Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRlL 1976. Brezka snobbið er of kostnaðarsamt — segir verkalýðsleiðtoginn Jack Jones Í kjölfar kosningabaráttunnar á vesturbakka Jórdanár, í Galileu og i Austur-Jerúsalem brutust út mikiar óeirðir, enda þótt ljóst sé, áð þjóðernishreyfingar hafi unnið sigur í þeim kosningum. Hér sést kona ein reyna að stilla til friðar í óeirðum sem brutust út í Nasaret um kosningarnar. ,,Allur heimurinn veltist um af hlátri af stéttaskiptu snobb- þjóðfélagi Breta,” sagði verka- lýðsleiðtoginn Jack Jones í ræðu í Skotlandi í gær. A fundi með fulltrúum verkalýðsfélaga sagði hann, að það væri engin furða, að fólk væri farið að krefjast þess, að stofnanir eins og lávarðadeild þingsins yrðu lagðar niður. Jack Jonos, hínn áhrifamikli vorka- lyðsleiötogi, vill aö 'brezkar snobbstóttir lœri aö leika sór á róttan hótt. ,,Geta þægindastéttirnar í þjóðfélagi okkar ekki lært að leika sér án þess að til þurfi að koma fáránlegar samkotnur eins og Ascot," spurði hann. Þar átti hann við veðreiðarnar frægu, sem draga ti! sin rjóm- ann af öllum snobbfólki Bret- lands. „Bretar eru hnípin þjóð i vanda, og'nú þurfum við á and- rúmslofti því að halda, er ríkti við atburðina í Dunkirk hér um árið,” sagði verkalýðsleiðtoginn ennfremur. Jones, sem hefur verið einn af höfundum launaáætlunar- innar undanfarið ár, sagði, að verkalýðshreyfingin hefði átt stórar. þátt í því að halda þjóð- íelaginu a floti i gegnum erfiða tíma. Varaði hann viö ósamlyndi innan hreyfingarinnar og innan verkalýðsflokksins, sem hann sagði, að stofna kynni öllu því, sem nú væri verð að b.vggja upp, í verulega hættu. Kastró hótar uppsögn flugránssamningsins Forsætisráðherra Kúbu, Fidel Kastró, hefur hótað því að slíta samkomulagi því, er gert var við Bandaríkin árið 1973 og koma átti í veg fyrir flugvélaránin tíðu, er þá höfðu orðið. Segir hann þetta verða gert til þess að mótmæla árásum kúbanskra flóttamanna, sem búsettir eru í Bandaríkjunum, á fiskimenn frá eynni. í framhaldi af þessu kallaði hann Ford Bandaríkjaforseta „hrokafullan lygara” vegna ummæla forsetans um þátt Kúbúmanna í frelsun Angóla. Einn fiskimaður frá Kúbu lét lífið í vélbyssuskothríð á miðunum undan Miami nú fyrir skömmu. Hafa kúbönsk flóttamannasamtök lýst allri ábyrgð á hendur sér. Áhrif Kúbumanna á gang heimsmála hafa farið stórvax- andi á undanförnum árum og sjást þau bezt á þætti þeirra í frelsun Angóla. Nú hefur Kastró hótað að rjúfa sam- komuiagið við Bandaríkja- menn um gagnkvæma hindrun flugvéiarána. Ástralía: Boltaleikur endaði með skotsárum Móðir lítils drengs, sem sparkaði bolta sínum inn í garð nágrannans, og maður sem neitaði að skila boltanum, eru bæði á sjúkrahúsi í Sydney í Astralíu, hættulega særð af völdum skotsára. Að sögn lögreglunnar hófst rifrildið, er foreldrar drengs- ins fóru yfir til nágrannans til þess að sækja boltann. Kom til átaka og hlaut maðurinn mikið skotsár á brjóstið. Konan særðisi á fótum. 