Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 4
4 r Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. Drykkjumannahcelið á Vífilsstöðum senn opnað — auglýst eftir starfs- fólki styttri. Tíminn nýtist betur til meðferðar. Margir, sem á svona deild koma, eiga yfir höfði sér að missa vinnuna og efnahagur- inn er í hættu, þannig að miklu máli skiptir að það þurfi ekki að halda mönnum alltof lengi frá starfi. Við höfum reiknað með að miða meðferðarpró- grammið við svona eins til tveggja mánaða dvöl fyrst í stað en þegar starfsemin verður komin i fullan gang að minnka þennan tíma niður í einn mánuð. Eftir að vistmenn útskrifast af deildinni er gert ráð fyrir að þeir komi til eftir- meðferðar á göngudeild.” — Geta drykkjumenn farið beint inn á þessa Vífilsstaða- deild? „Það getur verið um að ræða drykkjumenn sem eru svo illa á sig komnir andlega og líkam- lega að þeir séu ekki færir um að taka þátt í meðferð eins og hún er fyrirhuguð á Vífilsstöð- um, því það verður mikið álag. Þá gæti komið til mála að sjúkl- ingarnir yrðu undirbúnir undir þá dvöl með vistun í Gunnars- holti, þar sem meðferðin er ekki eins aktív.” — Hefur aldrei komið til tals að fá sjálfboðaliða til vinnu á Vífilsstaðadeildinni eða öðrum slíkum? „Jú, það hefur komið til tals en sjálfboðaliðar eru dálítið ó- stöðugur vinnukraftur. Einnig er ábyrgð sjálfboðaliða tak- markaðri en þeirra sem ráðnir eru af heilbrigðiskerfinu. Það er dálítið erfitt að reikna með sjálfboðaliðunum. Annars hafa Norðmenn farið út í að ráða til hlutavinnu á svona stofnunum menn sem eru fyrrverandi drykkjusjúkl- ingar og eru virkir þátttakend- ur í AA-samtökunum. Þeir eru fyrst og fremst ráðnir til þess að binda þá sjálfa og reyna að leggja á þá ábyrgð, en síðan fá þeir greitt fyrir. En smám sam- an missa þeir löngunina til þess að taka þátt í starfinu þegar þeir hafa sjálfir engan persónu- legan hagnað af því. En vel gæti komið til mála að farið yrði út á þessar brautir hér. Það er i sjálfu sér líka eðlilegt að einstaklingar fái önnur laun en bara ánægjuna og óeðlilegt að fulllaunaður starfskraftur vinni við hlið ein- staklings sem vinnur án endur- gjalds.” — Ertu bjartsýnn á starf þessarar nýju deildar? — Eg er í eðli mínu bjart- sýnismaður og mun reyna að gera mit bezta. Það veitir sann- arlega ekki af þessari deild því vandamálið er stórt og ekki útlit fyrir að það verði minna,” sagði Jóhannes Bergsveinss. „Málið er nú á því stigi að við höfum fengið leyfi til þess að auglýsa eftir starfsfólki til þess að geta opnað Vífilsstaðadeild- ina," sagði Jóhannes Berg- sveinsson, yfirlæknir á nýja drykkjumannahælinu sem reist hefur verið i landi Vífilsstaða, í viðtali við Dagblaðið. „Tala starfsfólksins hefur áhrif á það meðferðarpró- gramrn sem við munum nota. Því fleira og þjálfaðra starfs- fólk sem við fáum þeim mun verður dvalartími vistmanna Þetta reisulega hús hefur lengi staðið tilbúið og beðið þess að fá að gegna hlutverki sínu. Nú hillir undir að það verði opnað. Ljósm. DB — Bjarnleifur. ERUM VIÐ FARIN AÐ BORÐA ÚTSÆÐIÐ? Alþýðubankinn: BANKASTJORUNUM SAGT UPP STORFUM „Kartöflur.. . eru þær til?” Viðskiptavinirnir í verzluninni ráku upp stór augu. „Eru þær Getur það verið að við séum nú að borða kartöflur sem með réttu hefðu átt að margfalda sig næsta sumar? skammtaðar? Hvað fáum við raikið?” „Þetta er svo sem ekki til skiptanna, eitt til tvö kíló á mann” sagði kaupmaðurinn. „Ja, þær eru smáar, enda út- sæði, sem mér áskotnaðist hjá góðum bónda uppi í sveit. Ég fékk bara nokkra poka. Nei, ég á ekki von á meiru, en það er aldrei að vita. Hvað þær kosta? Þær eru óniðurgreiddar. Eitt hundrað krónur kíólilð” Eitthvað á þessa leið var sam- talið sem við urðum vitni að i einni verzlun hér í Reykjavík í kartöfluhallærinu. Auðvitað keyptum við líka eitt kíló af smælkinu. Ágætt svona spari i brúnaðar. Það læddist