Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 28
NÚ HÆKKA VEXTIRNIR - ALLT AÐ 24% VEXTIR AF SPARIFÉ Almenn og veruleg vaxta- hækkun bankanna er nú fyrir- huguð og keniur til fram- kvæmda alveg á næstunni. Fyrst ntá telja hækkun á vöxt- um yfirdráttar viðskiptabank- anna hjá Seðlabanka íslands frá því, sem verið hefur. Af þeirri vaxtahækkun leiðir þegar hækkun viðskiptabank- anna á öllunt almennum utláns- vöxtum. þar með talið á víxii- vöxtum. Þó mun ákveðið að stilla í hóf, og jafnvel að halda lítt breytum vöxtum af tilteknum lánum til iðnaðar, sem er tengd- ur sjávarútvegi og landbúnaði samkvæmt nánari reglum þar um. Innlansvextir munu hækka verulega, og er jafnvel gert ráð fyrir þvi, að vextir á sparifé, sem bundið verður til a.m.k. eins árs, kunni að verða allt að 24% ársvextir. Það skilyrði kann að verða sett fyrir slíkum vöxtum af sparifé, að þáð sé óyggjandi merkt eigendum þess. Er þetta ekki hvað sízt liður í þeirri stefnu að verð- tryggja sparifé og laða þannig til aukningar innlána, sem bundin verði um einhvern ákveðinn tíma, og samtímis að takmarka þá um leið ásókn í almenn útlán. Endanleg ákvörðun um alla nánari tilhögun þessara fyrir- ætlana eru að forminu til háðar samkomulagi Seðlabankans og viðskiptabankanna. Það liggur enn ekki fyrir, en víst er talið, að um það verði fjallað næstu daga. Svo sennilegt er talið, að það takist í meginatriðum, að þegar gætir tregðu til afgreiðslu á lánsumleitunum hjá viðskipta- bönkunum, þótt engan veginn sé þar um stöðvun að ræða. —BS ■■■ P Miðaldra maður brann inni í Hafnarfirði — orsakir eldsins ókunnar Miðaldra maður, Guðmundur Arni Valgeirsson, lét lífið í eldsvoða í Hafnarfirði aðfara- nótt laugardagsins siðasta. Þaö var um klukkan 5.30, sem slökkviliðinu i Hafnarfirði barst tilkynning um að eldur væri í viðgerðaskúr vió Hval- eyrarbraut 36. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en er farið var að kanna aðstæður kom í ljós, að maðurinn, sem hafði umráð yfir skúrnum, hafði brunnið inni. Um nokkurt skeið hafa verið stundaðar bifreiðaviðgerðir í skúrnum. Aður var þar harð- fiskþurrkun um árabil. Guð- mundur Arni hafði það að at- vinnu að kaupa bíla, sem þörfn- uðust viðgerðar og gera þá upp. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar í Hafnarfirði eru elds- upptök enn ókunn. Rafmagn hafði verið tekið af skúrnum fyrir um það bil hálfum mánuði síðan. Þar voru engin hitunar-' tæki nema kerti. Guðmundur Árni Valgeirs- son var 52 ára gamall. Hann var fráskilinn fyrir allmörgum ár- um, en lætur eftir sig átta börn, — sum þeirra uppkomin. —AT— Vœngjadeilon: r Yfirjýsing FIA gerbreytir samn- ingaaðstöðunni — segir talsmaður Vœngja „Yfirlýsing Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna þess efnis, að flugmönnum Vængja sé frjálst að ganga úr félaginu^og semja beint við Vængi, gerbreytir samnings- aðstöðunni og kann hugsanlega að leiða til lausnar þessarar deilu,” sagði Hreinn Hauksson, forsvarsmaður Vængja í morgun. Eins og blaðið skýrði frá fyrir hátíðar, viðurkennir stjórn Vængja ekki FlA sem samnings- aðila fyrir flugmenn sina og vill semja við þá beint. Vegna aðildar flugmannanna aö félaginu stefndi allt að stöðvun rekstrar Vængja, en yfirlýsing FÍA hefur sem sagt breytt stöðunni. Ekki vildi Hreinn segja hvort þegar væri farið að semja við flugmennina, enda væru þeir rétt um það bil að koma úr páskafríi. Hluthafafundur verður hjá Vængjum alveg á næstunni og samningaviðræður við flugmenn fram til þess tíma og ákvarðanir fundarins munu væntanlega end- anlega skera úr um framtíð