Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. 7 Erlendar f réttir REUTER Það kostar sitt að hafa löggœzlu: Skattar í fyrsta sinn í Andorra Stjórnvöld í smáríkinu Andorra, sem er í Pýreneafjöllunum hugleiöa nú í fyrsta skipti aö skattleggja tekjur íbúanna. 1 rikinu sem aðeins er um 490 ferkflómetrar að stærö, búa 20 þúsund manns, sem aðallega lifa á skemmtiferða- mönnum. Þeim stjórnar „Ráð dalanna”, eftir gamalli hefð, en undir umsjón forseta Frakklands og kaþólska, biskupsins í spænska héraðinu Urgel. A, fundi ráðsins nú fyrir skömmu kom í ljós óvæntur halli á fjárlögum ríkisins, allt að heilum milljarði króna, en tekjur hefur ríkið einnig af tollum og verzlunargjöldum. Ein af aðalástæðunum fyrir hallanum er löggæzlan, sem hefur verið aukin úr fimm lögregluþjónum i 26 til þess að hafa hemil á fleiri og fleiri ferðamönnum sem til rikisins koma. Ef ráðið ákveður skatt- lagninguna, verða Frakklands- forseti og spænski biskupinn að fallast á það. V-Þjóðverjar efstir í undankeppni Evrópubikar- keppninnar í skák Vestur-Þjóðverjar unnu Grikki 6-0 í undankeppni Evrópubikarkeppninnar í skák, sem fer fram í Aþenu. Fjórar þjóðir taka þátt í undankeppninni, sem hófst á sunnudaginn, Vestur- Þjóðverjar, Grikkir, ísraels- menn og Spánverjar. Tvær skákir Grikkja og V- Þjóðverja hafa farið í bið. Sigurvegarinn í þessari undankeppni tekur þátt í sjálfri Evrópubikarkeppninni i Moskvu á næsta ári. Vestur-Þjóðverjar eru efstir með 26 stig og tvær biðskákir, næstir eru ísraelsmenn með 19.5 stig og fjórar biðskákir, þá Spánverjar með 8.5 vinninga og fjórar biðskákir og Grikkir reka lestina með fjögur stig og tvær biðskákir. 3L.Allt með kyrrum kjörum í Argentínu — óstaðfestar fregnir um fjöldahandtökur A þessari mynd, sem tekin var i gær, sést ungur drengur veifa til hermanna á flutningavagni i útjaðrl Buenos Aries. Almennt er talið að fólk hafi fagnað stjórnartöku hersins, þó ekki verði vitað, hvaða stefnu þjóðmálin kunni að taka i framtiðinni. Allt virtist með kyrrum kjör um í Argentínu í morgun, sólar hring eftir að herinn tók völdin í sinar hendur og setti Mariu Estelu Perón forseta af. Allsherjarverkfall, sem boðað hafði verið, varð að engu og enginn skipulagður stuðn- ingur við forsetannm gerði vart við sig. Frú Perón er í stofu- fangelsi í vetrarbústað for- setans við rætur Andesfjalla. Þríeykisstjórn hershöfðingj- anna, sem sór embættiseið sinn í gær, ætlar þó ekki að hætta á neitt. Stöðugt eru lesnar upp tilkynningar í útvarp og sjón- varp, þar sem hótað er dauða- refsingu fyrir skemmdarverk eða árásir á öryggissveitir landsins. Blöð sæta ritskoðun. Herforingjastjórnin, sem skipuð er æðstu yfirmönnum flughers, landhers og sjóhers, hefur ekkert viljað segja um aðgerðir gegn stjórnmálamönn- um og verkalýðsleiðtogum, sem tengdir eru hinni föllnu stjórn, eða róttækum hópum vinstri- manna. Haft er eftir heimildum, sem taldar eru áreiðanlegar, að allt að tvö þúsund manns hafi verið handteknir viðs vegar um landið snemma í morgun. Meðal hinna handteknu eru sagðir vera allir fylkisstjórar Perónista, svo og allir verka- lýðsleiðtogar sama flokks, auk fjölda stjórnmálamanna úr ýmsum héruðum landsins. Til dæmis hafa nokkrir fyrrum ráðherrar verið handteknir og einnig Hector Campora, fyrrum forseti landsins, sem sagði af sér embætti á sínum tíma svo Juan heitinn Perón gæti te.kið við. Hvorki Perónistahreyfingin né önnur lögleg stjórnmálasam- tök i landinu hafa þó verið bönnuð af herforingjastjórn- inni, sem Jorge Rafael Videla hershöfðingi, yfirmaður land- hersins, veitir forsæti. Þess í stað hefur