Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. Gyðingar enn í fanga- ■ /ir 0% Enskir Gyöingar söfnuöust saman fyrir framan sendiráfi Sovótríkjanna í London, klæddir fangabúningum sífiustu heims- styrjaldai og mefi kúlur í kefijum um fæturna. Mótmæli þessi voru í tilefni heimsóknar Andrei Gromykos utanríkis- ráfiherra Sovetríkjanna til London núna fyrir skömmu og vildu Gyfiingar vekja at- hygli á átthagafjötrum sovózkra Gyðinga. AUSTURRÍKISMíNN UNNU m í BRIDGl Peter Manhardt og J.Vogl.sang, land og Olsson meó 4954 stig .og Austurríki, sigruðu í Evrópu- Hoffmann og Hackett, Bretlandi, keppninni í tvímenningskeppni í urðu í 3ja sæti meö 4867 stig. bridge. Henni lauk í Ziirich í Úr mótunum sex hlutu þeir Sviss á sunnudag, en þar var þá Manhardt, sem hefur orðið háð lokamótið af sex í keppninni. heimsmeistari i tvímennings- Austurríkismennirnir hlutu keppni, og Voglsang 68 vinnings- 5426 stig — 68.5% skor — en alls stig. Hacett og Hoffmann urðu í tóku 104 pör þátt í keppninni, öðru sæti með 62 stig og Wirgren sem háó var um helgina. t öðru og Olofsson, Svíþjóð, urðu í 3ja sæti í Ztirich urðu Svíarnir Nils- sæti með 50 stig. sýningarsalurinn Fíat 1100 station '67 150 þús. Fíat 850 Special '71 230 þús. Fíat 126 Berlina, gott lán 74 500 þús,- Fíat 126 Berlina 73 590 þús. Fíat 125 Berlina ’71 450 þús. Fíat 125 Special ’72 550 þús. Fíat 125 P '73 500 þús. Fíat 124 station '70 300 þús. Fíat 127 3ja dyra ’74 550 þús. Fíat 127 Berlina ’75 700 þús. Fíat 128 4ra dyra ’71 380 þús. Fíat 128 Berlina 73 550 þús. Fíat 128 Berlina 74 660 þús. Fíat 128 station 74 750 þús. Fíat 128 4ra dyra 75 850 þús. Fíat 128 Rally 73 650 þús. Fíat 128 Rally 74 780 þús. Fíat 128 Rally 75 950 þús. Fiat 132 Special 73 900 þús. Fíat 132 GLS 74 1150 þús. Fíat 132 GLS sjálfsk. 74 1300 þús. Fíat 132 GLS 75 1300 þús. Ford Maveric 74 1600 þús. VW ’67 100 þús. Toyota Corolla 72 650 þús. Datsun 180B 74 1400 þús. Ilillman Ilunter 73 750 þús. Renauit TS 73 1400 þús. Citroen GS 72 650 þús. Lada Topaz2103 75 FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI • * Davíð Sigurðsson h.f.. SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888 Tekið verður fyrir upplýsingaflóðið frá CIA-nefndinni Rannsóknarnefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings um málefni leyniþjónustanna mun ekki birta smáatriði úr rann- sóknum sínum á umdeildum starfsaðferðum leyniþjónust- unnar CIA, að sögn heimildar- manna innan nefndarinnar. Skýrsla nefndarinnar um rannsóknina verður birt um miðjan apríl. Formlega verður skýrslan almennar athuga- semdir og tillögur, sem ætlað er að takmarka umdeilanlegar aðgerðir CIA. Aftur á móti verður ekki tilgreint um hvaða aðgerðir er að ræða, að sögn heimildarmannanna. Þeir skýrðu jafnframt frá því, að þetta væri í anda sam- komulags, sem nefndin hefði gert við CIA í fyrra, þegar rannsóknin hófst. Nefndin hefur einkum at- hugað sex meiriháttar áætlanir leyniþjónustunnar, þar á meðal í Chile, á Italíu og í Angola. Upplýsingar um starfsemi leyniþjónustunnar í Chile voru birtar í desember sl. Þá sagði nefndin, að um væri að ræða gott dæmi um „umdeilanlegar” aðferðir CIA í starfsemi sinni. Þar sagði m.a. að CIA hefði varið milljónum dollara til að koma í veg fyrir kosningu marxistans Salvadores All- endes og síðan hafið mikla her- ferð til að grafa undan stjórn hans og undirbúa jarðveginn fyrir valdarán hersins. Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur skrif- lega viðurkennt að hafa fyrir- skipað aðgerðirnar í Chile, en jafnframt neitað því að hafa haft vitneskju um tilraunir til að æsa til byltingarinnar, sem kostaði Allende lifið í septem- ber 1973. INNISTÆÐUR PERONS OG STUÐNINGSMANNA HENNAR FRYSTAR Bankainnistæður frú Peron, I fyrrum forseta Argentínu, og um 70 annarra háttsettra embættis- I manna úr stjórnartíð hennar hafa nú verið frystar að skipun hinnar nýju herstjórnar Argentínu. Þessi aðgerð, sem tiikynnt var eftir fyrstu ræðu hins nýja for- seta, hershöfðingjans Jorge Rafael Videla, er gerð til þess að grafast fyrir um fjármálaspill- ingu, sem á að hafa átt sér stað í stjórnartíð Peron. t ræðu sinni bað Videla fólk um að sýna þolin- mæði og „takast á við þann vanda, sem er því fylgjandi að endurupp- byggja þjóðfélagið.” Þá sagði hann, að heríoringja- stjórnin hefði ekki tekið völdin til þess að „fótumtroða frelsið, heldur til þess að styrkja það, ekki til þess að snúa á réttlætið, heldur til þess að auka það.” Vitað er að meira en 20 skæru- liðar hafa látið lífið í átökum við herinn síðan byltingin var gerð og um tvö þúsund manns er haldið föngum af hernum í herstöðvum I Hver líðan Maríu Perons, sem eða í fangaskipum í höfninni í nú er í stofufangelsi, er, vita Buenos Aires. | menn ekki gjörla. Svo virfiist sem langflestir Argontínubúa hafi tekifi byltingu hersins mefi stökustu ró, enda verfiur afi vifiurkennast afi efnahagsástand landsins var orfiifi verulega slæmt. Nú ætlar herforingjastjómin afi kanna fjármálaspillingu þó er stjórn Perons hefur verifi sökufi um. Sódanski sendiherrann fullur í Stokkhólmi: STÚDtNTAR KREFJAST ÞESS AD HANN VERDIKVADDUR HEIM Að sögn talsmanns utanríkis- ráðuneytisins í Stokkhólmi hafa sænsk stjórnvöld lýst undrun sinni á hegðun sendiherra Súdans i Svíþjóð, en lögreglan stöðvaði hann á bíl sínum fyrir ógætilegan akstur nú um helgina. Sagði talsmaðurinn, að sendi- herrann, Muawia Ibrahim, hefði hrópað ókvæðisorð að lögreglu- mönnum, sem stöðvuðu bíl hans, eftir glannalega ökuferð unt mið- borg Stokkhólms. Ibrahim, sem tök við embætti sínu í nóvember sl. harðneitaði að yfirgefa bílinn, sem lögreglan varð um síðir að láta fjarlægja og draga að bústað sendiherrans. Hann sat sjálfur grafkyrr i bíln- um allan timann. Scndihcrrann fékk tilkynningu utanríkisráðuneytisins daginn eftir, en mun að öllum likindum ekki hafa látið boð það ganga til ríkisstjórnar sinnar í Súdan. Sendiherra Svíþjóðar í Kairó. sem einnig gegnir embætti í Súdan. var því látinn bera skilaboðin til ríkisstjórnarinnar í Khartoum. Sagt er, að kvartað hafi verið yfir l'leiri giillum i fari mannsins. TIu súdanskir stúdentar gengu í gær á fund starfsmanna í sendi- ráðinu, áður en sendiherra kom til vinnu, og gátu komið skilaboð- um til Súdan, þar sem þeir kröfðust þess, að sendiherrann yrði kallaður heim. „Ég a'tla að keyra sjálfur," sagði sendiherrann drafandi röddu en lögreglumenn voru nú ekki alveg á því. Éftir þriggja tíma stapp við manninn var hann og bíllinn dreginn i burtu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.