Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 15
Smágert tómstundagaman DAC’iBLAÐH). MIÐVIKUDACUK 31. MARZ 197K. Listamaðurinn á myndinni ludiir Wenzc'l Jabukowski er brasiliskur að ætterni en hann býr i Dortmund i V-Þýzkalandi. Hann hefur frekar sjaldgæft tómstundagaman en hann gerir alls kyns listaverk á tituprjóns- hausa. Hann byrjar á því að setja límkennt efni á hausinn, og notar siðan saumnál til þess að búa til listaverk sem geta verið allt frá landslagsmynd eða brjóstmynd. Listaverkið málar hann síðan með manns augnahári. Það tekur hann frá tveim vikum upp í mánuð að fullgera verkið. Ágóðann af sölu títuprjóns hausalistaverkanna lætur Jabukowski renna til góð- gerðarstarfsemi. LOFH) ÞREYTTUM AÐSOFA Þeir eru svo sannarlega þreyttir þessir félagar sem búsettir eru í Englandi. Drengurinn virðist ekki hafa neitt á móti því að hvíla með hundinn sem kodda. Smótt... Kyrrum Urikkjaköngur og Anna María F'riðriksdóttir standa þessa dagana í flutning- urn. Allt frá flótta þeirra frá Grikklandi árið 1967 hafa þau búið í hinum ýmsu villum annaðhvort í Róm eða Lundúnum. En nú eru þau flutt ' í rólegan útbæ Lundúna Hamsted Gardens. Nýju húsa- kynnin munu vera með fjölda herbergja að sögn brezka blaðsins Daily Mirror og hæfa kóngsa mun betur en þar sem hann býr nú í Chobham. Frank Sinatra hélt upp á sextugsafmælið með þriggja daga veizlu. Nancy dóttir hans var gestgjafinn í fyrstu veizl- unni í Beverlyhæðum á laugar- degi en á sunnudaginn og mánudaginn ætlaði þessi þunn- hærði söngvari að halda uppi á afmæli í Washington og Palm Springs. Elvis Presley á enn í erfið- leikum með að einbeita sér að einni stúlku í einu. Nýlega bauð hann Sheilu Ryan fyrrum fegurðardrottningu og Lindu Thomson á hljómleika sína r Las Vegas. Stúlkurnar sátu hvor á sínum bekknum. Rétt áður en Richard Burton kvæntist Elísabetu Taylor í annað sinn datt hann út úr bíl sínum með talsverðum látum enda þambaði hann þriggja pela flösku af vodka daglega. Talsverða athygli vakti að Elísabet sem hafði heitið því að yfirgefa hann við fyrstu afmeyjun (flösku) kom og skálaði við eiginmann sinn. David Niven hlaut slæmar skrámur er einkabílstjóri hans veiktist skyndilega undir stýri, bifreiðin snerist tvisvar á göt- unni og varð næstum fyrir stærðar vörubifreið en hafnaði svo úti í skurði. Bifreiðin var dregin upp úr og Davíð keyrði bílstjóra sinn til sjúkrahússins. Tignasti aðdáandi Petulu Clark er vafalaus Feisal prins í Sádi Arabíu. Hann flaug 6 þúsund mílur til þess eins að sjá hana á Waldorf Astoría hótelinu í New York þar sem hún var að byrja nýtt prógramm. „Ég færi hvert sem er til þess eins að sjá eftirlætið mitt,” var haft eftir prinsinum. Ölympíunefnd Bretlands bað almenning ásjár til styrktar liði þvi er þeir hyggjast senda á Ölympíuleikana í Montreal í sumar. Poppstjarnan Elton John brást vel við þessari beiðni og hyggst halda tvenna tónleika í maímánuði til styrktar Ólympíuförunum. Er vonazt til að gróðinn af þessum tónleikum muni nema um þrem og hálfri milljón króna. Áhugi Eltons á þessu máli stafar af einlægum áhuga hans á íþróttum því á yngri árum átti hann sér þann draum að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu, nú leikur hann aðeins tennis. Einnig hyggst Elton taka upp nýju breiðskífuna sína í Kanada í sambandi við Ólympíuleikana BORGARHÚSGÖGN RUBIN HORN SALON Úrval af áklœðum ■» Lítið inn, það borgar sig BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi IflB Sími 8-59-44 SAFIR VIKTORIA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.