Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.04.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRlL 1976. Erlendar fréttir REUTER Verkfall járnbrau tars tarfsmanna í Japan: 40 MILLJÓNIR MANNA í UMF&ÐARÖNGÞVím 7 Sendiherrann varð óður og hóf skothríð Sendiherra Líbýu í Egypta- landi, Milod El-Sedik, dró upp vélbyssu, skjálfandi af reiði og hrópandi: „Ég er byltingin . . .Eg drep ykkur öll!”, og hóf skothríð á stúdenta, sem héldu uppi mótmælaaðgerðum á sendiráðslóðinni í Kairo i gær, að sögn sjónarvotta. Þeir skýröu frá því, að sendiherrann hefði skotið sex hryðjum að 40—50 stúdentum, sem lögðu sendiráðslóðina undir sig í mótmælaskyni við meintar pynting.ar háskóla- stúdenta i Líbýu. Enginn varð fyrir skotum, að því er bezt verður séð af fréttum. Skírnarathöfnin endaði með skelfíngu: Snákur drap þrjá itienn Prestur og tveir safnaðar- meðlimir létu líf-ið, er eins metra langur snákur réðist inn í skírnarathöfn baptista i á einni við þorpið Soweto í Suður-Afriku. Presturinn, Sydney Kuene, stóð úti í ánni og bjó sig undir að skíra konu eina með idýfingu, er snákurinn réðist á þau og hurfu þau bæði undir yfirborðið, að sögn sjónarotta. Er reynt var að koma þeim til hjálpar, renndi snákurinn sér upp á árbakkann og drap enn einn safnaðarmeðlim, áður en hann komst í burtu. Einkabifreiðir, sem nánast námu hver við aðra, mynduðu 15 kílómetra langar raðir á áðalvegunum inn til Tokyo í Japan, er fjögurra daga verk- fall verkamanna í öllum deild- um flutninga hófst í gær. Nær allar járnbrautarferðir lágu niðri, sem þýðir, að um 40 milljónir manna, eða um þriðj- ungur þjóðarinnar verður að koma sér til vinnu á annan hátt. Aðeins sárafáar innansveitar- járnbrautir voru í gangi. Verkfallið, sem hófst á miðnætti, var gert að beiðni hins öfluga félags járnbrautar- starfsmanna ríkisins, sem þannig urðu fyrstir til þess að leggja fram kaupkröfur verka- manna í Japan fyrir vorið. Skömmu síðar ákváðu starfs- menn við ellefu af stærstu járn- brautarfyrirtækjum í einka- eign að leggja niður vinnu. Borgarstarfsmenn sem vinna við fólksflutninga í 39 stærstu borgum Japans lögðu niður vinnu við strætisvagnaakstur og við akstur neðanjarðarlesta í nokkra tíma, eða til kl. átta í niorgun að þeirra tima. Um tíu þúsund lögreglumenn voru til kvaddir til að halda uppi lögum og reglu á biðstöðvum vagna og lesta og eins að koma í veg fyrir, að öfgasinnar til beggja hliða í stjórnmálum notfærðu sér ringulreiðina til uppþota. Ekki hafa borizt neinar fréttir af óeirðum þegar hér er komið sögu. Félög járnbrautarstarfs- manna krefjast 15.200 yena kauphækkunar á mánuði, eða um 9000 króna, en hafa áður hafnað tilboði vinnuveitenda um 6000 króna kauphækkun á mánuði. Eins og áður sagði, mun verk- fallið hafa áhrif á líf milljóna manna, sem sækja vinnu sína til Tokyo. Þó mátti sjá menn búa sig undir að sofa á skrif- stofum og í verksmiðjum. Mættu menn með birgðir af hreinum sokkum, skyrtum og handklæðum og ætla að láta fyrirberast á vinnustað þar til verkfallinu lýkur. Þeir, sem á annað borð fóru heim, lentu í miklum vandræð- um með að komast til baka a.m.k. í öllum stærri borgum I Japan. Þar eru öll hótel yfirfull og langar bióraðir hafa myndazt við þá staði er selja morgunverð. Líbanon: Aftökur á almannafœrí — vanvirði menn vopnahléð Leiðtogar líbanskra vinstri- manna.og palestínsku skæru- liðanna hétu því snepima í morgun að sýna enga miskunn beim, er lítilsvirtu óstöðugt vopnahléð i landinu. Skipti þá engu máli hver ætti í hlut. 1 sameiginlegri yfirlýsingu. sem gefin var út um leið og fjöldi sprenginga glumdi við í Beirút, sagði að hver