Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 13
Pálmi Pálmason, aðalógnvaldur Fram-liðsins, rennir sér framhjá Sæmundi Stefánssyni — inn á linu og skorar eitt af fimm sinum i lelknum við FH. DB-mynd Bjarnleifur. Þegar landsliðsþjálfar- inn fór í gang vann FH — (slandsmeistarar FH sigruðu Fram i bikarkeppni HSÍ og eru komnir i undanúrslit keppninnar — en þeir áttu lengi vel í erfiðleikum með Fram íslandsmeistarar FH tryggðu sér rétt i undanúrsiit bikar- keppni HSI i gærkvöld, þegar þeir unnu Fram 18-16 í Laugar- dalshöll. FH-ingar lentu í hinu mesta basli með að sigra Fram í leik, sem þó hefði átt að vera auðveldur fyrir þá — ef tækifær- in hefðu verið nýtt framan af leiknum. Þess í stað hafði Fram lengi forustuna og það var ekki fyrr en tiu mínútum fyrir leiks- lok, að FH hafði unnið upp þriggja marka forskot Fram. Jafnað i 14-14 og lokakaflann voru Islandsmeistararnir sterk- ari. Liðin skiptust á að skora í byrj- un — allar tölur jafnt upp í 3-3, en síðan seig FH framúr. Komst í 5-3 og fékk hin ákjósanlegustu tækifæri á næstu mínútum til að auka muninn verulega. Leikmenn liðsins, einkum Guðmundur Stefánsson, misnotuðu hin auð- veldustu tækifæri — fríir hvað eftir annað á línu — og í stað þess að ná 4-5 marka forystu, tókst Fram aó jafna í 5-5. Og þá sýndu Framarar sinn bezta leik — sigu framúr og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi 10-8. FH-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og eftir aðeins fimm mínútur var staðan orðin jöfn 11-11. Þá kom aftur daufur kafli hjá. íslandsmeistur- unum — en Framarar léku skín- andi vel og komust í 14-11 og virtust stefna í öruggan sigur. En þeim tókst ekki að fylgja þessu eftir og lið, sem hefur Geir Hall- steinssyni og Viðari Símonar- syni á að skipa er alltaf hættulegt. Þeir fóru mjög að láta að sér kveða — einkum Viðar, sem hafði verið heldur daufur það sem á undan var gengið — og innan skamms hafði FH jafnað í 14-14 og. komst svo tveimur mörkum yfir, 17-15. Af þessum sex mörk- um hafði Viðar skorað fjögur — og þá loks reyndu Framarar að taka hann úr umferð. Það var of seint — landsliðsþjálfarinn hafði sett sín mörk á leikinn og tryggt íslandsmeisturunum sigur, 18-16. Samvinna hans og Geirs var þá oft skínandi góð — stórfallegar fléttur. Hins vegar kom vel í ljós hjá FH að leikmenn sökuðu Þórarins Ragnarssonar, sem gat ekki leikið vegna lasleika, þó ekki hefði það afgerandi áhrif. Leikur- inn i heild var engan veginn galla- laus, en þar kom þó margt fram hjá báðum liðum, sem hreif örfáa áhorfendur — um 150 talsins. Með þeim leik, sem Fram sýndi i leiknum, hefði iiðið sigrað flest ef ekki öll önnur lið hér en FH — þó það nægði ekki gegn íslands- meisturunum. Framarar verða því að bita í það súra epli að vera úr leik í bikarkeppninni meðan önnur lið lakari komast í undan- úrslit. Mörk FH í leiknum skoruðu Viðar 6 (2 víti), Geir 4, Guðmund- ur Stefánsson 4, Sæmundur Stefánsson 2, Kristján Stefánsson 1 og Gils Stefánsson 1 —en þrír þeir síðasttöldu eru bræður. Fyrir Fram skoruðu Pálmi Páimason 5 (3 víti), Hannes Leifsson 4, Arnar Guðlaugsson 2, Gústav Björnsson 2, Árni Sverris- son 1, Birgir Jóhannsson 1 og Pétur Jóhannesson 1. