Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 11
meinhæðni og þjóðfélagsgagnrýni
dada-stefnunnar og hvað „ný-
realisma” snertir þá hafa
popplistamenn lítinn sem engan
áhuga á því fyrirbrigði í listum, í
heimi, sem miðlar upplýsingum á
allt annan veg, þ.e. gegnum
auglýsingar, kvikmyndir, blöð o. fl.
Sömuleiðis tel ég að afkvæmi
„collage”, „assemblage” (samsetning
þrívíðra hluta), eigi ekki að flokka
sjálfkrafa undir popplist, eins og
margir fræðimenn (þ.á m. Ólafur
popplistamenn vilja með þessu upp-
hefja FEGURÐ hins hversdagslega
og fjöldaframleidda, en ný-dadaistar
hafa svo til engan áhuga á fegurðinni
og nota sér hversdagshlutinn til þess
að kanna eða spotta hefðbundið sam-
band manna við einföldustu hluti.
Berum t.d. saman Cambell súpudós
Andy Warhols og málaða bjórdós
Jasper Johns „Painted Bronze” frá
1960.
Sjálfur hefur Johns harðneitao
tengslum við popplist og sama má
Myndlist
AÐALSTEINN %
INGÓLFSSON L L
Kvaran í formála sínum að
sýningarskrá) hafa haft tilhneigingu
til að gera. Það víkkar óneitanlega
hugtakið „popplist”, en dregur um
leið úr broddi þess. „Assemblage”
(samsafn?) er upphaflega dada-
uppátæki sem blómstrar með Kurt
Schwitters og byggðist á notkun alls-
kyns úrgangs í myndverkum, til að
mótmæla hinu fagurfræðilega og
hefðbundna í listum. Síðan taka
súrrealistar við og negla saman
aðskotahluti úr öllum áttum til að
skapa kynngimagnaða „drauma-
hluti”, en eftir 1950 fara listamenn
eins og Robert Rauschenberg að
blanda saman þrívíðum hlutum úr
nánasta umhverfi og málverki, til
þess að skapa nýja myndræna heild
sem brúað gat bilið milli listaverks
og hversdagshluta, listaverks og
áhorfanda.
Úthverf
óhlutdrægni
Á bak við verk Rauschenbergs, og
einnig Spoerris og Armans, er per-
sónulegur myndrænn pragmatismi
með snert af hugmyndafræði
Duchamps, og á, að því mér finnst,
lítið skylt við hina úthverfu óhlut-
drægni p>opplistar. Oftast þegai
„popp” tákn eða vinnubrögð koma
fyrir í verkum þeirra, þá er það
vegna þess að þau hafa djúpstæða
þýðingu fyrir þá sjálfa en vísa ekki
gagngert út á við,að því mérsýnist.
Rétt er að vísu að bæði popplista-
menn og menn með nýdada tilhneig-
ingar eins og t.a.m. Rauschenberg,
beina athygli áhorfandans að hvers-
dagshlutum. En munurinn er sá að
segja um Rauschenberg og held ég
að Jim Dine megi einnig átakalaust
fjarlægja úr popphreyfingunni, þrátt
fyrir einstaka popptilbrigði og lita-
val.
Poppsköpun
Hvernig er það svo sem popplistin
brúkar tákn og aðferðir fjölmiðla og
fjöldaframleiðslumenningar? Nú er
þar ei til nein patentlausn' fremur
en í öðrum listhreyfingum og einnig
má gera ráð fyrir að dada og popp
fari samaná köflum í verkum nokk-
urra þeirra sem ég vil nefna popp-
listamenn. En frá mínum bæjardyr-
um séð grundvallast popplist á
ógagnrýninni listsköpun byggðri á
notkun myndablaða (Hamilton, Pao-
lozzi), hasarblaða (Lichtenstein, Pao-
lozzi, Collins, Caulfield, Katz), aug-
lýsingaspjalda (Rosenquist, Wessel-
man, Indiana), blaðamynda, sjón-
varpsmáls, kvikmynda (Warhol,
Hamilton), allskyns opinberra
merkja og skilta (Tilson, Indiana,
Blake), neysluvöru og neyslumenn-
ingar (Warhol, Oldenburg, Lichten-
stein) og verslunargína (Allen Jones).
Poppáhrif má einnig greina í bíla-
skúlptúr John Chamberlains, gifsaf-
steypum George Segals, hráum og
skærum litum og notkun gerviefna í
breskum skúlptúr á árunum
1960—70, svo og í glannalegu litavali
málara eins og Richard Smith á
þessum tíma. Þeir David Hockney og
R.B. Kitaj, sem oft eru dregnir í dilk
með popplistamönnum, eiga í raun
lítið skylt við þá og hafa farið allt
aðrar og persónulegar leiðir í list
Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976.
UM POPPLIST S
lítilvæg ef ekki er bent á leiðir til bóta.
