Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 24
frjálsl, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976.
Æfing en ekki
alvara
Vegfarendur á Suður-
nesjum í gærkvöldi töldu að
til tíðinda hefði dregið í
sambandi við Keflavíkur-
flugvöll eða á sjó fyrir
ströndum. Blys svifu til
jarðar og sýnilegur
viðbúnaður var hafður í
frammi.
Við athugun kom í ljós að
þarna voru Bandaríkjamenn
með slysavarnaæfingu.
Hafði þeim, aldrei þessu
vant, Iáðst að tilkynna
æfinguna til SVFÍ og
brugðu því SVFÍ-menn
fljótt við, unz þeir komust
aðhinusanna. -ASt.
Voru 12
tíma oð
berjast yfir
Hellisheiði
Komu fram í nótt er
leitarmenn voru að
leggja upp til leitor
Undirbúningur var í nótt
hafinn til að leita tveggja manna
sem lagt höfðu upp frá
Kolviðarhóli rétt fyrir hádegi í
gær og hugðust ganga á skíð-
um yfir heiðina til Hvera-
gerðis. Þar ætluðu þeir að mæta
aftur eiginkonum sínum, sem
með þeim voru í skíðaferðinni að
Kolviðarhóli. Um miðnætti höfðu
konurnar samband við lögreglu á
Selfossi, vegna ótta um að
eitthvað hefði orðið að.
Lögreglan sendi bíl í Reykjadal
ofan Hveragerðis og björgunar-
sveit SVFl á Selfossi bjóst til
leitar á vélsleðum. Var síðan leit
ákveðin kl. 3 ef velsleðaleitin
bæri ekki árangur.
Er vélsleðamennirnir voru um
það bil að leggja af stað, komu
göngumennirnir að Reykjakoti.
Voru þeir hressir og óþjakaðir, en
höfðu tafizt vegna mjögerfiðrar
færðar, sem þeir alls ekki
bjuggust við. Höfðu þeir verið á
gangi í u.þ.b. 12 tíma. Menn
þessir eru á bezta aldri, 26 og 46
ára, annar úr Kópavogi, hinn frá
Hafnarfirði.
-ASt.
STARFSEMI HEKLU Á AKUREYRIKEMST í
FULLAN GANG í DAG
— tjón í eldsvoðanum skipti milljónum króna
Tílbúnir til brott-
farar með þýfið
— er lögreglon kom
Tveir innbrotsþjófar voru
í morgun staðnir að verki
við iðju sína í benzínstöð BP
við Álfheima.
Það var klukkan rúmlega
6 í morgun, sem lögreglan
hafði spurnir af ferðum
þessara óvelkomnu gesta á
benzínstöðinni. Var hart við
brugðið og er lögreglumenn
komu á vettvang, voru
mennirnir að undirbúa
brottför með skiptimynt
stöðvarinnar og
kassettutæki, sem var eign
eins starfsmannanna.
Hér voru á ferð menn á
fertugsaldri. Þeir eru í svo-
kölluðum „kunningjahópi”
lögreglunnar. -ASt.
„Við höfum ekki enn getað
gert okkur fulla grein fyrir því,
hve mikið skemmdist í brunan-
um hjá okkur aðfaranótt föstu-
dagsins síðasta,” sagði Hjörtur
Eiríksson verksmiðjustjóri
fataverksmiðjunnar Heklu í
samtali við DB i gær.
,,Mesta tjónið varð á sútuðum
skinnum. Á næstu dögum verð?
þessi skinn þvegin og skoðuð og
þá kemur í ljós. hvort hægt
verður að nýta þau í eitthvaö
annað en mokkakápur.Fyrst
eftir það verður hægt að skjóta
á einhverja tölu, sem reyndar
er ljóst að skiptir milljónum,"
sagði Hjörtur enn fremur.
Eldurinn í Heklu varð
mestur í skinna- og prjóna-
deild. Allar deildir verksmiðj-
unnar eru nú komnar í gang
nema skinnadeildin, sem flyzt í
dag í nýtt húsnæði.
Enn er ekki ljóst hver elds-
upptökin voru en að sögn
Hjartar ben.dir flest til þess að
um sjálfsíkveikju hafi verið að
ræða. Tafir sem urðu vegna
brunans eru ekki svo miklar að
starfsfólkið þurfi að vinna
aukalega á helgi- eða frídögum
til að hægt verði að standa við
gerða samninga. Reyndar
stöðvaðist starfsemin í hálfan
inánuð fyrir skömmu vegna
verkfalla og sagði Hjörtur
Eiríksson að ekki mættu verða
meiri tafir á næstunni svo að
framleiðslan gæti komizt til
skila á réttum tíma. —AT—
Tjón á dýrum varningi í Heklu varð mikið. Hér má sjá yfir lagerinn
eftir að slökkviliðið hafði ráðið niðurlögum eidsins (DB-m.vnd Páll
Pálsson)
Einn af vinsælustu starfsmönnum Sjónvarpsins er án efa Ón*ar?H]50gwarsson fréttamaöur. Eins
og kunnugt er fer hann nánast allra sinna ferða á flugvél sinni og Ragnar náði að smella þessari
mynd af honum úti á Reykjavíkurflugvelli, er Ömar var nýkominn frá Raufarhöfn, þar sem
hann vinnur að gerð kvikmvndar um grásleppukarla fyrir Sjónvarpið.
