Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976.
Kjördœmin keppa:
Elzta eða fyrsta vatnsorkuverið?
Hclgi Skúli Kjartansson kom
að máli víö Dagblaðsmenn og
vildi vekja athygli á því aö
spurt hafði verið í þættinum
Kjördæmin keppa um ,,hvert sé
elzta vatnsorkuver á
Vetfjörðum”. Ekki hafi verið
spurt hver hafi verið fyrsta
vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum
heldur hver sé sú elzta. Og
breyti þetta hlutunum talsvert
sbr. það t.d. að Gunnar
Thoroddsen er elzti ráðherra
okkar en Hannes Hafstein var
sá fyrsti. Því hafi rétt svar
verið dæmt . Sunnlendingum
sem hafi haft sömu aðstöðu til
að taka rétt eftir og
Reyknesingar.
Pétur Gautur Kristjánsson
kennari í Keflavík er þó ásamt
fleirum annarrar skoðunar og
skilur spurninguna „hvert er
elzta vatnsorkuver á
Vestfjörðum” svo að þar sé
eðlilega átt við þá virkjun sem
fyrst var' reist en ekki þá
virkjun sem lengst hefur
staðið. „Annar skilningur er
hártoganir.” Hyggjast þeir
sem voru í liði
Reykjanesskjördæmis kæra
úrskurðinn og það komi skýrt
fram að með spurningu þeirri
sem þeir eiga rétt á að fá stig
fyrir hafi þeir sigrað lið
Suðurlandskjördæmis sem
tapar þá einu stigi og þar með
meirihluta stiga í fyrsta hluta
keppninnar.
Annað svar við spurningu i
þættinum um Eldborg á Mýrum
hefur lesanda DB þótt orka
tvímælis, þar sem það lið er
svaraði til „Eldborg á Mýrum”
hlaut rétt svar fyrir þrátt fyrir
það að Eldborg sé í
Hnappadalssýslu en ekki í
Mýrasýslu. En engu að síður
„á Mýrum”. —BH
Drifnir úr bótnum i sjúkrahús
Sjómenn tveir voru í
fyrradag fluttir úr bát í
Vestmannaeyjahöfn á sjúkra-
hús staðarins. Grunur lék á að
þeir hefðu neytt einhverrar
ólyfjanar.
Samkvæmt upplýsingum er
blaðið fékk á sjúkrahúsinu
reyndist hér ekki alvarlegt mál
á ferðinni. Helzt er talið að
áfengis hafi verið neytt í óhófi.
Sjómenirnir gistu sjúkrahúsið i
fyrrinótt. —ASt.
Myndin hér sýnir fyrstu vatnsafisstöðina sem reist var á Vestfjörðum og lið Reykjaneskjördæmis
svaraði að væri elzta vatnsorkuver á Vestf jörðum. Rafstöð þessi var reist á Geirseyri við Patreksf jörð
og er gerð nákvæmlega eftir rafstöð þeirri sem reist var i Hafnarfirði 1904, fyrstu rafstöð á Islandi.
Þessi stöð var tekin í notkun í júní 1911 og heitir áin sem knýr vatnshverfiiinn Litladalsá. Starfaði
rafstöð þessi aiit til ársins 1918 en var þá yfirtekin af Rafveitu Patrekshrepps, dugði hún til
raflýsingar sextán húsa á Geirseyrinni. Hverjum skyldi hafa dottið í hug að þessi fyrsta vatnsafIsvirkj-
un á Vestf jörðum ætti eftir að valda deilum sextiu og fimm árum eftir að hún var reist?
Laus staða
Lektorsstada í sagnfrædi í
heimspekideild Háskóla íslands er
laus til umsóknar.
Laun skv. launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar
upplýsingar um ritsmídar og
rannsóknir, svo og námsferil og störf,
og skulu þær sendar
menntamálaráduneytinu, Hverfisgötu
6, Reykjavík.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ,
26. MARZ 1976.
Stúdentar og bolluflöskurnar:
Vinstri menn kœra hœgri
stúdenta fyrir vínþjóf nað
„Þeir gátu ekki gert
viðunandi grein fyrir því hvað
varð um 312 flöskur af
„Rauðvínsbollu" og þess vegna
var farið fram á rannsókn,”
sagði Garðar Mýrdal, núver-
andi formaður í Stúdentafélagi
Háskóla íslands, í samtali við
Dagblaðið.
