Dagblaðið - 25.03.1976, Side 16

Dagblaðið - 25.03.1976, Side 16
16 Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. Sá?) Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir föstudaginn 26. marz. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb): Upplagður tími til að gera eitthvað utan heimilisins. Ósamkomulag heima fyrir hvetur þig til að sækja annað um félagsskap. Skapandi tómstunda- gaman gæti veitt þér mikla ánægju. Fiskarnir (20. feb—20. marz): Samvinna mun veita þér mestu ánægjuna. Þessi dagur er ekki ákjósanlegur til að vera cinsamall. Ástin kann að virðast rósrauð, en hún er ekkert til að reiða sig á. Venjubundin störf færa þér góðan árangur. Hrúturinn (21. marz—20.. apríl): Það er einhver spenna í loftinu í dag. Það standa að þér of mörg spjót vegna vinnu þinnar. Fjölskyldumálin eru mikilvæg og launa þér ríkulega, ef þú sinnir þeim sem skyldi. Nautið (21. apríl—21. maí): Þreyttu þigekki með of miklu næturgöltri. Ástand sem skapaði þér kvíða mun leysast, og þú iærir að treysta nýjum vini. Hugmyndir þínar um dálítið óvenjulegt framtak mæta litlum skilningi. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Róleg stund og ánægjuleg virðist í uppsiglingu í kvöld. Gamlir vinir, kunnir staðir og andlit veita þér mikla ánægju. Einu bréfi verður þú umsvifalaust að svara. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Þú færð neitun við einhverri beiðni þinni í dag. Láttu það ekki á þig fá, því þú ert þrátt fyrir allt í hávegum hafður. Láttu peningavandræði vinar þíns engin áhrif hafa á þig. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Uppgangstími framundan með mörg tækifæri. Taktu þeim tveim höndum, og útkoman verður þér í hag. Nýtt ástarævintýri að hefjast, en það hefst undir skrítnum kringumstæðum. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Bréf með skemmtilegum fréttum er væntanlegt. Hætta er á að þú verðir drcginn inn í heitar umræður. Vertu kurtcis og æslu þig ckki upp.Vandamá! vegna einhverra kaupa virðast framundan. Vogin (24. sept.—23. okt.): Spennandi atburðir munu örva forvitnina. Ágætt tækifæri til þess að ná athygli einhverrar mikilvægrar persónu. Eitthvað virðist koma upp,sem þarfnast skjótrar ákvörðunar. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Framkvæmdu nú ráðagerð sem þú hefur lengi haft í huga. Einhverjar peningadeilur munu gera heimilislífið óskemmtilegt. Gott kvöld til að skemmta sér, að því er virðist. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Þú kannt að verða beðinn um að taka þátt í einhverju á vegum ríkis eða bæjar. Mundu að gera það sem þú hafðir lofað, ella verður cinhver sár út í þig. Ef þú ert spurður ráða, vertu kænn og á varðbcrgi. Stcingcitin (21. des—20. jan): Tilfinninga- málin eru í bezta lagi, og einhver setn þér líkar vel við, mun veita þér mikla athvgli. Eldri manncskja mun þarfnast mciri umhyggju. Stutt ferðalag kann að reynast skemmtileg tilbreyting. Afmælisbarn dagsins: Ástalífið stormasamt fyrri hluta ársins. En ástandið mun batna. Skjót og skír hugsun mun bjarga þér frá heilmiklum úlgjöldum á annatímum heima fyrir, líklega fyrri hluta ársins. Meiri ferðalög en venjulega virðast framundan. „Lína ci' (iit af þessum lifandi mótsögnum. Skaphitinn er alvegcins og í hraðsuðu|X)tti en hjartað cins «»g klakinn i glasinu, sem hún glcymdi að láta mig lá.” 1 © King Features Syndicate. Inc.. 1975. World nghts reserved /2-3 Hvers vegna ertu alltaf að segja fólki hvað hlutirnir kostuðu þegar við giftumst. Ertu að reyna að koma upp um hvað ég er gömul? flpf ök 3sm r ■—’-r — 1 Ldgregla REYKJAVIK: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. KÓPAVOGUR: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. HAFNARFJÖRÐUR: Lögreglan símr 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Akureyri: Lögreglan sími 23222. Slökkvi- og sjúkrabifreið sími 22222. