Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976. íþréttir Heimsmeti fagnað! Bandarikjamaðurinn Dwight Stones bætti heimsmet sitt innanhúss í hástökki i 2.29 m í Madison Square Garden í New York 20. febrúar um einn sentimetra. Hann á einnig heims- metið utanhúss. A myndinni að ofan sést Stones eftir metstökkið. Hann sveif fallega yfir rána þegar í fyrstu tilraun. Það var metaregn á mótinu — Dan Ripley setti heimsmet í stangar- stökki. Stökk 5.58 metra og bætti heimsmet Pólverjans Kozakiewicz um sentimetra. Sá keppti einnig á mótinu og reyndi við sömu hæð, 5.58 metra, en tókst ekki. Valur og KR í undanúrslit? Tveir síðustu leikir í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ fara fram í Laugar- dalshöllinni í kvöld. Kl. 20.15 leika Valsmenn við Fylki og strax á eftir KR við ÍR. Líklega verður að telja KR-inga sigurstranglegri í leik 2. deildarlið- anna, — unnu ÍR um siðustu helgi. Valsmenn teljast öruggir í undanúrslit og Víkingur og FH hafa þegar tryggt sér rétt í undanúrslitin, þá bætist við Valur og sennilega KR. TBR-liðin eru sterkust! Siglfirðingar léku við Reykjavíkur- liðin í liðakeppninni i badminton 27. marz — en fengu ekki marga punkta úr þeim leikjum. Úrslit urðu þessi: Efri flokkur: KRa-TBSa 13:0 TBRa —TBSa 12:1 TBRb—TBSa 10:3 Staðan að þessum leikjum loknum: TBR b 4 leikir 4 stig 36:16 TBR a 4 leikir 3 stig 30:22 KR a 4 leikir 1 stig 30:22 TBS a 4 leikir 0 stig 8:44 Gefið er eitt stig fyrir unninn leik — en ekki er möguleiki á jafntcflisleikj- um. Lið Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur eru greinilega í sérflokki. ^þjóó^ Iþróttir fþróttir íþróttir Erfiður róður — en við stefnum að sigri ó NM! — Norðurlandamótið í handknattleik pilta hefst i Laugardalshöll ó föstudag. Lið fró íslandi, Danmörku, Finnlandi, Sviþjóð og Noregi leika ó mótinu Það er mikill hugur í strákunum. Þeir hafa æft vel og unglingalandsliðið er skipað jöfnum og leikandi strákum, sem hafa sett markið hátt — stefna að sigri á Norðurlandamótinu í handknattleik, sem verður háð í Reykjavík 2.-4. apríl í Laugar- dalshöll, sagði Viðar Símonar- son, Iandsliðsþjálfari. En auðvitað verður róðurinn erfiður. Allar Norðurlandaþjóðirnar nema Færeyingar senda þátt- tökulið á mótið — tsland, Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð. ísland hefur tekið þátt í Norðurlandamótinu frá 1962 og einu sinni orðið sigurvegari. Það var í Turku i Finnlandi 1970. Einu sinni áður hefur mótið verið haldið hér á landi — 1971. Mótið verður sett föstudaginn 2. apríl kl. 20.00 og flytur Gisli Halldórsson, forseti ÍSt, setningarræðuna. Þátttöku- þjóðirnar munu fylkja liði á vellinum undir þjóðfánum og þjóðsöngvar landanna verða leiknir. Síðan hefst fyrsti leikur mótsinssem er á milli tslands og Noregs. Á eftir leika Danmörk og Svíþjóð. Á laugardag leikur íslenzka liðið tvo leiki — um morguninn við Svíþjóð, en eftir hádegíi -eða klukkan rúmlega fjögur við Finnland. Lokaleikirnir verða á sunnudag — og síðasti leikur mótsins milli íslands og Danmerkur. Erlendu þátttakendurnir koma allir með sömu flugvél frá Flugleiðum á fimmtudagskvöld. íslenzka liðið á mótinu er skipað þessum piltum. Kristján Sigmundsson, Þrótti, Egill Stein- þórsson, Ármanni — markverðir — og aðrir leikmenn Ólafur Guð- jónsson, FH, Pétur Ingólfsson, Friðrik Jóhannsson og Jón Viðar Sigurðsson, Ármanni, Jón Hauksson, Haukum, Gústav Björnsson og Jón Árni Rúnars- son, fyrirliði, Fram, Kristinn Ingason, KR, Bjarni Guðmunds- son og Óskar Ásgeirsson, Val, Andrés Kristjánsson, FH, og Theódór Guðfinnsson, Breiðablik. Eins og venja er á Norðurlanda- mótum pilta, verður skipuð sérstök dómefnd til að dæma um það hver er bezti sóknarleik- maður mótsins, bezti varnarleik- maður og bezti markvörður. Niðurstaða nefndarinnar verður tilkynnt í mótslok og fá þeir leik- menn sem hnossið hreppa sérstök verðlaun. Miðaverði er mjög stillt í hóf á mótinu. Kostar miðinn á hverja umferð (2 leikir) 500 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Ennfremur er hægt að kaupa kort, sem gilda fyrir alla leiki keppninnar og kostar það aðeins 1500 krónur. Mótsstjóri Norðurlandamótsins verður Axel Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri HSl, en dómarar Björn Kristjánsson og Óli Ólsen frá Islandi, Palle Thomas sen og Niels Knudsen frá Dan- mörku og Kai Huseby og Arna Kristiansen