Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.03.1976, Blaðsíða 14
Dagblaðið. Fimmtudagur 25. marz 1976. Sifellt er verið að gera tilraunir með nýjar bragðtegundir, en aldrei eru fleiri en þrjátíu og ein á markaðinum í senn. Hann bvrjar dacrinn á því að gera leikfimiæfingar og fær sér nokkra . laginu eins og rjómaísform. sundspretti í sundlauginni sinni sem er í SUMIR HALDA ÞVI FRAM AÐ RJOMAÍS SÉ BARA FYRIR BÖRN Hann vaknar kl. 7 á hverjum morgni og fær sér góðan sundsprett í sundlauginni sinni, sem er í laginu eins og ísform í heimabæ sínum Encino, Kaliforniu. Síðan gerir hann leikfimiæfingar í fimmtán mínútur, reisir sig upp 31 sinnum. Þessi maður er Irvine Robbins og talan 31 gegnir stóru hlutverki í lífi hans. Hann stendur á bak við rjómaísfyrirtækið Baskin-Robbins ogþær31 bragðtegundir sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Fyrirtækið var stofnað fyrir 31 ári. Hann er ákaflega hrifinn af framleiðslu sinni. Þegar hann hefur lokið morgunæFingunum fær hann sér kornflögur í morgunverð og banana- ís ofan á. Hann ekur til vmnu sinnar í ljós-brúnum Mercedes Benz sem hefur númerið BR-31. Hann er stjórnarformaður í fyrirtækinu og á þessu yfirstandandi afmælisári Bandaríkjanna mun fyrirtækið færa út kvíarnar, þannig að ísbúðirnar verða 1776 að tölu Þær eru dreifðar víða um heim, fyrir utan Bandaríkin eru þær í Kanada, Japan og Belgíu. Þegar hann mætir til vinnunnar hittir hann fimm rnenn, sem allir eru klæddir drifhvítum sloppum. Þeir hittast í litlu herbergi, þar sem eru frystigeymslur og vaskar. Kirnur með rjómaís frá 15 verksmiðjum eru opnaðar og mennirnir smakka allir á framleiðslunni. Þeir byrja á „franskri vanillu”. ,,Það er of mikið eggjabragð af þessum....” Eftir hvert „smakk” skola þeir munninn vandlega og smakka á næstu tegund. „Of mikið súkkulaði í þessum”. „Þessi er of fastur í sér, — hrærivélin hefur ekki verið nógu hraðvirk”. Hópurinn smakkar á einum sex tegundum á hverjum morgni. Þegar því er lokið sleikir Robbins plastskeiðina sína vandlega og segir himinlifandi: „Að hugsa sér að maður fái greitt fyrir svona vinnu!”. Robbins sem er 58 ára gamall hefur unun af viðskiptum. Hann segist borða minnst þrjá kúffulla diska af rjómaís á hverjum degi, dagana sem hann ei bvrjar daginn sem smakkari. Þá daga getur ísát hans farið upp í allt 90 skeiðar af hinum ýmsu bragðtcgundum. „Flestu fullorðnu fólki finnst rjómaís aðeins vera fyrir krakka,” segir Robbins. „Þú kemst nánast í hugarástand krakka þegar þú borðar ís. í undirmeðvitundinni finnst manni einhvern veginn að vcrið sé að verðlauna mann fyrir citthvað sem manni hefur tekist vel. Mér finnst rjómaís afskaplcga góður — kannske betri en nokkuð annað”. Til allrar hamingju þá eru aðrir á sömu skoðun, að ísinn sem fyrirtækið framleiðir sé mjiig góður. Nýr úlsöðustaður er opnaður annan hvern dag. Árið 1975 seldu útsölustaðirnir alls 25,4 milljón gallon af ís. Þessa velgcngni má að rniklu leyti þakka tveimur auglýsingamonnum, Ralp Clarson og Jack. „Við vor'urn á sínum tíma þriðju viðskiptavinirnir, sem þeir fengu. Við ætluðmn að auglýsa fyrir 500, EN FULLORÐNU FÓLKI ÞYKIR HANN EINNIG GÓÐUR Til allrar hamingju finnst Irvine Robbins rjómaísinn góður á bragðið og segist borða minnst þijá kúfaða diska á hvcrjunr degi. sem voru miklir peningar í þá daga,” segir Robbins. Það voru þessir auglýsinga-menn sem stungu upp á að hafa bragðtegundirnar 31, ísinn í mismunandi litum og þeir fundu einnig upp alls kyns smellin nöfn á hinar ýmsu tegundir. „Eitt af því sem ég hef gert á undanförnum