Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR Ml. MARZ 1976. Byggingareftiriitsmaður Kópavogs: EG HEF EKKI HAFT NEITT FRUMHLAUPI FRAMMI Sif'urður Gislason bygginga- eftirlitsmaður Kópavogs skrifar: Svar til forstjóra Trésmiðju Austurbæjar Úuðjóns Páls- sonar vegna skrifa hans í Dag- blaðið 25. marz sl. og til glöggv- unar á skrifum unvtimbur og steypustyrktarstál frá Arnar- holti 22. marz sl. sem undirrit- aður átti engan þátt í að voru birtar. Forsaga þessa máls er sú, að Kópavogskaupstaður bauð út byggingu Leikskóla við Fögru- brekku í byrjun okt. 1974. Lægsta tilboði var tekið, en það var frá Trésmiðju Austurbæj- ar. Til að rekja þetta mál tek ég punkta á víð og dreif úr dagbók minni: — 11. des. 1974 var grafið fyrir húsinu sem er 254 mz. — í jan., febr. og marz var ekkert framkv. vegna veður- fars. — 14. apríl 1975 fer fram úttekt á botni. — 29. apríl var bæjarverkfræð- ingi falið af bæjarráði að endurskoða teikningar vegna dýpis a grunni o. fl. til nýtingar á kjallara — 2. mai voru verktaka afhentar teikningar og 8. mai var steypt í sökkla. — Um mánaðamótin júlí-ágúst var botnplata steypt, en þá ber verktaki því við að enga smiði væri að fá. — 22. sept. var steypt í kjallara- veggi. — 26. sept. var loftplata yfir kjallara steypt. — 15. okt. lætur verktaki brjóta göt á loftplötu í algjöru leyfis- leysi og taka þaðan mikið magn af timbri og fl.vtja upp að Arnarholti. Eftirlitsmaður vítir þessar aðgerðir. — 12. nóv. hefst uppsláttur á jarðhæð, en skortur á timbri stöðvar verkið fljótlega. — 1. des. hefst járnavinna í Timbrið, sem flutt var í burt og aftur til baka! veggi og kemur þá smámagn af timbri. — 8. des. er verktaki boðaður til fundar við bæjarverk- fræðing og þess krafizt að hann skili margumbeðinni verkáætl- un, sem hann skilaði daginn eftir og hljóóaði uppá að verk- lok yrðu 30. marz 1976. — 15. des. Algjör stöðvun á klæðningu loftplötu vegna skorts á timbri. 30. des. skrifar bæjarlögmaður verktaka, og er hann áminntur um að bæta nú þegar úr því sem ábótavant er, en ef ekki úr rætist fyrir 10. jan. 1976 muni verða gerð tillaga til bæjarráðs Kópavogs um riftun verksamnings. Svarbréf frá verktaka barst svo ekki fyrr en 14. jan. 1976, þar sem hann viðurkennir drátt frá verkáætlun. I veggi var steypt 16. jan. Snjókoma og frost hélzt fram til mánaðamóta, en þá gerði steypuveður fram til 9. febr. Enginn var við vinnu þann tíma. 1 loftplötu áttu að fara herakustikplötur, en þær voru fáanlegar í BYKO, þar hafði verklaki ekki lánstraust svo Kópavogskaupstaður greiddi þær. 19. febr. skall á verkfall, en ekkert hafði verið unnið til þess tíma. 2. marz mættu smiðir til vinnu og var vinnu við loftplötu íokið 9. marz fyrir hádegi og ákveðið að steypa loftplötu sama dag. Múrari og hjálparmenn hans mættu kl. 13 til móttöku á steypu, en kl. 15 fór eftirlits- maður og hringdi til steypust. B.M. Vallá til að grennslast eftir töfum á afgreiðslu. Svar steypust. var að verktaki fengi enga steypuúttekt vegna skuld- ar við stöðina. Verktaki var nú boðaður til fundar við bæjar- verkfræðing, og viðurkenndi hann þar að hann gæti ekki greitt fyrri skuld sína við stöð- ina fyrr en eftir nokkra daga. Steypubannið fékkst ekki aflétt f.vrr en trygging hafði verið lögð fram fyrir greiðslu verk- DB-mynd. Björgvin taka, með þeim fyrirvara að verkið gengið með eðlilegum hraða í fokhelt ástand. Kópa- vogsbær keypti svo steypu í , loftplötu frá Steypustöðinni hf. Loforð frá verktaka var gefið um að hann kæmi með sperru- efni daginn eftir, en það kom ekki fyrr en að kvöldi 22. marz. Helgina 20. og 21. marz sendi verktaki vinnuflokk til að rífa timbur innan af veggjum bygg- ingar og þar með undan loftbita endum án stífingar. Þess má geta að eftir var að steypa þungan bita ofan á loftplötu. (Auk þess í sperrutær og tvennar tröppur að kjallara). 