Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 6
6 Dagblaðið, Fimmtudagur 25. marz 1976. Bretar fresta lögfestingu metra- kerfisins Brezka stjórnin hefur ákveðið að leggja á hilluna áætlanir um að flýta því að taka upp metrakerfið í Bretlandi. Talsmaður stjórnarinnar í þessum efnum i neðri málstofu þingsins skýrði frá þvi í gær, að frum-_ varp um forgangshraða máls- ins hefði verið dregið til baka, svo aukinn tími gæfist til ihug- unar og ráðagerða. Nokkrir þingmenn Verka- mannaflokksins skýrðu frá þvi fyrr í vikunni að þeir myndu beita ' sér gegn samþykkt frumvarpsins. Bretar hafa verið mjög tregir á að taka upp metrakerfið, en sýndu þó lit fyrir fimm árum, þegar tugakerfi var tekið upp I smámynt. Nýja-Guínea: Töfralœknar í próf Töfralæknar i Nýju Guineu munu i framtíðinni þurfa að sanna hæfileika sína, áður en yfirvöld gefa þeim leyfi til þess að stunda lækningar. Þing Nýju Guineu samþykkti í gær ályktun þar sem þess var krafizt, að yfirvöld létu skrá alla töfralækna, rétt eins og venjulega lækna. Ráðherrann, sem fer með málefni héraðanna úti í frumskóginum, sagði, að reynt yrði með reglugerð þessari að greina á milli þeirra töfra- lækna, sem aðeins hefðu fé af fólki og gæfu því falskar vonir og svo hinna, sem oft gætu orðið að liði. Nureyev gengur illa að fá mömmu til sín Ballettdansarinn Rudolf Nureyev, er flúði frá Sovét- ríkjunum fyrir fimmtán árum, reynir nú að fá leyfi sovézkra yfirvalda til þess að móðir hans fái að koma i heimsókn til hans í London, að því er brezka blaðið Daily Mail segir í morgun. I frétt blaðsins segir að Nureyev hafi nú fengið bæði þá Ford Bandaríkjaforseta og Wilson, forsætisráðherra Breta, sér til aðstoðar í þessu máli. Allar fyrri tilraunir hans hafa verið árangurslausar, eins og tilraunir Ashkenazys okkar hér. Móðir dansarans er sjötug. Nureyev á stöðugt erfiðara með að ná sambandi við móður sína, þar sem hún hefur flutt til afskekkts svæðis og hefur ekki síma, að sögn Daily Mail. Umboðsmaður dansarans, Sandor Gorlinsky, sagði í viðtali við blaðið: ,,Nú er þetta spurning um að fylgja á eftir með nauðsynlegri pappírs- vinnu. Þetta viróist ekki stór bón. Herra Wilson hefur sýnt málinu áhuga. Hann hefur gert allt, sem í hans valdi stendur.” Fundur fjögurra Afríkuforseta: LIKLEGT AÐ HERVALDI VERÐIBEITT í RÓDESÍU Fjórir þeldökkir forsetar Afríkuríkja hittust í nótt I vel vörðu húsi skammt frá Lusaka höfuðborg Zambíu. Var fundar- efnið ráðagerðir um möguleika á því að ná meirihluta blökku- manna í stjórn Ródesíu. Fulltrúar afriska þjóðarráðs- ins voru viðstaddir fundinn þar sem aðallega mun hafa verið rætt, hvort reyna ætti samningaleiðina einu sinni enn, eða ná völdum með her- valdi og brjóta þannig á bak aftur tíu ára gamla ólöglega stjórn hvíta minnihlutans I Ródesiu. Algjör leynd hvíldi yfir viðræðum þessum, sem fóru fram í sveitasetri Kenneth Kaunda, Zambíuforseta. Aðrir, sem þarna voru mættir til þess að finna friðsamlega lausn á vandamálinu í Ródesíu, voru Julius Nyerere, Tansaniu, Samora Machel, Mósambik og Seretse Khama frá Botswana. Hvaða niðurstöðu, sem þeir komast að er talið að Afriku ráðið samþykki, þar eð full- trúar þar samþykktu i fyrra á fundi í ráðinu, að ef engin frið- samleg lausn fengist, væri ekki í önnur hús að venda en að beita hervaldi. Nkomo, leiðtogi afríska þjóðarráðsins í Ródesiu, sagði við komuna til Lusaka í gær, að hvítir ibúar i Ródesíu mættu búast við auknum skæru- hernaði og að Ian Smith væri kynþáttahatari, sem ekki yrði snúið á rétta leið nema með valdi. Að sögn fréttamanna I Lusaka var búizt við þvi, að fulltrúar skæruliðasveitanna ættu eftir að koma til fundarins með forsetunum, enda þótt ágreiningur sé um það innan afríska þjóðarráðsins, hvort beita eigi vopnum í deilu þess- kirkjunnar, sem leggjast gegn ari. Eru það aðallega talsmenn því. Leiðtogi frelsishreyfingar blökkumanna i Ródesíu, Joshua Nkomo, sést hér ræða við James Cailaghan, utanrikisráðherra Breta. Bretar hafa lýst áhyggjum sinum yfir þróun mála í Ródesíu, en nú er talið, að skæruliðar hyggi á auknar aðgerðir þar, þegar vonir um