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666. Slökkvistöðin 1160. Keflavík: Lögreglan sími 3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Bilanir RAFMAGN: 1 Reykjavík og Kópavogi sími 18230. í HafnarFirði i síma 51336. HITAVEITUBILANIR: Sími 25524. VATNSVEITUBILANIR: Sími 85477. SÍMABILANIR: Sími 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Orðagáta í Orðagáta 4 Þessi gáta líkist venjulegum krossgátum Lausnarorðin koma í láréttu reitina, en um lcið kemur fram orð í gráu reitunu’ og cr skýring þcss: Land í Evrópu. Fyrsti stafurinn í því orði er einnig fyrsti stafurinn í 1 lárétt. 1. Fcr eigin lciðir. 2. Hægur vindblær 3. Veiðarfærin 4. Rikidæmi 5. „Tjallana” 6. Vitnisburður. 7. Óbrotin. Lausn á orðagátu 3: 1. Fjallið 2. Blessar 3. Truflar 4. Þruglar 5. Kjarval 6. Lóustél 7. Skemill. í gráu rcitunum kcmur fram orðið Flugvcl. Apötek Kvöld- og helgidagavarzla vikuna 19.—25. marz er i Reykjavíkurapóteki og Borgarapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörzluna á sunnu- dögum, helgidögum og almennum frí- dögum, einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum frídögum. HAFNARFJÖRÐUR — GARÐA- BÆR NÆTUR- OG HELGIDAGA- VARZLA, upplýsingar á slökkvistöð- inni í síma 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjabúða- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. SJÚKRABIFREIÐ: Reykjavík og Kópavogur sími 11100, Hafnarfjörður sími 51100. TANNLÆKNAVAKT er 1 Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstígalla laug- ardaga og sunnudaga kl. 17 - 18. Sími 22411. Læknar REYKJAVÍK — KÓPAVOGUR DAGVAKT: Kl. 8-17. Mánud. - föstud., ef ekki næst t heimilislækni, sími 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17-08 mánud. — fimmtud. sími 21230. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúða- þjónustu eru gefnar í símsvara 18888. f0 Bridge Heimsmeistarakeppnin í bridge verður í byrjun maí og spila sex lönd. Meistarar Ítalíu verða með Belladonna, Forquet, Garozzo, Franco, Pittala og Vivaldi í liði sínu. Fyrir Bandaríkin spila Soloway, Rubin, Eisenberg, Hamilton, Paulsen og Ross. Fyrir Brazilíu Assumpcao, Chagas, Cintra, Fonseca og Branco-bræðurnir. Fyrir Ástralíu spila Seres, Smildé, Howard, Cummings, Klinger og Longhurst. Ekki hefur enn frétzt um liðsskipan sveita Hong Kong og ísrael, en þeir Frydrich og Shauffel, Romik og Lev verða þó — ef þeir eru heilir heilsu — örugglega í liði ísrael sem tekur nú í fyrsta skipti þátt í heimsmeistarakeppni. ísrael varð í örðu sæti á EM í Brighton í fyrra. Þeir Frydrich og Shauffel hafa í gegnum árin spilað marga leiki við íslenzka bridgespilara og gegn þeim hefur ísland vinninginn. — Ákaflega hlýlegir menn og miklir vinir íslands og íslendinga. Hér er slemma, sem þeir renndu sér í á EM gegn Sviss. Frydrich Vestur * D742 ÁD8 0 84 * 10982 Shauffel Austur A ÁKG V KG9743 0 ÁG93 ekkert. Sagnir. Austur 1 hj. — Vestur 1 sp. — Austur 3 tíglar — Vestur 3 hj. — Austur 3 spaðar. — Vestur 4 hjörtu — Austur sex hjörtu, sem var auðvelt spil. Ortiz—Patino og Bernaasconi spiluðu aðeins fjögur hjörtu. lf Skák Á skákmóti I Grossröhrdorf 1949 kom: þessi staða upp í skák Fleischmann, sem hafði hvitt og átti leik, og Böhme. rm ■ '■xi "AlfBli* 1. hxg6+ —fxg6 2. Dxh64-!! — Kxh6 3. Hh3 4- — Rh5 4. g5 4-!— Kh7 5. Hxh5 mát.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.