Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. “ DAGBLAÐIÐ kannar kartöfluskortinn: 9 \ Nóg af glœnýjum kartöflum að fá í Hollandi í gœrdag — Danir og Þjóðverjar reyndust líka eiga nóg Svo virðist sem kartöfluskorturinn hér á landi — eða að minnsta kosti sunnanlands — sé að mestu leyti orðinn til í Grænmetisverzlun ríkisins við Síðumúla. — Dagblaðið bað í gær einn af stærstu ávaxta- innflytjendum landsins að kanna, hvort kartöflur væru fáanlegar til afgreiðslu og þá með hve löngum af- greiðslufresti. Heildverzlunin hafði þegar í stað samband við þrjá grænmetisútflytjendur í Hol- landi, Þýzkalandi og Danmörku Jákvætt svar barst nær samstundis frá þeim öllum. í Hollandi virðist vera nóg um kartöflur. trtflytjandinn tilkynnti þegar um 500 tonn af nýuppteknum mexíkönskum kartöflum, sem væri hægt að skipa um borð í Urriðafoss strax í dag. Kartöflur frá Póllandi og öðrum Evrópulöndum eru hins vegar fyrraársuppskera. Mexikönsku kartöflurnar eru afgreiddar i 25 kílóa pokum og kostar þokinn 38.50 hollenzk gyllini eða um 100.40 íslenzkar krónur kílóið. Útflytjandinn tilkynnti ennfremur, að hann gæti útvegað íslendingum glænýjar kartöflur allt árið. Það eina, sem þyrfti að gera, væri að komast að samningum. Til marks um áhuga hollenzka útflytjandans er það að stuttu síðar sendi hann annað skeyti, þar sem hann kvaðst vita um 1000 tonn til viðbótar af nýuppteknum mexikönskum kartöflum. Þær væru í mjög háum gæðaflokki og væru tilbúnar til útskipunar þegar í stað frá Rotterdam. Fra Danmörku bárust þau svör að til væru kartöflur frá Marokkó. Þær eru einnig seldar í 25 kílóa pokum og kostar poikinn 80.50 danskar krónur, sem er nálægt 93 krónum íslenzkum hvert kíló. Þær eru tilbúnar til afgreiðslu i m.s. Hofsjökul um leið og svarskeyti berst. Til Þýzkalands er kartöflusending væntanleg frá Italiu. Hún verður tilbúin til afgreiðslu í lok vikunnar. Verð ítölsku kartaflnanna er 35.40 þýzk mörk hver 25 kílóa poki eða um 97.60 íslenzkar kónur hvert kíló. Grænmetisverzlun rikisins hefur einkaleyfi á innflutningi kartafina. Pólsku kartöflurnar, sem verzlunin hefur af ein- hverjum ástæðum einskorðað sig við að flytja inn, verða að bíða þess að hitinn fari yfir frostmark í Póllandi. í Hamborg og Rotterdam er frost um þessar mundir en það virðist ekki há Hollendingum og Þjóðverjum. Þeir eru reiðu- búnir að skipa varningnum út strax í dag. Dagblaðið spurðist fyrir hjá Grænmetisverzlun ríkisins um söluverð kartaflnanna frá Póllandi. Þær upplýsingar fengust treglega og ekki fyrr en eftir tvö sfmtöl. Jóhann Jónas- son forstj. sagði að verðtilboð Pólverjanna væri um 70 þús. krónur tonnið, eða 70 krónur kílóið, komið um borð í skip I pólskri höfn. -ÁT- howaver, wa can offar for proœpt shipmant from rottardam - lf spaca available tomorrow by 'urridafoss': new crop mexlcan ptatoea varlety: alpha, yeLLow fLesh in Jute bags of 25 kos orlginaL shipplng nattweight sizesr 35/60 and 60/80 ea at hfL. 38,50 per bag fob natt rotterdam we do not know wtilch quantity aight intarast you, but we couLd offar 10 or 20.000 bays in casa of need. pLsa advlsa what tha prospects ara - P.s. t pLsa nota that these are 'new crop'potatoas , contrary to evarything tnt r.nmg.g froa eurooa which is oLd crop, hence, tFa difference ln prica. ' ---------—' * thks vary auch wa shaLL be bac k in few minutes hava to caLcuLate -m* ok tkd and blbl for now of course subjact finaL confiraation for quantity as potatoea ere in saLe now r8.t your tetex -.............í.::,:ririn®,or p»tato.s “fsjokjun erms, Nokkrir te|ex-anna, sem kartöflukaup til íslands, KARTOFLUR Bonduellé. HÁLFSTEIKTAR FRANSKAR KARTÖFLUR TILBÚNAR Á 3-5 MÍN. FÁST í ÖLLUM HELZTU MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS Eggert Krlstlánsson & Co. hf.. Sundagörðum 4, Sími 85300. |f| UTBOÐ Tilboð óskast i að smíða pipuundirstöður og stýringar fyrir Skammadalsæð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 7. apríl 1976, kl. 14.00 e.h. í sjálfsmynd — Kristín á réttri bylgjulengd — danadrottningu — Konungur listdansins. Margrét að drukkna í KARTOFLUR, — þessar fengum við að festa á mynd í matvörubúð, sem átti þær „bak víð” i gærdag (DB-mynd Bjarnleifur) INNKAUPASTOFNUN REYKTAVÍKURBORGAR Fríkirltjuvegi 3 — Sími 25800 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.