Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1970. i Útvarp 27 I Sjónvarp HVERNIG Á HEIM- URINN AÐ VERA? „Þessi mynd er sterkur baráttu- boðskapur fyrir friði i heimin- um,” sagði Ingi Karl Jóhannesson þýðandi myndarinnar 1 nafni friðarins, sem er á dagskrá sjón- varpsins kl. 20.40 í kvöld. „Myndin er gerð af sömu «C Það verður fróðlegt að sjá hvernig börn hugsa sér að heimurinn eigi að vera. Alls bárust um 20 þúsund teikningar í teiknisöfnuninni, sem gerð var í tiiefni af friðardeginum. aðilum og gerðu mynd um börn í flóttamannabúðum í Sýrlandi, sem sýnd var fyrir skömmu í sjón- varpinu. Hún er gerð árið 1969 í tilefni friðardagsins 1969. Þá var skipulögð eins konar teiknisamkeppni eða teiknisöfn- un. Þessir hollenzku aðilar fengu 20 þúsund teikningar frá „börn- um” á aldrinum 5-95 ára og „mótífið” var eitthvað viðkomandi friði og betri framtíð. Inn í það fléttast stríðsógnir. Hluti þessara teikninga eru sýndar í myndinni. Þarna er brugðið upp myndum úr hugar- heimi barnanna og hvernig þau hugsa sér að heimurinn eigi að vera í framtíðinni.” — Eru þessar teikningar frá börnum um allan heim? „Eg held að þær séu fyrst og fremst’ frá hollenzkum bör,num eða jafnvel eingöngu, en annars kemur það ekki alveg nógu skýrt fram í mvndinni,” sagði Ingi Karl Jóhannesson. —A.Bj. Sjónvarp kl. 21.30: HERIRNIR STÓÐU ÓJAFNT AÐ VÍGI í FRUMSKÓGAHERNAÐINUM Þátturinn um heimsstyrjöldina síðari er á dagskránni í sjónvarp- inu í kvöld kl. 21.30, 14. þáttur, sem nefnist Styrjöldin í Burma. Þýðandi og þulur er Jón O. Ed- wald. Þátturinn byrjar á þvi þegar Japanir sóttu inn í Burma. Þar var lítið um varnir því Bretar voru ekki viðbúnir innrásinni. í marz 1942 tóku Japanir höfnina í Rangoon.— Burma var mjög mikilvægt land fyrir margra hluta sakir. Það var mikið hrisgrjónaland og þar voru einnig aúðugar olíulindir. Þar var einnig unnið mikið af wolfram, sem var mikilvægt við hergagnaframleiðslu. Einnig voru miklar gimsteinanámur í landinu. Auk þess var landið mjög hern- aðarlega mikilvægt sökum Burmabrautarinnar, en hana notuðu Bandaríkjamenn til þess að flytja matvæli og hergögn til Kínverja, Japönum tókst að halda Burma í þrjú ár. því það var ekki fyrr en í maí 1945 sem banda- menn náðu Rangoon aftur á sitt vald. Frá Burma réðust Japanir svo inn í Indland og sóttu hart fram að borgunum Imphal og Kohima. Þeir náðu þeim þó ekki, þótt mj.óu munaði. í Indlandi urðu mjög harðir bardagar og mikið um ná- vígi, auk þess sem veðurfar var afar slæmt. monsúntíminn byrjaður og alltaf rigning. Einnig herjuðu ýmsir hitabeltissjúk- dómar á bandamenn. Bretar spyrntu við fótum í Ind- landi og voru nú bandarískir sjálfboðaliðar komnir til bardag- ans. Voru þeir undir stjórn Merr- ills hershöfðingja en einnig tóku kínverskar og indverskar her- deildir þátt í bardaganum við Japani. Voru þær undir stjórn bandaríska hershöfðingjans Still- well, en hann átti sæti í herráði Chiang-Kai-Shek. Yfirmaður alls herafla bandamanna í Suðaustur- Asíu var Wavell, sem kunnur var úr styrjöldinni í Norður-Afríku. Eftir ntjög harða bardaga tókst bandamönnum að reka Japani til baka. Urn það leyti tók Louis Mountbatten lávarður við yfirher- stjórn Breta í Asíu. Það sem gerði að Bretum vegn- aði illa frarnan af var að herdeild- ir