt verði að reisa sykurhreins- unarstöð í Hveragerði. í greinargerð tillögunnar er vísað til ítarlegra athugana Hinriks Guð- mundssonar verkfræðings. Þar er miðað við verksmiðju, sem noti rafmagn og hveragufu til að framleiða úr hrásykri allar þær sykurtegundir, sem notaðar eru á íslandi, strásykur, molasykur, flórsykur, púðursykurog kandís. Til þessarar framleiðslu þarf um 11.600 tonn af hrásykri á ári, 33.000 tonn af gufu og 1.300.000 kílówattstundir af rafmagni. Þetta vinnslumagn er við lægri mörk þess, sem talið er hagkvæmt. Erlendis er meðalstærð slíkra verksmiðja um 30.000 tonn af hrá- sykri á ári. Verksmiðjan er svo lítil, að ekki er gert ráð fyrir, að hún geri mikið meira en að standa rekstrarlega í járnum. Hún á að skila af sér 100 milljón krónum á ári í vexti og arð af 1000 milljón króna stofnkostnaði. Samkvæmt þessum tölum ætti þjóðin að vera orðin um það bil nógu fjölmenn til þess, að rekstur slíkrar verksmiðju geti borið sig. Síðan ætti reksturinn smám saman að geta batnað eftir því sem neytendum fjölgar og verksmiðjan afskrifast. Hitt er svo annað mál, hvort sykurneyzla sé ekki óhæfilega mikil hér á landi og hvort heilbrigðisyfirvöld fara ekki að átta sig á nauðsyn áróðúrs fyrir samdrætti í sykurneyzlu. Slík hliðaratriði þyrfti helzt að taka með í reikninginn. Einna athyglisverðast við tillöguna og greinargerðina er, að verksmiðjan á ekki að kosta meira en eins og einn skuttogari af Spánarstærð mundi kosta, ef hann væri pantaður núna. Hið sama gildir um ýmsar aðrar hugmyndir um nýiðnað á íslandi. Stofnkostnaður þeirra er ekki hár, reiknaður í skuttogurum. Samt er hvorki til framtak né fjármagn til að ráðast í framkvæmdir. Undanfarin ár hefur ástandið verið þannig, að sérhver, sem hefur látið sér detta í hug að eignast skuttogara, hefur getað það, af því að opinberir sjóðir hafa lánað frá 80% og yfir 90% kaupverðsins. Samt er ekki til fiskur í sjónum fyrir alla þessa skuttogara. Þetta er gott dæmi um hina undarlegu fjármála- stjórn hér á landi. Alþingi og ríkisstjórn eru með puttann í sérhverri krónu og beina henni til svonefndra forgangsverkefna, tízkuframkvæmda hvers tíma. Að undanförnu hafa skuttogarar verið í tízku. Peningar hafa fengizt jafnsjálfkrafa í skuttogara eins og í framkvæmdir í landbúnaði. En til nýiðnaðar fást engir peningar. Gildir það jafnt um stórar eilífðarhug- myndir á borð við saltvinnslu á Reykjanesi og smærri hugmyndir á borð við stálbræðslu í Reykjavík. Slíkar hugmyndir liggja og rykfalla á vinnuborðum verkfræðinga og hagfræðinga, án þess að neins staðar sé sjáanlegt framtak né fjármagn til að ráðast í fram- kvæmdir. Samt vitum við, að lífskjör þjóðarinnar í náinni framtíð hljóta að byggjast á útþenslu iðnaðar, einkum þess nýiðnaðar, sem virðist rekstrarlega hag- kvæmastur. Tillaga Þórarins er þörf áminning um þetta. Hljóðlát minningarathöfn í vitnömsku þorpi: 8 AR LIÐIN FRA HRYÐJUVERKUNUM VIÐ MY LAI Ys og þys þorpsins hljóðnaði nú þegar þorpsbúarnir minntust dagsins fyrir átta árum er dauðinn heimsótti hundruð ættingja þeirra. Þorpsbúarnir í Son My í Suður Víetnam, sem nú haía rétt við eftir hörmungar styrjaldarinnar, minntust þess á hljóðlátan hátt að nú eru átta ár liðin frá því að hryðjuverkin í My Lai voru framin af bandarískum her- mönnum. Fréttamönnum, bæði erlendum og innlendum, sem aðsetur hafa í Hanoi og Saigon, var boðið að vera við- staddir minningarathöfnina og í frá- sögnum af þessari fyrstu minningar- athöfn sagði að 504 óbreyttir borgar- ar, aðallega gamalt fólk og börn, hefðu verið myrtir þennan dag, 16. marz 1968, af bandarískum her- mönnum. íbúarnir í Son