Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 11
PAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. franiför fyrir hann þegar hann var fluttur á opna deild á Studiegarden i Uppsölum þar sem fangarnir fengu aö fylgjast meö kennsiu i háskólanum þar. Á meðan hann sat inni í Kumla, einu öflugasta og ó- manneskjulegasta fangelsi i heimi, hitti hann Mariu Wallin sem þá var nemandi við félagsháskólann i Örebro. Þau uröu ástfangin og síðan hefur hún reynt að hjálpa honum á allan hátt við að reyna að sam- lagast eðlilegu umhverfi. Það var henni að þakka að hann komst á Studiegarden þar sem hann stóðst stúdentspróf í ágúst 1972, með hæstu einkunnir í sænsku, ensku, þjóðfélagsfræði, sögu, trúfræði og sálarfræði en varð að láta sér nægja aðeins lægri einkunnir í þýzku, líffræði og heimspeki. Fimm mínútum of seint Eftir prófið var hann innrit- aður í hugmyndasögudeild há- skólans í Gautaborg og mátti hefja þar nám, ef hann fengi eitthvað af fangelsisdómi sin- um fellt niður. 'Á því virtust góðir möguleikar. Hann hafði fastan bústað, hafði fengið námslán, fengið ökuskírteini og nýjan passa og gat þvi hafið nám ef svo byði við að horfa. Hinn 27. marz 1972 sótti hann því um náð til konungsins: Hann fékk synjun 18. júlí sama ár. Helmingur fangelsisvistar- innar var afplánuð 25.júlí sama ár og þá hafa menn rétt á þvi að sækja um náðun. Þvi sótti hann enn á ný en var svnjað. Smávægilegur atburður, sem átti sér stað á einu af sumar- dvalarhúsum fangelsisyfirvald- anna í Lysekil átti eftir að draga dilk á eftir sér. Clark og einum vini hans frá Studiegarden hafði verið veitt leyfi til þess að dveljast í sumardvalarhúsinu í júlí. Þeir óku í bíl frá Studiegarden 24. júlí. Er þeir komu þangað var þeim hótað að þeir yrðu lokaðir inni á ný vegna þess að þeir komu í bíl í stað þess að aka í lesinni eins og umsamið hafði verið. Ekki varð þó úr því en andrúmsloftið var heldur spennt allan tímann sem þeir dvöldu á stofnuninni. Clark var óánægður með allar synjanirnar og eitt kvöldið fóru hann og félagi hans inn á hótelið á staðnum til þess að fá sér öl. Stofnunin var nokkuð opin, fangarnir gálu farið um fiágrennið ef þeir aðeins voru komnir inn klukkan ellefu. Þeir félagarnir komu fimm mín. of seint. Þá var búið að láta lögregluna vita, að sent hefði verið eftir bíl sem flutt ga.'ti fangana í Vánersborgfang- elsið. Clark flýði enn einu sinni. Af gamalli reynslu vissi hann að hann ætti ekki aftur- kvæmt f.vrr en hann hefði af- plánað allan dóminn og það leizt honum ekki á eins og sakir stóðu. Afbrotamaður ó flótta. Olofsson var á flötta i sex mánuði. Og afbrotamaður á flótta hefur ekki mikla mögu- leika. Hann getur alla vega ekki séð fyrir sér með venjulegri vinnu og því neyðist hann til þess að stela. Eftir handtökuna i það skiptið var hann settur fleiri ár aftur í tímann í afplánunar- kerfinu. Og 23. ágúst 1973 var hann sóttur í klefa sinn í fang- elsinu í Nörrköping. Yfirmaður fangelsisins sagði honum að Lennart Gejer dómsmálaráð- herra hefði ákveðið að hann ætti að fara til Norrmalstorg í Stokkhólmi og gefa sig þar fram við lögregluna. ..Enginn spurði mig hvort ég vildi fara eða ekki. Eg