Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞHIÐJUDAGUR 20. APRÍI. 197fi Hvaða rannsóknir vitnar Biff reiðaeftirlitið í? Birgir Björgvinsson, Sjafnar- götu 12, og Högni Jónsson. Bollagöróum, Seltjarnarnesi skrifa : ,,í Dagblaðinu föstudaginn 9. apríl rákumst við á grein um bann við notkun breiðra dekkja. Þar segir að Bifreiða- eftirlit ríkisins banni strang- Iega notkun þeirra. Hvaða rök liggja að baki þessu? verður fyrsta spurning- in sem kemur upp í kollinum á manni. Franklín Friðleifsson gefur svarió í tvennu lagi: Í fyrsta lagi segir hann:,,..er nýjar bifreiðateg- undir eru fluttar til landsins samþykkir Bifreiðaeftirlitið þær. Allar breytingar frá upp- haflegu útliti bifreiðarinnar eru óleyfilegar.” ,,i annan stað: ,,. .það hefur nefnilega komið í ljós að þau (breiðu dekkin) spennast hvort frá öðru í áframakstri.” Ekki vitum við hvaða bók- stafur segir að allar breytingar frá upphaflegu útliti bifreiða séu óleyfilegar. Samkvæmt því væri bannað að gera nokkuð það við bíl sem breytir útliti hans. — Hvað um sprautun? Er bannað að sprauta bíla? Vissu- lega breytir það útliti bíla að breyta um lit. Hitt atriðið er svo meira viðri. Franklín segir að rann- sóknir sýni að breiðu dekkin spennist hvort frá öðru í áfram- akstri. Hvaða rannsóknir eru það? Hver framkvæmdi þær rannsóknir? Hversu víðtækar voru þær? Hve margir bílar voru rannsakaðir? Veit Franklín að þessi dekk eru mikið notuð í Bandaríkjun- um en þar eru þau upprunnin? Þrátt fyrir meiri hraða og fleiri bíla hafa yfirvöld þar ekki séð ástæðu til að banna notkun þeirra” Svar Bif reiðaef tirlitsins! Franklín Friðleifsson hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins svarar: ,,Um það hvort Bifreiðaeftir- litið hafi heimild til að banna breytingar á skráningarskyld- um vélknúnum ökutækjum vísa ég til 16. gr. umferðarlaga, en þar segir: „Innflytjendum skráningar- skyldra vélknúinna ökutækja er skylt að senda Bifreiðaeftir- liti ríkisins nákvæma lýsingu og myndir af nýjum gerðum vélknúinna ökutækja, sem þeir ætla að flytja til landsins. Toll- stjórum er óheimilt að toll- afgreiða skráningarskylt, vél- knúið ökutæki nema Bifreiða- eftirlit rikisins hafi gefið yfir- lýsingar um að sú gerð öku- tækja fullnægi ákvæðum íslenzkra laga.” Eftir að Bifreiðaeftirlitið hefur samþykkt að ákveðið til- tekið ökutæki fullnægi ákvæðum íslenzkra laga miðast sú samþ.vkkt að sjálfsögðu við skráningu ökutækis, sam- þykkta lýsingu. Sé ökutækinu breytt eftir skráningu þess án samþykkis Bifreiðaeftirlitsins er ekki lengur' um sömu lýsingu öku- tækisins að ræða er bifreiða- eftirlitið samþykkti við skrán- ingu þess. Eigendum eða umráðamönn- um ökutækis er skylt sam- kvæmt 7. gr. reglugerðar um skráningu ökutækja að til- kynna breytingar á ökutæki innan hálfs mánaðar ef öku- tæki er breytt frá því sem greinir í skráningarskírteini. Sé breytingin í samræmi við settar reglur er hún skráð í skráningarskírteini og öku- tækjaskrá. Ástæðan fyrir banni Bifreiðaeftirlitsins við notkun breiðra hjólbarða er sú röskun er verður á stýris- og