Eftirmóli
Lof tleiða-
slyssins ó
Kennedy-
flugvelli:
Loftleiðir kanna nú, í sam-
ráði við bandarískt lögfræði-
fyrirtæki, að höfða endurkröfu-
mál á hendur Douglas flugvéla-
verksmiðjunum vegnaflugslyss-
ins á Kennedy flugvelli 23. júní
1973, þegar Loftleiðaþota af
gerðinni Douglas DC8 61 brot-
lendi þar vegna þess að væng-
hemlar (spoilers) fóru á áður
en vélin hafði snert brautina.
Verói málið höfðað, verða verk-
smiðjurnar krafðar um röskan
hálfan milljarð ísl. kr. en tjón
beint og óbeint nam þeirri upp-
hæð.
Hugleiða að krefja
Douglas um hálfan
milljarð ísl. króna
— Skaðabótamál i undirbúningi
Þess má geta að kröfur á
ábyrgðartryggingaraðila vegna
slysa á fólki og skemmda á far-
angri og vörum hafa verið
gerðar upp og greiddu Douglas
verksmiðjurnar 25% af þeim.
Þá eru tvö mál í gangi. fyrir
bandarískum dómstólum, bæði
á hendur Douglas verksmiðjun-
um, og vegna slysa sem rakin
verða til að fyrrnefndir væng-
hemlar fóru út í flugi að því er
talið er.
Árið 1970 fórst kanadísk DC
61 flugvél í Kanada og með
henni 91 maður. Air Kanada
átti vélina og er nú í máli. 12.
okt. fórst svo sams konar vél
frá japanska flugféaginu JAL
skammt frá Moskvu og með
henni 61 maður, en nokkrir
komust þar af. Þriðja slysið
varð svo Loftleiðaslysið, þar
sem 38 manns meiddust.
Skömmu eftir það slys bjuggu
Douglas verksmiðjurnar til
útbúnað, sem kemur í veg fyrir
að hemlarnir geti farið út í
flugi og er sá útbúnaður nú í
öllum Loftleiðaþotunum.
Gunnar Helgason, lögfræð-
ingur Flugleiða, sagði í viðtali
við DB í gær að Loftleiðamáls-
höfðunin væri í athugun hjá
sama lögfræðifyrirtæki og væri
nú að reka mál JAL.
Bandarísk nefnd rannsakaði
Loftleiðaslysið og gaf út
skýrslu um það, sem Loftleiðir
og bandaríska lögfræðifyrir-
tækið vefengja. I skýrslunni er
skuldinni skellt á áhöfn vélar-
innar, en Gunnar bendir á að
útbúnaði vélarinnar hafi verið
ábótavant af verksmiðjanna
hálfu enda hafi verksmiðjurnar
síðar séð ástæðu til að bæta úr
því, eins og komið er fram hér
aðofan. —G.S.
Brutu bíl-
rúður ú
Elliðaúrbrú
Það var ljótur leikur og
hættulegur sem nokkrir
ungir drengir léku á sunnu-
dagsmorguninn. Þeir stóðu á
Elliðaárbrú og köstuðu snjó-
boltum í bíla er leið áttu um.
Ilvort sem það var ætlan
þeirra eða ekki, brutu þeir
framrúður tveggja bíla,
strætisvagns og fólksbif-
reiðar.
Auk þess að valda all-
miklu tjóni skapar þetta
mikla hættu, því bílstjórar
geta truflazt við slík
rúðubrot og lent útaf, en
þarna er vegur hár. Auk
þess er þetta slysahætta
fyrir farþega bílanna.
Piltarnir náðust og verða að
sjálfsögðu látnir sæta
ábyrgð. -ASt.
Saklausir teknir
I fyrradag var kærður
þjófnaður úr Kristalsal
Hótel Loftleiða. Þaðan hafði
verið stolið gítar, hátalara og
tveimur stórum
hljómplötum. Eru þessir
hlutir margra tuga þúsurida
virði. Töldu eigendur
gítarsins sig hafa séð pilta
hverfa af staðnum í rauðum
bíl með „kvartmílumerki” á
hlið og töldu líklegt að þar
færu þjófarnir.
Um kl. 10 í fyrrakvöld
handtóku lögreglumenn 3
pilta á rauðum Dodge-bíl.
Voru höfð snör handtök um
að færa þá á lögreglustöð, en
eftir mikið japl og jaml. og
fuður gátu þeir þar sannað
sakleysi sitt. Hljóðfæra-
þjófarnir ganga því lausir
enn um sinn. -ASt.