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Óli Olsen og komust vel .frá því starfi. —hsím. Liverpool stefnir í úrslit eftir sigur gegn Liverpool steig stórt skref í átt að úrslitaleiknum í UEFA bik- arnum, þegar liðið sigraði Barce- lona í gærkvöld 1-0. Og sigurinn vannst á Nou Camp Ieikvellinum í Barcelona fyrir framan 70 þús- und áhorfendur. Þetta gerir sigur enska iiðsins athyglisverðari og eins það, að Barcelona með þá Cruyff og Neeskens í fararbroddi, hafði ekki tapað leik á heimavelli allt keppnistimabilið. Enn eitt áfallið fyrir þessa frægu kappa, Barcelona i fyrri leik en Barceiona er nú 6 stigum á eftir Real Madrid í spönsku 1. deildinni. Liverpool lék skínandi vel og auðvitað voru það þeir félagar, Keegan og Toshack, sem unnu að markinu. Á 13. mínútu lék Keegan upp og gaf góðan bolta á welska landsliðsmanninn og hon- um urðu ekki á nein mistök af 10 metra færi. — Skot hans hafnaði rétt innan við stöng. liðanna í undanúrslitum UEFA-bikarsins Við þetta áfali náði Barcelona sér aldrei á strik og því lengur, sem leikurinn hélt áfram, því lík- legri sigurvegarar voru leikmenn Liverpool. Enski landsliðsmaður- inn Kevin Keegan átti stórgóðan leik og var vörn Barcelona alltaf erfiður. Reyndar hefði Keegan átt skilið að skora sjálfur, en þrisvar bjargaði spánski markvörðurinn Mora stórvel frá Keegan. Fyrirfram var búizt við, að spánska liðið myndi ráða miðj- unni með ekki lakari leikmenn en Cryuff og Neeskens þar, en aldeilis ekki. Þeir Kennedy og Callaghan réðu þar lögum og lofum þegar frá upphafi. Liverpool á því stórgóða mögu- leika á að komast í úrslit í UEFA bikarnum, en 1973 vann liðið bik- arinn. Sigraði þá Borussia Mönchengladbach frá V- Þýzkalandi. —h.halls. Sunderland nólgast 1. deildina! Sunderiand steig skrefi nær 1. deildinni ensku þegar iiðið sigraði York City í 2. deildinni í gærkvöld 1-0. York er nú í neðsta sæti og dæmt til að falla í 3. deild. Við sigur sinn í gærkvöld er Sunderland nú aðeins tveimur stigum á eftir Bristoi City og á auk þess leik inni. Lítum á úrslit í gærkvöld: Sunderiand — York City 1-0 3. deild Bury — Shrewsbury 2-1 Crystal Palace — Millvali 0-0 Halifax — Chesterfield 1-0 Preston — Sheff. Wed. 4-2 Swindon — Chester 2-1 4. deild Barnsley — Cambridge 4-0 Doncaster — Workington 1-0 Huddersfield — Bournemouth 0-0 Crystal Paiace, sem leikur i undanúrslitum ensku bikar- keppninnar, náði aðeins jafntefli gegn Millvall á heimavelii. Þrátt fyrir það færðist liðið upp í 2. sæti og Millvall eygir enn mögu- leika á að komast upp úr 3. deild. peter Taylor, enski landsliðs- maðurinn hjá Crystai Palace fór fjla að ráði sínu. Hann tók víta- spyrnu og ekki það að mark- vörður Millvall verði eða Taylor skyti rétt framhjá. Nei aldeiiis ekki, boltinn fór langt framhjá. 10 metra frá markinu, sagði fréttamaður BBC. íþróttir Fyrirliðinn með? Spánverjarnir hjá Real Madrid óttuðust mjög í morgun, að fyrirliði iiðsins, Jose Pirri, gæti ekki leikið gegn Bayern Munchen í Evrópubikarnum i Madrid i kvöld. Hann siasaðist á fæti í síðustu viku og hefur engan veginn náð sér. Þýzki heimsmeist- arinn hjá Real, Poul Breitner, á einnig við meiðsli að stríða — en líkur eru þó á að hann keppi. Leikmenn Bayern, sem ekki hafa tapað leik í tvo mánuði, teija, að þeir hafi góða möguleika að komast í úrslit keppninnar — og vinna Evrópubikarinn 3ja árið í röð. Tvö lið hafa sigrað í keppn- inni þrjú ár í röð — Real Madrid í þrjú fyrstu skiptin, sem keppnin var háð 1956—1958, líka 1959 og 1960 — og hoiienzka liðið Ajax 1971—1973. Leik Real og Bayern verður sjónvarpað til allra landa Evrópu — nema islands. Í hinum ieiknum i undanúrslit- um Evrópubikarsins leika St. Etienne og PSV Eindhoven. Leikið verður i Frakklandi — á leikvelli St. Etienne — en þar þekkir þjálfari Eimlhovcn Keew Rijvers vel til. Heimavöllur hans í sjö ár, þegar hann lék með St. Etienne um og eftir 1950. Skíðaskólínn í Kerlingarfjöllum Bókanir hjá Zoéga. Sími:25544

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.