félagsins, en eins og fram hefur komið er fjárhagsstaða þess góð. —G.S. VEITINGAR HÆKKA Samband veitinga- og gistihúseigenda sótti fyrir nokkru um hækkun til verð- lagsstjóra fyrir meðlimi sina upp á 20,1%. Blaðiö náði ekki í verðlagsstjóra i morgun, en einn veitingamanna sem blaðið hafði samband við, og hafði í morgun hækkað útselda vöru sína um 15% að meðaltali, skildi svo sem verðlagsstjóri hefði gefið veitingamönnum sjálfdænti um hækkun allt að 20.1%. —GS Geirfinnsmólið: STÖÐUGAR YFIR- HEYRSLUR - EN EKKERT NÝTT Yfirheyrslunt í Geirfinnsmál- inu hefur verið fram haldið undanfarna daga. Ekki er af hálfu rannsöknarmanna lalin ástæða til að láta neitt uppi um gang mála, en cftir því, sem næst verður komizt, hefur ekk- ert nýtt komið fram. sem varpar Ijösi á málið. Er talið ’Tj^t, að enn sem fyrr stangist algerlega á framburður þeirra manna, sem hlut áttu að bana Guömundar Einarssonar og þeirra manna. sem samkvæml honum sitja í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á hvat fi Geirfinns. Þrátt fyrir brestandi upp- lýsingar í framburði ofan- greindra-manna, er því neitað, að ákvöröun hafi verið tekin um að sleppa úr gæzluvarðhald- inu á næstu dögum nokkrum þeirra, sem í því hafa setiö. Eiggur þvi i rauninni ekkert lyrir um afdrif Geirfinns Einarssonar. sem hægl er að festa hetulur á. —BS— Loksins farið að hlýna- en strekkingur og vœta trfálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1976. Búast mó við auknu smygli — tóbaks- og vínhœkkan- irnar hér hafa sín áhrif ,,Það er ekki ólíklegt að menn, sem á annað borð hafa hug á að smygla, láti fremur freistast nú eftir áfengis- og tóbakshækkan- irnar en ella, enda vex ábatavonin við hverja hækkun,” sagði Kristinn Ölafsson tollgæzlustjóri í viðtali við DB í gær vegna smyglvarningsins, sem fyrir skömmu fannst í ms. Goða- fossi. Þar fundust 72.400 vindl- ingar, 114 flöskur af áfengi og 12 kassar af bjór. Matsveinninn um borð átti megnið af þessum varningi og faldi sinn hlut milli þilja í vistargeymslum, en vélstjóri átti hluta og faldi í vélar- rúminu. Þá fundust fyrr í mánuð- inum 239 flöskur af 75% vodka í ms. Laxfossi, faldar í vélarrúminu. Rafvirki, smyrjari, tveir vélstjórar og matsveinn reyndust eigend- ur þar. —G.S. Eigendaskipti að ísafoldar- húsum Eigendaskipti eru nú fyrirsjáanleg á húseignunum Austurstræti 8 og 10, ísa- foldarhúsunum. Ölafur B. Thors, stjórnarformaður í Isafold hf., staðfesti í viðtali við Dagblaðið, að í þessar eignir hefði borizt tilboð sem búið væri að samþykkja. Jafngildir það að öðru jöfnu kaupsamningi. Ekki taldi Ólafur rétt að skýra frá pví, hverjir kaupendurnir væru á þessu stigi, en vitað er, að rætt hefur verið um verð, sem liggur ekki langt frá 100 milljónum króna. Þessar húseignir eru hinar gömlu bækistöðvar Isafoldar- prentsmiðju og bókaútgáfu og bókaverzlunar ísafoldar, sem liggur á milli Gevafoto og Gefjunar. -BS. Nú virðist loksins vera farið að vora en samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar í morgun er nú sunnan- strekkingur á Vesturlandi en mun hægari austanlands. A Norðurlandi og Norðaustur- landi var þurrt en rigning hér og þar vestaniands. Þokuloft og súld var sunnaniands og á sunnanverðum Austfjörðum. í morgun var sjö stiga hiti í Reykjavík og tólf stig á Akur- eyri. Útlit er fyrir að veður verði bjart norðanlands en þokuloft og skýjað sunnanlands, en hlýindin haldast áfram. Nýliðin páskahelgi hófst meo kulda um allt land en á páskadag hlýnaði og var hiti víða 14 stig norðaustanlands. -A. Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.