Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. "" Bylting í farskrarþjonustu: TEKUR EKKINEMA 2-3 SEKÚNDUR AÐ FÁ UMBEDNAR UPPLÝSINGAR Flugleiðir taka upp tölvu-bókun „Þetta er algjör bylting. Sætanýtingin verður betri, öll afgreiðsla verður hraðvirkari og þjónusta við viðskiptavin- inga verður fullkomnari,” sagði Islaug Aðalsteinsdóttir, en hún veitir farskrárdeild flugfélag- anna forstöðu. íslaug var að tala um hið nýja tölvukerfi sem verið er að setja upp í farskrárdeildinni. Starfsmenn fyrirtækisins, aðal- lega þó farskrárdeildar, hafa undanfarið verið á ströngum námskeiðum til þess að læra að vinna með þessum tölvum. „Allar bókanir venfa færðar inn á leturborðið og það tekur ekki nema tvær og hálfa til þrjár sekúndur að fá umbeðnar upplýsingar birtar á skermin- um. Sem dæmi um hve hagnýtt þetta nýja kerfi er má geta þess að ef um afpöntun á fari er að ræða fæst vitneskja um það samstundis en áður gátu liðið allt upp í 5 klukkutímar þangað til upplýsingarnar voru komnar til skila.” Það var mjög þröngt i far- skrárdeildinni, en kennslan fer fram í helmingi salarins, og þar fara fram gagngerar breyting- ar. Alls eru um 17 manns á námskeiði núna, en þrír hópar hafa farið á sams konar nám- skeið í New York. Hvert nám- skeið stendur yfir i átta daga. „Það hafa verið umsjónar- menn eða „supervæsorar”, eins og þeir eru gjarnan kallaðir hér hjá okkur í farskrá, sem unnið haf að undirbúningi þessara námskeiða. Eru það Örvar Sigurðsson, Karólína Péturs- dóttir og Roger Meiling. Þá fengum við Cherlie Bee frá New York skrifstofunni okkur til aðstoðar.” — Hafa sams konar tölvur og skermar verið í notkun á öðrum skrifstofum ykkar? „Svona fyrirkomulag var tek- ið í notkun í New York árið 1972 og er nú komið á fjóra staði í Evrópu Kaupmanna-. höfn, París, Frankfurt og London. Þessi uppsetning hér er þriðja skrefið og það stærsta í Evrópu. Næsta skrefið verður að setja upp slíkt kerfi í Luxemborg.” — Hvernig er þetta I fram- kvæmd? „Notuð er símalinan til Lon- don og þaðan til Bandaríkj- anna, en tölvan, sem allt fer í gegnum er staðsett í Atlanta í Bandaríkjunum.” — Er þetta ekki dýrt spaug? „Jú, ugglaust er það,” svaraði Islaug. „SITA, sem er alþjóð- legur félagsskapur flugfélag- anna um fjarskipti, hefur keypt tölvuna í Atlanta og leigir síðan aðgang að henni til hluthafa sinna. Flugleiðir eru hluthafar í SITA. Ég veit ekki hver leigan er, en það þarf að greiða þrjú sent fyrir hvern farþega, sem fluttur er með flugvélunum.” — Hvað verða nýju skerm- arnir margir? „I farskrárdeild verða 23, einn í hótelafgreiðslunni, fimm í Lækjargötu og fjórir í Kefla- vík, en líklega verða skermarn- ir í Keflavík ekki teknir í notk- un fyrr en í júni. Ráðgert er að starfsemin fari í gang núna i byrjun apríl.” —•• Sparar þetta ekki manna- hald? „Við erum vön að ráða allt að þrettán manns aukalega yfir sumarið, en þurfum ekki að ráða neinn í ár,” sagði tslaug Aðalsteinsdóttir. —A.Bj. Þarna stendur Örvar „supcr” og útskýrir fyrir nemendum sínum. „Eiginlega ekki svo erfitt en það þarf að muna einhver ósköp.” „Þetta er voðalega erfitt,” sagði hann okkur, en bætti svo við. DB-mynd Bjarnleifur. íslaug Aðalsteinsdóttir, hún veitir farskrárdeild Flugleiða í Reykjavík forstöðu. DB-mvnd: Bjarnleifur. Mikill gróði af ólöglegum veiðum NÆR 5 MILLJONIR UMFRAM SEKTIRI Ríkisstjórnin reynir nú að girða fyrir Nú á að reyna að girða fyrir að menn fái „löglega” gróða af ólöglegum veiðum. Til þessa hafa brot á ýmsum veiðireglum varðað sektum sem oft hafa verið mun lægri en andvirði þess afla, sem fenginn hefur verið með því að brjóta veiði- reglur. Ætlunin er að stöðva þetta með lögum um upptöku ólög- legs sjávarafla, og er fram komið stjórnarfrumvarp um það. Dæmi eru í greinargerð frumvarpsins nefnd um gróða af þessu tagi. Síldveiðarnar við ísland á síðastliðnu hausti sýna ástand- ið. Hámarksafli sá, sem hver bátur mátti veiða, var 215 tonn síldar. Margir síldarbátanna fiskuðu mun meira en þessum kvóta nam, allt upp í 144 tonn fram yfir kvótann. Brúttóverð- mæti umframafla þess báts sem lengst komst, miðað við að allt hafi farið í 1. flokk, mun nema 5 milljónum 760 þúsund krón- um, segir í athugasemdum með frumvarpinu. Ekki er vitað til þess, segir í athugasemdunum, að neinn af skipstjórum þeim sem kærðir voru fyrir að hafa brotið þessa reglu um hámarkssíldarafla hafi enn hlotið dóm, en sam- kvæmt lögum er ekki unnt að dæma þá i meira en einnar milljón króna sekt. Þá segir að ekki þyki við unandi að menn geti greitt sektir með ólöglega fengnum afla. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ólöglegur afli verði gerður upptækur og andvirði hans renni í sérstakan sjóð, sem varið skuli í þágu fiskirann- sókna og vísindalegs eftirlits með fiskveiðum eftir nánari ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins. . Ráðuneytið skuli úrskurða hvort um ólöglegan sjávarafla' sé að ræða, í hve miklu magni og hvert skuli vera andvirði þess afla sem það gerir upp- tækan og innheimtir fjár- greiðslur fyrir. Er viðurkennt að með þessu fyrirkomulagi yrði nokkuð gengið inn á verk- svið dómstóla, en formælendur frumvarpsins halda því fram að þetta fyrirkomulag muni flýta mjög afgreiðslu mála. Ákvörð- unum ráðuneytisins megi enn- fremur vísa til meðferðar Saka- dóms. Ölöglegur sjávarafli er sam- kvæmt frumvarpinu: Sá sem ekki nær ákveðinni lágmarks- stærð, sem er umfram ákveðinn hámarksafla, aflað með ólögleg- um veiðarfærum eða á svæðum þar sem viðkomandi veiðar eru bannaðar eða án þess að til- skilin veiðileyfi séu til staðar. —HH Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: Rœtt um fermingu við sr. Óskar J. Þorláksson og nokkur fermingarbörn hans — Helgi Seljan loðnubréfum — Konurnar á kassanum — Hrœrivél í marsgetraun — Hjá

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.