Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976.
mBUWin
fijálst, úháð dagblað
Útgefandi: Dagblaóið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Ilallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Re.vkdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli
Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson,
Ilallur Ilallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson,
Omar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th.
Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsia
Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf„ Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf„
Skeifunni 19.
Of stóru fötin
Stundum sárnar Islendingum, að
ríkið þeirra skuli ekki vera alvöruríki á
borð við nágrannaríkin beggja vegna
Atlantshafsins. Tilraunir manna til að
bæta úr þessu minna einstaka sinnurn á
börn, sem eru að reyna að gera sig
fullorðin með því að klæða sig í föt af fullorðnu fólki.
Sennilega er það fyrst og fremst af þessunt ástæðum,
að Seðlabankinn skráir gengi íslenzku krónunnar og
meira að se'gja nýtt gengi á næstum hverjum degi. Þetta
er gert í útlöndum og þykir fínt. Þess vegna verðurn við
Islendingar að gera það líka.
Nú vill svo til, að í nagrannalöndunum er nokkurn
veginn frjáls markaður með gjaldeyri. Menn kaupa og
selja gjaldeyri eins og að skipta um skyrtu. Framboð og
eftirspurn einstakra gjaldntiðla leiða svo til sveiflna á
gengisskráningu þeirra.
Þetta er ágæt skipan, sem stuðlar að betri hagvexti en
ella á svæðinu, sem frjálsa gjaldeyrisverzlunin spannar.
En það felst líka í henni styrkleikayfirlýsing.
Seðlabankar viðkomandi þjóða eru reiðubúnir að láta
hvern sent er hafa erlendan gjaldeyri að vild, svo
framarlega sem hann ge.tur borgað markaðsverð gjald-
eyrisins í heimamynt sinni.
Hér á landi er hins vegar enginn markaður með
gjaldeyri annar en svartur markaður. Gjaldeyris-
verzlanir bankanna stunda aðeins skömmtun sam-
kvæmt ströngum reglum Seðlabanka og ríkisstjórnar.
Mjög lítið samband er milli raungildis krónunnar og
skráðs verðgildis hennar og fer ört minnkandi eftir því
sem síðasta gengislækkun fjarlægist.
Það er eins og hver annar flottræfilsháttur að vera að
eyða tíma og fyrirhöfn í að skrá dagprísa á krónunni.
Ákvörðun um verðgildi hennar kemur ekki frá neinum
markaði, heldur að ofan, frá stjórnvöldum. Dag-
prísarnir valda aðeins vandræðum í viðskiptum, án þess
að hafa nokkra þá kosti, sem fylgja þeim í nágranna-
löndunum.
Menn eiga ekki að vera í svona þykjustuleik. Annað
hvort eiga menn að hafa hér nokkurn veginn frjálsa
verzlun með gjaldeyri eða viðurkenna, að Island er
fjárhagslega ekki alvöruríki á borð við nágrannaríkin.
Annað dæmi um slíkan þykjustuleik er viðleitni
hagfræðinga til að nota hugtök úr markaðsbúskap
nágrannaríkjanna til að lýsa miðstýrðum alþingis-
mannabúskap íslendinga. Þeir nota fín orð eins og
„framleiðni” og byggja þau á tölum, sem eiga sér enga
markaðslega stoð.
Nokkrir ágætir menn settu saman skýrslu fyrir rann-
sóknaráð í fyrra um þróun iðnaðar. Þeir reiknuðu út, að
10% þjóðarinnar störfuðu í landbúnaði og legðu til 6%
þjóðarframleiðslunnar.
Gallinn við þennan samanburð er sá, að framleiðsla
landbúnaðar er reiknuð i tekjum hans frá neytendum
og ríki samkvæmt sérstökum bókhaldslegum
verðákvörðunum, sem rniða að þvi, að bóndi á ákveðnu
ímynduðu búi hafi sem næst meðaltekjur verkantanna,
iðnaðarmanna og sjómanna.
í þess háttar lokuðum markaði bókhaldskerfis þýðir
fínt orð eins og „framleiðni” raunar lítið annað en
gamalt og gott orð, „tekjur”. Annað þjóðhagslegt gildi
hefur fína orðið ekki.
Einnig á þessu sviði eiga menn að hætta þykjustuleik.
Annað hvort laki menn upp markaðshagkerfi hér á
landi eða þeir hætti að nota fín orð úr markaðshag-
fræðinni um hinn frumslæða miðstjórnarbúskap okkar.
Hér sjást lögregluincnn færa Clark Olofsson á brott eftir aö hann fannst í litlum smábæ skammt frá
Gautaborg. Hann er nú talinn hafa rænt rúmri einni milljón sænskra króna, eða 40 milljónum
islenzkra kr. í bankaráni nú fyrir skömmu.