Þessi verslunarstarfsemi er að öllu leyti
í þágu skólans, er orðin þáttur í lífi og
starfi nemandans, fer fram í húsakynn-
um skólans, hlýtur margs konar aðra
fvrirgreiðslu skólayfirvalda, svo sem
nefnt var áður.
Allt þetta eru staðrcyndir. Til að
koma hér á betri skipau þykir mér
eftirfarandi vænlegast:
Menntamálaráðuneytinu ber að
setja reglugerö um verslunarstarfsemi
nemenda í skólum.
Þar skal m.a. kveðið á um þessa
þætti:
a) Álagning á vöru skal miðuð við
það að ná upp nauðsynlegum kostnaði.
b) Tilgreindar skulu þær vöruteg-
undir sem selja má.
c) Þeir scm vinna við verslunina
skulu fá kaup greitt.
d) Maður af skólans hálfu. hafi eftir-
lit með versluninni og greiði hún
honum kaup.
e) Verslunin greiðiskatta svo sem
aðrar stofnanir, sem hafa peninga- (eða
verðmæta-)miðlun með hendi.
f) Creidd laun séu tilgreind á fram-
talsskýrslu til skattyfirvalda.
Vægast sagt er það ekki óeðlilegt þótt
verslunarstarfsemi skólanna hafi á sér
nokkurn losarabrag þar sem enginn
aðili hefur þar forgöngu um samræm-
ingu. En eins og ég hef þegar bent á er
hér um að ræða svo ábcrandi og
ábyrgðarmikinn þátt í skólalífi r.cm-
andans að okkur kemur þetta við. V'ið.
getum ckki alltaf stungið höfðinu í
sandinn og sagt að við sjáúm ekki
hlutina. Þá ber einnig að líta á það
þegar mál „veltast” fram í vissri óreiðu
ár cftir ár getur verið erfitt fyrir skóla-
stjóra, án nokkurrar utanaðkomandi
skipulagningar, að setja þann liemii á
starfscmina sem nauösynlcgur er.
í Ijósi þcss sem sagt hefur verið um
mál þetta sýnist mér að þcir sem stjórna
uppcldis- og fræðslumálum geti ekki
skcllt skollaeyruin við þeim upplýsing-
um sem ég hefi hér gefið. Oft er erfitt
að hemja mál ef þau eru ekki tckin
réttum tökum í fyrstu. Hér er verkefni
fyrir menntamálaráðuneytið að vinna
og þá er að gcra það.
Gunnar Finnbogason
skólastjóri
myndefnið er nútímamenningin, þá
er vart hægt að ætlast til samræmdra
aðgerða eða fastmótaðra stefnuyfir-
lýsinga af popplistamönnum. En ef
við íhugum útlistanir popplista-
manna og verk þá fer þessi stefna að
fá á sig heildarsvip sem rétt er að
reyna að skilgreina.
Rétt er í því sambandi að leita
aftur til Hamiltons, sem er maður vel
pennafær og hefur gaman af hug-
myndum. Hamilton neitar t.a.m. að
nokkur gæðamunur sé á „vinsælli”
list (popular) og „fögrum listum.”
Allt umhverfi mannsins gat orðið
honum uppspretta listaverka, gamalt
bíiflak, auglýsingaspjöld, — eins og
blómum skrýddur dalur.
Heimur fjölmiðla
Hamilton lagði einnig sérstaka
áherzlu á það að listamaðurinn
*virkjaði heim auglýsingaiðnaðarins,
fjölmiðla og fjöldaframleiðslu í þeim
tilgangi að ná frekar til almennings.
Beint eða óbeint hlýddu menn kalli
hans, en þrátt fyrir það að myndmál
mikils hluta popplistar sé af sama
meiði og táknmál fjölmiðla og fjölda-
framleiðsluþjóðfélagsins, þá er langt
frá því að afurðirnar, popplistin, hafi
verið nokkru vinsælli meðal al-
mennings en t.d. flóknasti kúbismi.
Því olli að stíll og hugmyndaheimur
hvers popplistamanns var engu
„ólistrænni” í eðli sínu heldur en
þeirra listamanna sem á undan þeim
komu. Ýmis listræn og hugmynda-
fræðileg vandamál var það sem
menn voru að glíma við eftir sem
áður.
Nú er það að sjálfsögðu ekki
lífsnauðsyn (en skemmtileg árátta
samt) að finna fjölþættari og
yfirgripsmikilli stefnu eins og
popplistinni eitthverja fasta
viðmiðun og skýr mörk. Ég held samt
að ef við eigum að taka hugtakið
„popp-list” alvarlega (sem ég geri),
þá ættum við að fieygja í glatkistuna
orðum eins og „ný-dada” og „ný-
realisma” í sambandi við hana, og
skoða framleiðslu popplistamanna í
ljósi hins „vinsæla”: auglýsinga-
iðnaðarins, fjölmiðla og fjöldafram-
leiðslu, — og lýsingarorða Hamiltons
hér að ofan.