22. marz kl. 9.00 kom eftirlits- maður á vinnustað, hafði þá verið hlaðið á vörubíl öllu steypustyrktarstáli sem eftir var við bygginguna og því timbri sem rifið hafði verið um helgina. Eftirlitsmaður mótmælti þessu vegna fyrri reynslu sinn- ar af timburflutningum af byggingarstað og óskaði eftir Útgerðarmenn og skipstjórar netabóta Þar sem afhendingartími frá verksmiðju á nýju „CRYSTAL TWIST" og /#TRIPPLE CR0WN" þorskanetum frá Momoi Fishing Net er nú rúmlega hálft ár, viljum við biðja alla þá, sem vilja tryggja sér þessi nýju net fyrir nœstu vetrarvertíð að hafa samband við okkur strax, eða sem allra fyrst. MOMOI FISHING NET hafa einkaleyfi (no. 720909) á þessari gerð neta. MARCO HF. MYRARGÓTU 26, SÍMAR 13480 - 15953 því að bíllinn færi ekki af vinnusvæðinu fyrr en verktaki hefði haft samband við sig. Kl. 10.00 kemur eftirlitsmaður aftur á vinnustað, eftir að hafa ráðfært sig við bæjarlögmann og bæjarritara um aðgerðir. A vinnustað var eftirlits- manni sagt að verktaki hefði komið og fengið skilaboðin og sagt að það væri sitt mál en ekki eftirlitsmanns og lét vöru- bílinn keyra efnið upp að Arnarholti, en þar er verktaki með stórverk fyrir Reykja- víkurborg. Undirritaóur fór þvi upp að Arnarholti til að kanna þetta og sá þar byggingarefnið Ræddi nú undirritaður við bæjarlögmann, sem tók þá ákvörðun að sækja efnið. Fengnir voru 2 lögreglumenn úr lögsagnarumdæminu til að vera viðstaddir töku efnisins, auk þess starfsmenn Kópavogs- kaupstaðar með vörubíl. Undirritaður hefur nú rakið gang þessara byggingarfram- kvæmda eins og þær hafa gengið hingað til, lái mér hver sem vill þótt langlundargeð mitt sé að þrotum komið. Eg vil lítillega til viðbótar svara blaðagrein Guðjóns Pálssonar persónulega. Hann telur túlkun mína á ísl. staðli ólöglega, en grein 23.1. hljóðar svo: „Verkið verður eign verkkaupa eftir því sem því miðar áfram. Sama er um allt efni, sem flutt hefur verið á byggingarstað, og verkkaupi hefur greitt. Verktaka er óheimílt að flytja slíkt efni brott af byggingarstað. Grein 23.2. sem verktaki vitnar I I blaðaskrifum sínum- til upplýsinar undirrituðum: „Efni sem verktaki hefur lagt til og afgangs verður þegar verkinu er að fullu lokið, verður eign verktaka nema annað hafi verið áskilið í verk- samningi.” Verkinu er ekki lokið. Mótatimbur er fast undir loftum og verður um tíma enn- þá. Slæm reynsla mín frá fyrri tíma þegar verktaki beitti sömu brögðum og varð stopp I 2 mán- uði vegna timburleysis var or- sök þessarar stöðvunar, en í þakið þarf um 2500 m af l”x6” klæðningu. Um 5 mán. tafir hefi ég stað- fest með dagbók minni hér á undan. Um skuld verktaka vió steypust. B.M. Vallá hefi ég svaraö. Guðjón Pálsson spyr undirritaðan um hvaða verk- taka hann hafi tilbúinn til að taka við verkinu, það verður ákvörðun bæjarráðs ef til kemur, einnig spyr hann hvaða hagnað undirritaður hafi af skiptunum. Það get ég sagt honum.að þaðhefur aldrei verið til siðs i þau 10 ár sem undirrit- aður hefur haft á hendi eftir- litsstörf með byggingum að taka við neinni þóknun úr hendi verktaka. og því ósvífn- ar dylgjur af hans hálfu að ég hafi hagnaó af skiptum á verk- taka, nema til að lina þær þján- ingar mínar að horfa upp á svo getulítinn verktaka. Aðstaða á vinnustað heitir þáttur í útboðslýsingu, — slík hefur aldrei komið þrátt fyrir ótal aðfinnslur eftirlitsmanns að undanskildum umbúðakassa utan af bifreið. Enn þá hefur verktaka ekki tekizt að fá raf- magn til lýsingar eða til vinnu véla, en fengið það frá leikskýli barnaleikvallar Kópavogsk. sem er í næsta nágrenni. Getuleysi verktaka til ráðn- ingar á smiðum um hásumar- titnann er kannski að rekja til vinnuaðstöðunnar. í lok þessara skrifa get ég sagt að ég finni ekki nieð sjálf- um mér að ég hafi haft nokkurt frutnhlaup í frammi í sambandi við verk þetta. eða skaðað bæjarfélagið á nokkurn hátt með aðfinnslum mínum gagn- vart þessum verktaka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.