átti sam- kvæmt skipun dómsmálaráð- herrans að framselja mig í hendur lögreglunnar eins og verzlunarvöru. Ef einhver geggjaður maður hefði tekið gísla og krafizt þess að láta senda sér Johannsen tannlækni í Hágerstein er ég hræddur um að dómsmálaráðherra og öll þjóðin hefði brugðizt öðru vísi við. En við fanga gerir maður hvaðsemer.” Varði sig sjólfur Fyrir óþægindi sín í sex daga þar sem hann var í stöðugri lífshættu fékk Clark fyrst tíu mánaða einangrun og öll rétt- indi voru tekin af honum, síðan tveggja og hálfs árs fangelsi. Síðar var hann saklaus fundinn af hæstarétti þar sem hann varði sig sjálfur. Olofsson er stórvel gefinn. Greindarvísitala hans hefur verið mæld allt að 146. Hann á auðvelt með að lærá og hefur hagað sér vel yfirleitt. Samt sem áður fær hann synjun þegar hann hefur reynt að skapa sér tækifæri til þess að reyna að lifa eðlilegu lífi utan fangelsismúranna. Það er því skiljanlegt að hann hafi misst trúna á það að hann geti nokk- urn tíma lifað eðlilegu lífi í Svíðþjóð. Og nú getur hann búizt við sex til átta ára fang- elsisdómi eftir handtökuna í síðustu viku. Orðspor Clark Olofsson er yfirleitt komið á undan honum hvar sem hann fer. Hann segir sjálfur að hann verði alltaf tal- inn hættulegur hversu vel sem hann hagi sér. Þannig séu við- brögð yfirvalda við honum og hans líkum. Kjallarinn Ingjaldur Tómasson Stöðnuð bœndaforysta Það er furðulegt hve búnaðarmálastjóri og fleiri forystumenn búnaðarsamtak- anna og jalnvel bændur sjálfir eru fastheldnir á fornar, úr- eltar venjur. Nefni sem dæmi ræðu sem búnaðarmálastjóri flutti í útvarp þar sem hann ræddi meðal annars um vothey. Hann fann votheyi flest til foráttu. með öðru að það lyktaði illa og skepnur hefðu veikzt af því, það væri þungt i meðför- um, og svo klykkti hann út með því að bændur vildu bara ekki vothey nema lítið eitt í neyð og mikilli rosatíð. Þeir hljóta að vera meira en meðalbændur við búskapinn sem ekki geta komizt upþ á að verka gott vot- hey. Eg held að þarna sé á ferðinni gömul, liingu úrelt vanafesta sem einkennir alltof stóran hluta bændastéttarinnar og marga forvstumenn bæhdá. Yfirburðir votheysverkunar eru ótvírœðir Bæði ég sjálfur og allir vot- * Orkumál: HÚSAHITUNAR- KOSTNAÐUR 11 ■N Það er fyrir löngu orðin brýn nauðsyn, að þeir mörgu íslendingar sem ekki búa á jarðhitasvæðum, eigi kost á raf- magni til húshitunar á viðun- andi verði. í spá Lands- virkjunar er gert ráð fyrir að húsahitun með raforku hafi náð 95% af hugsanlegri orkuþörf árið 1985. Það mun mörgum þ.vkja löng bið. Samkv. sérfræðilegri skýrslu er olíuhitun húsa 66% hærri (dýrari) en húsahitun með raf- magni og enn meiri verður munurinn á hitaveiut og olíu, þrátt fyrir 27% hækkun á. Rvíkur-svæðinu. — Þetta veldur gífurlegu efnahagslegu misrétti eftir því hvar búið er. — Til að my.nda býr meginhluti íbúa Suðurlandskjördæmis við hina rándýru olíuhitun húsa, kostnaður á meðalstórt hús 200- 250 þúsund krónur á ári. Aðalfundur Samtaka sveitar- félaga í kjördæminu fyrir árið 1975 vakti athygli á því, ,,að nær 90% af raforku í landinu er kominn frá Suðurlandi, en jafnframt er mest af orkunni flutt út úr héraðinu og á