frá Noregi. Norðmaðurinn gafst upp Heimsmeistarinn í léttþunga- vigt í hnefaleikum, Argentínu- maðurinn Victor Galindez fór Iétt með Norðmanninn Harald Skog i titiileiknum i Osló á sunnudaginn — Norðmaðurinn gafst upp í þriðju lotu. Skog, sem lenti i bílslysi — hljóp fyrir bíl — i síðustu viku, þegar hann var að elta ljósmyndara, sem hafði verið að „skjóta” á hann og Argentinu- manninn, hafði ekkert að segja i Galindez. í þriðju lotu rétti hann upp hendurnar og gafst upp. Galindez hafði tvívegis slegið hann niður í 2. iotu og í þeirri 3ju sendi hann Skog enn í gólfið. Þá gafst Norð- maðurinn upp sjálfur — aðstoðarmenn hans stöðvuðu ekki leikinn. Keppni þeirra átti að vera sl. föstudag, en var frestað um tvo daga vegna meiðsla sem Skog hiaut í bilslysinu. Undanfarið hefur firmakeppni KKÍ farið fram — einn leikmaður leikur gegn einum og sá vinnur sem fyrr skorar 15 stig. 1 hálfleik leiddu tveir beztu körfuknattleiksmenn landsins saman hesta sína, þeir Jón Sigurðsson, Ármanni og Þórir Magnússon, Val. t stuttu máli — um hörkukeppni var að ræða þeirra á milli. Þórir hafði sigur en naumur var hann, 16-14. Aldrei jaf n erfitt að spá um úrslitin á íslandsmótinu i badminton, sem verður á Akranesi um helgina Þetta verður í fyrsta skipti, sem íslandsmótið í badminton er háð á Akranesi — í hinu nýja íþrótta- húsi Akurnesinga — og þátttaka er mjög mikil. Um eða yfir eitt hundrað, þar af 50 í A-flokki, sagði Rafn Viggósson, stjórnar- maður í badmintonsambandinu, þegar Dagblaðið ieitaði hjá lionum frétta af íslandsmótinu, sem háð verður 3. og 4. apríl. Allir beztu badmintonleikarar landsins verða meðal þátttakenda og má því búast við, að hart verði barizt í hverjum leik og þá ekki sízt í úrslitaleikjunum í einliða- og tvíliðaleik karla. Hefur sjaldan eða aldrei verið jafn erfitt að spá um úrslit og nú, sagði Rafn enn- fremur. Haraldur Kornelíusson, sem varð þrefaldur . íslands- meistari á síðasta landsmóti, hefur í vetur ekki haft sömu yfir- burði og undanfarin ár. Þar kemur Reykjavíkurmeistarinn Sigurður Haraldsson inn í myndina sem sterkur badminton- maður. Mótið hefst laugardaginn 3. apríl kl. 10.00 og verður leikið fram í undanúrslit. Keppnin hefst á sama tíma á sunnudagsmorgun með undanúrslitum og tvíliðaleik i „old boys” flokki. Urslitaleikir mótsins hefjast kl. tvö. Þátttak- endur eru frá átta félögum, TBR, KR, Víking, Val, BH. TBS, FA og Völsungum. Alls verða leikir á mótinu 130. Ef við litum á keppni í einstök- um flokkum, sagði Rafn Viggós- son, má búast við því, að áhugi fólks á Akranesi beinist einkum að tvíliðaleik karla. Þó íslands- meistararnir Haraldur Kornelíus- son og Steinar Petersen séu ákveðnir í að halda meistaratitl- inum verða mörg ljón í veginum — og þá ekki sízt Akurnesing- arnir Hörður Ragnarsson og Jóhannes Guðjónsson, knatt- spyrnukappinn kunni, en þeir hafa verið mjög sigursælir á mótum í vetur. Einnig gætu Óskar Guðmundsson og Friðleifur Stefánsson, KR, sett strik i reikninginn. Hjá konum er ekki búizt við miklum sveiflum, en vonandi fara ungu stúlkurnar að veita þeim Lovísu Sigurðardóttur og Hönnu Láru Pálsdóttur verðuga keppni. 1 A-flokknum verður hins vegar barizt um hvern punkt og þar eru margir ungir og efnilegir kepp- endur. Má þar fyrstan telja Sig- urð Kolbeinsson, TBR, sem varð sigurvegari í þremur greinum á Reykjavíkurmótinu. Eftir keppn- ina gengst íþróttabandalag Akra- ness fyrir hófi að Hótel Akranesi og þar verða verðlaun veitt, sagði Rafn Viggósson að lokum. SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK W Binclinniii iiiiicni lcslar |)annii{ a< táör\i»i»ió^ ur á inióju skícMnu, c‘ii þaó crolt mcrkt. á skíAuinnn. lá inic\jan cr ckki incrkt cr luci't aó finna hana út cins og scst á mynclinni lcntíst til vinstri. Il;ci»t cr aú alluiu[ii livort hinclingiirnar cru rcttar á skícáuinun, mcú |>ví að lci»i»j;t |)au sainan cins cn» st‘st nccVst á vinstri inyncl. Þá cigit lác'uyt'uin aú ncma livort vió annaó cins ot» scst á inyncliiuú. hcssa aúfcrú cr ckki lucgt aú not;i |>cuar hindingar cru fcstar \ iú harnaskíúi. Skipta á sncrtiflctiiHiin í tvcnnt, cins ot» scst á inynd í hicgrii horni 01» fcsta hindingar þannig aú iniðjan koini á iniðjan skíðaskóinn. Ilala hcr í lun»a \ ió val á hariíaskíómn að bcirnin gcti haft i»ott vald á þcim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.