í fortiðinni finnum við flest svör:
Svona varð Clark
Olofsson til
Clark Olofsson var frjáls
ferða sinna í eitt og hálft ár. Á
þeim tuttugu og niu árum, sem
hann hefur lifað, hefur honum
tekizt að skapa sér nafn sem
einn af mest hötuðu, umtöluðu
og hættulegu glæpamönnum
Evrópu. Orð eins og lög-
reglumorðingi, mannræningi
og óbótamaður hafa festst við
nafn hans.
Margir aðrir afbrotamenn
hafa hlotið svipuð örlög. En
veikleikarnir í hegningarkerf-
inu og skilningsleysið kemur
fyrr í ijós í sögu hans, sennilega
vegna þess að hann er mjög
lýsandi persónuleiki og hefur
hæfileika til þess að koma á
framfæri þeim órétti sem hann
hefur oftsinnis verið beittur
þegar menn eru hvort eð er
stimplaðir óæskilegir þjóð-
félagsþegnar.
Hringekja
þjóðfélagsins.
Barnæska hans í Gautaborg
er ekki frábrugðin barnæsku
annarra sem ekki hefur tekizt
að aðlaga sig kerfinu. Faðir
hans var alkóhólisti, en móðirin
taugaveikluð og barnavernd-
arnefndin tók hann frá þeim
er hann var á unga aldri — það
væri honum fyrir beztu var
sagt. En svo var alls ekki. Hann
saknaði systkina sinna tveggja
og flýði aftur og aftur til þess
að komast heim. Þá var hann
fluttur lengra í burtu og þá
varð hann að stela bílum til
þess að komast leiðar sinnar.
Ökuferð hans í hringekjunni
var hafin.
„..opið sór..”
Glæpahneigðin var meiri og
meiri, fangelsisvarzlan öflugri
og öflugri og flóttarnir fleiri og
fl. Tilgangsleysi fangelsisvist-
arinnar nagaði samvizku hans
og það varð auðvitað ekki betra
við það að árið 1967 var hann
dæmdur fyrir tilraun til mann-
dráps, dómur sem hann hefur
alla tíð mótmælt, þar eð hann
hefur haldið því fram að hann
hafi aðeins hleypt af byssu
fyrir slysni er hann var hand-
tekinn í einni flóttatilrauninni.
í bréfi til Olof Palme frá
árinu 1974 segir hann: „láttaár
hefur öll þessi saga verið opið
sár fyrir mig. Að vita að í upp-
hafi var ég dæmdur saklaus og
að ég get hvorki sagt né gert
nokkurn skapaðan hlut, því
enginn trúir fanga sem segir að
hann hafi verið saklaus af þeim
glæpi sem hann er i fangelsi
fyrir, er mér meiri kvöl en svo
að ég fái haldið vitinu.”
Stúdentspróf.
Síðan hann var á nítjánda
aldursári hefur hann setið í
flestum fangelsum Svíþjóðar,
þar á meðal hinum verstu,
Kumla og lögregluhúsinu í
Nörrköping. Það var því mikil
ÓVITAVINNU-
BRÖGD
Það er heldur óhugnanlegt
þegar æðsti maður búnaðar-
mála á tslandi neitar ótví-
ræðum staðreyndum um
gróðureyðingu eins og búnaðar-
málastjóri gerði i sjónvarps-
þætti f.vrir skömmu. Allir, sem
hugsa um þessi mál og líta í
kringum sig, sjá mjög víða fer-
lega gróðurevðingu, og nú
hefur þetta verið staðfest með
óvefengjanlegum vísindalegum
rannsóknum. Það vita líka
flestir að beit, þar með talin
sauðfjárbeit, hefur verið og er
ein frumorsök jarðvegs-
eyðingar hér á landi. Það er víst
að. götnlu birkiskógarnir eru
óðum að hverfa vegna ofbeitar.
Sem dæmi vil ég nefna að ég
fór um Laugardalinn í Árnes-
sýslu síðastliðið sumar eftir 30
ár. Eg sá að skógurinn þar
verður bráðlega aðeins nafn.
sem viðs vegar um land segir
okkur hvar skógur hefur verið.
Jafnvel seg.ja nöfnin okkur um
stærð og fegurð trjánna
(D.vnskógar. Fagriskógur). Ef
bændur landsins sjá ekki sóma
sinn í því að stöðva eyðingu
birkiskóganna á jörðum sínum
þá verður löggjafinn og
Náttúruverndarráð að taka í
taumana. Það er engu líkara en
það ágæta ráð sofi sem fastast
þótt eyðing beitilands, birki-
skóga og fuglalífs blasi við.
Það virðist aðeins vakna með
andfælum þegar unt lifsnauð-
synlegar virkjunarframkvæmd-
ir er að ræða.