Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. 9 Kvöðin um bílogeymsluna kostar allt að milljón Margir kaupendur fokheldra íbúða nú í vandrœðum vegna þessara kvaða I Seljahverfunum nýju, þar sem nýjustu blokkirnar og raóhúsin eru að rísa, er gertráö fyrir að lokaðar bílageymslur með tilheyrandi aðkeyrslum séu í öllum blokkum. Þetta nýmæli þótti á sínum tíma athyglisvert og leysa bíla- geymsluvandann á skemmti- legan hátt. Borgin setti þá kvöð á húsbyggjendur í þessu hverfi að bílageymslurnar yrðu frá- gengnar með húsunum. Nú er annað að verða uppi á teningnum. Ýmsir bygginga- meistarar settu íbúðirnar í sölu á ýmsum bvggingarstigum. Kaupendur skrifuðu undir að taka á sig kvöðina sem fylgdi frá borginni við lóðaúthlutun um bílageymslu í kjallara. Komið er í ljós að nú kostar frágangur bílageymslu og að- keyrslu á þann, sem kvöðin mælir fyrir um, 800 þúsund til eina milljón króna á hvern íbúðareiganda. Margir, sem keyptu fokhelda íbúð eða íbúð tilbúna undir tré- verk, settu í þau kaup ásamt eftirfylgjandi frágangi íbúðar- innar, allt sitt ráðstöfunarfé eitthvað fram í tímann Þetta fólk stendur nú uppi ráðþrota gangvart kvöðinni um bíla- geymsluna og aðkeyrslu að henni. Aðrir fasteignasalar hafa ekki tekið í mál að selja þessar íbúðir án þess að bygginga- meistarinn gengi að fullu frá bílageymslunni og því sem Bilageymslan á myndinni var tekin í gagnið siðastliðið haust í Breiðholti. Geymslan, sem um ræðir í fréttinni, er svipuð þessari, eða mun verða það. henni tilheyrir. Telja þeir að kaupendur svona blokkaríbúða séu svo misjafnlega búnir undir sameiginleg átök, sem kosta mikið fé, að ekki hljótist af nema vandræði ef sameign og kvaðir, sem á bygginguna eru lagðar, séu ekki frágengnar og uppfylltar. Þá gætir og víða óánægju með að bílageymslan gengur inn undir hálfar blokkirnar og veldur því ónæði á neðstu hæð, meira en í íbúðum sem ofar eru. Þessi vandræði eru enn lítil miðað við kaupin í sekkn- um varðandi kvöðina sem kostar 800 þúsund til milljón að uppfylla. —ASt, Hveragerði: Hundahald undir eflirfiti leyft Mikið hefur verið rætt um mál og hundar fá áfram að lifa hundahald í Hveragerði að í Hveragerði. Þurfa eig- undanförnu og eru skoðanir endur þeirra að greiða manna mjög skiptar. Nú er hreppsfélaginu fimm þúsund hins vegar að koma botn í þetta kri á ári fyrir sérstakt hundaleyfi, kaupa á þá ábyrgðartryggingu gegn skaða, sem þeir hugsanlega kunna að valda, merkja þá og hleypa þeim ekki lausum. Hundarnir sjálfir kæra sig hins vegar koilótta um þessar umræður og Iáta engin boð eða bönn haida aftur af sér þegar dama utan úr sveit kemur í bæinn og er til í tuskið. fsak Jónsson tók þessa mynd fyrir skömmu á Breiðumörk í Hveragerði, sem er aðalgatan í bænum, enda var tilefni þessarar samkomu stórt. G.S. Keflavik: 30 hundar nú með gilt „vegabréf" — Innan við 10 eru hafðir í heimildarleysi og verður eytt „Þetta fór svolítið í hundana hjá okkur,” sagði Steingrímur Árnason, yfirlögregluþjónn í Keflavík, er við spurðum hann um lokaúrslit varðandi skráningu hunda í kaup- staðnum. Yfirvöld bæjar- ins ákváðu að leyft skyldi hundahald ef menn skrásettu hunda sína, keyptu tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni af þeirra völdum, færðu þá reglulega til böðunar og greiddu af þeim 12 þúsund kr. skatt á ári. Fresturinn rann út fyrir nokkru-en þá höfðu aðeins 17 hundar verið skráðir. Vegna veikinda og annarra tafa var ákveðið að framlengja frestinn, en sú framlenging er nú i þann veginn að renna út. A þriðjudag höfðu um 30 hundar verði skráðir og eigendur þeirra uppfyllt tilskilin skilyrði. Lögreglan telur að nú séu innan við 10 hundar í bænum óskráðir. Hundar voru þar fleiri, en margir lóguðu hundumsínum. Vildu þeir ekki sæta þeim kostnaði sem hundahaldi fylgir Þeir sem enn eru með óskráða hunda fá á næstunni að velja, hvort þeir vilji sjálfir losa sig við þá eða hvort þeir vilji fá aðstoð yfirvalda til þess. Bæjaryfirvöld hafa sérstakan mann til að aflífa dýr. Hann hefur afskipti af fleiri dýrum en hundum. T.d. fer hann herferð til eyðingar villiköttum á hverju vori. Þeir eru margir í og við Keflavík, enda víðast nægilegt æti bæði við sjóinn og eins uppi í heiðinni, sagði Steingrímur. —ASt. Fékk i gegnum sig 35 þúsund volt, - lifði það af Síðdegis í gær urðu rafmagns- truflanir í Áburðarverksmiðj- unni, og sló út öllu rafmagni þar um tíma. Brátt fór þó allt saman i gang á ný og er starfsmenn fóru að kanna hvað valdiö hefði þessum bilunum tóku þeir eftir starra sem þarna var, heldur illa á sig kominn. Urðu þeir að aflífa fuglinn, en nú sáu menn hvernig í öllu lá. Starrinn hafði setið á eldingarvara, sem þarna er, og fyrir einhverja tilviijun komið við teinarofa. Leiddi þar saman í gegnum fuglinn 35 þúsund volta spennu og stöðvaðist verksmiðjan fyrir vikið. Fuglinn, sem lifði rafmagns- lostið af, varð þó að aflífa, en hann var merktur og verður sendur Finni Guðmundssyni fuglafræðingi. —IIP Iðnoðarbanki íslands h.f. Arður til hluthafa Samkvæmt ákvördun adalfundar hinn 27. marz sl. greidir bankinn 13% ard til hluthafa fyrir árid 1975. Ardurinn er greiddur í adalbankanum og útibúum hans gegn framvísun ardmida merktum 1975. Athygli skal vakin á því ad réttur til ards fellur nidur ef ards er ekki vitjad innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. samþykkta bankans. Reykjavík, 29. marz 1976. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. Með einu handtaki má losa armana og lengja bekkinn. þá er komið húsgagn þar sem liggja má í makindum. Pullurnar má nota jafnt við bakið, undir höfuðið eða fæturna. Einnig höfum við mikið úrval af skattholum, svefnbekkjum og eins og tveggja manna svefnsófum. ®Húsgagnavei'slun Reykjavíkur BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.