My, ásamt um 6000 manns frá nágrannabyggðum, komu til athafnarinnar sem haldin var við rætur „Fílahæðar” sem var ein af skotstöðvum bandariska stórskota- liðsins. Um 30 metrum neðar er skurður- inn þar sem fólkið var myrt þann dag. Og skammt þar undan eru raðir grafa við grænmetisgarða og hrís- grjónaakra. Það eina annað, sem minnir á atburðinn, er safn sem nýlega var opnað. Þar eru sýndar sprengjur, vopn og myndir. Þar er einnig leyni- skýrsla frá höfðingja hliðhollum stjórn Thieu þar sem segir að hryðju- verkin hafi verið framin „vegna þrjózkulegrar hegðunar héraðsbúa sem hafí neitað að hverfa brott úr þorpinu eins og yfirvöld hafi fyrir- skipað.” Fyrir atburðina við My Lai bjuggu um átta þúsund manns í Son My, aðallega bændur og fiskimenn, en um tvö þúsund manns voru drepin, eru týnd eða flýðu erstyrjöldin geis- aði, enda, eins og einn ráðamanna í þorpinu kemst að orði, „hér mátti skjóta á allt kvikt”. Miklar breytingar hafa nú verið gerðar á þorpinu og andrúmsloft vel- sældar svífur þar yfir vötnunum. Þar hafa miklar endurbyggingar farið fram, — 1500 ný hús hafa verið reist, snyrtileg íbúðarhús úr múr- steini, og þorpsbúar hafa reist fimm nýjar áveitustíflur, komið á laggirnar 16 samvinnufyrirtækjum um fisk- vinnslu, gróðursett þúsundir kókos- hnetutrjáa og reistar hafa verið skólastofur fyrir 1800 nemendur. En koma hinna erlendur frétta- manna til þorpsins, meðal þeirra amerískur kvenfréttamaður, fimm Rússar og nokkrir evrópskir, vöktu bitrar minningar í hugum sumra hinna eldri þorpsbúa. Gömul kona, sem kom auga á hópinn, sagði: „Eru Ameríkanar komnir einu sinni enn til lands okkar til þess að berjast?” Gamall bóndi, Tian Ngoc, sagði er hann komstað því að í hópnum *ar Bandaríkjamaður: „Tólf manns úr fjölskyldu minni voru fórnarlömb þessa hryðjuverks. Ég hata Ameríkana eins og pestina því þeir eyðilögðu þorpið mitt og drápu ætt- menni mín og þorpsbúa.” Síðan sýndi hann fréttamönnun- um rústir heimilis síns og í bakgarð- inum grafirnar tólf, blómum skrýdd- ar. „Amerískir hermenn skutu fólkið ' niður með köldu blóði, brenndu heimili þess til grunna og hentu líkunum inn í logana,” sagði bónd- inn um leið og hann bætti því við að hann vonaðist til þess að geta ein- hvern tíma haft nægileg fjárráð til að geta steypt utan um grafirnar. En íbúar þorpsins eru ekki allir uppfullir af hatri og hefnigirni í garð hinna amerísku morðingja. Á fundi í safninu var formaður nefndar þeirrar sem kanna á stríðs- glæpi Bandaríkjamanna í Víetnam, Thien Hao, spurður að því hvort hann teldi að hryðjuverkin í My Lai mundu hafa áhrif á samskipti Bandaíkjanna og Víetnam um alla framtíð. „Ég hef ekki trú á því,” sagði hann. „Ef Bandaríkin fylgja ákvæðum friðarsáttmálans í París og alkunn þolinmæði víetnömsku þjóðarinnar helzt er ekkert því til fyrirstöðu. að atburðurinn gleymist og að heilbrigt ástand komist á í samskiptum þjóðanna.” Skólinn og sjoppon Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þetta eru víst orðin svo gamalkunn orð að menn kippa sér ekki upp við að heyra þau, en ævinlega hlýtur þó næsta spurning að verða: Hvernig á maður að bregðast við? Aðalvandinn er sá að láta breyting- arnar ekki gera sig að minni manni heldur að aðhæfast þeim þann veg að þær verði manni til bóta — að við njótum einhvers meira og verðum betri. Á undanförnum árum hefur verið tekinn upp sá háttur að nemendur selja (oftast) sjálfum sér ýmsar neysluvörur. Nemendum er lagt til (af ríki eða sveit) húsnæði, ljós og hiti (og jafnvel enn frekari aðstaða). Nemendur annast svo verslunina sjálfir, líklega án mismun- andi mikils eftirlits, en a.m.k. án