friðsam- lega lausn virðast brostnar. Ákœrur gegn Bergman felldar niður Yfirvöld í Svíþjóó hafa fallið frá ákærum um skattsvik á hendur leikstjóranum Ingmar Bergman að sögn saksóknar- ans í Stokkhólmi. Bergman var tekinn til yfir- heyrslu með lögregluvaldi 30 janúar s.i. og ákærður um að hafa svikið allt að 20 milijónir króna undan skatti, en fjárhæð þessa hafði hann fengið greidda frá fyrirtæki sínu Sviss, Persona film. Leikstjórinn var á miðri æfingu Strindbergsleikritsins „Dauðadansinn,” þegar óein- kennisklæddir lögreglumenn gengu í salinn, handtóku hann og lögðu fram ákæruna. Þrem dögum síðar var Bergman fluttur á sjúkrahús vegna taugaáfalls, sem vinir hans sögðu að hann hefði fengið vegna meðferðar lögreglunnar. Nú hefur verið fallið frá ákærum á hendur honum, eftir að nákvæm rannsókn hefur farið fram og segir ákæru- valdíð, að ekki verði séð, að Bergman hafi framið neitt saknæmt. Hins vegar verður athugað hverjar skattaskyldur Bergman hefur yfirleitt. LIBANON: Hinir stríðandi aðilar í Líbanon virðast hafa tileinkað sér bar- dagaaðferðir frá Vietnam. Hér er lík falangista, sem féll í átökum um Holiday Inn hótelið i Beirút, dregið eftir götunum sem sigur- Leiðtogi sósíalista nú kominn í lykilaðstöðu? Líbanski sósíalistaleiðtoginn Kamal Junblatt, en áhrif hans hafa farið vaxandi að undanförnu vegna hernaðarsigra vinstri- manna í landinu, virtist i morgun vera orðinn lykilmaður í tilraun- um til að binda enda á stjórnmála- kreppuna er kyndir undii* borgarastyrjöldina í landinu. Hörðustu bardagarnir í gær voru í f jöllunum austur af Beirút Alls féllu 188 manns í bardög- um í gær, að sögn lögreglunnar í borginni. Snemma í morgun var nokkur skothrið i Beirút. Haft er eftir nokkrum borgarbúum, að hörð átök hægrii- og vinstrimanna hafi verið I hverfum nærri for- setahöllinni. Junblatt hefur krafizt tafar- lausrar afsagnar Suleimans Franjiehs forseta. Sýrlendingar og hægrimenn !■ Líbanon beina tilraunum sínum aftur á móti að því að koma í veg fyrir afsögn forsetans. Talið er líklegt að áhrif Jun- blatts eigi eftir að verða enn meiri á næstu klukkustundum og dögum vegna velgengni vinstri- manna í baráttunni við kristna falangista í gistihúsahverfi Beirút. Jafnframt hefur verið aukin sóknin gegn kristnum mönnum í þorpum í fjallahéruð- unum. Fréttir um tilraunir í gær til að koma á vopnahléi hafa litla sem. enga athygli vakið, enda Líbanir orðnir langþreyttir á fölskum vopnahléum, sem enginn virðir. Junblatt er sagður gera af- dráttarlausa kröfu til þess, að vinstrimenn haldi herteknum svæðum og borgarhlutum sinum ef vopnahlé eigi að taka gildi. WILSON FULLVISSAR GR0MYK0 UM STEFNU EFTIRMANNS SÍNS Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna heldur heim- leiðis nú í dag frá Bretlandi með persónulegt loforð Harolds Wilsons, fráfarandi forsætisráðherra, þess efnis að eftirmaður hans muni verða stuðningsmaður bættrar sambúðar austurs og vestur (detente). Gromyko hefur átt viðræóur við brezka ráðamenn um detente, suðurhluta Afríku, Miðausturlönd og þróun viðskipta Sovétríkjanna og Bretlands. Einkum hefur Gromyko rætt við James Callaghan, starfsbróður sinn, sem talinn er líklegasti eftirmaður Wilsons. Sameiginleg yfirlýsing utan- ríkisráðherranna um við- ræðurnar verður, gefin út siðar i dag. t viðræðunum vöruðu ' Bretar Sovétmenn við þvi, að bættri sambúð austurs og vestursí Evrópu gæti ver- ið hætta búin ef stjórnin Moskvu gerði eitthvað er gæti orðið til að auka á spennuna i suðurhluta Afríku, þar á meðal Ródesíu. Wilson forsætisráðhr. sagði Gromyko í gær, að sambúð Breta og Sovétmanna væri betri nú en hún hefði verið síðan „samstarf okkar var í síðari heimsstyrjöldinni, raunar betri en hún hefur nokkurn tíma verið á okkar tímum”. Wilson benti á, að áður en langt um liði væri ekki hægt að finna neina afsökun fyrir slæmum samskiptum og skorti á gagnkvæmum skilningi á milli Moskvu og London. Hann kvað fráleitt, að hann myndi missa áhuga á sambúð Sovétríkjanna og Bretlands, þótt hann léti af embætti fc- sætisráðherra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.