sá, sem fremdi morð eða annan alvar- legan glæp, yrði tekinn af lífi á almannafæri. Yfirlýsingin kemur í kjölfar fundar, sem haldinn var í gær þar sem ákveðið var hvernig eftirliti með vopnahlénu yrði hagaó. Fundinn sátu háttsettir herforingjar. Þeir munu halda áfram fundahöldum í dag. Nefndin var kölluð saman að frumkvæði Sýrlendinga og Palestínuskæruliðanna. Suleiman Franjieh, forseti Líbanon. Sigur kommónista í kosningunum á Ítalíu fyrirsiáanlegur Cnn þrengir að Ródesíu — eftir að skœruliðar sprengdu upp járnbrautina til S-Afríku Efnahagslegri afkomu minni- hlutastjórnar hvítra manna í Ródesíu hefur enn verið ógnað með árásum blakkra þjóðernis- sinna. Aðgerðir blökkumann- anna hafa m.a. leitt til þess, að vega- og járnbrautasamband Ródesíu við Suður-Afríku hefur verið rofið. Um tuttugu manna skæru- liðahópur sprengdi í gær upp aðaljárnbrautarleiðina á milli landanna og felldi þrjá suður- afriska ferðamenn i nágrenn- inu, að sögn lögreglunnar. Þetta var fyrsta meiriháttar árás skæruliða í suðaustur- hluta Ródesíu. Talið er að um tvö hundruð skæruliðar séu nú á því svæði og að þeir hafi komið frá Mósambik eftir leið, sem nú hefur verið lokað. Um járnbrautarleiðina fara um 60% af öllum viðskiptavör- um Ródesíu. Vörurnar fara í gegnum Suður-Afriku í trássi við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. • Eina út- og aðflutningsleið Ródesíu á landi síðan Mósam- bík lokaði landamærunum 3. marz er járnbrautarleið til S- Afríku í gegnum Botswana, en sú leið getur engan veginn borið nægilega mikið og miklum erfiðleikum er bundið að auka á afkastagetuna. Eftir að skæruliðar sprengdu í sundur járnbrautarlínu og vegi til S-Afríku er eína leíð Ródesiumanna til sjávar um Botzvana. Sú flutningaleið ber hins vegar ekki mikla umferð. A siðustu mánuðum hefur hervæðing í Ródesiu stóraukizt og hefur Ian Smith verið það mikið í mun að sýna, að i hernum séu bæði svartir menn og hvítir, þótt óvinurinn sé —.. svartur. Myndin er frá heræfingum í Rodesíuher. Kristilegir demókratar berja nestið Stjórnmálaöngþveitið á Italíu getur tekið á sig nýja mynd, er kristilegir demókratar hefja við- ræður við aðra stjórnmálaflokka til að koma í veg fyrir almennar kosningar. Flestir spámenn í ítölskum stjórnmálum fá ekki séð, að viðræður formanns Kristilega demókrataflokksins, Zaccagini, við aðra stjórnmálaleiðtoga, eigi eftir að verða árangursríkar. Ef til kosninga kemur í júní nk. er það álit flestra, að kommúnist- ar nái miklum meirihluta, enda stærsti flokkurinn. Munu þeir þá binda enda á yfir 30 ára valdatíð kristilegra demókrata. Sósíalistar, en stuðningur þeirra er nauðsynlegur til þess að stjórn kristílegra demókrata fái haldið velli, hafa fyrirfram hafnað tillögum Zaccaginis, um efnahagslegar neyðarráðstafanir. Kommúnistar hafa látið í ljós áhuga á að hæra þær tillögur, en eru efins í að þær leysi einhvern vanda. Mótmælaaðgerðir við margar af helztu verksmiðjum á Italíu, aug- ljóslega af stjórnmálalegum toga spunnar, hafa aukizt mjög undan- farna tíu daga og margir stjórn- málamenn óttast, að ríkisstjórnin segi af sér innan skamms og að þing verði leyst upp, sem þýðir nýjar kosningar, eins fljótt og auðið verður. Eins og áður segir er talið fullvíst. að kommúnistar nái miklunt meirihluta. Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur látið svo ummælt, að riki Vestur-Evrópu geti ekki vænzt þess að Bandaríkin verji þau árásum úr austri, ef til kemur, séu kommúnistar þar við stjórn. Hafa ummæli þessi að vonum vakið mikla eftirtekt og verið harðlega mótmælt víða um heim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.