Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUH 31. MARZ 1976. 7 SJÖ BANDARÍSK HERSKIP VIÐ STRENDUR UBANONS — borgarastyrjöldin gœti auðveld- lega breiðzt út, segir Waldheim Borgarastyrjöldin I Líbanon veldur vaxandi áhyggjum um allan heim. I New York beindi Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóóanna, athygli Öryggisráðsins form- lega að málinu og sagði að versnaði staðan enn frekar, gætu átökin auðveldlega breiðzt út í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sjö bandarísk herskip voru i morgun á austanverðu Mið- jarðarhafi. minna en eins dags siglingu frá Líbanon. Á þessum sjö skipum eru samtals 1700 landgönguliðar. Henry Kiss- inger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði stjórn sína vera I stöðugu sambandi við stjórnir Sýrlands og ann- arra landa, sem reyna að koma á vopnahléi I Líbanon. Dean Brown, langreyndur bandarísk- ur diplómat, er kominn til Beirút til að veita bandaríska sendiráðinu þar forstöðu og reyna að koma á vopnahléi. t höfuðborginni halda vinstrisinnar áfram árásum sín- um á hægrisinnaða Falangista eftir að vopnahléstilraunir Sýr- lendinga höfðu farið út um þúfur. Haft er eftir einum l.eiðtoga vinstrisinna, að stjórnin í Damaskus hafi tekið fyrir vopnasendingar til Líbanon. Kamal Junblatt, sem er forystumaður lauslegrar sam- fylkingar vinstri manna, hafnaði í gærkvöld sýrlenzkum vopnahléstillögum og sagðist ekki stöðva framsókn manna sinna fyrr en Suleiman Franji- eh, forseti, hefði sagt af sér. Junblatt staðfesti, að sýrlenzka stjórnin hefði hætt vopnasendingum til vinstri- sinna í Líbanon. Börn ganga framhjá fórnar- lambi götubardaga í Líbanon: Landið er á heljarþröm eftir stanzlausa bardaga í höfuðborg- inni Beirút og víðar um landið. Ekki er búizt við ihlutun er- lendra ríkja í bardagana, en nú eru sjö bandarísk herskip stödd undan strönd landsins, tilbúin að flytja á brott alla bandaríska þegna. Erlendar Efíir átökin í Galíleu í gœr: fréttir ÓMAR VALDIMARSSON REUTER Halde- mmi neitað um ný réttar- höld Bandaríski alrikisdómarinn John Sirica hefur neitað að verða við ósk H.R. Haldemans, sem dæmdur var fyrir þátt- töku sína í Watergate- hneykslinu, um ný réttarhöld. Haldeman, sem var starfs- mannastjóri Hvíta hússins í tíð Nixons, krafðist nýrra réttar- halda á þeirri forsendu að eig- inkona' lögreglumannsins sem gætti kviðdomendanna, hefði haft ólöglegt samband við þá. Haldeman var í fyrra dæmdur í allt að átta ára fang- elsi fyrir þátttöku sína í mál- inu, ásamt þrentur öðrum starfsmönnum Nixons. Allir fjórir ganga lausir gegn trygg- ingu og hafa áfrýjað dómum sinum. Sirica dómari hafnaði beiðni Haldemans á þeirri forsendu að hún væri „allt of langsótl”. Stjórnvöld lofa rannsókn á dauða Arabanna sex fsraelska ríkisstjórnin, sem í gær varð fyrir miklu áfalli þegar kom til verstu óeirða, sem orðið hafa í þrjátíu ára sögu ríkisins, hóf í morgun að kanna áhrifin af óeirðunum í Galíleu í gær. Galílea er fjölmennasta svæði landsins, þar sem Arabar búa. Sex þeirra féllu í óeirðunum og mörg hundruð voru handteknir. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra, mun í dag flytja ræðu á þinginu (knesset) um málið. Lög- reglan hefur lofað rannsókn á óeirðunum og dauða Arabanna sex. Óeirðirnar hófust sem sólar- hrings allsherjarverkfall I mótmælaskyni við yfirtöku stjórnvalda á landi Araba og Gyðinga. Þúsundir ísraelskra hermanna og lögreglumanna voru í morgun á varðbergi í Galíleu. Allt virtist með kyrrum kjörum, en þessi mikli liðstvrkur hefur verið gagnrýndur harðlega, bæði af leiðtogum Gyðinga og Araba í Galíleu. Hver spurði um fyrningu í morðmálum? Er það rödd morðingjans? Útvarpa á rödd manns, sem grunaóur er um að hafa framið morð, í vestur-þýzka útvarpinu á morgun, í þeirri von að einhverjir hlustenda kannist við hann og geti þannig leyst 15 ára gamalt morðmál. Öþekktur maður hringdi í lög- regluna í Dortmund á mánudags- kvöldið var og spurði hvort ákærur vegna morðs fyrntust á 15 eða 20 árum. Lögreglumaðurinn sagði mann- inum, að hægt væri að ákæra menn fyrir morð allt að 30 árum eftir að glæpurinn hefði verið framinn. Maóurinn skellti þá á, en lögreglan hafði hljóðritað sant- talið. Það er hald lögreglumanna, að hér sé um að ræða manninn sem nauðgaði og myrti síðan sautján ára gamla stúlku, Christa Schiwer, í úthverfi Dortmund árið 1961. Símtalið kom frá út- hverfinu Aplerback. Hljóðrituninni verður útvarpað að morgni og að kvöldi. Lockheed skilar drjúgum tekjum Bandaríska flugvélafyrir- tækið Loekheed, sem er mið- depillinn i alþjóðlegu hneyksli vegna ntikilla mútugjafa, hefur tilkynnl að hagnaðurinn af starfsemi f.vrirtækisins í fyrra hafi verið nærri helm- ingi meiri en árið áður. Hagnaður af rekstri fyrir- tækisins i fyrra voru 45.3 millj- ónir dollara en árið áður 23.2 milljönir. Heildarverðmæti söluvarnings fyrirtækisins bafði þó aðeins aukizt um hundrað milljón dollara, eða úr 3300 milljón i 3400. Ekki kemur á övart. að sam- kvæmt skýrslum Lockheed hefur söluaukningin orðið mest ulanlands, eða 28 af hundraði. Israelskir hermenn lumbra hér á óeirðarsegg f Jerúsalem nýlega: Var það vísir að meiri og viðtækari óeirðum? Ástralía: Fangelsispresturinn slapp með skrekkinn — þegar heimili biskupsins eyðilagðist í öflugri sprengingu í nótt Heirnili k. j'ólska biskupsins í Brisbane, Astralíu skemmdist illa í sprengingu, sent varð þar í nött. Að sögn lögreglunnar mun hér vera um verk geðveiks ntanns að ræða. Erkibiskupinn, Francis Rush. slapp ómeiddur, enda var hann ekki heima. en prestur einn, sem staddur var á neðstu hæð hússins féll í öngvit. Talsntaður lögreglunnar hefur látið frá sér fara að ekki sé hér um að ræða verk írskra hermdarverkamanna heldur hafi hér verið á ferðinni f.vrr- verandi fangi eða vinir ein- hvers sent nú situr inni, vegna þess að sprengjan sprakk á skrifstofu fangelsisprestsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.