þeirra voru óvanar frum- skógahernaði, en Japanir þaul- kunnugir honum. Þeir notfærðu Sér vel alla aðstöðu í frumskógin- um, urðu aldrei matarlausir og Frumskógahernaður — Baráttan við Japani var oft og tíðum erfið vegna reynsluleysis herja bandamanna í frumskógahernaði en þegar á leið fór þeim að ganga betur. Hér eru bandarískir hermenn á Nýju-Guineu en þar áttu þeir í stanslausum frumskógahernaði frá 1941—1945. gáfust heldur aldrei upp. Áður en þeir fóru að heiman klipptu þeir neglur sínar og hár og skildu eftir hjá ættingjum'til þess að eitthvað væri eftir af þeim til þess að jarða, ef þeir kæmu ekki aftur sjálfir. Þeir litu svo á að keisarinn ætti lif þeirra. Það rná til gamans geta þess að á sl. ári fannst Japani nokkur í frumskógi á einni Kyrrahafseyju. Hann hafði orðið viðskila við her- deild sína á meðan á stríðinu stóð og vissi ekki um að því var lokið. Hann var enn að „berjast”. —A.Bj. 23.00 Á hljnðbergi. Dylan Thomas: Ht'im til Swansea. (Return Journey to Swansea). Höfundurinn ot* leikarar brezka útvarpsins flytja. 23.30 Fréttir. Dagski^árlok. Miðvikudcgur 21. apríl 7.00 Morgunútvarp.Veourfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Gunnar Björnsson flytur. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Hreiðar Stefánsson les framhald sögu sinnar ..Snjallra snáöa" (2). Tiikynníngar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Krossfari á 20. öld. kl. 10.25: Benedikt Arnkelsson eand. theol. flytur sjöunda og síöasta þátt sinn um predikarann Bill.v Graham. íslenzkt mál kl. 10.40: Endurtekinn þáttur Asg. Bl. Magnússonar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveitin leikur ..Espana". rapsódíu eftir Chabrier: Ernest Ansermet stjórnar. Victoria de los Angeles syngur lög eftir Duparc vió hljómsveitarundirleik / Hollywood Bowl hljómsveitin leikur Capriccio Espagnole eftir Rimský-Korsakoff. Felix Slatkin stjórnar. G ^Sjónvarp D Þriðjudagur 20. apríl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 í nafni friðarins. Hollensk mynd, sem fjallar um þær hugmvndir, sem börn geia sér um stríó og frirt. Þýð- andi og þulur Ingi Karl Jóhanriesson. 21.05 Nei, ég er héma. Breskur gaman- m.vndaflokkur. Lokaþáttur. Artalhlut- verk Ronnie Corbett. Þýrtandi Stefán Jökulsson. 21.30 Heimsstyrjöldin siðari 14. þáttur. Styrjöldin í Burma. Myndin lýsir innrás Japana í Burma. en hún kom Breturn gersamlega á ovart. Japanir komust art landamærum Indlands, en þar hófu Bretar gagnsókn. Þýrtandi og þulur Jón O. Edwald. 22.25 Dagskrárlok. (opinn krani) ** Hver borgar? Húseigendatiygging borgar tjón á innréttingum, málningu, vcggfóðri, flísum o.fl.þ.h. Heimilistrygging borgar tjón á innbúi (húsgögnum, gólfteppum o.fl.þ.h.) Abyrgðartrygging heimilistryggingar borgar tjónið á 3.,2.,l.hæð og í kjallara. Allt með því skilyrði þó að húséigenda- og heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki. Skrifstofur okkar og umboðsraenn um land allt veita nánari upplýsingar um HEIMILISTRYGGINGUNA og þær endurbætur og nýjungar, sem gengu 1 gildi l.januar 1976 SAMVINNUTRYGGINGAR GT ÁRMÚLA3.S1MI 38500 GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGÐU SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFELAG

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.