Dagblaðið - 13.04.1976, Page 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRIL 1976.
13
Iþróttir
Iþróttir íþróttir
róttir
ÍSLAND-PORTÚGAL 82-75
Slakt í byrjun!
Islendingum gekk illa með
Portúgalina framan af leiknum,
sem háður var í íþróttahúsinu í
Njarðvík á föstudagskvöldið.
Hetjan frá fyrsta leiknum, Jón
Sigurðsson ætlaði sér einum um
of og allt fór úrskeiðis, bæði hjá
honum og liðinu sem Iék fyrstu
mínúturnar, — sendingar mis-
tókust, hittnin á núllpunkti og
samieikurinn i molum, enda
höfðu Portúgalirnir yfir í hléi,
46—43.
Bjarni Gunnar átti eftir hlé
sinn stóra þátt í að þoka íslenzka
liðinu smám saman að jöfnu og
upp fyrir gestina að stigum með
góðri hittni og með því að hirða
aragrúa af fráköstum en samtals
skoraði hann 21 stig í leiknum,
flest íslenzku leikmannanna.
Honum fremri við þá iðju var
bezti leikmaður og fyrirliði Portú-
galanna, Aniceto Camro, með 27
stig.
Portúgalarnir reyndu allt hvað
af tók að halda í við landann en
tókst ekki og lokatölurnar urðu
ísl. 82—75.
ISLAND-PORTUGAL 102-84
100. stigið Kára!
Bjarni Gunnar Sveinsson átti sinn stóra þátt
Íslandi í hag. DB-myndir emm.
að breyta stöðunni
Það er ekki í hverjum leik sem
íslenzka körfuknattleikslands-
liðið skorar yfir 100 stig, eins og
því tókst í seinni leiknum við
Portúgalina í Njarðvíkunum.
Öfugt við fyrri ieikinn tók
íslenzka liðið forystuna strax í
byrjun og hélt henni allan tíman,
að vísu með mismunandi reisn.
Hvorki Jóni .Sigurðssyni né
Jónasi Jóhannessyni tókst að
finna sig í leiknum en Þórir
Magnússon, Bjarni Gunnar og
Birgir Jakobsson voru í essinu
sínu ásamt Gunnari Þorvarðar-
syni, en hann var skamman tíma
inn á. Portúgalirnir áttu því
aldrei möguleika á sigri, þrátt
fyrir mikinn baráttuvilja þeirra
Ancieto fyrirliða, hins hávaxna
Jose Henriquees eða hins snögga
og skapríka Jose Luis, sem voru
bestu menn Portúgalanna. Utícfir
lokin stóð baráttan um það hvort
ísl. liðinu tækist að ná 100 stigum.
Lengi vel mátti sjá á nýju ljósa-
töflunni töluna 93 og þegar
nokkrar sekúndur voru til loka
hafði hún hækkað upp í 99 og
áhorfendur sem næstum fylltu
bekkina, voru farnir að efast,
þegar Kári Marísson fékk tvö
vitaköst. Menn héldu niðri í sér
andanum, en Kári brást ekki, 100
stigin náðust og tveim betur úr
| skyndisókn. Urslitin urðu því
102:82, réttlátur sigur.
—emm
Hóf hjó bœjarstjórn
Bæjarstjórn Njarðvíkur sýndi
körfuknattleiksmönnum þann
sóma að halda þeim boð í félags-
heimilinu Stapa þar sem bæði
landsliðin, það íslenzka og
portúgalska, nutu veitinga ásamt
föruneyti og bæjarstjórn. Albert
K. Sanders bæjarstjóri þakkaði
þeim komuna til Njarðvíkur og
tók við gjöf frá Portúgölunum —
fána sambandsins.
Gylfi Kristjánsson þakkaði
fyrir hönd körfuknattleiksmanna
góðar móttökur og vonaðist til
þess að KKl mætti oftar leita til
Njarðvíkinga með landsleiki.
Vikingur krœkti í 3 stig
Víkingar léku oft skínandi vel á
Meiavellinum í gær gegn slöku
liði Armanns og unnu stórsigur,
5-0 i Reykjavíkurmótinu. Þar
með hlutu þeir þrjú stig. Tvö
fyrir sigurinn og eitt fyrir að
skora meir en þrjú mörk.
Víkingar Iéku undan vindi i f.h.
og skoruðu þá fjórum sinnum —
Stefán Halldórsson, Bergþór
Jónasson, Lárus Jónsson og
Jóhannes Bárðarson og réðu
Óvœnt tap Breiðabliks
í Litlu bikarkeppninni
Eftir góða byrjun Breiðabliks í
Litlu-bikarkeppninni fékk það
heldur en ekki bakslag í seglin
þegar liðið lék við Hauka á
Vallargerðisvelli — tap 1—2. Það
er greinilegt að Hafnfirðingar
tcfla fram ungum og vaxandi
leikmönnum og verður fróðlegt
að sjá hvernig þeim vegnar i 2.
deild í sumar. Þessi ósigur
Breiðabliks setur aftur spennu i
mótið, cn áður hafði iiðið sigrað
ÍAog ÍBK.
alveg gangi leiksins. Fimmta
markið skoraði Eiríkur Þorsteins-
son og undir lokin fékk Víkingur
vítaspyrnu. Markvörður liðsins,
Diðrik Olafsson, reyndi að
skora hjá ögmundi Kristinssyni,
fyrrum félaga sínum í Víking, en
tókst ekki. Spyrnti knettinum í
stöng. Það vakti athygli, að ung
stúlka Guðbjörg Petersen, var
línuvörður og stóð sig vel.
Staðan í mótinu eftir tvær
Viðir slapp með skrekkinn
umferðir er þannig: Minnstu munaði að Gróttu
tækist að jafna í leik sínum við
Fram 2 2 0 0 6-0 5 Víði, sem fram fór i Keflavík á
Víkingur 2 1 1 0 5-0 4 laugardaginn, í keppni þeirra
Valur 2 .1 0 1 4-1 3 félaga á Suðurlandi sem ekki taka
Þróttur 2 1 0 1 1-4 2 þátt í Litlu bikarkeppninni.
KR 2 0 1 1 0-2 1 Þegar fimm mínútur voru til
Ármann 2 0 0 2 0-9 0 leiksloka var staðan 3:0 fyrir Víði
en þá tóku Gróttupiltarnir sig
heldur betur á og skoruðu tvö
mörk með stuttu millibili og voru
nærri því að jafna metin þegar
flautað var til leiksloka. Víðis-
menn sluppu því með skrekkinn,
— en héldu báðum stigunum með
markatölunni, 3:2. —emm
Skíðaskólinn
í Kerlingarfjöllum
Bókanir hjá Zoéga.
Sími:25544