Faxa- flóasvæðið.” Þá benti fundurinn á, að meginhluta orkunnar frá Sigölduvirkjun væri ráðstafað til karbítverk- smiðju á Vesturlandi, sem raunar er sem stendur óvíst hvort verður verksiniðja eða stærsta flag á íslandi. Þá segir ennfremur: „Fundurinn ályktar, að Sunnlendingar verði að krefjast þess, að þeir að öðru jöfnu hafi forgangsrétt til raf- orku, sem er úr sunnlenskum fallvötnum og felur stjórn sam- takanna ásamt þingmönnum kjördæmisins, að vinna að því að Sunnlendingar annist sjálfir raforkudreifingu og fái eignaraðild að Landsvirkjun, að veitukerfið verði endur- byggt, svo það m.a. geti flutt næga orku til húsahitunar, og athugaðir verði möguleikar á að koma upp stóriðju á Suður- landi með vinnslu gosefna ög jarðefna annarra fyrir innlendan markað og til út- flutnings. Olía til húsahitunar hefur margfaldast í verði síðan 1973. Skýrslur segja, að 60% orkugjafa sé innflutt og af þessum 60% fari einn fjórði hluti til húsahitunar. Eins og nú horfir er gert ráð fyrir að raforkan verði full- Kjallarinn Haraldur Guðnason notuð 1980. Jóhannes Nordal, form. stjórnar Landsvirkjunar telur, að áætla megi að 8-10 ár líði frá fyrstu athugun á virkjunarstað þar til orkufram- leiðsla geti hafist. Þá þarf mikla og dýra endurnýjun á dreifikerfi. Stefnan í raforkumálum hefur verið sú, að selja orkuna erlendum auðhingum, land- gæðin seld úr landi. Samkvæmt heimild Orkustofnunar fór 55% af raf- orkupotkuninni 1974 til Álversins í Straumsvík og var fimm sinnum meiri en heimilisnotkun á öllu landinu. Næst álinu átti svo járnblendið að hafa forgang. 1. mars gengu í gildi ný lög um olíustyrk, sem er nú hækkaður nokkuð en þó í engu samræmi við verðhækkanir á olíunni. Styrknefna þessi dugar 2 í heimili til olíukaupa sem svarar mánuð. En jafnframt leggja háttvirtir alþingism. nýjan skatt, kr. 1,33 á kg., sem eykur olíukostn. á meðalstórt hús um það bil þúsund krónur á mánuði. Annars er þessi olíustyrkur hreint furðulegt fyrirbæri. Auðvitað átti að greiða niður oliu til íbúðahitunar, eins og hverja aðra niðurgreidda vöru, en ekki nota hina fávíslegu höfðatölureglu, með þeirri firnaskriffinsku sem henni fylgir og öllu dembt á sveitar- félögin. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þetta fyrirkomulag mjög þegar lögin komu til „skoðunar” og afgreiðslu í fyrstu. En þegar kom til þeirra kasta var úr þeim allur vindur, allt óbreytt eins og Lúðvík og embættis- menn hans höfðu sannfært þá um að þetta ætti að vera. Þetta er því einskonar skoffín, af- kvæmi Alþýðubandalagsins og íhaldsins. Fyrir nokkru var flutt á alþingi frv. til breytinga á orkulögum frá 1967. Sam- kvæmt því skal ríkið eiga allan rétt til umráða og hagnýtingar jarðhita á háhitasvæðum. And- stæðingar frv. vitnuðu í stjórnarskrá — sem komin er til ára sinna — um friðhelgi eignaréttar. Menn skjóta sér oft bak við úrelta stjórnarskrá þegar þeir halda dauðahaldi í vafasöm réttindi. Hingað til hefur verið látið nægja að menn geti talið sig eiga yfirborð lands, en vanta nú trú- lega ákvæði um hversu langt Þeir skuli eiga niður í jarðlögin. Sjálfir hafa þessir undirdjúpaeigendur engin tök á því að ná hitanum upp á yfir- borðið. Það á