Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 23
Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976.
23
Útvarpsleikritið i kvöld kl. 20.00:
Ádeila á réttarfarið
Ekkísama Jón
og séra Jón
í nafni réttlætisins heitir leikritið
sem er á dagskrá útvarpsins kl 20.00 í
kvöld. Það er eftir John Galsworthy,
þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir
og leikstjóri er Steindór Hjörleifsson.
Leikurinn ljaliar um baráttu
skrifstofumanns hjá lögfræðifyrirtæki
sem dregur .'.éi fjámpphæð og lendir
í fangelsi. Hon.um líkar fangavistin
illa, enda hefur hún víst ekki verið
eftirsóknarverð í þá daga og varla
litið á fanga sem menn. Hann reynir
að fá vinnu hjá fvrri húsbændum
sínum þcgar honum er sleppt. Þeir
sctja honum skilyrði sem örðugt er að
uppfvlla.
Að lokum verður honum ástandið
um megn.
Margir leikendur fara með
hlutverk í leikritinu en með þau
helztu fara: Árni 'rrvggvason, Ævar
R. Kvartan, Harald Cí. Haralds, Jón
Sigurbjörnsson og Halla Guðmunds-
dóttir.
Flutningstími er tvær
klukkustundir.
A. Bj.
Bjarnleifur Ijósmyndari brásér niður
í útvarp og þá var einmitt v *rið að
æfa leikritið er flutt er í kvöld. Á
myndinni eru frá vinstri Steindór
Hjörleifsson, Árni Tryggvason, Halla
Guðmundsdóttir, Bjarni
St^ingrímss., Valdemar Helgason,
Harald G. Haralds og Ævar Kvaran.
Á bak við standa Randver
Þorlákssón og Jón Gunnarsson.
Útvarp
FIMMTUDAGUR 25. MARZ
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir
kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.. 15 ( og
forustugr. DAGBL.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 8.45.
Eyvindur Eiríksson heldur áfram
sögunni „Söfnurunum” eftir
Mary Norton (2). Tilkynningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt
lög milli atriða. Við sjóinn kl.
10.25. Ingólfur Stefánsson sér um
þáttinn. Tónlcikar.
Morguntónleikar kl. 11.00.
Tékkneska fílharmoníusveitin
leikur „Vatnaóvættina”,
sinfónískt ljóð op. 108, eftir
Dvorák, Zedenek Chalabala stj. /
Felicja Blumental og
Sinfóníuhljómsveitin í Vín leika
Píanó-konsert í a-moll op. 17 eftir
Paderewski, Helmuth Froschauer
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Á frívaktinni.
Margrét Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Um dægyflagatexta á íslandi,
fyrsti þáHur. Umsjónarmcnn:
Hjalti Jón Sveinsson og Sigurjón
Sighvatsson.
15.00 Miðdegistónleikar.
Píanótónleikár Jörg Demus í
Salzburg í fyrrahaust.
a. Fantasía í C-dúr,
„Wanderer”-fantasían eftir
Franz Schubert. b. Sónata nr. 1
eftir Alban Berg. c. Sónata nr.
32 í c-moll op. 111 eftir Ludwig
van Bethoven.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir). Tónleikar.
116.40 Barnatími: Guðmundur
Magnússon stjórnar. Margt er að
skoða í nágrenni Reykjavíkur.
17.30 Framburðarkennsla í cnsku.
17.45 Tónléikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfrcgnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
'Filkynningar.
19.35 Lesið í vikunni. Haraldur
Ölafsson talar um bækur og
viðburði líðandi stundar.
19.50 Samleikur í útvarpssal.
Robert Áitken, Hafliði Hall-
grímsson, Þorkell Sigurbjörnsson
og Gunnar Egilsson leika „Vers
II” eftir Hafliða Hallgrímsson.
20.00 Leikrit: ,,í nafni réttlætisins”
eftir John Galsworthy. Þýðandi:
Torfey Stcindórsdóttir. cikstjóri:
Steindór Hjörlcifsson. Persónur
og leikendur/: Cokeson—Árni
Tryggvason. James How—Ævar
R. Kvaran( Falder—Harald G.
Haralds. Frome — Jón Sigur-
björnsson. Ruth Honeyvell —
Halla Guðmundsdóttir. Aðrir
leikendur: Sigurður Karlsson,
Guðmundur Pálsson, Klemenz
Jónsson, Randver Þorláksson,
Guðjón Ingi Sigurðsson, Knútur
R. Magnússon, Valdemar Helga-
son, Jón Hjartarson, Jón Júlíus-
son, Jón Gunnarsson, Jón Aðils,
Bjarni Steingrímsson og Karl
Guðmundsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. „Styrjöld
Guðmundar á Sandi” ritgerð
eftir Kristin E. Andrésson.
