Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir fimmtuduginn 1. apríl. Vatnsborinn (21. jan.—19. feb.): Allt gengur mjög hægt í dag. |)að er eins og þér sé bara ómögulegt að fá hlutina til að ganga rétt fyrir sig. Þó ættu að verða miklar breytingar til hins betra í kvöld og stjörnurnar verða þér hagstæðari. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Samstarfs- maður þinn veldur vonbrigðum með fram- komu sinni en mun breyta um afstöðu seinna. Persónuleg mál þín virðast vera aö færast sífellt hærra upp eftir tindi ham- ingjunnar. Fjarstaddir vinir vilja ná í þig. Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Þetta er vingjarnlegt og opið tímabil. Mikilvæg áætlun er að myndast á ánægjulegan hátt. Þetta eru góðir tímar til að breyta heimilisháttum þannig að þú hafir meiri tíma fyrir sjálfan þig. Nautið (21. apríl—21. maí): Æ, þessi dagur virðist ætla að vera leiðinlegur, ekkert gengur eins og þú vilt, sérstaklega á rómantíska sviðinu. Miklar líkur á deil- um milli ástvina áður en dagur er á enda. Þú virðist þó hafa rétt fyrir þér. Tvíburarnir (22. maí—21. júní): Övænt gjöf kemur þér í dálítil vandræði. Farðu sérlega varlega með peninga í dag. Láttu ekki blaðrið í einhverri manneskju draga athygli þína frá mikilvægum málefnum. Krabbinn (22. júní—23. júlí): Komdu ekki upp um leyndarmál sem þér hefur verið treyst fyrir, sama hversu þrýstingur- inn er mikill. Þér er rétt hjálparhönd með erfitt verkefni og mun það koma þér þægi- lega á óvart. Þú getur eignazt nýjan vin í dag. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): Gefðu nú sjálfum þér svolítið fri frá störfum. Þér hættir til að gera meira en fellur í þinn hlut að gera. Fólk í þessu merki er oft mjög framtakssamt en aðrir eiga þá til að notfæra sér það. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Fólk virðist til í að taka þátt í áætlunum þínum enda ætti ein þeirra. er varðar heimilið, að koma mjög vel út. Astamálin eru e.t.v. skemmtilega roðarauð en samt ekki til að treysta á. Vertu ekki fljótfær gagnvart öðrum. Vogin (24. sept.—23. okt.): í dag ætti öll samvinna að koma mjög vel út og sam- starfsmenn vera mjög ánægjulegir í við- móti. Þú kynnist nýjum vinum þínum í kvöld. Þú færð bréf sem á eftir að verða þér ærið umhugsunarefni. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Far- irðu í ferðalag í dag borgar sig fyrir þig að fara yfir öll smáatriði ef þú vilt komast hjá þreytandi töfum. Það kemur eitthvað fyrir sem gerir það að verkum að þú og ástvinur þinn færast nær hvort öðru. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Treystu ekki um of á nýjan kunningja þinn fyrr en þú hefur kynnzt honum betur. Heimaverkefni kemur til með að gefa af sér góðan arð. Kunningi þinn verður þér hjálplegur í smávandræðum. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Ákveðið tilboð lítur mjög vel út en mun reynast áhættusamt er út í það er komið. Þú ættir ekki að taka neina áhættu í fjármálum núna. Þessi dagur verður einkar heilla- drjúgur þeim sem vinna úti undir beru lofti. Afmælisbarn dagsins: Jæja, nú virðist að því komið að þú ákyeðir hvert þú vilt stefna. Þér munu bjóðast þó nokkur góð tækifæri. Það litur út fyrir að mörg ykkar munubinda sig og að þið munið taka upp ný áhugamál er víkka sjóndeildarhring ykkar. Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvistöðin 2222. Akureyri: Lögreglan sími 23222. Slökkvi- og sjúkrabifreið sími 22222. