Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. Sigurður Long hœttir í Dínamít SigurSur Long: Hattir — far á sjóinn Siguröur Long, saxófónleik- ari Dínamíts Herberts Guð- mundssonar, hyggst nú yfir- gefa hljómsveitina til að fara „á sjóinn og fá sér pening”, að því að sagt er. Ragnar Sigurðsson, fyrrum gítarleikari Paradísar, hefur undanfarið æft með hljóm- sveitinni og kann að slást í hópinn, en er þó enn á báðum áttum. Sigurður verður þó að lík- indum með við æfingar á frumsömdu efni eftir þá Herbert og Nikulás Róberts- son, píanóleikara hljómsveitar- innar, en þetta efni vilja þeir félagar í Dínamít setja á plötu með tið og tíma. Hafa þeir fengið loforð á áhrifastöðum um aðstoð við að komast í sam- band við útgáfufyrirtæki um væntanlega plötu. Fremur lítið hefur borið á Dínamít síðan hljómsveitin fór af stað fyrir nærri tveimur mánuðum, enda vinna allir félagar hljómsveitarinnar fulla vinnu með spilamennsk- unni. —ÖV. Ragnar Sigurösson: Slæst hann í hópinn? Paradís í plötuupptöku fyrstu vikuna í maí — fara annaðhvort til Bretlands eða Bandaríkjanna „Við erum farnir að æfa af full- um krafti fyrir LP-plötu,” sagði Pétur Kristjánsson söngvari í samtali við DB fyrir skömmu. „Við erum búnir að æfa tvö lög eftir Pétur kaptein og Björgvin og hyggjumst halda áfram eftir því sem tími leyfir frá dansleikja- haldi.” Paradís hefur úr nógu að moða af frumsömdu efni þar eð hljóm- sveitin hefur fjórum tónskáldum á að skipa, — þeim Ásgeiri Öskarssyni, Pétri Hjaltested, Björgvini Gíslasyni og Kapteinin- um. Pétur sagði að þeir ætluðu að æfa sem mest af lögum og velja síðan úr það sem bezt hentaði fyrirfram ákveðinni stefnu hljóm- sveitarinnar. Útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíus- sonar, Geimsteinn, kemur sterk- ast til álita sem útgáfuaðili að plötu Paradísar. „Hins vegar virðist Gunnar Þórðarson hafa búizt við því að við fylgdum honum þegar Hljómaútgáfan klofnaði,” sagði Pétur. „Gunnar hefur hins vegar ekkert látið frá sér heyra eftir að hann fór til Englands. Ég ræði við hann nú á næstunni og eftir það samtal býst ég við að það verði á hreinu hver gefur út.” Fari svo að Rúnar og Geim- steinn hreppi hnossið fer Paradís til Bandaríkjanna til upptökunn- ar. Verði Gunnar Þórðarson hlut- skarpari verður platan tekin upp í London. Engar mannabreytingar í Paradís ó nœstunni Sú fregn hefur flogið fjöllun- um hærra að undanförnu að til stæði að Pétur kapteinn yrði rek- inn úr Paradís. Við spurðumst fyrir um þennan orðróm. „Jú, mikil ósköp, ég er búinn að heyra þennan orðróm,” sagði Pétur Kristjánsson og hló við. „Fólk verður alltaf að hafa cinhvers konar brottrekstrartal á milii tannanna. Aftur á móti hefur það aldrei komið til tals hjá hljómsveitinni að reka nokkurn mann og sízt Kapteininn.” í áðurnefndri kjaftasögu var það talið fullvíst að Valgeir Skag- fjörð píanóleikari Cabarets ætti að taka við stöðu Péturs Kapteins. — En hvers vegna einmitt Val- geir? „Ætli skýringin á því sé ekki sú,” sagði Pétur, „að Paradísin fór eitthvert kvöldið að hlusta á Cabaret og þá varð mér að orði að Valgeir væri djöfull góður píanóleikari. Það hefur sjálfsagt einhver slúðuberinn heyrt og verið snöggur að leggja saman tvo og tvo og fá út vitleysu. Valgeir er svo sem ekki sá eini sem hefur átt að taka við af Kapteininum. Kiddi í Haukum hefur einnig verið orðaður við þá stöðu.” —AT—. Pótur: Engar mannabreytingar í vændum. DB-mynd BP. SJÓNVMPIÐ GERIR 6 ÍSL. POPPÞÆUI Diabolis In Musica: í fyrsta þættinum á annan páskadag. islenzka sjónvarpið mun í næsta mánuði og maí sýna sex íslenzka popptónlistarþætti, einn í viku. Fyrsti þátturinn verður sýndur 2. dag páska, með Diabolis in Musica og Bergþóru Árnadóttur. Tveir aðrir þættir hafa verið teknir upp, annar jazzþáttur með Guðmundi „Papa Jazz” Steingrímssyni og félögum og hinn með Þokkabót. Að sögn Egils Eðvarðssonar, stjórnanda upptöku þáttanna, eru fyrirhugaðar upptökur á þáttum með Janis Carol og hljómsveit ásamt fleirum, Einari Vilberg og Cabaret. Fleiri munu einnig koma til greina. „Við höfum útbúið litla íveru sem við köllum „Kjallarann”, á borð við litlar knæpur eins og þær finnast til dæmis i Svíþjóð og Danmörku,” sagði Egill í samtali við DB í vikunni. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að það hefur ekkert verið um viða- mikla skemmti- og músíkþætti í sjónvarpinu í vetur en aftur á móti er alltaf nokkuð stöðugt framboð krafta af ýmsu tagi. Þess vegna ákváðum við að setja nokkra svona þætti í eins konar „magasin” og þetta er árangurinn — eða að minnsta kosti byrjunin.” —ÖV. Piofo Jóhams Helgasonar kemur í mtóbyrjun „Mér þykir liklegt að platan - hans Jóhanns Helgasonar komi ekki út fyrr en fyrstu vikuna í maí. Enn er eftir að taka upp i sautján tíma og svo má reikna með að vinnslan taki einn mánuð eftir aö upptökum er lokið,” sagði Svavar Gests, eigandi SG- hljómplatna, er hann var spurður hvort ekki færi að styttast í að plata Jóhanns kæmi á markaðinn. Frá því var sagt í Dagblaðinu fyrir rúmum mánuði að Jóhann Helgason væri að leggja síðustu hönd á LP-plötu sína. Síðan þá hefur Jóhann breytt nokkrum lögum og bætt við hljóðfærum svo að upptökutíminn hefur lengzt verulega. Að sögn Svavars hefur hann fengið algjöran forgang í stúdíói Tóntækni svo að breyting- arnar hljóta að vera verulegar. — VI — 0 Tónlistarunnendur veröa aö bíöa fram í maí eftir plötu Johanns. DB-mynd ÁT.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.