árum,” scgir Robbins, „er að ég hef haft vit á að hiusta á ráðleggingar þeirra sem kunna eitthvað fyrir sér.” Ný ísnöfn eru alltaf að skjóta upp kollinum, uppástungur koma ba*ði frá viðskiptavinunuin og starfsfólkinu. „Nafnið vcrður að segja þér „citthvað”. Við höfðum einu sinni á boðstólnum ístegund sem hét „Rómantík”. Það var ís með kókoshnetum og ananas. En „Rómantík” sagði þér ekki neitt, svo við breyttum nafninu og kölluðum hana „Kókoshnetur og ananas.” Það- sagði þér hvað var á boðstólnum og ísinn rann út eins og „heitar lummur”. Sífellt er verið að brcvta nöfnunum og bragðtegundunum. Þegar braiíðteirundir verða að víkja af markaðnum til þess að nýjar geti komist í gagnið eru dæmi þess að viðskiptavinirnir hafa mótmælt harðlega og jafnvel komið með mótmælaspjöld. „Eitt af því, sem kemur lífi í söluna er að taka einhverja bragðtegundina af markaðinum um stundarsakir. Þegar hún kemur aftur í gagnið, verður eftirspurnin mikil,” segir Robbins. Einu sinni let Robbins útbúa eina bragðtegund sérstaklega fyrir einn vin sinn. Sá er þekktur fyrir að borða tómatsósu með öllu, alveg sama hvað það er Robbins lét búa til „tómatsósu-ís”. Þessi ís fékkst aðeins í einni búð í Encino og var auglýstur sem 32, bragðið! Alls voru búin til 10 gallon, en hvemig sem reynt var að selja þennan ís, gekk það ekki. Það var meira að segja reynt að koma honum út sem hundamat, en allt kom fyrir ekki. „Við urðum að skola þessum ís niður í salerninu, og það kostaði okkur 48 dali í pípulagningavinnu”, segir Robbins. Segja má að Irv Robbins hafi alist upp „í rjómaísnum”. Þegar hann var fimm ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum frá Winnipeg til Tacoma, Washington. Faðir hans, sem var rússneskur, gerðist innflytjandi einn síns liðs, þegar hann var 13 ára, setti á stofn mjólkurbú og hafði ísframleiðslu sem hliðarframleiðslu Irvine vann hörðum höndum í ísframleiðslunni. Hann pakkaði ísnum í trékassa sem í var mulinn ís og salt og fór með kassana í verzlanir. „Mér fannst alltaf gaman að vinna við íssöluna, fólk verður alltaf svo glatt, þegar það kaupir sér ís,” hefur hann sagt. Þegar Robbins hafði lokið háskólaprófi í stjórnvísindum fór hann að vinna fyrir þann sem keypti ís-framleiðsluna af föður hans. „Mér fannst mjög gott að vinna hjá fyrirtækinu”, segir Robbins. „Ég var ekkert að velta framtíðinni fyrir mér. Ég hafði 60jdollaraí vikulaun. Margir af vinum mínum höfðu ekki nema 40. Þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út var Robbins óhæfur til herþjónustu vegna sjóndepru, en hann lét skrá sig og vann í fjögur ár við skipulagningu á þjálfun hermanna. Þegar því lauk hafði hann kvænst Irmu, sem var skólaherbergisfélagi systur hans í háskóla. Honum hafði safnast þó nokkuð fé þannig að hann gat keypt fyrstu íbúðina sína, það var árið 1945. Ári seinna voru búðirnar orðnar þrjár. Þau bauð hann mági sínum hlutdeild í fyrirtækinu og það hélt áfram að blómstra. En það var oft þröngt í búi. Irma Robbins minnist fyrstu hjúskapar- áranna, þegar börnin voru lítil. „Við urðum að lifa á rjómaís í orðsins fyllstu merkingu. Ef þú borðar eitthvað af grænmeti með honum, ertu búin að fá fullkomna máltíð.” Börnin þrjú eru nú uppkomin og gift og Robbins hjónin eiga þrjú barnabörn. ísframleiðslan gengur betur en nokkru sinni. Alls hefur viðskiptavinunum verið boðið upp á 430 bragðtegundir á þessum þrjátíu og einu ári. Hver skyldi hún vera bragðtegundin sem ' alltaf er vinsælust? Það liggur í augum uppi. Vanillu-bragðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.