Gunnár Stefánsson les síðari
hlutann (3)
22.40 Létt músík á síðkvöldi.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
26. marz
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugreinar ^agbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 8.45:
Eyvindur Eiríksson heldur áfram
að lesa söguna „Safnarana” eftir
Mary Norton (3). Tilkynningar
kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt
lög milli atriða. Spjallað við
bændur kl. 10.05. Úr handraða-
um kl. 10.25: Sverrir Kjartansson
sér um þáttinn. Mörguntónleikar
kl. 11.00: J<irg Demus og félagar í
Barylli kvartettinum lcika kvart-
ett í Es-dúr op. 47 fyrir píanó og
strengi eftir Schumann/ Sinfíníu-
hljómsveit Lundúna og Itzhak
Perlman leika „Symphonic
Espagnole” í d-moil op. 21 eftir
Lalo; André Previn stjórnar.
12.00 Dagskráin. 'Fónleikar. 'Fil-
kynningar.
Barnatími útvarpsins kl. 16.40:
ÞAÐ ER MARGT AÐ SJÁ í
NÁGRENNIHÖFUDBORGARINNAR
Einstaklega áhugaverður barna-
tími er á dagskrá útvarpsins kl. 16.40
í dag. Stjórnandi er Guðmundur
Magnússon myndlistarkennari við
Hagaskólann.
Fer hann með hlustendur í
skoðunarferð í nágrenni Reykjavíkur
og byrjar ferðin úti á Seltjarnarnesi.
Spjallað verðijr um nesið, jarðfræði
þess, m.a. fjörumóinn sunnarlega á
nesinu. Þar sést greinilega að nesið er
að síga en það sígur um 15 cm á öld.
Einnig verður komið við á Valhúsa-
hæð og minnzt verður á fálka kon-
ungsins. Þá verður rætt um Hólm-
inn, hinn gamla verzlunarstað Reyk-
víkinga, sem yar á skeri úti fyrir
örfirisey. Þá segir öuðmundur frá
járnbrautinni sem lá frá örfirisey og
niður að höfn.
Sagt verður frá Graf Zeppelín
þegar hann Ienti á loftfarinu í öskju-
hlíðinni. Þá liggur leiðin í Vatnsmýr-
ina og til þess að sýna að þar hefur
líka ýmislegt gerzt segir frá
þegar Circus Zoo kom þangað í
heimsókn og þegar skemmtigarður-
inn Tivolí var rekinn þar. ■.
Næst verður haldið inn með
Sundum og minnzt á Ástu Jóhann-
esdóttur sundkonu sem er eina
konan sem synt hefur frá Viðev
og í höfnina í Reykjavík. Hún
var næstum tvo klt. að synda þetta
en það höfðu aðeins tveir menn gert
á undan henni, þeir Bcnedikt Waage
og Erlingur Pálsson.
Þá verður komið við hjá Köllunar-
kletti og sagt frá örnefnum og frá
Viðey og klaustrinu þar. Einnig
kcmur Þorlákur helgi við sögu. Guð-
mundur segir frá ýmsum örnefnum í
Viðcy, svo sem Sundklöpp og Sund-
bakka, cn þaðan voru hestar sund-
lagðir frá cvnni.
Þar næst verður farið inn að
Elliðaám og sagt frá Lcitarhrauni,
sem komið cr úr Bláfjöllum, og
minnzt á aldursgreiningu á hraun-
inu. Þá verður aðeins horft til grasa
og talað um ætififilinn scm þótti
góður til átu hér áður fyrr. Frakkar
komu meira að segja í land á skútun-
um til þess að ná sér í fífia.
íslendingar eru nú orðnir svo stórir
upp á sig að þeir borða ekki lengur
fífiablöð nema á dýrustu veitinga-
húsum í París þar sem þau eru
jafnan notuð í hrásalöt. Segir Guð-
mundur frá því að Rangvellingar
grófu upp ræturnar og steiktu og
borðuðu síðan með heitu smjöri.
Þá liggur leiðin í Fossvog og sagt
er frá skeljalögum. f bökkunum rétt
fyrir neðan Nesti eru gamlir stein-
gervingar. Fjallað verður um sjávar-
stöðubreytingar í Kópavogi en einu
sinni náði sjór upp að kirkjunni og
voru það hæstu íjörumörk í nágrenni
Keykjavíkur. Minnzt verður á þing-
staðinn í Kópavogi og fundinn 1662.
Rifjað verður upp að menn voru
hálshöggnir og konum drekkt í lækn-
um en þeir sem áttu að hengjast voru
fluttir suður í Gálgahraun sem dreg-
ur nafn sitt af því. Þar hafa oft
fundizt mannabein í gjótum.
Margt fieira kemur við sögu sem
of langt yrði að rekja en þetta efni,
sem hér hefur verið talið, er aðeins
fyrri hluti þáttarins.
í seinni hluta tímans verður kynnt
starfsemi Ferðafélagsins, Útivistar og
Farfugla. Guðmundur hvetur bæði
bíleigendur og einnig þá sem ekki
eiga bíla að taka þátt í mjög
skemmtilegum og fróðlegum
skoðunarferðum,b<eði um Reykjavík
og nágrennið, sem þessi félög gangast
fyrir um helgar.
Þátturinn er 50 mínútna langur og
verður sá síðasti á þessum vetri sem
Guðmundur Magnússon sér um.
Guðmundur Magnússon myndlistarkennari hefur séð um barnatíma einu
sinni í mánuði í vctur. Ljósm. DB — Bjarnleifur.