Nú liggur fyrir í Sakadómi
Reykjavíkur kæra á hendur
stjórn Stúdentafélagsins árin
1974—75 vegna meintrar
fjármálaóreiðu. Það eru
vinstrimenn í Háskólanum
sem leggja fram þessa ákæru.
Arið 1974 voru keyptar 660
flöskur til að veita á Rússagildi
í Háskólanum. Þegar upp var
staðið voru 312 flöskur eftir,
sem virðast hafa horfið.
Stjórnarmenn í féiaginu, sem
þetta árið voru hægrimenn,
gefa sínar skýringar á hvarfinu
og segja að samkvæmt gamalli
venju hafi hver og einn
stjórnarmeðlimur fengið 2
kassa af víni, en það gera
samtals 120 flöskur. í smökkun
kvöldið fyrir Rússagildi fóru 48
flöskur og 48 flöskur fóru
einnig til þeirra sem sáu um
auglýsingar á samkvæminu.
Magister bibendi, veizlu-
stjórinn, fékk tólf flöskur.
Endurskoðendur reikninga
fengu 24 flöskur, svo samtals
eru þetta 252 flöskur.
Afgangurinn, 60 flöskur, telja
stjórnarmenn að sé eðlileg
rýrnun vegna flutnings og
geymslu (sbr. bréf í
dagblöðum 25. feb. sl.).
Verð á þriggja pela flösku af
„Rauðvínsbollu”, sem er sömu
tegundar og hér um ræðir, er
nú í Afengisverzluninni 950.00
krónur. KP
Geirfinnsmálið:
Fjórði úr-
skurðurinn
kœrður til
Hœstaréttar
Sl. laugardag rann út 45 daga
gæzluvarðhaldsúrskurður fjórða
mannsins sem settur var í
ga'zluvarðhald vegna rannsóknar
á hvarfi Geirfinns Einarssonar.
Var gæzluvarðhaldið framlengt
um 30 daga með nýjum úrskurði
samdægurs. Hinn nýi úrskurður
hefur nú verið kærður til
Hæstaréttar, og verða gögn og
greinargerðir lagðar fram i dag.
Sem kunnugt er staðfesti
Hæsliréttur úrskurð Sakadóms
um framlengingu á varðhaldi
þriggja manna, sem kveðnir voru
upp nú fyrir skemmstu.
Ekki var dómsrannsókn í
Geirfinnsmálinu hafip i gær, en
sennilegt talið að hún hefjist i dag
eða á morgun. Verða réttarhöld
lokuð. sem svo er kallað. enda
þótl rétlargæzlumenn verði að
sjálfsögðu viðstaddir þau. —BS.
Veglegar
afmœlisgjafir
til ASÍ
Margar og vegiegar gjafir
bárust Alþýðusambandi Is-
lands á 60 ára afmæli félagsins
í fyrri viku. Meðal þeirra var
brjóstmynd af Guðgeiri Jóns-
syni, en hann var forseti ASl á
árunum 1942-44.
Brjostmyndin er eftir
Sigurjón Ölafsson myndhöggv-
ara og var henm valinn staður í
fttndarsal sambandsins.
V;u' það Bókbindarafélag
tslands sem gaf þessa gjöf, en
Guðgeir var formaður
Bókbindat afelagsins um árabil.
Annað nstaverk, sem ASI
barst í tilefni dagsins. er
málverk er Gunnlaugur
Seheving listmálari málaði er
'hann var 10-ára gamall. Myndin
er al' Ingólfsfjalli séð frá
Eyrarbakka.
Gefandi þess var Ragnar
Jónsson í Smára en hann lagði
sem kunnugt er grundvöllinn
að stofnun Listasafns ASÍ fyrir
Guðgeir Jónsson flutti
árnaðaróskir á afmælinu þegar
brjóstmyndin af honum var
afhent.
rúmum áratug með
listaverkagjöf sinni. A.Bj.