þessum stjórnmálasamtökum verið bannað að halda fundi. Þing hefur verið leyst upp og hæsta- réttardómarar leystir frá störf- um. Bankar, gjaldeyris- markaðir, skólar og háskólar hafa verið lokaðir, þar til annað verður ákveðið. Hermenn stóðu vörð i ráðu- neytum, sem starfrækt voru undir stjórn bráðabirgðastjórn- ar fjögurra herforingja, tveggja frá sjóher og tveggja frá flug- her. Flugvellir voru opnaðir fyrir allri umferð aftur f morgun og herforingjastjórnin hefur fyrir- skipað hersveitum í miðborg Buenos Aires að færa sig þaðan. Útgöngubann er ekki i gildi, en almenningi hefur verið „ráð- lagt” að halda sig heima við. Af frú Perón hefur ekkert frétzt, en ýmislegt þykir benda til þess að hún verði dregin fyrir rétt sökuð um margvisleg fjármálaspillingu og óstjórn. Brezki Verkamannaflokkurinn: ÚRSLIT í FYRSTU UMFERÐ FORMA NNSKJÖRSINS í DAG Michael Foot atvinnumálaráð- herra: Sigurlíkur hans fara vaxandi. Foot er helzta von vinstri afianna í Verkamanna- flokknum um að ná yfirhöndinni i þeirri valda- og hugmyndafræði- baráttu, sem fram hefur farið i flokknum undanfarin ár. Fyrsta umferð formanns- kosninga í brezka Verkamanna- flokknum lýkur í dag. Sex ráðherrar flokksins keppast um stöðuna, sem Harold Wilson hefur nú sagt lausri. Yfirleitt er talið, að aðrar kosningar þurfi að fara fram meðal þingmanna flokksins, 317 að tölu, áður en vitað verður hver fer með sigur af hólmi. James Callaghan utanríkisráð herra er talinn njóta hvað mest fylgis , en eina von vinstri afl- anna innan flokksins, atvinnu- málaráðherrann Michael Foot, gæti farið með sigur af hólmi. Aðrir frambjóðendur eru Roy Jenkins innanrlkisráðherra, Dennis Healy viðskiptaráðherra, Anthony Crosland um- hverfis ráðherra og Tony Benn orkumálaráðherra. Urslit kosninganna verða tilkynnt síðdegis í dag, en eins og áður segir er ekki búzt við því, að neinn framþjóðenda fái hreinan meirihluta, eins og til þarf. Callaghan hefur ekki beitt sér i beinni baráttu um formannsKjör en hann hefur góð sambönd við flokksmenn víðs vegar um landið og er ’vinsæll þó hann sé fjórum árum eldri en Wilson. Er hann helzt talinn geta sameinað flokkinn um ýmis ágreiningsmál,, enda af mörgum talinn lipur samningamaður. Byssulandið USA: lAUGARDAGSGA/IMNID BANNAD? Frumvarp, sem myndi banna ódýrar skammbyssur, er ganga undir nafninu „Saturday Night Specials” (laugardagsgaman), hefur á ný verið lagt fram á Bandaríkjaþingi. Fyrir þremur vikum vísaði dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins þessu frumvarpi á bug. Byssurnar ganga undir þessu sérkennilega nafni vegna þess að þær eru notaðar í flestum morðum, sem framin eru af drukknum Bandaríkjamönnum á laugardagskvöldum. Almennt var álitið að frumvarpið hefði verið svæft endanlega 1. marz sl„ þegar nefndin samþykkti með 17 at- kvæðum gegn 16 að senda frumvarpið aftur til sakamála- nefndarinnar, sem er undir- nefnd dómsmálanefndarinnar. En f gærkvöld endursendi sakamálanefndin frumvarpið eftir að hafa gert á því ýmsar breytingar. Horfur eru taldar góðar á þvf að fulltrúadeildin samþykkj frumvarpið siðar á þessu ári. Svipað frumvarp um tak- markanir á skammbyssusölu liggur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Nefndarmenn segjast hafa orðið furðu lostnir yfir þeirri gremju, er kom fram í fjölmiðl- um víða um landið þegar frum- varpinu var vfsað frá 1. marz. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir banni á inn- flutningi og sölu á ódýrum byssum, 32 kalibera og minni, og með hlaup, sem eru 7.5 cm á lengd eða minni. St

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.