Ógagnrýnin
Þessi fyrirbæri nota
piopplistamenn á meðvitaðan, oftast
ógagnrýninn hátt, sem uppistöðu
myndverka sem eru að mestu úthverf
og óhlutdræg, ef á heildina er litið.
Popplistin hefur alls ekki til að bera
Á myndinni sést hrúga af líkum eftir
fjöldamorðin í My Lai. Alls var 504
manns, gamalt fólk og börn, myrt þennan
örlagaríka dag.
Liðsforinginn William Calley var ákærður
fyrir að hafa stjórnað árásinni og sjálfur
myrt um 100 bæjarbúa. Eftir löng réttar-
höld var liðsforinginn sýknaður persónu-
lega af Nixon, þáverandi forseta Banda-
ríkjanna.
Að undanförnu hefur staðið yfir
sýning í anddyri Listasafns íslands er
nefndist „íslensk popplist.” í því
sambandi er ekki úr vegi að kanna
stuttlega forsendur þessarar hreyf-
ingar, eins og hún kemur fram utan
lands og innan.
Hugtakið „pop art” notaði fyrstur
enski gagnrýnandinn og málarinn
Lawrence Alloway árið 1954 og átti
þá ekki við „fagrar listir” heldur þau
tákn, það myndmál og þá tónlist sem
auglýsingaiðnaðurinn og fjölmiðlar
héldu að almenningi, — og al-
menningur gleypti við. Þar á meðal
voru auglýsingaspjöld, hasarblöð,
kvikmyndir, ódýr vikurit, hljómplöt-
ur og allskyns skrautmunir, vinsælar
eða „popular” afurðir nútímamcnn-
ingar. Árið 1956 var svo haldin mikil
sýning í Whitechapel Gallery í
London er nefndist „This is
Tomorrow” og kom þar fram fyrsta
myndverkið sem tvímælalaust má
fiokka undir „popplist”.
, Just what is it...”
Var það klippimynd (collage) eftir
Richard Hamilton sem hann kallaði
,Just what is it that makes Today’s
Homes so Different, so Appealing”.
Titillinn er að sjálfsögðu kominn
beint úr auglýsingamáli og sýnir
myndin íbúð, klippta saman úr alls-
kyns húsgagnaauglýsingum, fulla af
vinsælum neyzluvörum. í myndinni
miðri stendur mikið vöðvafjall,
klipptur úr heilsuræktarblaði, og
heldur sá á risastórum sleikipinna
með áletruninni POP. Til hliðar við
hann liggur strípuð stúlka, sömu-
leiðis ættuð úr nektarmyndablaði. Út
um gluggann sér síðan í auglýsinga-
spjald kvikmyndahúss sem sýnir
„The Jolson Story.”
Töff, sexí og flott
Stuttu síðar skilgreindi Hamilton
popplist, sem „vinsæla óvaranlega,
billega, fjöldaframleidda, unglega,
sniðuga, töff, sexí, fiotta og Big Busi-
ness.” Þótt rétt sé að taka Hamilton
ekki alltof of alvarlega þarna, þá eiga
lýsingarorð hans nokkuð vel við það
myndefni sem popplistarmenn völdu
sér, ef á heildina er litið.
Popplistin varð síðan „Big Busi-
ness” á árunum um og eftir 1960 og
gekk eins og eldur í sinu yfir
Ameríku og Evróu, eldri listamönn-
um til mikils ama. Nína Tryggva-
dóttir fordæmdi t.a.m. popplist í
blaðaviðtali hér á landi árið 1967.
Um 1970 er popplistin svo að miklu
leyti horfin af sjónarsviðinu sem
umtöluð hreyfing og eftir sitja þátt-
takendur og moða úr þeim efnivið,
þeirri reynslu (og þeim pæningum)
sem þeim áskotnaðist á þessum ára-
tug.
Víðtækar forsendur
Popplistin varð aldrei eins heil-
steypt hreyfing og t.d. kúbismi í
París og De Stijl í Hollandi. Til þess
voru forsendur hennar of víðtækar.
Samsetningartækni popplistar og
niðurröðun myndefnis á greinilega
uppruna sinn í „Collage” og mynd-
byggingu kúbismans, órökrænt sam-
spil í myndum poppiistamanna er
ekki óskyld tilraunum súrrealista,
leikir þeirra með eðli hversdagshluta
spretta margir upp úr rannsóknum
Duchamps og dadaista og sömuleiðis
kom geómetrísk afstraksjón við sögu
þegar popplistamenn fóru að tefla
saman stórum fiötum. Og þegar
WHAT/Wh'yDID
IVOUASK THATPi
Wh'AT DO YOUKNOW