Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. Tap hjá Wales í r/aldarleiknum,/ Átla nýliðar í enska landsliðinu, sem sigraði Wales Átta nýlidar léku sinn fyrsta landsleik fyrir England í gær- kvöld í Wrexham í Wales og tókst ad sigra Wales 2-1 í leik, sem hádur var í tilefni af 100 ára afmæli Knatt- spyrnusambands Wales. í liðinu, sem hóf leikinn fyrir England, voru sex nýlióar, og tveir komu inn sem varamenn, Peter Taylor, hinn skemmtilegi sóknarmaður Crystal Palace í 3. deild, og David Clement, bak-, vörður QPR. Öll mörkin í leiknum voru skoruð lokakafla leiksins. Ray Kennedy, Liverpool, — einn af nýliðunum — skoraði fyrsta mark leiksins á 72. mín. og á 79. mín. skoraði Peter Taylor síðara mark enska liðsins. Á lokamínútunni írar léku sér að Norðmönnum írland vann öruggan sigur á Noregi í gærkvöld i Dublin 3-0. Liðsstjóri írska liðsins, Johnny Giles, byrjaði á að setja sjálfan sig úr liðinu og í stuttu máli trar sóttu stöðugt allan leikinn og höfðu Norðmenn litla möguleika gegn þeim. Liam Brady, Arsenal, átti mjög góðan leik á miðjunni og það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu með góðu skoti frá vítateig. Á 36. minútu bættu írar við öðru marki, Jim Holmes, Coventry, skoraði úr víti eftír að Don Givens, QPR hafði verið brugöið innan vítateigs. Þung írsk pressa hélt áfram í síðari hálfleik Don Givens lót verja frá sér víti eftir að varnar- maður hafði varið fra honum skallabolta sem stefndi í mark, með hendi. Irar bættu við einu marki, Mick Walsh, Blackpool er lék sinn fyrsta landsleik fyrir trland skoraði. Ahorfendur í Dublin voru 20 þúsund. skoraði Alan Curtis frá Swansea úr 4. deild eina mark Wales. Kennedy og hinn nýi fyrirliði enskra, Kevin Keegan, Liverpool, voru aðalmenn enska liðsins ásamt Trevor Brooking, West Ham. Þeir réðu á miðju vallarins — en sóknarleikurinn var slakur. og tækifæri illa nýtt. Lið Wales leikur við Jugóslavíu í átta liða úrslitum í Evrópu- keppni landsliða í vor — og Carl Harris, nýliði frá Leeds í liði Wales, hreif 20.927 áhorfendur mjög með snjöllum leik. Þar er mikill fratíðarmaður á ferð. Mikil rigning var meðan leikurinn fór fram og háði hún leikmönnum beggja tiða. Leika degi fyrr Barcelona hefur orðið við þeirri ósk Liverpool að leika fvrri leik liðanna í undankeppni UEFA-bikarsins 30. marz á Spáni — degi fyrr en ákveðið hafði verið. Reiknað er með, að leikvöllur Barcelona verði þéttskipaður áhorfer.dum — en hann rúmar 90 þúsund áhorfcndur. Falla kana- dísku olymp- íulíðin hér? — Fjórir landsleikir í karla- og kvennaflokki í handbolta um helgina Nú um helgina leikur ísland fjóra landsleiki við Kanada, tvo i karlaflokki og tvo í kvennaflokki. Þegar er búið að velja íslenzka landsliðið og 4 þeirra er léku í Júgóslavíu verða ekki með. Það eru þeir Ölafur H. Jónsson, Jón Hjaltalín, Gunnar Einarsson og Páll Björgvinsson. Þeir þrír fyrsttöldu eru allir erlendis en Páll fótbrotnaði í landsleiknum í Júgóslavíu. Að öðru leyti er íslenzka liðið þannig skipað: Markverðir landsleikir Ölafur Benediktsson, Val 56 Guðjón Erlendsson, Fram 17 Aðrir leikmenn: Árni Indriðason, Gróttu 20 Sigurbergur Sigst.s., Fram 85 85 Pétur Jóhannsson, Fam 17 Jón H. Karlsson, Val 33 Steindór Gunnarsson, Val 5 Guójón Magnússon, Val 10 Hörður Sigmarsson, Haukum 26 Ólafur Einarsson, Donzdorf 24 Bjarni Jónsson, Þrótti 45 Friðrik Friðriksson, Þrótti 7 Astæða þess að Olafur Einars., leikur með er, að hann dvelst nú hérlendis og hefur sagt sig úr Donzdorf. Er vel hugsanlegt að hann leiki sfðustu leikina í Bundeligunni með Göppingen. Kvennalandsliðið hefur einnig verið valið fyrir landsleikina við Kanada en í því eru: Magnea Magnúsdóttir, Ármanni og Gyða Ulfarsdóttir, FH, markverðir. Aðrir leikmenn eru: Erla Sverrisd., og Guðruín Sigþórsd, Árm. Arnþrúður Karlsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Helga Magnúsdotur og Oddný Sigsteins- dóttir, allar Fram. Or Val eru Harpa Guðmundsdóttir. Svanhvft Magnúsdóttir og Jóna Margrét Brandsdóttir úr FH. Og loks er Guðjón Magnússon, Val, 1 lands- liðinu á ný eftir tveggja ára hlé. Hansfna Melsted, KR, en hún er fyrirliói liðsins. Nú hefur verið ákveðið að fslenzka kvennalandsliðið fari f kepþnisferðalag til Danmerkur, Hollands og V-Þýzkalands og leiki við landslið þessara þjóða. Stjórn HSl tilkynnti á sinum tfma að af þessari ferð gæti ekki orðið vegna áhugaleysis landsliðskvennanna en þegar hafði verið selt inn á leiki í V-Þýzkalandi og þvf var stjórn HSÍ ekki fært að hætta við. h. halls. Gömlu keppinautarnir leika í 8-liða úrslitum — Dregið í bikarkeppni HSÍ Nú hefur verið dregið í bikar- keppni HSl en framkvæmd þess móts hefur verið með endemum í vetur og bikarkeppnin alls ekki náð að skipa þann sess, sem ann- ars gæti orðið fyrir vikið. En hvað um það, þegar hefur verið dregið í undanúrslitum hjá konunum og drátturinn varð: Fram — FH Armann — Víkingur Einn stórleikur verður senni- lega í karlaflokki, það er Fram mætir FH að því tilskildu að Fram vinni leik sinn gegn KA, sem fram á að fara í kvöld norður á Akureyri. Alls ekki unn- inn leikur fyrirfram fyrir Fram. En lítum á dráttinn: Vikingur — Grótta Valur — Fylkir/ Týr, Vestmanna- eyjum. KR/UBK — IR FH—Fram/KA Eins og sjá má dróst lið FH á undan í leik FH og Fram eða KA en reglurnar segja að hafi lið leik- ið á heimavelli í leiknum á undan, þá leiki það á útivelli þann næsta. Því leikur Fram á heimavelli, vinni liðið KA. Leikirnir f 8-liða úrslitum fara fram í næstu viku — eftir nánari tilkynningu frá stjórn HSl. lndíánarnir umkringja Bomnia og Þjálfaj J * Eigum við A ast?/ /Mundu hvcrnig örvar þeirra\ í/h'u dtcð llugrícningjann — að berjast \-vS Aðeins örcarsncrtingy En ef við gerum ekkert og við cruiit kontnir gætu þeir drepið okkurc^T

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.