ríkið að gera fyrir þá svo þeir geti „selt” hann fyrir fúlgur fjár. Það er sjálfsagður hlutur að ríkið eigi og hafi fullan umráðarétt á háhitasvæðum landsins. Um 78 þús. landsmanna búa við hina rándýru olíuhitun húsa. Um það bil 20 þús. þeirra búa í Suðurlandskjördæmi, og ekki nema nokkur hluti Arnesinga býr á hitaveitu- svæði. Nú er um það bil ár liðið síðan aðalfundur Samtaka sveitarfélaga 1 Suður- landskjördæmi gerði fyrr- nefnda samþykkt um orkumál. Hvað hafa Samtökin og þingmenn kjördæmisins gert í þessu nauðsynjamáli? Varla verður látið við það sitja að sámþykkja sérstakan skatt á húsahitun með olíu að boði ríkisstjórnarínnar. Haraldur Guðnason, bókavörður, Vestmannaeyjum. heysbændur, sem ég hef kynnzt, telja algerlega vonlaust að reka búskap með góðum árangri án þess að hafa góða aðstöðu til að verka 'A-% heyfengsins í vothey. Það er ekki til skemmtilegri, gagn- legri, öruggari eða ódýrari aðferð við heyskap en votheys- hirðing. Þegar upp styttir og tekur sæmilega af jörð er farið nteð tiltækar vélar eftir ástæðum út á slægjulandið, slegið og hirl samdægurs. Ekkert vafstur, engin áhætta, hvert strá eftir daginn er komið i örugga geymslu og er fyrsta flokks fóður. í haust og vetur hefur mjólk þurrheysbænd- anna á Suður- og Vesturlandi orðið miklu minni en í nteðal- ári. Þetia er það sem mun verða eftir hvert óþurrkasumar meðan alltof stór hluti bænda og forystumannaþeirra sjá ekki eða viija ekki sjá yfirburði vot- hevsverkunar, bæði i föður- gildi. vinnusparnaði, véla- sparnaði og miklum sparnaði á erlendu k.jarnfóðri. Bóndinn fær ekki sár „stress,” og fjár- hagur búsins verður tryggður. Eg get ekki annað en vorkennt þeim bændum, sem biðu tímun- um saman tilbúnir með bindi- vélina og aðrar vélar eftir þurrkinum sem aldrei kom. Eg sé í anda þegar þeir eru að gefa skepnunum sínum grút- myglað úr sér sprottið og hálf- ónýtt hey sem þarf óhemju kjarnfóður með ef fénaður á að haldast sæmilega. Óvitavinnu- brögð þurrheysbændá síðast- liðið sumar verða bændum og þjóðinni allri dýr. Eg hef margsinnis bent á þá fjarstæðu að láta orkuna renna ónotaða framhjá aflstöðvunum á sumrin og flytja svo inn rándýra erlenda orku í staðinn. Til dæmis eru þær fáu og litlu heykögglaverksmiðjur sem starfandi eru í landinu, reknar með rándýrri olíu. Það vantar að minnsta kosti tvær stórar h éy k ö g g 1 a v e r k s m i ð j u r s e m gætu fullnægt að mestu fóður- bætisþörf bænda. Það þarf líka að reisa sem fyrst stóra og full- komna áburðarverksmiðju. Rœktun og verndun er lífsnauðsyn Hugarfar ræktunar og vernd- unar þarf að verða ráðandi bæði í landbúnaði og sjávar- útvegi. Áframhaldandi rán- yrkjustefna mun á fáum árum leiða yfir þjóðina efnahagslegt fátækravolæði. Ef sjónarmið ræktunar og verndunar yrðu hins vegar ríkjandi er víst, að landið fyllist lífi og gróðri og fiskimiðin verða á nokkrum árum sú gullkista, sem þau voru, áður en rányrkjuklær nýtízku veiðitækni sundruðu lífkeðju margra fiskibanka og nálega eyddu allri grunnmiða- veiði. Það er fullvist að i þess- um efnum er um líf eða dauða þjóðarinnar að tefla. Ingjaklur Tómasson verkamaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.