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 3333. Sjúkrabifreið 1110. Slökkvi- stöðin 2222. Bilanir Rafmagn: I Reykjavík og Kópavogi, sími 18230. I Hafnarfirði í síma 51336. Hitaveitubilanir: Sími 25524. Vatnsveitubilarnir: Sími 85477. Símabilanir: Sími 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311. Svarar alla virka daga frá kl. 17 síódegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan' sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Apótek Kvöld- og helgidagavarzla vikuna 26. marz til 1. apríl er í Lauga- vegsapóteki og Holtsapóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudögum, helgidögum og almennum frídög- um, einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum frídög- um, HAFNARFJÖRÐUR — GARÐABÆR NÆTUR- OG HELGIDAGAVARZLA, upplýsingar á slökkvistöðinni í síma 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i símsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavík og Kópavogur, sími 11100, Hafnar- fjörður, sími 51100. Tannlæknavakt . er í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Sími 22411. Reykjavík—Kópavogur Dagvakt: KI. 8-17. Mánud.- föstud., ef ekki næst í heimilislækni, sími 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17-08 mánud.- fimmtud., sími 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspítalans, sími 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. 1 heimsmeistarakeppninni 1974 kom eftirfarandi spi! fyrir í leik Frakklands og USA. Það hafði afgerandi áhrif á úrslit leiksins. Suður gefur. Norður-suður á hættu. Norður * 1083 9 8742 0 ÁKG63 * Á Vestur * KG95 9 0 1054 * DG953 SUÐUR * Á62 ÁG63 0 D92 * K74 Á báðum borðum var loka- sögnin 4 hjörtu I suður. Þar sem Bob Hamman spilaði spilið kom laufadrottning út. Blindur átti slaginn og litlu trompi var spilað frá blindum. Austur lét lítið og Hamman tók á ás. Þá trompaði hann lauf í blindum og spilaði enn trompi. Austur tók á drottningu — og vestur kastaðí laufi. Austur spilaði laufi og Hamman átti slag- inn á kóng. Lét spaða úr blindum. Þá spilaði hann tígli á kóng blinds og síðasta trompinu frá blindum. Austur tók á kóngog spilaðilaufi Vestur átti slaginn, en þar sem hann hafði kastað laufi varð hann að spila Hamman í hag. Unnið spil 620 til USA. A hinu borðinu spilaði vestur, Bobby Goldman, út litlum spaða gegn Boulanger. Hann drap drottningu austurs með ás — spilaði laufi á ásinn. Siðan trompi ogtóká ás. Þá kastaði hann spaða úr blindum á laufakóng og spilaði litlu hjarta. Þegar legan kom í ljós hrundi spilið. Austur tók trompin á tiuna og hjónin — og vestur fékk síðan 3 spaðaslagi og 3 laufslagi. 600 til USA eða samtals 1220 og unninn leikur í spilinu. Boulanger hefði unnið spilið ef hjartað hefði fallið 3-2. Austur A D74 V KD105 <> 87 * 10862 A sovézka meistaramótinu í sveitakeppni 1975 kom þessi staða upp í skák Gutman, sem hafði hvítt og átti leik, gegn Kholmov. 1 tí ' : i m i 1 m 1 m • 1 l! & 1 m • i m íiS 8 & & i & Ö !') 1. Hxd7! — Bxe7 3. Rxg6+! — fxg6 3. Dxg6 — Re5 (annars mát á f7) 4. Bh6+ — Hxh6 5. Dg8 mát. Orðagóta 8. Ráðningar koma í reitina lárétt, en um leið myndast orð í skyggðu reitunum og er það heiti á fossi. Fyrsti stafurinn í því orði er einnig fyrsti stafurinn í 1. lárétt. 1. Ástmær 2. Fölhæfur 3. Mallar 4. Dundari 5. Mannfundur 6. Tonn 7. Kaupstaður. Ráðning á orðagátu 7: 1. Þursinn 2. Goðsögn 3. Kærasti 4.Söngvar 5. Gorgeir —. Þrungin 7. Hnöttur. Orðið í skyggðu reitunum: ÞORGEIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.