þó að manni sú hugsun að það væri kannski betra að geyma útsæðið, svo það færi ekki fyrir okkur íslendingum eins og Molbúunum forðum, að þegar átti að setja niður kartöflurnar um vorið var búið að éta allt útsæðið. EVI Bankastjórum Alþýðubankans hefur verið sagt upp störfum. Hinn 7. desember sl. leysti bankaráðió hina tvo bankastjóra bankans frá störfum meðan á rannsókn á viðskiptum einstakra aðila við bankann færi fram. Var þeirrar rannsóknar óskað um leið, eins og fram hefur komið í fréttum. Nú er dómsrannsókn lokió og hafa gögn málsins og niðurstöður rannsóknar verið afhentar sak- sóknara ríkisins til athugunar og ákvörðunar. Nauðsynlegt var því fyrir bankaráðið að taka afstöðu til þess, hver staða banka- stjóranna væri nú. Taldi það rétt að segja þeim upp störfum. Sennilegt er talið að ekki verði ráðið í stöður bankastjóra fyrr en að loknum aóalfundi Alþýðubankans hf., sem haldinn verður seinni hluta aprílmánaðar. -BS- Nýir bankastjórar munu væntanlega taka við Aiþýðubankanum innan tiðar. Timbrið sem hinir lögfróðu menn Kópavogskaupstaðar tóku frá Arnarholti Vegna fréttar um árekstra milli byggingaeftirlitsmanns Kópavogsbæjar og verktaka leikskólabyggingar i Kópavogi hefur verktakinn óskað að eftirfarandi yfirlýsing hans yrði birt: „Eg vil mótmæla því harð- lega sem Sigurður Gíslason, eftirlitsmaður Kópavogsbæjar, skýrði blaðamanni Dagblaðsins frá 22. marz sl. Þar túlkar hann „lslenzkan staðal” ser til fram- dráttar við hinar ólöglegu að- farir. sem hann og hans starfs- menn hafa framkvæmt. Verður að benda honum á að lesa grein 22.2 í íslenzkum slaðli en hún hljóðar svo. honunt til fróð- leiks: ....efni, sem verktaki hefur lagt til og afgangs verður þegar verkinu er lokið verður eign verktaka nema annað hafi verið áskilið í samningi.” Aðeins er greitt fyrir afnot af uppsláttarviði, ca 35% af verði nýs timburs, enda ætlazt til að sama timbrið sé notað oftar en einu sinni. Hefur því Kópavogs- kaupstaður aldrei orðið eigandi að áöurgreindu timbri og því engin ástæða til að fá leyfi hjá háttvirtum eftirlitsmanni til að flytja timbrið af byggingarstað, þar sem hlutverki þess var að fullu lokið. Um 5 mánaða tafir, sem hann nefndi í viðtali sínu, stafa af breytingum sem urðu á húsinu samkvæmt ósk Kópa- vogskaupstaðar. Um B.M. Vallá er það að segja, að þar stóð skuld um 400 þús. kr. á þessu tímabili. Hefði sú skuld verið greidd ef Kópa- vogskaupstaður hefði staðið í fullúm skilum. Er því ekki um neina tr.vggingu skulda að ræða. Ilins vegar ávísaði ég á innstæðu hjá Kópavogi til handa B.M. Vallá fyrir áður- nefndri upphæð. Spyrja má Sigurð Gíslason sérstaklega að því, hvaða verk- taka hann hafi tilbúinn til að taka við verkinu og hver hans hagnaður sé í því. Sá dráttur sem verið hefur á framkvæmd- um síðan um- áramót hefur ein- göngu verið tíðarfari og verk- falli að kenna. Verður að krefj- ast skaðabóta af hans hendi fyrir hina ólöglegu töku á timbri frá Arnarholti á Kjalar- nesi. Virðist sem skapofsi hafi stjórnað þessum góða manni við þær framkvæmdir. Vona ég að hann sé aðeins farinn að jafna sig á hinu mikla heljar- stökki, sem hann hefur tekið, og vona að hann komi niður á fæturna. Eg vil sérstaklega taka fram, að samskipti mín við bæjaryfir- völd i Kópavogi í sambandi við þetta mál hafa aó öðru le.vti verið hin ágætustu. Mun ég samkvæmt ákvörðun sjálfs bæjarráðs halda verkinu áfram. eins og ekkert hafi í skorizt. þrátt fyrir þetta frum- hlaup þessa eina starfsmanns. Virðingarfyllst. f.h. Trésm. Austurbæjar Guðjón Pálsson.” P.S. Eg vil aðeins geta þess. að það var fréttamaður DB sem leitaði til Sigurðar Gíslasonar unt flutninga byggingarefnis- ins undir lögregluvernd. Atti hann engan þátt i að fréttin birtist í Dagblaðinu. var reyndar hissa á. hvernig við höfðum komizt á snóðir uni at- burðinn. —ASt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.