Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976 — 86. TBL. RITSTJÓRN SjÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Vilja Bretar nú draga úr átökum? — lokuðu Vestfjarðasvœðinu í gœr, halda austur aftur Það er helzt hald manna hjá Landhelgisgæzlunni, að brezka stjórnin hafi óttazt, að átök yrðu mikil, ef brezki flotinn færi til veiða fyrir sunnan land. Því hafi stjórnin viljað hafa togaraflotann fyrir austan. Stjórnin er talin hafa álitið, að átök yrðu meiri en hún telur æskileg, ef Bretarnir færu til veiða innan um íslenzka flotann fyrir sunnan. Veiðisvæði brezku togaranna fyrir vestan var lokað klukkan hálfeitt í gær. Þeir munu nú ætla til veiða á svipuðum slóðum og fyrr, sennilega eitt- hvað suður af Langanesi. Brezku togararnir eru um þrjátíu, og hefur þeim fjölgað síðustu daga. Með þeim eru 9-10 aðstoðarskip. Lítill fiskur er talinn vera á miðunum fyrir austan. -HH. ' Hrakningarnir ó Holtavörðuheiðinni: Vonim sjötíma aðkomast 300 m leið — fólksbílum vor ýtt út of veginum og þeir yfirgefnir — sjú einnig frétt á bls. 18 ◄ Þessa mynd tók Guðmundur Gunnarsson á Holtavörðu- heiðinni í gærdag, er hann var á suðurleið með Hregg- viði Jónssyni. Þá var veðrið gengið niður og færðin ólíkt léttari, þótt snjógöngin vitni um ófærðina er veðrið var sem verst. Astandið var þannig á Holta- vörðuheiðinni á skírdag, að það tók okkur sjö klukkutíma að komast aðeins 300 metra vegalengd og megnið af þeim spotta komumst við á fyrsta klukkutímanum, hinn tímann stóðum við kyrrir, sagði Hregg- viður Jónsson í viðtali við UU í gær, er hann var staddur í Staðarskála í Hrútafirði. Hann lagði á heiðina frá Hreðavatnsskála kl. 15 á skir- dag á vel búnum jeppa ásamt tveim félögum sínum. Gekk ferðin velupp á háheiðina eða upp að sæluhúsi, en um leið og tók að halla norðuraf, byrjuðu erfiðleikarnir. Snjóruðningarnir beggja vegna vegarins voru hálfur annar til tveir metrar á hæð og skóf viðstöðulaust fram af þeim ofan í djúpan ruðninginn, sem bílarnir voru í. Að sögn Hreggviðs voru það illa búnir fólksbílar, sem fyrst stöðvuðust, en betur búnir bílar á eftir þeim komust ekki framúr vegna þrengsla í ruðningunum. Sagði hann að fólk í mörgum bílunum hafi verið illa búið og alls ekki undir hrakninga búið. Korna- börn voru í sumum bílunum og voru þau orðin mjög óróleg. Fólk var flutt úr kaldari bílum yfir í þá heitari og betur búnu, og þegar snjóruðnings- tæki komu bílalestinni til hjálpar, var ekki annað ráð takandi en að koma sjö smábílum út fyrir veginn svo þeir yrðu ekki til frekari vand- ræða. Fólkið úr þeim fór yfir í aðra bíla lestarinnar sem hélt i kjölfar ruðningstækjanna og var komið í Staðarskála talsvert eftií miðnætti. Hreggviði er ekki kunnugt um að neinum hefði orðið meint af þessum hrakningum, an mörgum hafði kólnað illa. -G.S. Byggingarmenn segja: STEFNT AÐ VERULEGUM SAMDRÆTTI" u Fimmtungur múrara og málara hefur gengið atvinnulaus „Það er greinilega stefnt að verulegum samdrætti í byggingariðnaði. Það er fyrst og fremst sú peningapólitík, sem rekin er. Þessi grein er alveg svelt.” Þetta sagði Benedikt Daviðs- son, formaður Sambands byggingamanna, í morgun um ástandið i l>.vggingariðnaðinum. „Það eru ekki aðeins múrarar, sem hafa gengið at- vinnulausir.” sagði Benedikt. „Um tuttugu prósent málara hafa einnig verið atvinnulausir meginhluta vetrar.” Um tuttugu prösent af félögum í Múrarafélagi Reykja- vik gengu atvinnulausir meiri hluta vetrar. Aðalfundur Múrarafélagsins l'ordtemdi nýlega þá „miklu samdráttarstefnu i byggingar- iðnaði sem f.vlgt hefur verið frá árinu 1974.” i skýrslu formanns á aðalfundi Félags pípulagninga- meistara, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram, að uggvænlega horfir i byggingar- iðnaðinum, „ef ekki rætist úr með úthlutun lóða.” í ál.vktun múrara segir: „Astand þetta varir enn og er algerlega óþolandi og veróur að teljast svo vanhugsuð og ósvífin árás, ekki aðeins á byggingár- iðnaðarmenn heldur einnig á húsbyggjendur, að furðu sætir.” Uthlutun lóða í Re.vkjavík var 19(a komin niður í 281 tbúð eða aðeins 41,36 prósent af úthlutun ársins 1973. HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.