hemlunar- eiginleikum er skapast við notkun mjög breiðra hjólbarða. Ef hugsuð er miðlína, dregin Hríngið í síma 83322 nii/fi kl. 13 og 15 eða skrífið um miðju stýrisvalar og miðju hjóls, eiga línurnar að skerast um yfirborð vegar, eða 1—2 cm niður i veg. Til að koma breið- um hjólbörðum undir flestar gerðir fólksbifreiða að framan, verður að setja breiðari felgur, snúa felgunni við eða setja klossa á milli hjólnás og felgu. Þetta veldur því að mikið bil verður á milli línanna þegar þær snerta veg. Ef of langt bil verður milli miðlínanna við yfirborð vegar veldur mótstaða hjólsins við veg því að hjólin leitast við að spennast í sundur hvort frá öðru í áframakstri. Það framkallar óeðlilega áreynslu og slit I stýrisbúnaði í heild, meðal annars við hemlun, þá vilja bifreiðar rása mikið til hliðanna í akstri. Þetta eru staðreyndir sem viðurkenndar eru af öllum aðilum er við smiði og rann- sóknir ökutækja fást. Það skal tekið fram að á Norðurlöndunum eru allar breytingar á ökutækjum bann- aðar.” Bifreiðanúmerin: KATRIN RÁLSDÓTTIR Raddir lesenda Einfðld breyting — þá ekki lengur bogin og skœld númer Örnólfur Thorlacius hringdi: ..Reglur þær sem í gildi eru um skráningu bifreiða hafa valdið talsverðum deilum undanfarið og eins og gengur sýnist sitt hverjum: Bifreiða- eftirlit ríkisins var eindregið fylgjandi breytingúm frá nú- verandi reglum um skrá- setningu bifreiða og dómsmála- ráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á reglunum. Allsherjarnefnd neðri deildar hafnaði hug- myndunum og taldi ekki nægjanleg rök vera fyrir hendi urn að raunverulega þyrfti breytinga við. Þar sem ljóst er að ekki verður breytt um skráningar- kerfi langar mig að koma á framfæri hugmynd: Gera mætti tiltölulega einfalda breytingu á núverandi reglum þannig að heimila mætti bif- reiðanúmer í einni eóa tveimur línum eftir gerð bifraiða — þetta er mögulegt án breytinga á skráningarkerfinu — og öllum er ljóst hve ljótt er að sjá bogin og skæld númer, sér í lagi á amerískum bílum. Þetta kæmi þá þannig út að ef við hugsuðum okkur 5 stafa númer _ til að mynda R 46784 — kæmi R og 46 í efri línuna og þá 784 i neðri línuna. Nú, dæmið um Land Rov.er jeppana væri þá ekki vandamál lengur — ekki þ.vrfti að saga sundur númerið og setja hluta á aftur- hurðina eins og nú er.” Spurningt dagsins \ Ætlarðu að gefa sumargjöf? Kristbjörg Arnadóttir kennari: Nei, það geri ég ekki. Það er miklu meira en nóg af alls kyns gjafafargani og óþarfi að bæta við. Björn Zoega, nemi í Melaskóla: Já, ég ætla að gefa bróður mínum bolta. Ég hef stundum fengið sumargjöf, ekki alltaf. Guðrún Elliott: Nei, ég hef aldrei heyrt um þann sið svo ég fer varla að taka hann upp. Helga Elíasdóttir: Já, ég hef stundum gefið eitthvað smávegis. Þetta tr ósköp fallegur siður og gaman fyrir yngra fólkið. 1 4 Sverrir Hólmarsson menntaskóla- kennari: Nei, ég hef ekki haft þann sið. Það er engin ástæða til að bæta við gjafafarganið sem er fyrir í þjóðfélaginu. (ieorge Hauksson matreiðslumaður: Nei, alls ekki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.