24 ára gamall maður mun verða sóttur til saka fyrir verknað þennan, en ákærur verða einnig lagðar fram á hendur fleiri mönnum, sent viðriðnir eru atburðinn. Inn áfðk á vesturbakka Jórdanár: Arabi féll fyrir kólum ísraelskra hermanna — þrír aðrír sœrðust Til nýrra átaka kom í gær á hernámssvæði ísraelsmanna á vesturbakka Jórdanár. í átökun- um, sem voru á milli ísraelskra hermanna og arabískra andmæl- enda, lét einn Arabi lífið og þrír særðust hættulega. Til átakanna kom þegar tugir þúsunda öfgafullra ísraelskra þjóðernissinna luku tveggja daga göngu um hernámssvæðið til að leggja áherzlu á kröfur sínar um frekara landnám ísraelsmanna á vesturbakkanum. Fórnarlamb átakanna í gær, 55 ára gamall maður, var grafinn síðar í gærdag. Tugþúsundir manna voru við útförina og öllum verzlunum var lokað á meðan. Ganga þjóðernissinnanna var tíðindalaus þar til kom að enda- stöð í útjaðri Jeríkó-borgar. Þar kom til þeirra átaka, er leiddu til dauða og meiðsla Arabanna fjög- urra.' Stórmerkilegt mál fyrir Hœstarétti Bandaríkjanna: Er réttur fjölmiðla meiri en hins ákœrða? Ákæruvald bandaríska ríkisins í Washington lagði í gær fram það álit við Hæstarétt Bandaríkjanna, að þótt af og til væri sett bann á fréttaflutning fjölmiðla frá meiri- háttar réttarhöldum, þá væri það ekki nema hæfilegt gjald fyrir vernd einstaklingsins. Lögfræðingar ákæruvaldsins fóru þess á leit við Hæstarétt, að í engu yrði hvikað frá ákvörðun um það, sem kallað hefur verið „múlbindiskipanir,” í réttarhöld- unum yfir landbúnaðarverka- manninum Erwin Simants. Hann hefur verið dæmdur til dauða fyrir að myrða sex manna fjöl- skyldu í Nebraska. Lögfræðingar fjölmiðla sögðu tilskipun réttarins um bann við fréttaflutningi hafa verið ónauð- synlega, en hún hafi orðið til þess, að dómarar í öðrum málum hafi sett á svipuð bönn. Fjórir réttarúrskurðir komu í veg fyrir fullan fréttaflutning frá Simants-réttarhöldunum í ellefu vikur á meðan hinir ýmsu dómarar reyndu að koma sér saman um hve langt þessar tak- markanir ættu að ganga. Allir höfðu fyrst og fremst í huga að vernda rétt hins ákærða án þess að takmarka fréttaflutning um of. Þetta er eitt érfiðasta málið, sem Hæstiréttur verður að taka afstöðu til áður en sumarleyfi hef jast í júní. Rétturinn verður að úrskurða, hvort sá réttur, sem fjölmiðlum er tryggður í stjórnarskránni til að finna og birta fréttir, verði á stundum að víkja fyrir stjórnar- skrárlegum réttindum ákærðra til réttarhalda frammi fyrir hlut- lausum kviðdómi. Indverjar og Pakistanir rœða stjórnmálasamband Pakistanir hafa þegið boð Ind- verja um að senda fulltrúanefnd til Islamaband til að ræða endur- upptöku stjórnmálasambandsins, sem slitið var 1971, að því er hin opinbera fréttastofa i Pakistan skýrði frá í gær. Tilboð lndverja kont frarn- í bréfi, sem Indira Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, skrifaði Ali Bhutto, forsætisráðherra Pakistan, 11. apríl. Bhutto skrifaði um hæl og sagðist reiðu- búinn að taka á móti sendinefnd- inni. Hann tók frarn í bréfi sínu, að einnig væri rétt að ræða endur- upptöku samgangna á milli land- anna. bæði í lofti og á láði. Bhutto skrifaði frú Gandhi fyrst í rnarz og bauðst þá til að láta niður falla kæru Pakistana á hendur Indverjum til Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þess efnis. að bann Indverjá við flugi pakistanskra flugvéla vfir indversku landi væri ólöglegt. Indverjar litu á það frumkvæði Bhuttos sem ntikinn sigur fvrir sig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.