for- sagnar um það hver álagningin skuli vera og hvað skuli gera við gróðann. Jafnvel er ekki sagt til um það hvaða vörur verði á boðstólum. Er þetta æskilegt? Það fer að sjálfsögðu eftir því hvcrnig á málum er haldið. Þess vegna er nauð- synlegt að gera séi grein fyrir, hvers konar verslunarhættir eigi sér hér stað. Þeirgela verið með tvennu móti: a) Álagning miðuð við það að þekja þann kostnað sem verður. b) Eða að álagning sé slík að gróði verði sem mestuf. Enn má líka gera sér hugarlund að spurning geti verið hvaða vörur á að selja — og síðar hvað skal gert við gróðann, ef um gróða verður að ræða.' Þcssi blaðagrein fjallar að meginefni um verslunarhætti í framhaldsskólum og eru gagnfræðaskólar þá ekki taldir með þar sem ég vcit ekki betur en í gagnfræðaskólum. þar scm verslun er á annað borð, er álagningu haldið niðri þannig að kostnaðurog álagning vegi salt. í mörgum framhaldsskólum, og þá á ég ekki síst við menntaskóla, hefur sala hjá nemendum tíðkast alllengi og fengið á sig fast form. Hvað er þá fyrst og fremst selt í skólunum? Mjólk, öl, gosdrykkir, ýmiss konar sælgæti, ávextir, snúðar og vínarbrauð. Sums staðar er aðstaða til þess að vera með meiri fjölbreytni í sölu en hér hefur verið nefnt og hafa skólar notfært sér slíkt. Þá kem ég að öðru atriðinu, hversu mikil álagning er hjá nemendum á vöruna, sem skólasystkini þeirra eiga að kaupa? Á nokkrum stöðum hagar svo til að um samkeppni getur verið að ræða vegna verslana í grenndinni en ekki segir það allt því að ekki er unnt að afgreiða mjög marga á þeim stutta tíma sen frímínútur eru ug því cr ekki um val að ræða og vcrða menn þá að kaupa vöruna á staðnum.En hver er þá álagn- ingin? í mörgum tilvikum er álagning svo gífurleg að hún jaðrar við okur. Nemendur sjálfir réttlæta gerðir sínar og segja: Við erum að safna í sjóð, sem við notum sjálf (oftast til ferðalags). Við þessa réttlætingu er margt að athuga: 1. Það er alrangt að (ríkis-)skóli skuli leyfa slíka okurstarfsemi; og er þetta um leið orðið uppeldislegt atriði hjá æskufólki og ég sem foreldri mótmæli þessu harðlega. 2. Ungt fólk gagnrýnir sterklega (og líkar mér það hið besta) svindl og klækjabrögð ýmissa þegna þjóðfélags- ins, en Iivers vegna fellur það á sjálfs sín ávirðingum? 3. Þessi gróði, sem oftast er nýttur til ferðalags (til útlanda), fellur aldrei öllum, sem lagt hafa fé af mörkum, í* skaut og þess vegna er það rangt að þröngva fólki til að styrkja ferðalög annarra. 4. Þeir sem vilja ferðast (eða aðhafast eitthvað annað) eiga sjálfir að leggja fram fé til þess en ekki að taka það úr munni annarra. 5. í skólablöðum eru stundum greinar eftir nemendur þar sem sagt er að einkennilega mikið fari í súginn hjá starfsliði skólaverslananna og jafnvel látið að því liggja að aðilar dragi sér fé eða verðmæti. Þess vegna spyr ég: Hvernig er háttað eftirliti með þessum verslunum? 6. Greiðir þessi verslunarstarfsemi til sveitar eða ríkis? Ég sé ekkert andstætt því að þetta fólk, sem sjálft heimtar flest af okkur, fer í kröfugöngu o.s.frv., verði að greiða skatta af sinni verslunarstarfsemi eins og aðrir. Kjallarinn Gunnar Finnbogason 7. Ogenneitt atriði skulum við íhuga: Hvað gerist ef nemendur faraað selja í verslunum sínum ýmsar vörur sem flestir telja ungu fólki miður æskilegar, t.d. sígarettur? Ég þvkist nú hafa gagrýnt harðlega og með gildum rökum það ástand sem nú ríkir í verslunarháttum nemenda í sumum skólum. Nemendur margir eru varnarlausir gegn þessu fyrirkomulagi og verða nauðugir viljugir að vera með. En hvað er þá til bóta? Gagnrýni er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.